Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Alþjóðadagur HR Erlendir skiptinemar Háskólans í Reykjavík kynntu í gær skóla sína fyrir áhugasömu fólki um skiptinám erlendis og buðu upp á dýrindis krásir frá heimahögum sínum en áhersla er lögð á alþjóðlega færni í HR. Styrmir Kári Í desember sl. til- kynnti velferð- arráðherra um nýtt leigufélag í eigu rík- isins og Íbúðalána- sjóðs (ÍLS). Ekki vantaði að málið var fært í betri búning, klæðskerasaumað yf- irvarp, til að fela raunverulegar for- sendur og tildrög þessa félags. Guð- bjartur Hannesson segir, að með félaginu eigi að búa til úrræði og efla húsaleigumarkað: „Þetta verður að vera félag sem er stofn- að inn í framtíðina. Þetta er ekki til að bjarga ÍLS. Þetta er til að bjarga leigumarkaðinum.“ Auka á framboð leiguíbúða út um allt land (sjá visi.7.12.12). Inn í félagið verða færðar allt að sjö hundruð eignir sem Íbúðalánasjóður hefur tekið til sín á nauðungarsölu og leigðar eru út til lengri tíma – á markaðsverði. Flestar eignirnar eru nú þegar í leigu og ljóst að fleiri munu bætast við. Það liggur fyrir að ríkið í nafni ÍLS hefur traustan grundvöll til að stofna og reka leigufélag. Búið að tryggja úrval eigna, með nauð- ungarsölu, vegna aðgerða og að- gerðaleysis stjórnvalda og öruggt að þeim fjölgar eftir því sem heimili komast í þrot. Þetta er leigufélag með öruggan rekstr- argrundvöll. Er þetta uppskrift að nor- rænu velferðarmódeli? Aldrei fyrr hefur heyrst að nor- ræn velferðarstjórn hafi búið til húsaleigumarkað og eflt hann – með því að kynda undir aðgerðum, sem leiða til þess að fólk getur ekki staðið í skilum og missir hús- næðið. Þetta er afleiðing aðgerða- leysis ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, undir handarjaðri Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins; Plan A var að blóðmjólka heimili af full- um þunga og hrófla ekki við verð- tryggingu lána til vísitölu neyslu- verðs. Miðað við 18 milljón króna lán tekið í lok árs 2007, hefur höf- uðstóllinn hækkað um milljónir króna (45%) og mánaðarlegar af- borganir hækkað um 40 þúsund, samkvæmt greiðsluseðlum ÍLS. Þar af er hækkunin rúmlega 22.000 síðan ríkisstjórn vinstri vel- ferðar tók við völdum. Slíkar for- sendur hafa knésett fjölda heimila. Jóhanna og Steingrímur tóku ekki á vanda verðtryggingar eins og boðað var í samstarfsyfirlýsingu VG og Samfylkingar 2009, þau firrtu sig ábyrgð. Ég þori að full- yrða að engin norræn ríkisstjórn hefur gert aðra eins aðför að heimilum á valdatíma sínum. Plan B – leigufélag afleiðing aðgerðaleysis Afleiðingar aðgerðaleysis rík- isstjórnar Jóhönnu og Steingríms eru augljósar – ofurhækkanir á höfuðstól lána og afborgana valda því að fólk getur ekki staðið í skil- um. Þetta er efnahagslegt ofbeldi á heimilum! Velferðarráðherra virðist ekki átta sig á því að kynning hans á leigufélagi ríkisins, sem átti að sveipa klókindum mislukkaðist – aðgerðin er augljóslega til að bjarga ÍLS. Í stað skjaldborg- arinnar sem ríkisstjórnin lofaði eru heimili mergsogin og neyð þeirra leiðir til framboðs ríkisins á leiguhúsnæði. Jafnframt er ljóst að forsendur og markmið ÍLS eru innantóm orð á blaði, sjóðurinn leggur óöryggi á fjölskyldur í stað þess að tryggja öryggi. Jöfnuður í húsnæðismálum felst í því að kynda undir skuld- setningu og að heimili skuldi sem mest. Markmið ÍLS er fót- um troðið og gagns- laust. Hvað segja for- svarsmenn Íbúða- lánasjóðs? Fram kom nýlega að ÍLS á um 2.200 eignir og um áramót- in voru 5.000 lántak- endur í vanskilum eða með fryst lán. Reiknað er með að sjóðurinn leysi fleiri eignir til sín sem mun styrkja eignasafn leigufélagsins. Sigurður Erlingsson, forstjóri segir: „Við höfum ekki enn séð þann bata sem við höfum vænst. Sjálfur áleit ég að lánasafnið myndi styrkjast þegar leiðrétt- ingum á gengis- og bílalánum væri lokið, að þegar allt þetta væri um garð gengið færum við að sjá bata. Það eru mestu vonbrigðin að sjá að það hefur ekki ræst.“ (Sjá Mbl. 10.11.2012). Þetta svar forstjórans vekur spurningar. Hvernig gat hann reiknað með að lánasafn ÍLS myndi styrkjast þegar ein- staklingar með ólögleg gengislán hjá bönkunum, næðu rétti sínum fyrir dómstólum, þ.e. 110 milljarða leiðréttingu vegna húsnæðislána og 39 milljarða vegna bílakaupa? Hvernig átti það að tengjast van- skilum hjá Íbúðalánasjóði? Er eitthvert raunsæi í þessu? Þola aðgerðir ÍLS í þágu við- skiptavina ekki skoðun? Það er spurning hvers vegna forstjóri ÍLS ræddi ekki stöðu lánþega og vanskil vegna 45% hækkana á afborgunum og einnig höfuðstól lána, ásamt eignaupp- töku sjóðsins, þ.e. afleiðingar að- gerðaleysis stjórnvalda. Þar liggur meinið! Hvaða úrræða hafa við- skiptavinir notið hjá ÍLS, sem hef- ur haft helming íbúðalána á sinni könnu? Úrræði ríkisstjórnarinnar er 110% leiðin. Í regluverki 110% leiðarinnar reyndist gífurleg mis- munun lánþegum ÍLS í óhag (sjá grein höfundar í Mbl. 5.4. 2012). Af 46 milljörðum króna sem fóru til leiðréttinga, runnu 39 millj- arðar til viðskiptavina bankanna, aðeins um 7 milljarðar runnu til viðskiptavina ÍLS. Feluleikur for- stjóra ÍLS er vanhugsaður, að bera á borð aðra eins rökleysu, í stað þess að standa með heimilum í landinu og fjalla um málið af raunsæi og ábyrgð. Hvert stefnir? Ljóst er að Jóhanna og Stein- grímur munu ekki taka á vanda vegna verðtryggðra húsnæðislána. Markmið ÍLS hafa snúist upp í andhverfu sína. Lántakendur eru mergsognir, það dugir ekki til, ríkisstjórnin eys tugum milljarða króna í botnlausa hít. Er ekki tímabært að stokka upp og leggja ÍLS niður áður en meiri skaði skeður? Íbúðalánasjóður hefur áunnið sér sömu stöðu og rík- isstjórn vinstri velferðar – rúinn öllu trausti! Eftir Hörpu Njáls »Úrval eigna er tryggt, með nauð- ungarsölu, vegna að- gerða og aðgerðaleysis stjórnvalda og þeim fjölgar eftir því sem fleiri heimili fara í þrot. Harpa Njáls Höfundur er félagsfræðingur. Leigufélag Íbúða- lánasjóðs – afleið- ing aðgerðaleysis Nýr stóráfangi verð- ur í undirbúningi Vaðlaheiðarganga í dag, þegar samningar milli Vaðlaheiðarganga hf. annars vegar og Ís- lenskra aðalverktaka og svissneska fyr- irtækisins Marti hins- vegar, um gerð gang- anna verða undirritaðir á Ak- ureyri. Það er sannfæring mín að þessir samningar marki upphafið að nýju framfara- og fjárfestinga- tímabili á Norðurlandi, sem standa muni næstu áratugi. Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, undirritaði 30. nóvember síðastliðinn fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheið- argöng hf. vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Samstaða Norðlendinga Í mínum huga voru það stórtíð- indi þegar byrjað var að grafa frá væntanlegum munna Vaðlaheið- arganga Eyjafjarðarmegin í ágúst sl. Það var byrjunin á upphafi fram- kvæmda sem lýkur í lok árs 2016 með því að greið leið opnast milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals allan ársins hring. Ég tók þetta mál upp sem sam- gönguráðherra og þá var það aðeins hugmynd á blaði. Það tókst að koma Vaðlaheiðargöngum inn í stöð- ugleikasáttmálann um endurreisn atvinnulífsins sumarið 2009 og síðan hef ég barist fyrir þeim með oddi og egg. Samstaðan um málið hefur ver- ið feikilega góð meðal Norðlendinga og ég þakka henni það að fram- kvæmdagatan er nú greið. Upphaflega var ráð fyrir því gert að lífeyrissjóðirnir tækju þátt í fjár- mögnun ganganna og eftir að ég lét af ráðherraembætti leiddi ég við- ræður þar um. Því miður hrukku sjóðirnir til baka. Ríkisstjórnin féllst á að greiða fyrir því að göngin yrðu fjármögnuð úr ríkissjóði til skamms tíma, en síðan yrði leitað á almennan markað með lang- tímafjámögnun. Til grundvallar er lagt að Vaðlaheiðargöng og fjár- mögnun þeirra verði rekstrarlega sjálfbær með inn- heimtu veggjalds. Norðlendingar skynja kostina Þetta brýna fram- faramál hefur mætt margvíslegri andstöðu. Norðlendingar hafa á hinn bóginn verið sam- huga í því að mæta henni með rökum og vinna málinu fram- gang. Það er vegna þess að þeir skynja kostina við göngin, tímasparnað vegfarenda, lægri ferðakostnað, aukið umferðaröryggi, bætt aðgengi að þjónustu og stækkun þjón- ustusvæðis, stærra atvinnusvæði, hærra fasteignaverð og bætt skil- yrði til hagræðingar í rekstri sveit- arfélaga. Ekkert hefur enn haggað þeirri niðurstöðu Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri frá 2006 að Vaðlaheiðargöng muni reynast þjóðhagslega hagkvæm. Heildar- ábatinn vex einnig við að þau eru gerð meðan enn er skortur á at- vinnu. Tilkoma Héðinsfjarðarganga og Vaðlaheiðarganga muni gera það að verkum að Húsavík, Dalvík, Ólafs- fjörður og Siglufjörður verði í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá Akureyri sem muni styðja svæðið í heild. Með Vaðlaheiðargöngum komast Akureyri og Húsavík einnig nálægt því að mynda eitt atvinnu- og bússvæði. Áreiðanleiki í ferðum milli Akureyrar og Húsavíkur vex svo til mikilla muna. Nýtt framfaratímabil á Norðurlandi Í mínum huga hafa Vaðlaheið- argöng ætíð tengst áformum um nýtingu háhitasvæða í Þingeyj- arsýslum til atvinnuuppbyggingar þar. Ég geri mér góðar vonir um að samningar um iðjuver á Bakka verði undirritaðir á næstu mán- uðum, enda hefur Landsvirkjun þegar hafið markvissar aðgerðir til orkuöflunar á svæðinu. Á þessu ári hafa orðið straum- hvörf í vetrarferðaþjónustu á Norð- urlandi og má það meðal annars þakka ötulu starfi ferðaþjónustuað- ila í héraði og ávöxtum af markaðs- átaki stjórnvalda og ferðaþjónust- unnar sem rekið hefur verið undir heitinu Ísland allt árið. Vaðlaheið- argöng munu styrkja þessa þróun og efla Þingeyjarsýslur á þessu sviði eins og þegar hefur orðið raunin með Héðinsfjarðargöng í stórsókn ferðaþjónustunnar í Fjallabyggð. Akureyri er þegar orðin segull fyrir norðurslóðavísindi. Og við vinnum markvisst að því á mörgum vígstöðvum að höfuðstaður Norður- lands og nærsvæði verði að al- þjóðlegri norðurslóðamiðstöð. Það sem þangað dregur eru afburða iðn- aðarmenn, góð höfn, háskóli, fyrsta flokks sjúkrahús og heilbrigðisþjón- usta og alþjóðaflugvöllur. Væntanlega munu nýjar sigl- ingaleiðir og boranir eftir olíu við Austur-Grænland, við Jan Mayen og á Drekasvæðinu, skapa mikil tækifæri á nokkrum stöðum á Norður- og Austurlandi fyrr en var- ir. Með norðurslóðastefnuna að bak- hjarli verður stuðlað að því með ráðum og dáð að á Akureyri þróist öflug alþjóðleg norðurslóðamiðstöð. Það er sannfæring mín að þjónusta við norðurslóðir verði ein af helstu atvinnugreinum á Norðausturlandi þegar fram líða stundir. Það er mér persónulega mikið fagnaðarefni að Vaðlaheiðargöng skuli nú vera komin til fram- kvæmda. Þegar við bætum við at- vinnu- og orkuuppbyggingu í Þing- eyjarsýslum, vaxandi þrótti í ferðaþjónustu, áhrifum aukinna um- svifa á norðurslóðum og almennum framfarahug í frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun er ég ekki í nokkrum vafa um að við göngum mót betri tíð á Norðurlandi. Ég er viss um að Vaðlaheiðargöng verða í framtíðinni talin marka upphaf að nýju fjárfest- inga- og framfaratímabili á Norður- landi. Eftir Kristján L. Möller » Það er mér persónu- lega mikið fagnaðar- efni að Vaðlaheiðargöng skuli nú vera komin til framkvæmda. Kristján L. Möller Höfundur er alþingismaður og fyrr- verandi samgönguráðherra. Vaðlaheiðargöng á greiðri leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.