Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Tekjur ríkissjóðs af sköttum ávöru og þjónustu voru lægri en áætlað hafði verið á fyrstu ell- efu mánuðum liðins árs.    Meðal þeirratekjustofna sem skiluðu rík- iskassanum lægri upphæðum en til stóð var virðis- aukaskatturinn, sem vegur þyngst af þessum svoköll- uðu óbeinu sköttum.    Ríkiskassinn varð líka að þolalægri tekjur en ætlað hafði verið af bensíngjöldum, sem voru umtalsvert undir áætlun og lækk- uðu á milli ára.    Ekki er líklegt að fjár-málaráðherra eða aðrir sem fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa barist fyrir hærri sköttum muni draga mikinn lærdóm af þessari þróun.    Og segja má að ef til vill skiptiviðhorf þeirra litlu máli þar sem hæpið sé að kjósendur muni treysta sama fólki fyrir skatt- heimtuvaldinu og hefur misfarið með það á þessu kjörtímabili.    En vonandi munu þeir sem takavið stjórnartaumunum draga af þessu þann eina lærdóm sem unnt er, að snúa verði skattahækk- unum núverandi ríkisstjórnar við.    Og vonandi munu næstu stjórn-völd átta sig á að ofurskattar núverandi ríkisstjórnar lama ekki aðeins atvinnulíf og heimili og draga úr hagvexti, þeir eru bein- línis til þess fallnir að draga úr tekjum ríkissjóðs. Og þá er fokið í flest skjól fyrir háskattastefnunni. Katrín Júlíusdóttir Skattpíningin skil- ar ekki tekjunum STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.1., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 1 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 5 léttskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 5 skýjað Ósló -6 alskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -8 skýjað Lúxemborg 1 slydda Brussel 1 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 5 léttskýjað London 3 skýjað París 5 skýjað Amsterdam 2 heiðskírt Hamborg 0 skýjað Berlín 0 skýjað Vín 0 léttskýjað Moskva -12 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 8 skýjað Barcelona 13 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 10 skýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -1 alskýjað New York 5 léttskýjað Chicago 10 alskýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:01 16:12 ÍSAFJÖRÐUR 11:35 15:48 SIGLUFJÖRÐUR 11:19 15:30 DJÚPIVOGUR 10:38 15:35 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör eh f. 22. febrúar - 10. mars 2013 Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Víetnam & Kambódía Það eru ekki nema nokkur ár síðan Indókína opnaðist ferðamönnum eftir margra áratuga ófrið og einangrun. Okkur er nú kleift að fá innsýn í hina ríku og framandi menningararfleifð þessara landa og þetta ævintýralega og allt að því óraunverulega hitabeltis- og frumskógarlandslag sem þar er að finna.Víetnam og Kambódía eru lönd sem eru í mikilli uppbyggingu en um leið ríkja þar mjög rótgrónar og gamlar hefðir. Sums staðar gætir nýlenduáhrifa Frakka enn þann dag í dag, en búddíska menningin er þó mjög ríkjandi. Komið verður í stórar borgir, iðandi af lífi, eins og Saigon og Hanoi sem eru miðstöðvar nútíma uppbyggingar þó alls staðar blasi hið hefðbundna við. Líflegir markaðir verða skoðaðir og lítil vinaleg þorp sótt heim. Hér hefur lítið sem ekkert breyst í tímans rás, þar sem hrísgrjónaakrarnir umlykja þorpin við rætur frumskógarins. Meðal annars verður farið í bátsferð um árósa stórfljótsins Mekong, en einn af hápunktum ferðarinnar eru hin miklu hof í Angkor í Kambódíu. Þau eru allt frá 9. öld og mynda heila borg og eru talin hin mestu í heimi. Verð: 624.800 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Allt flug samkvæmt ferðalýsingu, skattar, hótelgisting, gisting í 1 nótt á „djúnku“, 13 morgunverðir, 12 hádegisverðir, 13 kvöldverðir, allar skoðunarferðir, siglingar, allur aðgangseyrir, staðarleiðsögn, íslensk fararstjórn og undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð. www.baendaferdir.is s: 570 2790 Ferðamönnum sem fóru um Keflavík- urflugvöll og Seyðisfjörð fjölgaði um 19,2% á milli áranna 2011 og 2012. Ferðamönnum sem fóru um áður- nefnda staði fjölgaði um 106 þúsund árið 2012 og voru í heild 660 þúsund. Tölur frá öðrum flugvöllum með millandaflug liggja ekki fyrir en ef miðað er við að umferð um þá hafi ver- ið svipuð og 2011 má áætla að ofan- greindar tölur um ferðamenn sem fara um Keflavíkurflugvöll og Seyðisfjörð telji um 98% erlendra ferðamanna. Þá eru ótaldir farþegar sem koma hingað með skemmtiferðaskipum en 92 þús- und farþegar komu með skemmti- ferðaskipum til Reykjavíkur á síðasta ári og fjölgaði um 46,7% miðað við árið á undan. Markvisst hefur verið unnið að því að fjölga erlendum ferðamönnum hér á landi yfir vetrartímann. Það virðist vera að takast því 153 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands yfir vetrartímann á síðasta ári og fjölgaði um 32% á milli ára. heimirs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ferðamönnum fjölgar um 19% Karlmaður sem lögreglan á Selfossi krafðist gæsluvarðhalds yfir í gær var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. janúar. Lögreglan á Selfossi handtók manninn í fyrradag en hann er um sjötugt. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gagn- vart þremur ungum börnum. Meint brot áttu sér stað fyrir tveimur til þremur árum. Við húsleit hjá manninum, þegar hann var handtekinn, fannst um- talsvert magn tölvugagna sem hann hefur viðurkennt að innihaldi barnaklám. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir kynferðisbrot. Í vikulangt gæsluvarðhald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.