Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 ✝ Magnús fædd-ist í Flagbjarn- arholti í Landsveit 5. júní 1924. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu 28. desember 2012. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Jóhannsdóttir, f. 19.3.1889 í Lækj- arbotnum í Land- sveit, d. 22.10. 1951, og Kjartan Stefánsson, f. 30.7. 1885 í Vorsabæ á Skeiðum, d. 6.4. 1966. Systkini hans voru 1) Stefán, f. 17.11. 1916, d. 8.4. 1972, 2) Teitur, f. 10.7. 1918, d. 6.2. 2007, 3) Jóhann Grétar, f. 10.11. 1920, d. 19.3. 1921, 4) Brynjólfur, f. 15.1. 1923, d. 25.2. 1939, 5) Jóhanna Margrét, f. 15.8. 1926, d. 11.4. 1993. Magnús kvæntist 20. sept. 1952 Elsu Dórótheu Pálsdóttur, f. 19.8. 1924 í Hjallanesi í Land- sveit, d. 28.2. 2007. Foreldrar Magnús, kona hans er Angelica Jansson og eiga þau eina dóttur. Magnús ólst upp hjá for- eldrum sínum í Flagbjarnarholti og vann að mestu við bú þeirra þar til hann hóf búskap í Hjalla- nesi með konu sinni þegar þau keyptu jörðina árið 1952. Árið 1975 komu Kjartan sonur þeirra og Elínborg kona hans til bús með þeim og ráku þau félagsbú um nokkurra ára skeið, þar til Kjartan og Elínborg tóku alfarið við búi árið 1997. Magnús og Elsa bjuggu áfram í húsi sínu í Hjallanesi þar til Elsa féll frá ár- ið 2007, en eftir það dvaldi Magnús á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, þar sem hann naut ein- stakrar umönnunar síðustu árin. Magnús var búfræðingur frá Hvanneyri. Í nokkur ár eftir skólagöngu starfaði hann við jarðabætur á vegum bún- aðarfélaganna á svæðinu. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum, var m.a. mörg ár í sveitarstjórn, sat lengi í stjórn Búnaðarfélags Landmanna og Kaupfélags Rangæinga um árabil. Útför Magnúsar fer fram frá Skarðskirkju á Landi í dag, 12. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. hennar voru hjónin Halldóra Odds- dóttir, f. 29.1. 1891 í Lunansholti, Land- sveit, d. 10. júlí 1971, og Páll Þór- arinn Jónsson, f. 1.9. 1893 í Holts- múla, Landsveit, d. 2.2. 1951. Börn þeirra eru: 1) Pál- ína Halldóra, mað- ur hennar er Hall- grímur Helgi Óskarsson, 2) Kjartan Grétar, kona hans er Elínborg Sváfnisdóttir, þeirra börn eru: a) Anna Elín, gift Gísla Heiðari Bjarnasyni og eiga þau þrjú börn, b) Elsa Dóróthea, gift Jóni Vigni Guðnasyni, börn þeirra eru þrjú, c) Kristín Rós, d) Sigurlinn, e) Magnús Grétar. 3) Bryndís Hanna, maður hennar er Rúnar Hauksson, synir þeirra: a) Hermann Bjarki, var kvæntur Bryndísi Björk Más- dóttur, þeirra börn eru þrjú, b) „Ertu komin, elskan mín?“ Augun ljóma og bros færist yfir andlitið. Svona heilsaði pabbi og svona vil ég minnast hans. Það var við hæfi að hann legði upp í sína síðustu ferð í lok hátíðar ljóssins, þegar daginn var farið að lengja og haldið er til móts við vorið, sem var hans tími. Ekki efa ég að hlýlega hefur verið tek- ið á móti honum á nýjum stað. Lokið er langri og farsælli ævi. Pabbi var bóndi og lagði metnað í að gera hlutina vel, gæta þess sem honum var trúað fyrir og tryggja að bústofninn hefði skjól fyrir veðri og vindum, nóg væri að bíta og brenna. Ræktun í allri merkingu þess orðs var honum hugleikin. Hann yrkti jörðina, ræktaði kostagripi og ekki síst ræktaði hann mann- gildi með afkomendum sínum. „Það verður að treysta ungling- um,“ sagði pabbi, þannig læra þau að axla ábyrgð. Þegar ég hugsa til baka sé ég hvað þetta er satt og hversu mikið ég á for- eldrum mínum að þakka fyrir uppeldið. Minningarnar eru margar og ljúfar. Ég var pabbastelpa, kunni betur við mig í útiverkunum með honum heldur en innanbæjar. Af honum lærði ég margt og fékk að taka þátt í fjölbreyttum sveita- störfum, ekki bara hefðbundnum heldur líka að byggja hús og girða tún. Svo var nú ekki leið- inlegt að fá að „hjálpa honum að temja“. Hann var vanur að hafa stilltan hest á húsi með tamning- artrippunum og fannst gaman að hafa stelpuna með sér í útreiðum. Alltaf sá hann til þess að ég ætti gott undir hnakkinn og margar ánægjustundir áttum við saman á hestbaki. Pabbi kynnti mig líka fyrir afréttinum og Veiðivötnum, hann naut þess að heimsækja þessar náttúruperlur þó oftast hafi það nú tengst vinnu. Pabbi var glaðsinna og fé- lagslyndur, hann gladdist yfir góðum gestum og oft var spjallað og hlegið við eldhúsborðið. Það var oft margt í heimili, sumar- börn sem sum komu ár eftir ár og hafa haldið tryggð við fjöl- skylduna, ættingjarnir voru au- fúsugestir og réttu oft hjálpar- hönd. Mamma var styrka stoðin í lífi pabba, þau þekktust frá barn- æsku og saman tókust þau á við lífsbaráttuna. Fyrstu búskaparár þeirra voru á margan hátt erfið, jarðarkaup og uppbygging allra húsa og ræktunar kröfðust mik- illar vinnu og ráðdeildar, einnig átti hann við heilsuleysi að stríða um tíma. Pabbi sagði að það væri mest mömmu að þakka að vel tókst til, „hún fór svo vel með“ voru hans orð. Saman tókust þau á við Elli kerlingu, studdu hvort annað eftir föngum meðan stætt var. Fráfall mömmu var honum erfitt, þá tók hann þá ákvörðun að flytja á Lund þar sem hann naut frábærrar umönnunar elskulegs starfsfólks. Mamma og pabbi gáfu okkur Halla landspildu þar sem við byggðum okkar Huldusel, og veitt hefur okkur ótaldar ánægjustundir. Þau fylgdust af áhuga með ræktun og öðrum framkvæmdum og studdu okkur á allan hátt. Fyrir okkur er Hjallanes heima, alltaf var kíkt inn til pabba og mömmu þegar við vorum á ferðinni, kveðjan þeirra var yfirleitt: „Þakka ykk- ur fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur.“ Ég vil gera þessi kveðju- orð að mínum, ég á þeim svo margt að þakka. Pálína Magnúsdóttir. Í dag fylgjum við afa Magga síðasta spölinn að sinni. Við erum svo heppin að hafa fengið að alast upp með afa og ömmu á sama bæ og oft var það svo að afi gekk til verka sinna með stóru vinnulúnu hendurnar sínar kræktar fyrir aftan bak og við krakkaormarnir fylgdum á eftir. Margt eigum við þessum stundum okkar með afa að þakka. Hann kenndi okkur að lesa í veðrið, rýja rollur og reka, keyra traktor, tuttla beljur, jafn- vel aðstoðaði hann við lestrar- námið ef honum fannst því miða hægt hjá einhverju okkar og svo margt, margt fleira. Allt hans at- læti miðaði að því að búa okkur sem best út í lífið og kenna okkur vel til verka. Afi var mikill hestamaður og margir voru þeir útreiðatúrarnir sem við fórum í með honum. Þar miðlaði hann til okkar þekkingu sinni og reynslu af hestamennsk- unni, hvort sem varðaði útreiðar eða umhirðu dýranna. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Elsku afi, við erum þér svo óend- anlega þakklát þér fyrir allt sem þú kenndir okkur og hvað þú reyndist okkur ávallt vel. Hvíl í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Anna, Elsa, Rós, Sigurlinn og Magnús. Magnús Kjartansson ✝ Alfreð R. Jóns-son var fæddur í Reykjavík 24.8. 1933. Hann lést á Hrafnistu þann 29.12. 2012. Foreldrar hans voru Jón Jónsson yngri frá Laug í Biskupstungum, f. 21.12. 1900, d. 31.5. 1941, og Aðalheið- ur Lilja Guðmunds- dóttir frá Arnarholti, f. 21.4. 1909, d. 2.4. 1981. Alfreð átti tvær systur, þær Vilborgu, f. 14.11. 1936, d. 6.3. 2008, og Ingi- björgu, f. 8.4. 1940, og hálf- bróður samfeðra Hlöðver, f. 9.9. 1923, d. 1.3. 1927. Alfreð kvæntist Sigríði G. Kristinsdóttur, f. 23.11. 1932, d. 21.6. 1989, þann 19.12. 1959. Foreldrar hennar voru Kristrún Sæmundsdóttir frá Torfastaða- koti, f. 16.2. 1907, d. 4.1. 1997, og Kristinn Sigurjónsson frá Hreiðri í Holtum, f. 26.3. 1902, d. 30.6. 1987. Alfreð og Sigríð- ur eignuðust tvær dætur, þær eru: Arnleif, f. 29.6. 1956, maki Jón Þór Ásgrímsson, f. 2.5. 1957, og sonur þeirra er Alfreð, f. 29.6. 1982, Að- alheiður, f. 4.10. 1958, maki Halldór Borgþórs- son, f. 10.2. 1957, og dætur þeirra eru Sigríður, f. 13.8. 1979, og Ásta Björg, f. 10.2. 1989. Alfreð lærði bifvélavirkjun og starfaði við það, fyrst hjá Strætó en vann síðan lengst af hjá Bjarna Guðmundssyni frá Túni í Hraungerðishreppi við við- gerðir og keyrslu. Útför Alfreðs fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 12. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Nú er elsku afi okkar látinn eftir frekar stutt veikindi. Fráfall hans kom okkur að óvörum og er- um við enn að átta okkur á því. Okkur er það ómetanlegt að hafa fengið að hafa þig hjá okkur þessi síðustu jól. Þegar við hugsum um afa þá tengist það klárlega ferðalagi. Hann hafði unun af því að ferðast, hvort sem það var innan lands eða erlendis. Afi var mikill jeppa- maður og átti þá ófáa í gegnum árin. Fjölmargar ferðir voru farnar á rauða og hvíta rússaj- eppanum þar sem afi fór fremst- ur enda þekkti hann allar ár eins og fingur sína og var mikill reynslumaður. Oftast sátum við í aftursætinu en einstaka sinnum hlotnaðist einu okkar sá heiður að sitja frammi í og fá að opna hliðin. Afi vissi margt um landið og var eins og alfræðiorðabók um hálendi Íslands, kunnugur öllum vegum og slóðum og voru öll staðaheiti honum kunn eins og einungis nútíma gps-tæki kunna í dag. Hann þuldi þetta yfir með okkur og síðan vorum við prófuð á bakaleið. Enn þann dag í dag þekkjum við flest staðaheiti á leið austur að Geysi og eigum við það honum að þakka. Afi var bílamaður mikill og hafði gaman af því bæði að keyra þá og dytta að þeim. Afi var lengi með aðstöðu í Sigtúninu þar sem hann eyddi mörgum stundum í vinnu við bílaviðgerðir og var þar í augum okkar barnanna fjár- sjóðskista af allskonar dótaríi sem við laumuðumst til að fikta í. Afi hafði sterkar taugar til heimaslóða þar sem hann ólst upp í Biskupstungum og við Geysi. Þangað fórum við oft með afa og áttum við margar ógleym- anlegar stundir í ævintýralegu hjólhýsunum sem geyma margar æskuminningar okkar. Þótt árin færðust yfir þá hægðist aldrei á afa. Afi var alltaf duglegur að heimsækja fjölskyld- una enda hafði hann mjög gaman af því að hitta fólk og spjalla um daginn og veginn. Þótt hann væri mikið á ferðinni var hann alltaf tilbúinn til að aðstoða okkur ef við þurftum. Elsku afi. Við kveðjum þig með sorg í hjarta. Minningarnar eru margar og munum við ávallt hugsa til þín með þakklæti fyrir allt það sem þú gafst okkur. Þín barnabörn, Sigríður (Sirrý), Alfreð og Ásta Björg. Alfreð R. Jónsson mágur minn verður lagður til hinstu hvíldar í Haukadalskirkjugarði 12. janúar 2013. Kynni okkar hófust er hann kom að Litla-Fljóti tólf ára og var í barnaskólanum í Reykholti. Eftir fermingu fór Alli til Reykjavíkur og lærði bílavið- gerðir og urðu bílar hans lifi- brauð. Hjá Bjarna í Túni var Alli í vinnu í um tuttugu og fimm ár. Þar var akstur til sveita með vörur og til fjalla með fólk og urðu Þórsmerkurferðirnar marg- ar. Fjöllin voru hans sælustaðir ásamt blettinum við Geysi en þar undu þau Sigga sér vel. Við fórum margar ferðir saman þegar börn- in okkar voru ung um óbyggðir og byggðir landsins. Gott var að eiga Alla að þegar ég fór að gera út atvinnubíla sem stundum vildu bila. Þar var hann handtakagóður og kunni sitt fag. Ferðir til útlanda fórum við saman, til Noregs og dagsferð til Færeyja, Alli hafði mjög gaman af ferðum erlendis og fór víða. Við höfum haft gott samband alla tíð og ekki síst síðustu mánuði sem voru honum frekar erfiðir. Sím- ann notuðum við daglega til að heyra hvor í öðrum. Alli var gleði- maður í lund, traustur og vinur vina sinna. Í veikindum Sigríðar var hann hennar stoð og styrkur þar til yfir lauk, en hún dó úr krabbameini 1989. Vinkona Alla og ferðafélagi er Anný, þau áttu margt sameigin- legt og nutu félagsskapar hvort annars. Votta ég henni samúð mína. Einnig votta ég samúð mína dætrunum Arnleifi og Að- alheiði, tengdasonunum Jóni Þór og Halldóri og barnabörnunum Alfreð og systrunum Sigríði og Ástu Björgu. Megi þau njóta góðra minninga um Alfreð R. Jósson. Einnig votta ég Ingibjörgu systur Alla og fjölskyldu hennar samúð mína. Og fjölskyldunni frá Hrísum sendi ég samúðarkveðj- ur. Far þú í friði, kæri mágur, frið- ur Guðs þig blessi. Sigurjón Kristinsson. Alfreð R. Jónsson �irðin��eynsla � Þ�ónusta �l�an �ólarhrin�inn www.kvedja.is 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´ ✝ Bróðir okkar, MATTHÍAS HJARTARSON, Austurbrún 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 23. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Hermann Hjartarson, Kolbrún Hjartardóttir, Elísabet G. Hjartardóttir Rune, Sveingerður Hjartardóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓTTAR SÍMON EINARSSON, lést föstudaginn 4. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 13. Einar Þór Óttarsson, Heiður Óttarsdóttir, Hákon Bergmann Óttarsson, Þórdís Harpa Lárusdóttir, Þórgunnur Óttarsdóttir, Óskar Gíslason, Inga Hrönn Óttarsdóttir, Kristinn J. Hjartarson, Hrönn Hákonardóttir og barnabörn, Eiður Helgi Einarsson, Herdís Ingveldur Einarsdóttir, Birgir Ásgeirsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PÁLÍNA GUÐRÚN HANNESDÓTTIR sjúkraliði, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri sunnudaginn 16. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug og sérstakar þakkir fær starfsfólk Aspar- og Skógarhlíðar fyrir kærleiksríka umönnun. Anna Kristinsdóttir, Kristján Jósefsson, Hannes S. Kristinsson, Kristín S. Gísladóttir, Bjarni Kristinsson, Brynja Birgisdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Móðir okkar, frú SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrefnugötu 10, Reykjavík, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 9. janúar. Ólafur Walter Stefánsson, Björn S. Stefánsson, Jón Ragnar Stefánsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og mágur, MAGNÚS HAUKUR GUÐLAUGSSON, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 10. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hanna Sigríður Magnúsdóttir, Bjarni Róbert Blöndal, María Hrönn Magnúsdóttir, Guðni Már Kárason, Jónína Erna Guðlaugsdóttir, Ágúst Kristmanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.