Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 25

Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins nálg- ast og virðist sem menn séu farnir að viðra þá hugmynd fyrir næsta kjörtímabil að selja Landsvirkjun, op- inbert orkufram- leiðslufyrirtæki sem framleiðir 73% allrar orku á Íslandi, upp í skuldir sem mynd- uðust þegar banka- og peningakerfið hrundi. Hefur helst verið rædd sú hug- mynd að selja Landsvirkjun til ís- lenskra lífeyrissjóða með einhvers- lags forkaupsrétt íslenska ríkisins sem allir eru þó sammála um að verði aldrei nýttur vegna þess hrein- lega að ríkið myndi aldrei hafa bol- magn til slíkra kaupa. Það kann að sýnast fýsilegur kost- ur að selja Landsvirkjun til lífeyr- issjóðanna en þó þarf að skoða þær hugmyndir með sérstakri varfærni í ljósi þess hvernig lífeyrissjóðirnir eru reknir; sjóðir sem hafa tapað rétt undir 500 milljörðum af lífeyri landsmanna, sjóðir sem hafa skorið niður réttindi lífeyrisþega um 130 milljarða frá hruni og þurfa um 700 milljarða til að geta staðið við þær skuldbindingar sem búið er að lofa sjóðsfélögum. Hver verður til að mynda arðsemiskrafan hjá lífeyr- issjóðum með slíkar skuldbindingar á bakinu? Mun þetta enda með því að orku- verð til almennings mun hækka? Gleymum því ekki að vegna legu landsins er Ísland stærri hluta ársins bæði kalt og dimmt. Það þarf engan sér- fræðing til að sjá að þær arðsemiskröfur sem gerðar verða til Landsvirkjunar verða gífurlegar við það eitt að illa reknir lífeyr- issjóðir með miklar skuldbindingar á bakinu eignast hana. Það er vonandi ekki vilji manna að Íslendingar sitji í dimm- um og köldum húsum yfir hinn langa vetrartíma. Þessi hugmynd um að selja Landsvirkjun hefur einnig þann stóra galla hún er óafturkræf. Landsvirkjun verður bara einka- vædd einu sinni og því skulum við halda til haga. Það er engin rík- isstjórn sem mun standa fyrir rík- isvæðingu þótt orkuverð fari hér upp í hæstu hæðir með tilfallandi lífskjaraskerðingu. Þá er það einnig spurnarefni hvort Landsvirkjun verði eins og Hitaveita Suðurnesja seld fyrir krónur sem svo hríðfalla í verði enda liggur það fyrir að krónan gæti hrunið. Það væri nú varla gott að selja fyrirtæki sem framleiðir 73% orku landsins fyrir einhverjar krón- ur sem verða svo verðlausar. Í þessu stóra máli er það afar nauðsynlegt að skynsemin fái að ráða för en ekki enn ein hugmyndin, sem gengur þvert á vilja þjóð- arinnar, um róttækar breytingar á kerfi sem hefur reynst okkur Íslend- ingum vel. Slík hugmynd mun bara valda illindum og deilum. Þess vegna er það afar nauðsyn- legt að landsfundur Sjálfstæð- isflokksins leggist gegn öllum áformum um að einkavæða Lands- virkjun enda á slíkur ágreiningur ekki að vera það veganesti sem flokkurinn ætlar með inn í komandi kosningar; ágreiningur um hvort einkavæða eigi Landsvirkjun eða ekki. Slík deila er ekki eitthvað sem þjóðin þarf á þessum tímapunkti. Væri frekar betra að skoða hvað þarf að laga í banka- og pen- ingakerfinu fyrst og laga það sem laga þarf. Koma á stöðugleika og skera niður hjá hinu opinbera. Það liggur ekkert á að einkavæða Landsvirkjun. Það liggur hins vegar á að koma á nauðsynlegum umbót- um í peninga- og bankakerfinu, um- bótum sem geta meðal annars minnkað skuldir hins opinbera. Gleymum ekki að heilbrigt banka- og peningakerfi er lífæðin í heil- brigðu viðskiptaumhverfi. Það er von flestra landsmanna að næsta ríkisstjórn, sem verður von- andi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fari ekki að valda enn meiri reiði og deilum í samfélaginu um eitthvert mál sem má bíða. Veganestið okkar á ekki að vera ágreiningur um hvort einka- væða eigi Landsvirkjun eða ekki. Ítrekað skal að þjóðin þarf ekki slík- an ágreining; svo sannarlega ekki. Sala Landsvirkjunar Eftir Viðar H. Guðjohnsen » Þess vegna er það af- ar nauðsynlegt að landsfundur Sjálfstæð- isflokksins leggist gegn öllum áformum um að einkavæða Lands- virkjun ... Viðar H. Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Alþjóðavæðingin hefur tekið sinn toll af getu fólks til lifa sínu lífi í því hverfi sem það býr. Frá upphafi iðnbyltingar varð verksmiðjumenn- ingin sveitinni og bæjarhverfinu yf- irsterkari, því iðnvæðingin leiddi af sér gríð- arlega stækkun á bestu stærð framleiðsluein- ingar. Það er liðin tíð að fólk þekki nágranna sína og eigi líf sitt allt í einu hverfi. Þau eru bara ekki til þess fallin lengur. Með tilkomu netsins gæti sumum hugnast að nú verði fólk enn ein- angraðra frá hverfinu. Öll þessi aukna alþjóðavæðing hlýtur nefni- lega að kalla á enn stærri fram- leiðslueiningar, ekki satt? Svarið er nei. Sú stærðarhag- kvæmni sem næst á hverjum tíma ræðst af framleiðslulíkaninu – þ.e., hverjir framleiða hvað, og hvar vald- ið yfir framleiðslugetunni liggur – og svo tækninni sem liggur framleiðsl- unni til grundvallar. Þökk sé tölvu- tækni, minnkandi fleti fram- leiðslutækja, ódýrari vélbúnaði og aukinni menningarframleiðslu hefur hentugasta stærð fyrirtækis minnk- að smám saman samhliða auknum alþjóðlegum viðskiptum. Það er enn svolítið í það að ein- yrkja verði aftur hagkvæmasta stærð framleiðslu, en það stefnir ört í það. Bætt fjarskipti og bættur að- gangur að alþjóðamörkuðum þýðir að stóriðjumenningin skiptir æ minna máli. Ef hlúð verður að þörfum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á næstu ár- um, og smáiðjustefna rekin í stað stóriðjustefnu, er fullkomnlega hugsanlegt að hverfi fari aftur að verða mikilvægur partur af skipu- lagi lífsins hjá fólki. Tæknin gefur og tæknin tekur. Menning manna ræðst stundum af furðulegustu breytiþáttum. Þegar þú eyðir klukkutíma á dag sitjandi í bíl á leið í eða úr iðnaðarhverfi eða verslunarhverfi er það klukkutími sem fer ekki í að lifa og hrærast á þeim stað sem þú býrð. Píratar eru nútímalegur al- þjóðahyggjuflokkur, sem sprettur upp úr jarðvegi netsins. Með til- komu netsins varð staðvær þekking- arframleiðsla og markaðssetning á heimsvísu raunhæfur og heillandi valkostur. „Vinna lókalt, starfa gló- balt,“ eins og einhver orðaði það. Þetta er sýn pírata, við viljum hag í heimahaga. SMÁRI McCARTHY pírati. Hagur í heimahaga Frá Smára McCarthy Smári McCarthy Bréf til blaðsins Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu not- anda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Núna þegar hinn glæsilegi Icesave- dómur, sem gerður var fyrir algjöra til- viljun og hefði getað farið öðruvísi, hefur verið kynntur, þá finnst mér að við þurfum að meta hina fullkomnu óvissu með útkomu málsins, sem hér um bil varð það mikið öðruvísi, að það er eiginlega ekkert að marka þennan dóm. Orðið vissa þýðir vissulega eitt- hvað sem er skylt sannleikanum. En nákvæmlega jafn satt og sann- leikurinn getur það aldrei orðið fyrst útkoman var svona óviss. Þess vegna höfum við ekki lengur efni á alvöru sannleika. Ég meina, að áður en hinn til- viljanakenndi Icesave-dómur var lesinn upp, þá var það gjörsamlega óvíst, að EFTA-dómstóllinn myndi dæma eins og hann gerði – en um leið og dómurinn var lesinn, þá varð það sem var í svo mikilli óvissu allt í einu orðið hér um bil 100% víst. Það er því næstum al- veg satt að dómstóllinn dæmdi eins og hann gerði. En bara næst- um því. Það er það sem er svo skrýtið. Það er eins og Icesave- dómurinn sé svo ótrúlega tilvilj- anakenndur að eiginlega geti það ekki verið satt, að hann féll þjóð- inni í vil. Ríkisstjórnin og ESB-aðildar- sinnar hafa beðið í meira en heilt ár eftir því að verða vísari um Ice- save-dóminn. En áður en þau gátu ákveðið, hvort það að fylgja lög- unum væri vænlegra til árangurs en samningur, þá var vísast að segja að málið væri tilviljanakennt og í óvissu og hefði getað farið öðruvísi en það fór. En sum þeirra hafa nú loksins ákveðið, að það sem gerðist, það gerðist í svo full- kominni óvissu, að eiginlega þá gerðist það ekki og þess vegna á ekki að fara að leita að sökudólg- um. Og það er skiljanlegt að þau hafi hikað, því samkvæmt öllum tilvilj- anaútreikningum, þá gerast svona dómar aðeins einu sinni á þúsund ára fresti. Og þá er það tilviljun háð, hvort dómurinn hefði getað gerst einhvern tíma í fortíðinni og þess vegna verður mikilli óvissu eytt með því að segja, að hann eigi eftir að gerast í framtíðinni. En það breytir eðli málsins, því þá verður ekki hægt að ákveða núna, hvað dómurinn þýðir, jafnvel þótt hann hefði orðið öðruvísi en hann varð. Hættan á að þannig dómur verði endurtekinn er í svo fullkominni óvissu, að hún er næstum því eng- in. Svona mál eru því raunverulega óþarfamál fyrir venjulegt fólk og engin ástæða að halda þjóðar- atkvæðagreiðslur um þau. Að sjálf- sögðu hugsar almenningur á sinn mjög svo ferkantaða hátt og telur dóminn vissulega góðan fyrir þjóð- ina. Þjóðin telur dóminn sannan. „Segið alltaf satt,“ sögðu foreldr- arnir við okkur. En eftir þennan dóm verður ekki lengur hægt að segja þetta við börnin. Við verðum að kenna þeim að segja frá því, sem er tilviljanakennt, í fullkom- inni óvissu og gæti farið öðruvísi. „Segið það sem er óvíst, alfarið óvíst og ekkert annað en óvíst.“ Þá munu börnin okkar skilja, að það að fara eftir lögunum er svo tilvilj- anakennt og í mikilli óvissu, að jafnvel hinn góði dómur EFTA- dómstólsins, sem hefði nú getað farið öðruvísi en hann fór, getur ekki verið þjóðinni í vil. Hinn „tilviljana- kenndi“ Icesave-dómur Eftir Gústaf Adolf Skúlason Gústaf Adolf Skúlason » „Segið alltaf satt,“ sögðu foreldrarnir við okkur. En eftir þennan dóm verður ekki lengur hægt að segja þetta við börnin. Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyr- irtækjabandalags Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.