Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Birna Guðrún Konráðsdóttir Borgarfjörður Af mínum bæjarhóli er ýmislegt að frétta. Fyrst er að telja að þau illu veður er gengu yfir land og lýð nýverið fóru fram hjá án þess að gera mikið vart við sig. Staðsetn- ingin „inn til landsins“ hjálpar stundum til því eins og oft áður var versta veðrið „í grennd“.    Borgfirðingar skutu sínum flugeldum á loft í góðu veðri og kvöddu þar með á táknrænan hátt hið liðna ár. Þökkuðu fyrir með lit- skrúðugum myndum á svartri hvelfingunni. Um allar sveitir heyrðust upphrópanir ungviðisins er hver „rósin“ á fætur annarri sprakk út í háloftunum. Ekki heyrðust kýr tala mikið saman á mínum bæjarhóli á þessum tíma- mótum, enda þeim ekki til að dreifa á bænum. Vættir landsins og aðrir þeir íbúar sem mörgum okk- ar eru huldir hafa án efa flutt sig um set, hafi þeir svo kosið, þótt greinarhöfundur hafa ekki orðið þeirra var.    Amstur hversdagsins tekur síðan við eftir hátíðar. Menn ýmist lofa eða lasta veðurfarið, ríkis- stjórnina, biskupinn og annað sem kemur í hug. Í heimaranni er leit- ast við að sinna þeim verkefnum er upp á diskinn koma. Flestir bænd- ur búnir að hleypa til áa sinna og þessa dagana bíða veiðiréttareig- endur við Norðurá eftir því að til- boð verði opnuð í ána. Norðurá var sett í útboð og óskað eftir tilboðum sem opnuð verða 20. janúar nk. Þykja það nokkur tíðindi bæði meðal Borgfirðinga og veiðimanna þar sem Stangaveiðifélag Reykja- víkur og Veiðifélag Norðurár hafa átt samleið í 66 ár. En eins og á jólum, þá þýðir ekkert að reyna að kíkja í pakkann fyrirfram þó reyna megi að geta upp á innihaldinu.    Kirkjusókn var sem fyrr ágæt í sveitinni, enda tíðin góð. Dreif- býlisbúar láta veður ögn ráða kirkjuferðum og gerast ekkert endilegra kristnari á jólum en á öðrum messudögum. Í Stafholts- prestakalli eru þrjár sóknir með jafn mörgum kirkjum. Sá skemmti- legi og gamli siður hefur haldist í prestakallinu að hafa messukaffi að athöfn lokinni. Þar hittast sveit- ungar og aðrir kirkjugestir og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Á þrettánda degi jóla brá svo við að eftir guðsþjónustu í Stafholts- kirkju var tíðarfarið ekki það sem hæst bar í umræðunni, heldur orð alþingismanns um biskup og þjóð- kirkju. Það er ýmislegt er lendir á diskum fólks. Illviðrin fóru framhjá Morgunblaðið/Birna Guðrún Konráðsdóttir Borgarfjörður Norðurá, séð upp að Laxfossi. Veiðiréttindi í ánni voru boðin út og verða tilboð opnuð 20. janúar. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is gólfþvottavélar af öllum stærðum og gerðum SC400: Vinnslubreidd: 43 cm Afköst: 1720/1035 m2/klst. Tankastærð: 23/21 ltr. BR752: Vinnslubreidd: 71 cm Afköst reikn/raun: 4260/2980 m2/klst. Tankastærð: 80/80 ltr. BA531D: Vinnslubreidd: 53 cm Afköst: 2385/1435 m2/klst. Tankastærð: 40/40 ltr. BR755: Vinnslubreidd: 71 cm Afköst reikn/raun: 4470/3130 m2/klst. Tankastærð: 106/106 ltr. SC350: Vinnslubreidd: 37 cm Afköst: 1480/890 m2/klst. Tankastærð: 11/11 ltr. Jón Gnarr borg- arstjóri stendur fyrir íbúa- fundum í öllum hverfum Reykjavíkur dagana 14. – 29. janúar nk. Fundirnir eru hluti af verkefn- inu Betri hverfi en frá og með mánudeginum 14. janúar geta Reykvíkingar sett inn hug- myndir að alls kyns smærri verkefnum, nýframkvæmdum og viðhaldsverkefnum, sem ætlað er að bæta íbúahverfi borg- arinnar. Tekið er á móti hugmyndum á samráðsvefnum Betri Reykjavík á undirvefnum Betri Hverfi. Nánari dagskrá fundanna með borgarstjóra er að finna á vef borgarinnar, www.reykjavik.is. Í fyrra bárust hátt í 400 hug- myndir frá borgarbúum um verkefni í hverfunum. Reykjavíkurborg hyggst enn á ný verja 300 milljónum til svo- kallaðra hverfapotta og geta íbúar hverfanna komið með hug- myndir að verkefnum og síðan kosið um þær í rafrænum íbúa- kosningum sem haldnar verða dagana 14. – 19. mars nk. með sama hætti og í fyrra, segir í frétt frá borginni. Jón Gnarr Borgarstjóri efnir til funda með íbúum Kínverskt skák- landslið kemur til landsins í aðdrag- anda N1 Reykja- víkurskákmóts- ins og mætir íslensku úrvals- liði í landskeppni. Um er að ræða eitt sterkasta skáklandslið sem sótt hefur Ísland heim. Kínversku skáklandsliðin lentu í 2. og 3. sæti á Ólympíu- skákmótinu sem fram fór í Istanbul í september. Í landsliði Kínverjanna eru tveir karlar, tvær konur og tvö ungmenni. Allt eru þetta skákmenn sem telj- ast vera meðal sterkustu skákmanna heims, ýmist meðal karla, kvenna eða ungmenna. Má þar nefna Ya Yangvi, sem er 18 ára en næst- stigahæsti skákmaður heims í sínum aldursflokki, og undrabarnið Wei Yi sem hefur 2501 skákstig þrátt fyrir að vera aðeins 13 ára gamall og er sterkasti skákmaður heims í sínum aldursflokki. Skáksambands Íslands stendur að keppninni ásamt Kínversk-íslenska menningarfélaginu. Landskeppnin er hluti af hátíðahöldum í tilefni 60 ára afmælis félagsins. Keppnin fer fram 15.-17. febrúar. Allir kínversku keppendurnir tefla á N1 Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu 19.-27. febrúar nk. Landskeppni við Kínverja í skák Wei Yi STUTT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tífalda á þekju íslenskra skóga fyrir aldamótin 2100 þannig að þeir verði 12% af flatarmáli Íslands. Skógar þekja nú 1,2% af landinu. Þetta kem- ur fram í greinargerð sem nefnd um stefnumótun í skógrækt hefur af- hent Svandísi Svavarsdóttur um- hverfisráðherra. Þar er fjallað um ýmsa þætti skógræktar. Eins hvernig þeir sem stunda skógrækt hyggjast skipu- leggja starf sitt. Sett eru markmið um uppbyggingu skógarauðlindar og endurheimt náttúruskóga. Auk þess er m.a. fjallað um hlutverk skóga við að bæta lýðheilsu og úti- vist og einnig um loftslagsmál. Þá eru gerðar tillögur um landsáætlun í skógrækt. Í skýrslunni segir að þar sé lögð fram stefna en ekki áætlun um hvernig skuli framkvæma hana né heldur hvað það kunni að kosta. „Næsta skref er að gera lands- áætlun í skógrækt á grundvelli skóg- stefnunnar þar sem lögð eru fram tímasett markmið og áætlanir um framkvæmdir til að ná þeim.“ Þar kemur einnig fram að stefnan hafi sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Í því felst að „Íslendingar ætli að byggja upp og varðveita skógar- auðlind sem þjóni fjölþættum hag- rænum, félagslegum og um- hverfistengdum markmiðum í þágu aukinna lífsgæða og almennrar vel- ferðar“. Lögð er áhersla á að hefjast handa strax, enda séu framkvæmdir á okkar tímum forsendur þess að skógar framtíðarinnar vaxi og dafni. Jón Loftsson skógræktarstjóri var formaður nefndarinnar en í henni sátu fulltrúar landshlutaverk- efna í skógrækt, Landssamtaka skógareigenda og Skógræktarfélags Íslands . Morgunblaðið/Kristinn Skógur Samkvæmt nýrri stefnumörkun á að tífalda stærð íslenskra skóga á þessari öld. Umhverfisráðherra var afhent skýrsla um stefnumörkunina. Marka skóg- ræktinni stefnu Skógastefnumolar » Hraða á endurreisn skógar- auðlindarinnar á Íslandi. » Auka á skógrækt þar sem viðarnytjar eru markmið. » Auka á lífsgæði landsmanna með því að efla félagslega inn- viði þar sem skógar og skóg- rækt skipta miklu máli. » Vernda á jarðveg og vatns- gæði, skapa skjól, hreinsa loft og fegra landið.  Verði 12% af flatarmáli Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.