Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það á að láta okkur ein borga. Fólk er búið að fá
nóg. Trúverðugleiki okkar er í hættu, tel ég,“ seg-
ir Arnar G. Hjaltalín, formaður Drífandi – stétt-
arfélags í Vestmannaeyjum. Samþykkt var á fé-
lagsfundi í vikunni að beina því til forsendu-
nefndar ASÍ að segja upp gildandi kjara-
samningum við þá endurskoðun sem nú stendur
yfir. Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar –
stéttarfélags í Þingeyjarsýslum – telur að for-
sendur samninga séu löngu brostnar og því blasi
við uppsögn nema Samtök atvinnulífsins og
stjórnvöld komi til móts við kröfur verkalýðs-
hreyfingarinnar um breytingar á núgildandi
samningum.
Framsýn vill leita allra leiða til að koma í veg
fyrir að samningarnir falli úr gildi nú í janúar.
Leiðin til þess sé að hækka laun meira en gert er
ráð fyrir í núgildandi samningum. Jafnframt því
sem stöðugleiki verði skapaður. Samningamenn
ASÍ og SA ræddu í gærmorgun um leiðir til að ná
saman um endurskoðun kjarasamninga. ASÍ lagði
áherslu á að stytta samningstímann meira en SA
bauð og vildi móta sameiginlega stefnu í verðlags-
málum, auk þeirrar atvinnustefnu sem SA lagði
til. Samninganefndirnar funda áfram í dag.
Meira þarf til að koma
„Ég bind vonir við að við náum einhverju út úr
þessum viðræðum til að styrkja stöðu launafólks,“
segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður
Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann telur mikil-
vægt að meira komi inn í dæmið en boðið hefur
verið, til að það gangi upp. Hann segist hafa mikl-
ar áhyggjur af stöð mála og telur að launþegar
muni ekki sætta sig við að sitja eftir á meðan aðrir
tryggja sinn hlut.
„Ég hef áhyggjur af því að verðbólgan sé að
festa sig í sessi og mikill óstöðugleiki sé fram-
undan,“ segir Kristján Þórður.
Hafa burði til að greiða hærri laun
„Ætli margir séu ekki að leita að einhverju
hálmstrái til að stökkva á?“ segir Arnar G. Hjalta-
lín um viðræður SA og ASÍ. Hann bætir því við að
gott sé að menn ræði saman en meira þurfi til að
koma en stytting samningstíma um einn mánuð.
Hann telur að sjávarútvegurinn hafi burði til að
greiða fiskverkafólki og almennu verkafólki hærri
laun. „Um leið drögum við hina upp á eftir okkur,“
segir Arnar.
Trúverðugleiki okkar í hættu
Drífandi – stéttarfélag í Vestmannaeyjum – vill segja upp kjarasamningum Framsýn í Þingeyjar-
sýslum segir að uppsögn blasi við nema SA og stjórnvöld komi til móts við kröfur verkalýðshreyfingar
Endurskoðun samninga
» Samningamenn ASÍ og SA
funduðu um endurskoðun
kjarasamninga í gær og funda
aftur í dag.
» Mikið verður fundað á næst-
unni. Þannig er boðaður for-
mannafundur Starfsgreina-
sambandsins nk. þriðjudag og
fundur samninganefndar í kjöl-
farið og formannafundur verð-
ur hjá ASÍ á föstudag.
» Niðurstaða þarf að liggja
fyrir 21. janúar nk. ef segja á
samningum upp.
„Við eigum að finna
matarholurnar og nýta
okkur þær.“
Arnar G. Hjaltalín
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Inflúensa, RS-veira og Nóróveira
herja nú á landsmenn og ollu því
m.a. að óvenjumikið var að gera á
Landspítalanum í vikunni. Þetta
kemur fram í pistli Björns Zoëga,
forstjóra Landspítalans, á heimasíðu
spítalans.
„Allir þessir faraldrar hafa lagt
töluverðar byrðar á Landspítalann,
m.a. þurfa einstaklingar sem þarfn-
ast innlagnar vegna þessara veiru-
sýkinga mjög oft á einangrun og ein-
býli að halda,“ segir Björn í
pistlinum. Þó tekur hann fram að
inflúensufaraldurinn nú sé enn sem
komið er ekki skæðari en vanalega.
Hinsvegar sé óvanalegt að þessir
þrír faraldrar komi upp á sama tíma
og slíkt auki álagið verulega. Þá tek-
ur Björn fram að erfiður húsakostur
og skortur á einbýli sé bagalegur. Í
pistlinum kemur einnig fram að sú
staðreynd að á spítalanum bíða nú
um 50 manns eftir plássi á hjúkr-
unarheimilum geri stöðuna enn erf-
iðari.
Til að bregðast við ástandinu var
valaðgerðum fækkað í vikunni og
slíkt verður líklega gert aftur í þeirri
næstu. Þá verða fleiri rúm en vana-
lega opin um helgina til að koma
sjúklingum fyrir.
Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir á
Læknavaktinni í Kópavogi, segir að
mikið sé að gera þessa dagana.
Óvenjumikið um pestir
Óvenjumikið hafi verið um alls-
kyns pestir allt frá því í nóvember.
„Það hefur verið mikið um kvef og
hósta, svo hafa niðurgangspestir
verið að ganga, “ segir Þórður. Hann
bætir við að nú sé vitjunum að fjölga
og það sé vanalega nokkuð góður
mælikvarði á að inflúensan sé að ná
sér á strik.
Spurður um ráð til að forðast smit
leggur Þórður áherslu á almennt
hreinlæti og handþvott. Auk þess
sem hvíld og nægjanlegur svefn sé
nauðsynlegur þáttur.
Pestir valda álagi
á Landspítalanum
Morgunblaðið/Ómar
Veikindi Ýmsir kvillar herja á
landsmenn þessa dagana.
Fækka valaðgerðum og fjölga rúmum
Fyrsti leikur Íslands í heimsmeistarakeppni karla í
handknattleik í Sevilla á Spáni fer fram í dag þegar lið-
ið mætir Rússum. Það var létt yfir íslensku landsliðs-
mönnunum fyrir utan liðshótelið í höfuðstað Andalús-
íuhéraðs í gær þegar þeir gæddu sér á appelsínum af
trjánum, enda sól og 20 stiga hiti. Alvaran tekur síðan
við í dag og strákarnir spila aftur á morgun, gegn Síle.
Tveir af fimm leikjum íslenska landsliðsins í riðla-
keppninni verða í opinni dagskrá á Stöð 2 sport, þar á
meðal fyrsti leikur Íslendinga á mótinu gegn Rússum
klukkan 16.55 í dag. Leikurinn gegn Síle á morgun
verður í lokaðri dagskrá en viðureign Íslendinga við
Makedóna á þriðjudag verður einnig í opinni dagskrá.
Síðustu tveir leikirnir í riðlinum, gegn Danmörku og
Katar á miðvikudag og föstudag, verða í lokaðri dag-
skrá.
Komist íslenska liðið í 16 liða úrslit verður sá leikur í
opinni dagskrá en nái það í fjórðungs- eða undanúrslit
verða þeir leikir í lokaðri dagskrá. Verði velgengni
liðsins hins vegar slík að það komist í úrslitaleikinn,
eða leikinn um bronsið, þá verður sá leikur opinn öll-
um. kjartan@mbl.is
Létt yfir landsliðsmönnunum í Sevilla
Ljósmynd/Hilmar Þór Guðmundsson
Handboltalandsliðið mætir Rússum í fyrsta leiknum á HM
„Veður verður hæglátt næstu daga
miðað við að það er hávetur,“ segir
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur. Hann á von á því að hlýja sunn-
anáttin sem hefur verið ríkjandi sé að
deyja út hægt og rólega og við taki
kaldara loft að vestan. Því gætu fylgt
él eða snjókomubakkar t.a.m. í dag,
bæði austast og vestast á landinu.
Að sögn Einars gæti gert föl víða á
Vesturlandi á morgun og einnig gætu
snjókomubakkar verið viðloðandi
Austurland. Hitastig verði við frost-
mark, hugsanlega með slyddu eða
krapa á láglendi. „Það verður alls
ekkert kuldakast um helgina heldur
hæglát vetrarveðrátta, aðeins kald-
ara en verið hefur. Strax eftir helgi er
lítið um að vera, hiti verður víðast rétt
undir frostmarki,“ segir Einar en
hann á hinsvegar von á því að í kjöl-
farið taki við leysingar með meiri hlý-
indum.
Oft mildir kaflar um hávetur
Leysingakaflinn sem nú stendur
yfir hófst 2. janúar. Hlýindin hafa
verið miseindregin að sögn Einars en
þau náðu hámarki á Akureyri á föstu-
daginn fyrir viku þegar hitastigið
náði 11 gráðum. Aðspurður hvort
þessi milda veðrátta nú um hávetur
sé óvenjuleg segir Einar svo ekki
vera. „Veðráttan núna er búin að vera
frekar mild en undanfarin ár hafa
komið svona kaflar mjög reglulega
um hávetur, ýmist í janúar eða febr-
úar,“ segir Einar.
Hann tekur fram að dæmi sé um
lengri milda kafla á þessum árstíma
og ekki sé um óvenjulega langan
kafla að ræða. Svona veðrátta sé það
sem landsmenn eigi að venjast þegar
sunnan- og suðvestanáttir séu
ríkjandi. heimirs@mbl.is
Hæglátt vetrarveður
Hlýnar aftur um miðja vikuna Mild veðrátta að
undanförnu alls ekki óvenjuleg, segir veðurfræðingur