Morgunblaðið - 01.02.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Sérsmíðaðar innréttingar
Hjá GKS færð þú faglega ráðgjöf er varðar
sérsmíði á innréttingum.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.
PAS gallabuxur
Str. 36-56
Beinar skálmar
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
HARPA 09.02.13
HOF 16.03.13
HEIÐURS
TÓNLEIKAR
Miðasala á midi.is, harpa.is
og menningarhus.is
og völdum stuttum kjólum
Fyrir árshátíðina
Laugavegi 54, sími 552 5201
Evonia stuðlar að auknum hárvexti
með því að færa hárrótunum styrk
til vaxtar. Evonia er þrungið
bætiefnum sem næra hárið og
gera það gróskumeira.
Evonia
www.birkiaska.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Andri Karl
andri@mbl.is
Á síðasta ári leituðu 184 einstakling-
ar á geðsvið Landspítala vegna al-
varlegs kannabisvanda. Þetta kom
fram í máli Guðrúnar Dóru Bjarna-
dóttur, umsjónardeildarlæknis á
geðsviði Landspítala, á málþingi um
geðræn áhrif kannabisneyslu sem
Lýðheilsufélag læknanema við Há-
skóla Íslands stóð að í hádeginu í
gær.
Guðrún sagði neyslu kannabis-
efna auka hættu á geðklofasjúkdóm-
um og oft tæki um viku fyrir ein-
kenni geðrofs að ganga til baka
þegar komið væri á geðdeild. Ein-
kennin gengju þó ekki alltaf öll til
baka.
Styrkleikinn kominn í 20%
Guðrún sagði það kannabis sem
reykt væri í dag ekki það sama og
hipparnir reyktu fyrir 40-50 árum.
Efnið væri mun sterkara og á með-
an hipparnir reyktu kannabis með
0,5-5% styrkleika væri styrkleikinn í
dag um 20%. Hún sagði efnið virka á
mjög víðtækan hátt í heilanum og
fráhvarfseinkenni gætu verið slæm.
Meðal fráhvarfa nefndi Guðrún
pirring, reiði, kvíða, minnkaða mat-
arlyst, eirðarleysi og svefnleysi. Þá
svitnaði fólk afskaplega mikið og
dæmi væru um að skipta þyrfti um
lak þrisvar á nóttu hjá kannabis-
neytanda í fráhvörfum.
Andrés Magnússon, geðlæknir á
Landspítalanum, hélt einnig fram-
söguerindi á málþinginu. Hann vitn-
aði í orð þeirra sem vilja leyfa
kannabis, sér í lagi að allt yrði svo
jákvætt og heimurinn umburðar-
lyndari. Hann sagði það hugsanlega
vera, á meðan viðkomandi væri und-
ir áhrifum. En hann þyrfti að greiða
fyrir það þegar efnin væru að fara
úr líkamanum. Þá væri sami ein-
staklingur ekki jafn umburðarlynd-
ur.
Hann sagði að það væri nauðsyn-
legt fyrir ungt fólk að vita að með
því að reykja kannabis væri það að
taka áhættu. Það yrðu ekki allir
veikir eða þróuðu með sér geðsjúk-
dóm en einhverjir myndu gera það.
Og þetta væri áhætta sem fólk yrði
að vera meðvitað um.
Leita til geðsviðs vegna
alvarlegs kannabisvanda
Efnið talið mun sterkara í dag en fyrir 40-50 árum
Morgunblaðið/Kristinn
Kannabis Neysla efnisins hefur
skaðleg áhrif á neytendur þess.