Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 26

Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 ✝ Hekla Sig-mundsdóttir fæddist 9. nóv- ember 1969 í Detroit, Michigan. Hún andaðist á Landspítala 17. janúar 2013. For- eldrar hennar eru Margrét Þorvalds- dóttir frá Akra- nesi, f. 1. febrúar 1934, og Sigmund- ur Guðbjarnason frá Akranesi, prófessor og fyrrv. háskóla- rektor, f. 29. september 1931. Hekla átti þrjá bræður, þeir eru: 1. Snorri f. 24. október 1954, matvælafræðingur, bú- settur í Bandaríkjunum, 2. Logi f. 22. janúar 1962, safn- vörður í Reykjavík, 3. Ægir Guðbjarni, f. 19. mars 1972, lögmaður í Reykjavík. Hekla ólst upp í Reykjavík og Kópavogi. Hún lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1989, BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands um. Árið 2009 var Hekla ráðin lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og varð hún dósent við sömu deild árið 2010. Kenndi hún og hafði umsjón með nám- skeiðum í blóðmeinafræði, að- ferðafræði og sjúkdómafræði við námsbraut í lífeindafræði. Jafnframt leiðbeindi hún nem- endum í diplómaverkefnum og meistaraverkefnum. Hekla tók virkan þátt í þróun námsbraut- arinnar sem hafði verið sett á fót fáeinum árum áður en hún kom til starfa. Sótti hún ýmis námskeið í rannsóknatækni og stjórnun á vegum EMBO og fleiri aðila og var fulltrúi Ís- lands í rannsókna- og þróun- arverkefnum ESB. Hekla tók virkan þátt í starfi fagnefnda á vegum ESB og faglegu mati á styrkumsóknum erlendis. Hekla var mjög félagslynd og hafði margþætt áhugamál. Eft- ir Heklu liggja fjölmargar vís- indagreinar og hlaut hún styrk úr Þorkelssjóði til ungs og efnilegs vísindamanns árið 2009. Þá var hún eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðlegum ráð- stefnum. Útför Heklu fer fram í dag, 1. febrúar 2013, frá Digra- neskirkju, Kópavogi, og hefst athöfnin kl. 15. 1993, MS-prófi í ónæmisfræði árið 1996 og dokt- orsprófi í sömu grein frá Háskóla Íslands árið 2004. Á árunum 2004- 2008 starfaði Hekla sem nýdokt- or á rannsókna- stofu Eugene Butc- hers við læknadeild Stan- ford-háskóla í Kaliforníu. Rannsóknir Heklu og sam- starfsmanna undir handleiðslu E. Butcher sem voru birtar í Nature Immunology árið 2007 vöktu mjög mikla athygli. Árið 2008 fékk Hekla veg- legan styrk frá Norrænu ráð- herranefndinni (Nordforsk) og tók til starfa við rannsóknir á hlutverki stofnfruma í lang- vinnu mergfrumuhvítblæði á Rannsóknastofu í blóðmeina- fræði við Landspítalann. Þar sinnti hún síðan rannsóknum sínum og öðrum vísindastörf- Systir mín Hekla er látin, langt um aldur fram, eftir erfið veikindi. Það er erfitt að sætta sig við það. Hún bjó yfir svo mik- illi orku og viljastyrk að ég var nánast viss um að hún myndi yf- irvinna þessa hindrun eins og all- ar hinar sem henni mættu á lífs- leiðinni. Þrátt fyrir það var hún alltaf lífsglöð og bjartsýn. Hekla var góður vinur minn. Hún var eina systirin og orku- boltinn á heimilinu. Ég minnist hennar í æsku með bók í hönd eða að skrifa í dagbókina sína eða að fá okkur hin til að spila við sig þar sem hún af einbeitni vann oftast. Allt frá unga aldri átti hún mjög auðvelt með að einbeita sér að öllu sem hún tók sér fyrir hendur og hún var mjög starf- söm alla tíð. Henni fannst gaman og ögrandi að takast á við flókin viðfangsefni. Námið var henni auðvelt, í menntaskóla valdi hún eðlisfræðibraut vegna þess að hún skildi eðlisfræðina ekki nógu vel. Í Háskólanum fann hún sinn lífsfarveg í líffræðinni. Hún var fljót að vinna og hafði nægan tíma fyrir áhugamál sín sem voru mörg, hún var mjög listræn, frjó í hugsun og frumleg í allri listsköpun, hafði gaman af að mála og af alls konar handverki. Hún var áhugaljósmyndari og fékk viðurkenningu fyrir eina af sínum góðu myndum erlendis. Hekla ákvað snemma að gera vísindi og kennslu að sínu ævi- starfi. Orsakir hlutanna tóku hug hennar. Hún valdi líffræði í há- skóla og eftir að hafa varið dokt- orsritgerð við Háskóla Ísland sótti hún um að starfa með ein- um færasta sérfræðingi í ónæm- isfræði við Stanford-háskóla í Kaliforníu. Þau unnu mjög vel saman og birtu saman greinar í tímaritinu Nature sem vöktu heimsathygli. Þarna starfaði hún í fjögur góð ár. Hún ferðaðist líka víða um vesturstöndina með starfsfélögum sínum þegar færi gafst. Hún ætlaði sér alltaf að snúa aftur heim og eftir fjögur ár kom tækifærið þegar henni var veittur stór styrkur frá Norrænu ráðherranefndinni. Styrkur sem veittur var góðum vísindamönn- um til að koma heim og stuðla að uppbyggingu vísinda í heima- landinu. Hekla fór að vinna í blóð- meinafræði við Landsspítalann og varð fljótt gagntekin af verk- efninu sem við hin fengum að fylgjast með úr fjarlægð. Af vísu skildum við ekki alltaf hin flóknu fræði en við hrifumst af eldmóði og áhuga hennar á viðfangsefn- unum. Hún tók daginn snemma og var oft búin að vinna í einn til tvo tíma um dagmál. Henni vannst því allt bæði fljótt og vel. Stund- um tók hún sér hvíld og var þá kannske mætt snemma um helg- ar í Birkigrund með nýbakað brauð með morgunkaffinu. Vinnan var henni mikilvæg, hún átti gott samstarfsfólk og skilningsríkt þegar veikindin herjuðu á hana, hún átti frábæra vinahópa sem hún mat mikils. Þó að lífið legði oft á hana þyngri byrðar en flest okkar, gaf hún aldrei eftir. Heklu verður sárt saknað, hún var svo stór þáttur í lífi okkar allra. Blessuð sé minning henn- ar. Logi Sigmundsson. Hekla systir mín féll frá um miðjan dag þann 17. janúar sl. eftir langa baráttu við krabba- mein. Hekla var uppeldissystir mín, við lékum okkur alltaf sam- an öll æskuárin og vorum eins náin og systkini geta orðið. Hekla var tæpum þremur árum eldri en ég og alltaf dáldið ráðrík gagnvart mér, eins og við er að búast. Þar sem ég var aðeins yngri en Hekla, þá á ég ekki til æskuminningu án þess að Hekla væri þar. Þegar við Hekla vorum að alast upp á áttunda áratugnum í Vogahverfinu voru stórir krakkahópar sem léku sér í hverfinu og vorum við Hekla hluti af einum þeirra. Það var Hekla, ég, Magga stóra, Magga litla, Ágúst, Heimir Smári, Gunni bolla, Stebbi, Jónas, Brynja, Bjössi og margir aðrir. Dagarnir og kvöldin runnu sam- an í endalausa leiki, ein króna við blokkina, brennibolti á túninu, farið í yfir hjá bókasafninu, stór- fiskaleik eða hvað annað sem okkur datt í hug. Eina hléið sem gert var á þessu leikjastandi var þegar Prúðuleikararnir voru í sjónvarpinu á föstudagskvöld- um. Hekla var stór skipuleggj- andi þessara leikja og hafði ákveðnar skoðanir á öllu saman. Mér er alltaf minnisstætt úr barnæsku minni þegar vetur var og snjóað hafði úti. Við litlu systkinin leiddumst þá saman út í brekku og alltaf var það Hekla sem dreif okkur út í snjóinn og passaði svo litla bróður sinn, bæði til að hann meiddi sig ekki og fyrir stóru krökkunum líka. Í byrjun árs 1980 hófum við Hekla nám í barnaskóla í Zürich, sem er í þýskumælandi hluta Sviss. Við kunnum ekkert í þýsku þegar við byrjuðum í skól- anum, en sóttum strax kennslu- tíma á morgnana og fórum í þýskutíma fyrir byrjendur eftir hádegi. Eftir mánuð vorum við orðin altalandi. Í Sviss lærðum við Hekla á skíði og Hekla lærði listhlaup á skautum. Alltaf var til nóg af föndri til að dunda með og leikjum til að fara í. Eitt sinn fengum við Hekla sinn strump- inn hvort, hún fékk kvenstrump- inn og ég fékk flugstrumpinn. Við Hekla ákváðum að kanna hvort flugstrumpurinn gæti flog- ið og köstuðum honum þvert yfir herbergið okkar. Það vildi ekki betur til en svo að flugstrump- urinn flaug beint út um horn- gluggann í herberginu og sást aldrei aftur. Þegar við fluttum til Waldorf (Þýskalandi) haustið 1980 eignuðumst fljótt nýja vini þar, klifruðum með þeim í kirsu- berjatrjám nágranna okkar al- veg þangað til þessi nágranni öskraði hótunarorð til okkar á þýsku út um gluggann og krakk- arnir flýðu. Þetta voru góðir tímar og góðar minningar að hafa. Hekla systir var indæl, hlý, einlæg og umhyggjusöm. Hekla málaði málverk, handverk, gerði margar teikningar yfir árin og bjó til ýmis myndverk, skart- gripi sem og önnur listaverk. Ég trúi því varla ennþá að Hekla komi ekki lengur í heimsókn til mín eða að við munum aldrei aft- ur hittast öll saman í mat hjá mömmu og pabba. Það er okkur mikill missir og djúp sorg, að Hekla skuli ekki vera með okkur lengur og við fjölskyldan söknum hennar mjög. Heimurinn verður aldrei samur. Við elskum þig, Hekla, og hlökkum öll til að sjá þig aftur, þegar okkar tími kem- ur. Ægir Guðbjarni Sigmundsson. Þú varst fegursta blómið á akrinum Þú varst kröftug og hlý Engill dauðans gaf þér vængi en minning þín gefur von og trú á ný. (E.G.Ó.) Erfitt er að sætta sig við það þegar svo glæsileg og hæfileika- rík ung kona er í burtu kölluð í blóma lífsins. Hekla systurdóttir mín er horfin til enn betri heima þar sem hún er laus við þjáning- arnar en söknuður okkar er mik- ill. Hekla var einstök stúlka. Hún barðist við sjúkdóma í fjölda ára en lét ekkert hindra sig í námi og rannsóknum og náði langt. Upp- gjöf var ekki til í hennar huga og aldrei kvartaði hún. Samferða- menn hennar mættu alltaf brosi, gleði og einstakri hlýju þótt vitað væri að lífið væri henni ekki auð- velt. Allir ganga í gegnum ein- hverja erfiðleika í lífinu. Það er hluti af þroskaferlinu. Sumir fá stærri skammt af erfiðleikum en aðrir. Hekla fékk stóran skammt en hún verður okkur öllum fyr- irmynd þess einstaklings sem mætir erfiðleikum með jákvæðni og leitar lífsgleðinnar þrátt fyrir erfiðleikana. Guð blessi minn- ingu frænku minnar og styrki aðstandendur. Þráinn Þorvaldsson Í dag kveðjum við kæra vin- konu, hana Heklu. Kynni okkar hófust á fyrsta ári í líffræði við HÍ haustið 1990. Nemendahópurinn var samheld- inn og fór sumarið 1993 til Asíu í náms- og útskriftarferð. Náms- hluti ferðarinnar var í Singapúr og Malasíu þar sem farið var í frumskóga og siglt með frum- stæðum bátum um fljót og fenja- skóga. Eftir að námsferðinni lauk hélt hluti af hópnum áfram og ferðaðist um Malasíu og Taí- land. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og mjög eftirminnileg. Í þessari ferð mynduðust sterk vináttutengsl og upp úr því varð vinkvennahópurinn okkar til eða spilaklúbburinn eins og við köll- uðum hann í byrjun. Í þessum vinkvennahópi var samt sem áð- ur einn karlmaður, hann Gunni hennar Gullu. Þrátt fyrir að leiðir okkar hafi legið í ýmsar áttir eftir náms- ferðina hittist spilaklúbburinn nokkuð reglulega fyrstu árin. Stundum leið talsverður tími á milli þess sem við höfðum sam- band en það virtist engin áhrif hafa á vináttuna, það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Spilamennskan þróaðist þó á endanum út í kjaftaklúbb með viðeigandi veitingum. Fyrir jólin skapaðist sú hefð að búa til kon- fekt. Þar var Hekla algjörlega á heimavelli og skipulagði konfekt- gerðina af mikilli kostgæfni. Það kom berlega í ljós hve mikilvæg Hekla var í þessari konfektgerð þegar hún bjó í San Francisco. Við hinar ætluðum nú aldeilis að viðhalda hefðinni og mættum fullar sjálfstrausts í konfekt- gerðina. Í stuttu máli sagt mis- heppnaðist hún algjörlega þetta árið. Þetta rifjuðum við oft upp með Heklu og hlógum mikið. Í gegnum árin eignuðumst við margar góðar minningar með Heklu. Má þar nefna Akureyr- arferðina góðu sem vinkvenn- ahópurinn fór í fljótlega eftir hrun. Ætlunin var að fara utan en fjárhagurinn leyfði einungis verslunarferð til Akureyrar. Stemningin í ferðinni var samt frábær og við áttum eftirminni- legar stundir saman. Hekla hafði margt til brunns að bera. Hún var góð manneskja og traustur vinur. Hekla var ósérhlífin og skipulögð bæði í námi og starfi, alveg eldklár og fljót að hugsa. Hún var fróð um marga hluti, maður kom ekki að tómum kofunum hjá henni. Hekla var höfðingi heim að sækja, alltaf með eitthvert heimalagað góðgæti á borðum. Heimili hennar var afar hlýlegt og búið munum sem hún hafði ýmist búið til sjálf eða valið af mikilli smekkvísi. Hekla var vísindamaður fram í fingurgóma, fær á sínu sviði og búin að ná langt. En þessu hélt hún fyrir sig enda var hún hóg- vær með eindæmum. Aldrei heyrðum við hana stæra sig af sínum verkum þó að fyllsta ástæða hefði verið til. Þó að veikindi Heklu hafi allt- af fylgt henni hélt hún þeim nær alltaf fyrir sig. Hún var pottur- inn og pannan í allri skipulagn- ingu vinkvennahópsins og dag- inn fyrir andlát sitt var hún að tala um að fara að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman. Elsku Hekla, við munum sakna þín sárt en vitum jafn- framt að þínir kraftar og hæfi- leikar munu nýtast vel þar sem þú ert núna. Við sendum fjölskyldu Heklu, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Anna Rósa, Guðbjörg, Guðlaug og Hildur. Það var í lok níunda áratugar síðustu aldar sem við kynntumst Heklu en hluti hópsins stundaði nám við Menntaskólann við Sund eins og hún. Hekla vissi hvað hún vildi: Heilbrigðisvísindin skyldu verða hennar fag og fylgdumst við stoltar með þegar hún lauk BS prófi í líffræði, síðan MS prófi og svo var það útþráin sem kallaði og flutti hún til vesturstrandar Bandaríkjanna eftir doktorspróf hér heima og vann við Stanford- háskóla í nokkur ár. Við stofnuðum saumaklúbb á menntaskólaárunum og hélt Hekla vel utan um hópinn allt fram á síðasta dag. Það kom ber- lega í ljós þegar Hekla bjó er- lendis en þau ár hittumst við mun sjaldnar. Þegar Hekla kom heim aftur var þráðurinn tekinn upp að nýju með sama krafti og áður og nú þegar við hugsum til baka var það í rauninni Hekla sem kom með hugmyndir að ýmsum nýjungum; við föndruð- um, einhvern tímann breyttist klúbburinn í bókaklúbb og það var jú Hekla sem kom einhvern tímann með þá hugmynd að við myndum hittast hjá einni í hópn- um einn mánuðinn og næsta mánuð yrði farið út að borða. Hópurinn brallaði ýmislegt annað saman – við fórum í sum- arbústaðaferðir, upp á Jökul, óvissuferðir, til útlanda – já, það var ýmislegt gert á þeim rúmu 20 árum frá því Hekla kom inn í hópinn. Heklu þótti vænt um bræðra- syni sína og heyrðum við svolítið af þeim í gegnum árin. Hekla lifði lífinu; starfið var henni ástríða, hún var í kór um tíma, heimagerðu konfektmol- arnir voru gómsætir og hún föndraði listaverk sem margir nutu. Eftir situr minning um góða konu. Þrælduglega konu. Traustan vin. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Heklu og það eru forréttindi að hafa átt hana fyrir vin. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu vinkonu okkar, Heklu, og að hann styrki fjöl- skyldu hennar á þessum erfiðu tímum og í framtíðinni. Anna, Marta, Pálína, Sigrún, Svava og Thelma. Kveðja frá Háskóla Íslands Við kveðjum í dag kæra sam- starfskonu, Heklu Sigmunds- dóttur, dósent við námsbraut í lífeindafræði við Læknadeild. Hekla var í senn öflugur vísinda- maður, sterkur persónuleiki og afar góður kennari. Hún féll frá í blóma lífsins, aðeins 43 ára göm- ul, eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Hekla lét aldrei deigan síga og kappkostaði að ljúka sínu dags- verki. Hún var heilsteypt mann- eskja og góð fyrirmynd okkur öllum. Hekla var alla tíð mikill náms- maður og hafði til að bera allt sem prýðir góðan vísindamann – forvitni og löngun til að fást við erfiðar gátur vísindanna, ná- kvæmni, elju og skilning á eðli þekkingarleitar. Að loknu dokt- orsprófi á sviði ónæmisfræði frá Háskóla Íslands starfaði hún í fjögur ár sem vísindamaður við Læknadeild Stanford-háskóla í Bandaríkjunum. Hún var sjálf- stæð í hugsun og fór ótroðnar slóðir við nálgun viðfangsefna. Hún naut fyrir vikið mikillar virðingar samstarfsmanna við Stanford. Hekla hlaut veglegan norrænan rannsóknastyrk til stofnfrumurannsókna á hvít- blæði í harðri samkeppni og er það til marks um árangur hennar og dugnað. Eftir heimkomu hlaut Hekla styrk úr Þorkels- sjóði sem verðlaunar unga og efnilega vísindamenn á sviði lyfja- og eiturefnafræði. Hekla vakti verðskuldaða athygli fyrir fjölda vísindagreina sem hún rit- aði í virt alþjóðleg tímarit. Heklu auðnaðist á stuttri starfsævi að ávinna sér traust og virðingu nemenda og samstarfs- fólks. Hún kenndi blóðmeina- fræði, aðferðafræði og sjúk- dómafræði, var kennari af lífi og sál, sífellt að leita nýrra leiða til að miðla þekkingu til nemenda. Hún gaf sér tíma til að sækja námskeið í kennslufræðum til að styrkja sig enn frekar á þessu sviði. Þess nutu nemendur henn- ar í grunnnámi og þeir sem hún leiðbeindi í meistaranámi. Háskóli er samfélag fólks af ólíkum toga. Góður háskóli er fyrst og síðast samfélag fólks sem gefur meira en það tekur, fólks sem helgar sig verkefnum, þekkingarleit og þekkingarmiðl- un og leggur þannig grunn að framtíðarvelsæld samfélagsins. Hekla Sigmundsdóttir var þess- arar gerðar og lagði skóla og samfélagi til mikil verðmæti. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég foreldrum Heklu, þeim Margréti og Sigmundi, og fjöl- skyldunni allri innilega samúð á sorgarstundu. Starfsfólk og stúdentar Háskóla Íslands minn- ast Heklu með þakklæti og virð- ingu. Kristín Ingólfsdóttir. Hekla Sigmundsdóttir ✝ Okkar heittelskaði eiginmaður, faðir, tengda- faðir og afi, JÓN REYKDAL myndlistarmaður, lést miðvikudaginn 30. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar í Kópavogi. Jóhanna Vigdís Þórðardóttir, Nanna Huld Reykdal, Magnús Eðvald Björnsson, Hadda Fjóla Reykdal, Snorri Einarsson, Hlín Reykdal, Hallgrímur Stefán Sigurðsson og barnabörn. ✝ KRISTJÁN TRYGGVI JÓHANNSSON, kennari, rithöfundur og frjálsíþróttamaður, frá Hlíð í Svarfaðardal, lengst af til heimilis að Langholtsvegi 20 í Reykjavík, lést fimmtudaginn 24. janúar á Hjúkrunar- heimilinu Grund. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 4. febrúar klukkan 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorvarður Árnason og Christine Carr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.