Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 10

Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 10
Morgunblaðið/Golli Hryllingur í uppsiglingu Hluti leikaranna í Grimmd býr sig hér undir að taka til við limlestingar og annað ógeð. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við tókum þrjár mest brútalsögurnar sem við fundumí gömlu Grimmsævintýr-unum og suðum saman úr þeim eitt leikrit,“ segja þær Berg- þóra Kristbergsdóttir og Júlíana Kristín Jónsdóttir um leikritið Grimmd sem Leikfélag Borgar- holtsskóla frumsýnir eftir viku. Bergþóra er formaður leikfélagsins en Júlíana er einn af leikurunum og er auk þess í stjórn leikfélagsins. „Leikararnir í verkinu eru tutt- ugu og við létum þá alla hafa sög- urnar þrjár, Eini- tréð, Váli vélaður og Handalausa mærin, og svo spunnu þau þetta saman með leik- stjóranum og úr varð heildstætt leikrit,“ segir Berg- þóra. „Í sýningunni er flakkað frá einni sögu til annarrar en þær tengjast allar í gegnum töfratré. Það er mik- ið gor í þessu leikriti, enda eru hrollvekjur áhugamál hjá hópnum,“ segir Júlíana. Upprunalegu sögurnar eru mjög ógeðslegar Þar sem flestir þekkja Grimms- ævintýrin ætti leikritið að höfða til fólks á öllum aldri. „Við munum sjálfar vel eftir þessum sögum frá því við vorum litlar. Þessi ævintýri voru upphaflega skrifuð til að hræða börn, siða þau til og koma í veg fyrir að þau töluðu við ókunna og forða þeim frá hættum. Ég man eftir sögu um stelpu sem dó af því hún var svo frek og hún sneri aftur sem illur og þjáður draugur. Ég fékk frekjuköst þegar ég var lítil, en hélt sem betur fer aldrei að ég myndi deyja af þeim sökum,“ segir Bergþóra og hlær. „Upprunalegu sögurnar úr Grimms- ævintýrum eru mjög ógeðslegar, þær útgáfur sem Disney og fleiri senda frá sér í dag um Rauðhettu, Hans og Grétu og aðrar vel þekktar sögur, eru útþynntar og búið að taka úr þeim allan viðbjóðinn.“ Vildu ekki nútímadrama þar sem allir eru sykursætir Þær segja mikið af blóði vera í sýningunni og spurning hvort fólkið á fremsta bekk þurfi ekki að fá regnkápur eða teppi svo það slettist ekki á það. „En við erum að reyna að stjórna hvert skvetturnar fara. Við nýtum ógeðið til að búa til svartan húmor, gerum grín að því hvernig Disney hefur sápuþvegið þessar sögur. Það verður hljómsveit með okkur sem spilar mjög hroll- vekjandi tónlist til að undirstrika hryllinginn og spennuna. Stemn- ingin í þessu leikriti er einhverskon- ar blanda af Disney, Tim Burton og Tarantino,“ segja þær og bæta við að með því að velja leikrit sem byggist á gömlu Grimmsævintýr- unum, þá séu þau meðvitað að losa sig frá öllum steríótípum í leikritum. „Við vildum ekki sýna eitthvert nú- tímadrama þar sem allir eru sykur- sætir. Það er engin útlitsdýrkun í þessu leikriti og engin klámvæðing. Allir eru náttúrulegir,“ segir Júl- íana. Fjölmargir nemendur koma að sýningunni auk leikaranna og hljómsveitarmeðlimanna, þeir sem sjá um ljósin, förðunina, grafísku hönnunina við gerð auglýsinga- plakatsins, ljósmyndunina, stiklu- gerð og fleira. Finnum fyrir karlamenning- unni í Morfís Þær Bergþóra og Júlíana eru líka í Morfísliði skólans ásamt tveimur öðrum stelpum, þeim Silju Ástudóttur og Agnesi Láru Arn- ardóttur. Þær vita ekki betur en að þær séu fyrsta liðið á landinu í ræðukeppninni sem einvörðungu er skipað stelpum. Þær eru komnar í átta liða úrslit og stefna að sjálf- sögðu að sigri síðar í febrúar. „Ég held að hugarfarið hjá ungu fólki sé Handalausa mærin og annar hryllingur Áhorfendur á fremsta bekk gætu þurft regnkápu, slíkar verða blóðsletturnar á leikritinu Grimmd sem Leikfélag Borgarholtsskóla frumsýnir eftir viku. Tvær í hópnum eru í fyrsta liðinu í Morfískeppninni sem alfarið er skipað stelpum. Grimmsævintýri Ekki er allt fallegt sem gerist í ævintýrunum þeim. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Á Facebook-síðunni design- dautore.com er gaman að skoða myndir af frábærri hönnun og meðal annars er þar allt mögulegt endur- nýtt til að búa til ólíklegustu hluti. Dósaflipar verða að handtöskum, strigapokar að húsgagnaáklæði o.s.frv. Þarna er líka blogg og úrvals- ljósmyndarar birta þar myndir sínar. Vefsíðan www.facebook.com/designdautore Manngert mótorhjól Þessa mynd má finna á síðunni, flott líkamsmálun. Frábær hönnun og ljósmyndir Í dag föstudag flytur Védís Ólafs- dóttir, MA í þjóðfræði, fyrirlestur sem ber heitið „Karlmannlegar konur? Kyn og kyngervi í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík“. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins kl. 12-13. Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík var stofnuð af hópi karla árið 1950. Konur fengu ekki fé- lagsaðild að sveitinni fyrr en árið 1995, þó að sérstök kvennadeild hafi starfað með sveitinni frá árinu 1966. Þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna í íslenskum björgunarsveitum virðist ríkjandi ímynd björgunarmannsins vera karllæg. Hvernig útskýra félagar Flugbjörgunarsveitarinnar afstöðu til kynjanna og hvernig birtast hug- myndir þeirra um kyn og kyngervi í svörum þeirra? Í svörunum birtust og tókust gjarnan á ólíkar hugmyndir um eðlislægt og félagslega mótað kyngervi. Mýkist andrúmsloft björg- unarsveitanna með inngöngu kvenna? Hvaða hlutverkum sinna konur helst í björgunarsveitum? Ráð- ast stöður kvennanna út frá líkam- legum styrk, hvað þeim sé eðlislægt eða út frá félagslegum áhrifum sam- félagsins? Kynnið ykkur svörin í dag. Endilega… …fræðist um karlmannlegar konur Morgunblaðið/Golli Björgunarsveitir Karllæg ímynd? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.