Morgunblaðið - 01.02.2013, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þetta er alltafsama fólk-ið. Sam-
ferðamönnum
þess fækkar stöð-
ugt. En stjórn-
arliðið og fylgi-
hnettir þess láta það ekki á
sig fá. Það spáir jafnan óför-
um og óáran ef ráðum þess sé
ekki fylgt. Þær spár fá sömu
örlög og heimsendaspár á
hausti hverju. Það er hrópað
og hótað til að fá menn til
þess að hlýða, gera með illu
það sem ófáanlegt er að fá
menn til að gera með góðu.
Frægustu dæmin snúa að
þremur tilraunum til að
skuldsetja þjóðina í slíkum
mæli að er fyrir ofan skilning-
arvit flestra dauðlegra
manna. Þjóðin vildi ekkert
hafa að gera með þvinganir af
því tagi. Ekki vegna þess að
mikill meirihluti hennar vildi
ekki borga það sem honum
bar. Það vill hann. Það var
ekki það. Þjóðin skildi að það
var eitthvað mikið rangt við
þetta offors allt. Og hún
komst að þessari niðurstöðu
þrátt fyrir hótanir, hræðslu-
hrekki og skefjalausan áróður
Ríkisútvarpsins og þrátt fyrir
að valdir fræðimenn sem sú
stofnun hampar jafnan mest
gerðust forsöngvarar hverrar
óbilgjarnrar kröfu útlending-
anna.
Sumir þeirra gengu raunar
enn harðar fram í hræðslu-
áróðri en hinir pólitísku lodd-
arar og lýðskrumarar dirfð-
ust að gera sjálfir og héldu
þeim þó fá bönd. Og sama
fólkið er enn að reyna að
svíkja þjóðina inn í Evrópu-
sambandið. Og sömu fræði-
mennirnir syngja framarlega
í þeim kór og Ríkisútvarpið
dregur ekki af sér, rétt eins
og það sé ekki annað en stoð-
deild á skrifstofu stækk-
unarstjórans. Og nú síðast er
hver klukkustund sem Al-
þingi Íslendinga hefur yfir að
ráða notuð til ófyrirleitinnar
árásar á stjórnarskrá lands-
manna! Henni var kennt um
hrunið af sama fólki sem biðst
undan því að horft sé í átt til
sökudólga, þegar það sjálft
fer með stærstu hlutverkin.
Ekki er heil brú í þeim ásök-
unum.
Auðvitað getur þetta lið
haft það á móti stjórn-
arskránni að hún var rammi
sem neyðarlögin, sem Stein-
grímur J. studdi ekki, höfðu
stuðning í. Hún var einnig
bakgrunnur þess að sl. mánu-
dag vann þjóðin og VG og
Samfylkingin töpuðu atlögu
að Íslandi, sem búrókratar í
Brussel stóðu fyr-
ir. Össur var svo
viss um vondan
málstað sinnar
eigin þjóðar, að
þegar úrslitin
féllu henni í hag
lét hann eins og slík nið-
urstaða hefði einvörðungu
fengist fram með brellum lög-
fræðinga! Flokkur hans,
Samfylkingin, hafði blásið til
fundar á uppsagnardegi
dómsins, til þess að velta sér
upp úr óförum þjóðarinnar.
Þegar þjóðin vann óvænt varð
flokknum svo mikið um að
hún blés þann fund af í ofboði!
Og á seinustu metrunum
heldur sama liðið dauðahaldi í
síðustu tilraunina til
skemmdarverka. Rík-
isútvarpið leggst í þann leið-
angur líka, en nú ber svo við
að fræðasamfélagið treystir
sér ekki í þá för. En sama lið-
ið er þrátt fyrir það samt við
sig. Það leyfir ekki lágmarks-
umræður í nefnd um sjálfa
stjórnarskrána. Það tekur
ekki mark á neinu sem við það
er sagt. Viðurkennir í raun að
málið allt sé vanbúið til þess
að vönduð umræða geti farið
fram. En segist þá ætla að
hafa nefndarumræðu um mál-
ið samhliða þingumræðunni í
sal þingsins. Lítur helst út
fyrir að mönnum sé ekki sjálf-
rátt. Það háttalag yrði ekki
einu sinni talið boðlegt þótt
smámál sem litlu skipti væri
til meðferðar. Meðferðin er
ekki aðeins brot á reglum og
starfsvenjum þingsins sjálfs.
Framgangan samrýmist ekki
kröfum um eðlileg og vönduð
vinnubrögð og yrði ekki einu
sinni viðhöfð í átta manna átt-
hagafélagi.
En huggunarríkt er í slík-
um hremmingum heilbrigðrar
skynsemi að fólkið mun fá
tækifæri til að grípa í taum-
ana. Stjórnarskráin, hinn
góði arfur þjóðarinnar frá 17.
júní 1944, tryggir sjálf þjóð-
inni þann rétt. Minnihluta
ríkisstjórn, sem studd er af
smáflokki sem þóttist fyrir
fjórum árum ætla að gera
þjóðinni gott, skeytir hvorki
um skömm né heiður, sam-
stöðu og sátt meðal þjóð-
arinnar og getur beitt ofríki,
þótt hún sé í pólitískri önd-
unarvél. Hún getur veitt leik-
reglum lýðræðisins áverka.
En það verða aldrei dauða-
högg fyrir stjórnarskrána.
Hún ákveður það sjálf að
þingið verður að koma að mál-
inu á ný eftir að þjóðin hefur
fengið tækifæri til að losa sig
við offorsliðið á kjördag, seint
í apríl. Það er þakkarefni.
Þótt hverri skemmd-
artilrauninni af
annarri sé hrundið
skal enn reynt }
Hafa enn ekki
lokið sér af
F
æra má gild rök fyrir því að við Ís-
lendingar höfum ekki unnið við-
líka sigur á alþjóðavettvangi og í
Icesave-málinu síðastliðinn mánu-
dag frá því að þorskastríðunum
lauk fyrir að verða fjórum áratugum. Sigurinn
nú er ekki langt frá þeim sigrum ef ekki á sömu
slóðum þó baráttan sem leiddi til hans hafi verið
háð með öðrum hætti, með öðrum vopnum og
um annað mál. Þær baráttur eru þó í grunninn
náskyldar enda snerust þær ekki aðeins um að
standa vörð um gríðarlega mikilvæga hagsmuni
þjóðarinnar gagnvart öðrum ríkjum heldur
eiga þær það einnig sameiginlegt að hafa verið
mögulegar í krafti þess að Ísland er fullvalda
ríki. Sá meginmunur er að vísu á þessum tveim-
ur baráttum að í þorskastríðunum stóðu íslenzk
stjórnvöld með þjóðinni en ekki á hinn veginn.
En hvað sem því líður þá verða að teljast vægast sagt
litlar líkur á því að fiskveiðilögsaga Ísland hefði verið færð
út ef við Íslendingar hefðum ekki ráðið okkar málum sjálf í
þeim efnum og haft valdið innanlands til þess að taka slík-
ar ákvarðanir á grundvelli okkar eigin hagsmuna. Þrátt
fyrir andstöðu flestra eða allra nágrannaþjóða okkar. Það
sama á við um Icesave-málið. Í krafti stöðu Íslands sem
fullvalda ríkis gátu íslenzkir ráðamenn tekið á málum í
kjölfar bankahrunsins í samræmi við hagsmuni þjóð-
arinnar. Til að mynda með setningu neyðarlaganna. Slíkt
hefði án efa ekki verið leyft hefði Ísland verið hluti Evr-
ópusambandsins þegar hrunið skall á. Eins og kunnugt er
hafa ríki sem eru þar innanborðs og hafa lent í
miklum efnahagslegum hremmingum, eins og
Írland og Grikkland, þurft að axla ábyrgð á
sínum bönkum hvort sem þeim hefur líkað bet-
ur eða verr. Hér á landi hafa vissulega líka ver-
ið teknar ákvarðanir um að nota skattfé til þess
að reyna að bjarga bönkum af stjórnvöldum,
því miður, en það hefur þó ekki verið sam-
kvæmt fyrirmælum frá yfirþjóðlegum stofn-
unum eða öðrum ríkjum. Stjórnvöld hafa einu
sinni ekki alltaf farið vel með fullveldi þjóð-
arinnar eins og slík meðferð á skattfé og Ice-
save-samningarnir eru dæmi um.
Það þarf þannig ekki að efast um að Icesave-
málið hefði þróast með gjörólíkum hætti ef Ís-
land hefði verið innan Evrópusambandsins.
Engar líkur eru á að við Íslendingar hefðum
við þær aðstæður getað neitað að borga fyrir
Icesave-reikningana og taka á okkur ábyrgðina á málinu.
Okkur hefði einfaldlega verið gert að gera það. Það nægir
sennilega í því sambandi að benda á að ekki aðeins tók
Evrópusambandið ítrekað afstöðu gegn okkur Íslend-
ingum á öllum stigum Icesave-málsins heldur hefur sam-
bandið nú lýst því yfir í kjölfar niðurstöðu EFTA-
dómstólsins að ríki þess séu eftir sem áður ábyrg fyrir
tryggingum innistæðna í bönkum innan þeirra. En sem
betur fer gátum við í krafti fullveldisins tekið eigin ákvarð-
anir í þeim efnum rétt eins og til að mynda í makríldeilunni
og þorskastríðunum.
hjorturj@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Kraftur fullveldisins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
BAKSVIÐ
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Það sem hefur verið að ger-ast í löndunum í kringumokkur er að skólar eru íauknum mæli að bjóða upp
á lengda viðveru yngstu barna í
grunnskólunum. Hlutverk skólanna
virðist vera að víkka út í ákveðnum
skilningi. Hinsvegar eru skiptar
skoðanir um hvaða hlutverki frí-
stundaheimilin eigi að gegna,“ segir
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor í tóm-
stunda- og félagsmálafræði við Há-
skóla Íslands. Í dag stendur skóla-
og frístundasvið Reykjavíkurborgar
ásamt menntavísindasviði Háskóla
Íslands fyrir málþingi um hug-
myndafræði og þróun frístunda-
starfs.
Kolbrún verður meðal fyrirles-
ara á málþinginu en hún hefur ný-
lega lokið doktorsverkefni sínu sem
fólst í rannsókn á hlutverki og stöðu
reykvískra frístundaheimila. Þar
beindi Kolbrún sjónum sínum m.a.
að tilgangi frístundaheimila, áliti
barna á starfinu og upplifun starfs-
manna. Hún segist draga þá ályktun
út frá rannsókninni að börnin meti
félagslega þáttinn í starfi frístunda-
heimilanna mikils. Börnin njóti þess
að geta verið með vinum sínum og
frelsisins sem felist í því að velja á
milli fjölbreyttra verkefna.
Á undanförnum árum hefur
skóla- og frístundasvið Reykjavík-
urborgar verið að þróa hugmyndir
um samþættingu skólastarfs og frí-
stundastarfs. Markmiðin eru að gefa
börnum færi á fjölbreyttum við-
fangsefnum sem eru sambland leiks
og náms, starf frístundaheimila og
skóla verði samþættari og myndi
ákveðna heild. Kolbrún segir að ef
færa eigi frístundaheimilin í auknum
mæli undir skólakerfið þurfi að var-
ast að formfesta og skipuleggja
rammann um of. Þannig sé hætta á
að sveigjanleiki og þátttaka barna
minnki. „Markmið þessara tveggja
stofnana eru að vissu leyti ólík en að
sumu leyti sameiginleg. Ég held að
við munum rýna í þennan sameig-
inlega flöt í framtíðinni, þ.e. að innan
skólans sé horft til þess að þar eigi
sér stað bæði formlegt og óformlegt
nám. Við eigum að horfa til þess að
efla þátttöku barnanna sjálfra í
gegnum leik og val í skólastarfi,“
segir Kolbrún.
Að hennar sögn hafa frístunda-
heimilin breyst frá því þau komu
fyrst til sögunnar. Þá hafi áherslan
fyrst og fremst verið á umhyggju en
í dag sé komin til aukin áhersla á
samspil náms og frístunda.
Frístundastarf í þróun
Frístundastarf í Reykjavík hef-
ur verið í mikilli þróun undanfarin ár
og ánægja foreldra og barna mikil
að sögn Oddnýjar Sturludóttur, for-
manns skóla- og frístundaráðs borg-
arinnar. Áhersla er lögð á innihalds-
ríkan dag barnsins með
samþættingu skóla og frístunda-
starfs á nokkrum stöðum. Oddný
segist trúa á sameiginlega stefnu-
mótun skóla- og frístundamála, enda
sé þannig hægt að skapa heildstæða
þjónustu við börn þó svo að skólinn
hafi sína sérstöðu og frístundin sína.
„Hugmyndafræðin er að frístunda-
starfið verði sífellt ríkari þáttur í
lærdómsumhverfi ungra barna. Frí-
stundaheimili er ekki skóli en þar
er samt heilmikið og mikilvægt
nám, mótun félagsþroska, skap-
andi starf og leikur,“ segir Oddný.
Hún bindur vonir við málþingið
og tekur fram að borgin sé þegar í
samvinnu við menntavísindasvið
HÍ sem hafi sýnt mikinn áhuga
á hugmyndum um óformlegt
nám og samspil skóla og frí-
stundastarfs í því samhengi.
Samspil frístunda og
skóla til skoðunar
Morgunblaðið/Ómar
Uppeldi Fjöldi barna fer á frístundaheimili að skóla loknum. Þar fer fram
fjölbreytt starf þar sem börn takast á við hin ýmsu verkefni í bland við leik.
„Að mínu viti er mikilvægt að
settur verði lágmarksrammi, þar
séu settar fram kröfur um að frí-
stundaheimili séu með skil-
greind markmið. Einnig komi þar
fram kröfur til þeirra sem reka
slíkt starf. Ég myndi segja að
skoða þyrfti hvort ætti að festa
slíkan ramma í lög,“ segir Kol-
brún.
Þá tekur hún fram að fram-
kvæmd sveitarfélaga á þjónust-
unni sé æði misjöfn. „Reynslan
sýnir að stundum fer starfið
fram í húsnæði sem ekki er hent-
ugt og kröfur til starfsmanna
eru ekki skilgreindar að
því er varðar menntun og
reynslu. Efla þarf gæða-
kröfur og opinbert eft-
irlit, til að mynda er
hvergi hægt að nálgast
tölur yfir umfang
þjónustunnar á
landsvísu,“ segir
Kolbrún.
Efla kröfur
og eftirlit
STARF FRÍSTUNDAHEIMILA
Kolbrún Þ. Pálsdóttir