Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu tuttugu ár hafa brottfluttir íslenskir ríkisborgarar verið fleiri en aðfluttir öll árin nema þrjú, þ.e. árin 1999, 2000 og 2005. Hlutfallið er þveröfugt hjá erlendum ríkisborgur- um: Aðfluttir eru fleiri en brottflutt- ir öll árin nema þrjú, kreppuárin 2009, 2010 og 2011. Erlendum rík- isborgurum tók svo aftur að fjölga í fyrra, þá fluttu 617 fleiri til Íslands en frá landinu, þvert á neikvæðan flutningsjöfnuð hjá íslenskum ríkis- borgurum, þ.e. hlutfall aðfluttra um- fram brottflutta til og frá landinu. Hagstofa Íslands tekur saman töl- ur yfir búferlaflutninga og er þróun- in sýnd myndrænt hér til hliðar. Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, tók saman skýrslu fyrir velferðar- ráðuneytið, Fólksflutningar til og frá Íslandi 1961-2011 með áherslu á flutninga á samdráttarskeiðum, sem kom út í mars í fyrra. Meiri en í öðrum kreppum Hún segir jöfnuðinn eftir hrunið neikvæðan í óvenjulangan tíma. „Ef flutningsjöfnuðurinn á hverja þúsund íbúa er skoðaður kemur í ljós að tölurnar eru svipaðar undir lok sjöunda áratugarins, þegar síldin fór, og eftir efnahagshrunið 2008. Þegar brottflutningurinn er hins vegar lagður saman yfir nokkur ár eru erfiðleikarnir orðnir meiri en sjá má í öðrum niðursveiflum. Þetta er að minnsta kosti lengra tímaskeið neikvæðs jöfnuðar sem virðist þó vera að ná jafnvægi núna.“ Spurð hvers vegna flutningsjöfn- uður íslenskra ríkisborgara er jafn neikvæður á umræddu tímabili og raun ber vitni bendir Ólöf á að það sé nú reglan frekar en hitt. „Almennt eru minni líkur en meiri á að fram komi jákvæður flutnings- jöfnuður í landinu sem til skoðunar er. Það eru til dæmis ekki miklar lík- ur á því að fólk með íslenskt rík- isfang komi í stórum stíl til Íslands nema að það hafi áður farið til út- landa. Það skila sér ekki allir til baka. Líkurnar á að flutningsjöfn- uður sé neikvæður meðal ríkisborg- ara í viðkomandi landi eru því meiri en minni.“ – Sker Ísland sig úr frá öðrum löndum á Norðurlöndunum í þessu efni? „Já, við hreyfum okkur miklu meira. Það er tilfellið. Við flytjumst þrisvar sinnum meira til útlanda en nágrannaþjóðirnar en skilum okkur að sama skapi talsvert betur til baka. Yfir 70% snúa aftur heim inn- an sjö ára frá brottför. Það er atriði sem er vert að hafa í huga. Við erum dugleg við að fara til útlanda tíma- bundið en komum svo talsvert til baka aftur.“ – Það virðist vera samhengi milli búferlaflutninga og árferðis. Ætti jöfnuðurinn ekki oftar að vera já- kvæður á umræddu tímabili? „Ef 70 af hverjum 100 sem fara koma til baka er niðurstaðan nei- kvæð. Þá er þetta ekki aðeins spurn- ing um búferlaflutninga heldur líka fæðingar og dauðsföll. Fæðingar- tíðni á Íslandi er mjög há í evrópsku samhengi og dauðsföll í yngstu ald- urshópum sjaldgæf. Þannig að þjóð- inni fjölgar alltaf, ef frá er talið árið 2009 sem var mjög sérstakt, rétt eft- ir efnahagshrunið,“ segir Ólöf. Fyrst og fremst erlendir karlar Að sögn Ólafar varð mikil breyt- ing á samsetningu þjóðarinnar á þensluskeiðinu fyrir hrunið. Erlend- um ríkisborgurum hafi þá fjölgað mikið, einkum erlendum körlum. „Það eru því fyrst og fremst er- lendir karlar sem hafa farið heim af erlendum ríkisborgurum eftir hrun. Þannig að við erum enn með tiltölu- lega hátt hlutfall einstaklinga af er- lendum uppruna, hvort sem þeir eru með erlent ríkisfang eða búnir að öðlast íslenskan ríkisborgararétt,“ segir Ólöf en eins og sjá má á graf- inu hér fyrir ofan fóru færri erlendir ríkisborgarar af landi brott saman- lagt á árunum 2008-2010 en hingað komu hvert og eitt ár 2005-2008. Ólöf segir það munu hafa mikil áhrif á jöfnuð í búferlaflutningum hvernig aðstæður þróist í Noregi næstu árin. Stöðugur straumur í burtu  Brottfluttir íslenskir ríkisborgarar hafa verið fleiri en aðfluttir 17 af síðustu 20 árum  Hlutfallið er öfugt hjá erlendum ríkisborgurum  Prófessor segir brottflutning eftir hrun meiri en eftir fyrri kreppur Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, aldri og ríkisfangi Aðfluttir umfram brottflutta 1993-2012 Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskir ríkisborgarar (-14.155) Erlendir ríkisborgarar (22.904) 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 -1.000 -2.000 -3.000 -2 67 -8 61 -1 .6 37 -1 .0 38 -5 74 -2 33 15 8 64 10 1 21 9 59 4 64 3 1. 11 3 96 4 1 65 2 14 40 74 5 48 0 96 8 3. 74 2 5. 53 5 5. 29 9 1. 62 1 -2 .3 69 -4 31 -9 3 61 7 62 -4 72 -1 .0 20 -6 13 -4 38 11 8 -2 80 -1 67 -4 77 -2 .4 66 -1 .7 03 -1 .3 11 -9 36 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 11. febrúar. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku & förðun föstudaginn 15. febrúar Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2013 í förðun, snyrtingu, fatnaði og fylgihlutum, auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. Tíska & förðun Jón Reykdal, listmálari og lektor við mennta- vísindasvið Háskóla Ís- lands, lést hinn 30. jan- úar sl. á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi, 68 ára að aldri. Hann fæddist 14. jan- úar 1945 í Reykjavík, sonur hjónanna Krist- jáns J. Reykdal og Ástríðar Gísladóttur Reykdal. Jón stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1962-1966 og lauk teiknikennaraprófi þaðan. Hann stundaði framhaldsnám í grafík við Gerrit Rietveld Academie í Amst- erdam 1968-1969 og við Kungliga Konsthögskolan í Stokkhólmi 1969- 1971 og Teckningslärarskolan 1971- 1972. Eftir nám kenndi Jón við Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands um tuttugu ára skeið, fyrst sem umsjón- arkennari teiknikennaradeildar og síðar kennari og deildarstjóri grafík- deildar í nokkur ár. Hann tók sér frí frá kennslu 1988 og helgaði sig mynd- listinni um nokkurra ára skeið. Árið 1993 varð hann stundakennari við Kennaraháskóla Íslands og tók svo við starfi lektors í myndmennt árið 2003 við sama skóla, sem er núver- andi Menntavísindasvið Háskóla Ís- land, og sinnti þeirri stöðu fram að veikindaleyfi 2012. Það má segja að fyrri hluti starfsferils Jóns hafi verið helgaður grafík og var hann einn af frumkvöðlum í ís- lenskri grafíklist. Síð- ustu þrjátíu árin voru að mestu helguð mál- verkinu, ljósmyndun og kennslu. Jón starfaði ötullega að félagsmálum sem tengdust myndlist. Hann var formaður fé- lagsins Íslensk grafík 1975-1978 og sat í stjórn FÍM 1977-1982. Hann var í ráði Norrænu myndlistarmiðstöðv- arinnar í Sveaborg, Helsinki 1980- 1982, og í stjórn sömu stofnunar 1982-1984. Hann sat í stjórn Kjar- valsstaða 1978-1984, var formaður nefndar Íslensku bókmenntaverð- launanna í flokki fagurbókmennta ár- ið 1999 og í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju frá 1999-2009. Jón hélt fjölda einkasýninga og tók þátt í samsýningum hér heima og er- lendis frá 1969. Hann myndskreytti einnig og gerði bókarkápur á tugi bóka. Listaverk hans eru í eigu ein- staklinga og opinberra safna hér heima og víða erlendis. Eftirlifandi eiginkona Jóns er Jó- hanna Vigdís Þórðardóttir. Þau eiga þrjár dætur, Nönnu Huld, Höddu Fjólu, Hlín og sjö barnabörn. Andlát Jón Reykdal Brynjólfur Sigurjónsson, sérfræðingur á mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofunnar, segir neikvæðan jöfnuð í búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara eðli- lega þróun. „Þetta telst alls ekki vera óeðlilegt. Margir íslenskir ríkisborgarar fara til dæmis utan í nám og einhver hluti þeirra ílengist og kemur ekki aftur.“ – Ætti ekki að skiptast á neikvæður og jákvæður jöfnuður með því að sum árin flytjist fleiri heim? „Straumurinn liggur alltaf út. Það er bara þannig. Þetta eru að megninu til námsmenn. Svo eru aðrir sem eru að leita sér að vinnu erlendis, eins og við höf- um sérstaklega séð síðustu þrjú eða fjögur ár.“ – Er bakgrunnur þjóðarinnar að verða margbreytilegri? „Já. Það er það sem gerist óumflýjanlega þegar íslenskir ríkisborgarar flytja af landi brott og þeir erlendu flytja í meira mæli til landsins. Ég held að ég fari rétt með að þróunin á Norðurlöndum sé svipuð.“ – Straumur erlendra ríkisborgara hingað er greinilega langtímaþróun. Hefur því borið á þeirri oftúlkun að þessi þróun hafi farið í hönd 2004? „Já, það myndi ég segja. Tölurnar sýna annað. Árin 1993 og 1994 var þetta strax byrjað. En þetta fer auðvitað eftir því hvað er að gerast í hag- sveiflunni,“ segir Brynjólfur. „Straumurinn liggur alltaf út“ SAMSETNING ÞJÓÐARINNAR ER AÐ BREYTAST Brynjólfur Sigurjónsson Styrmir Þór Bragason, fyrr- verandi forstjóri MP banka, var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um um- boðssvik í svo- kölluðu Exeter- máli. Ríkissjóður þarf að greiða all- an málskostnað. Styrmir Þór var ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Jóns Þor- steins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Byrs, og Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi spari- sjóðsstjóra Byrs, sem voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti. Styrmir var sakaður um að hafa ásamt Jóni og Ragnari lagt á ráðin um að fé yrði greitt úr sjóðum Byrs sparisjóðs til að fjármagna kaup á stofnfjárbréfum í október 2008. Í dómnum frá því í gær segir hins veg- ar að Styrmir hafi staðfastlega neit- að að hafa verið kunnugt um hvernig staðið var að málum hjá Byr og telur dómurinn að framburður hans um þetta atriði hafi verið trúverðugur og hann fengið stuðning í framburði vitna. Styrmir sýknaður í Exeter-máli Styrmir Þór Bragason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.