Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 27

Morgunblaðið - 01.02.2013, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Hekla hóf störf sem lektor við Námsbraut í lífeindafræði, Læknadeild Háskóla Íslands, ár- ið 2009 og fékk mjög fljótt fram- gang í stöðu dósents. Kennsla hennar var fyrst og fremst á sviði í blóðmeinafræði, aðferða- fræði og sjúkdómafræði og hafði hún jafnframt umsjón með þeim námskeiðum. Fagið er stærsta viðfangsefni 2. árs nemenda á haustmisseri og fyrsta megin- grein lífeindafræðinnar sem þeir glíma við í námi sínu. Heklu þótti þetta mjög áhugavert fag og hafði ánægju af því að takast á við það sem og að leiða nemend- ur inn á nýjar brautir. Meistara- verkefni hennar var í ónæmis- fræði en doktorsverkefni hennar sveigðist inn á blóðmeinafræði og hafði hún því víðtæka þekk- ingu í báðum þessum greinum. Þegar Hekla kom til starfa við kennslu í lífeindafræði hafði námsbrautin sem fer með mál- efni þeirra fræða aðeins starfað í fáein ár þannig að enn var verið að vinna að uppbyggingu og þró- un námsins. Hún var þar góður liðsauki, fljót að komast inn í málin, ráðagóð og alltaf til í að leggja hönd á plóginn. Sérstak- lega átti það við um að kynna námið því fáir vita hvað lífeinda- fræðingar gera. Taldi hún það hafa átt við um sig sjálfa því nám í lífeindafræði hefði augljóslega hentað sér mjög vel á sínum tíma og verið greið leið að hugðarefn- um hennar, eða líffræði manns- ins eins og hún orðaði það. Hekla var okkur kennurunum og nemendum fyrirmynd að því er varðar virkni í rannsóknum og möguleika á starfsframa á því sviði vísindarannsókna. Þó að starfsferillinn væri stuttur aflaði hún stórra styrkja, leiddi og tók þátt í öflugu vísindastarfi og var eftirsóttur fyrirlesari á alþjóð- legum ráðstefnum. Afraksturinn má sjá í fjölda greina sem hún birti í virtum vísindatímaritum. Þeir nemendur sem hún leið- beindi í diplómaverkefnum á meistarastigi og í meistaranámi nutu sérstaklega góðs af þessum hæfileikum hennar. Því miður auðnaðist Heklu ekki að takast á við kennslu af fullum krafti nema allt of skamman tíma. Hún var frá vegna veikinda í eitt ár en kom aftur til starfa í haust, en fljót- lega varð aftur á brattann að sækja og var haustmisserið henni því erfitt. Hún var mjög góður og öflugur kennari sem glæddi áhuga nemenda og þó skort hafi á kraftana í haust skorti ekkert á þrautseigju hennar og viljastyrk. Reyndar svo mjög að við höfðum áhyggjur af henni um leið og við virtum kjark hennar og dugnað. Ég hef verið hugsi yfir orðtakinu um að vera vakinn og sofinn yfir ein- hverju síðan ég heimsótti hana tveimur dögum fyrir andlátið og ljóst orðið að hverju stefndi. Hún var stöðugt með nýjar hugmynd- ir til að gera kennsluna enn betri en í þetta skiptið var henni mest umhugað um hvernig mætti örva nemendur til dáða og glæða áhuga þeirra. Þó kveðjustundin hafi verið sár er hún mér afar dýrmæt og er ég þakklát fyrir það sem hún kenndi mér með allri framgöngu sinni þar til yfir lauk. Starfsfólk og nemendur í Námsbraut í lífeindafræði kveðja Heklu með söknuði og þökk og senda fjölskyldu hennar og öðrum vinum innilegar sam- úðarkveðjur. Megi góðar minn- ingar ylja okkur öllum. Martha Ásdís Hjálmarsdóttir. Hekla Sigmundsdóttir, sam- starfsmaður okkar við Háskóla Íslands og Landspítala, er fallin frá langt um aldur fram eftir erf- iða en hetjulega baráttu við krabbamein. Hún skilur eftir sig stórt skarð sem ekki verður fyllt. Hún átti að baki glæsilegan náms- og vísindaferil sem því miður endaði alltof snemma. Eftir lok doktorsnáms í ónæmisfræði við læknadeild Há- skóla Íslands fékk hún stöðu ný- doktors við Stanford-háskóla í Kaliforníu sem er einn virtasti háskóli í heimi. Á sínum stutta en afkastamikla ferli náði Hekla að skila ómetanlegu vísindafram- lagi með birtingum í virtum vís- indatímaritum. Rannsóknir hennar hafa verulega aukið skilning okkar á líffræði T- frumna, sem voru sérsvið henn- ar, og hlutverki þeirra í sjúk- dómum á borð við sóríasis. Það var á grunni árangurs hennar í vísindarannsóknum að hún fékk árið 2008 tæpar 30 milljónir frá Norræna rannsóknarráðinu til stofnfrumurannsókna á Íslandi en þetta er einn stærsti vísinda- styrkur sem ungur vísindamaður á Íslandi hefur fengið. Við heimkomu hóf hún störf í rannsóknahóp okkar á blóð- meinafræðideild Landspítala. Hún sneri sér að frekari upp- byggingu greiningartækni á blóðmeinafræðideild og fór strax að byggja upp eigin vísindaverk- efni sem nú þegar hafa skilað af sér tveimur útskrifuðum meist- aranemum. En því miður varð starfstími Heklu ekki langur vegna veikinda hennar og við í rannsóknahópnum söknum mik- ið persónuleika hennar og af- burða þekkingar á frumulíffræði. Hekla tók veikindum sínum af æðruleysi og vakti styrkur henn- ar aðdáun allra sem til hennar þekktu. Fyrir hönd samstarfs- fólks og nema á rannsóknastofu í stofnfrumufræðum við blóð- meinafræðideild LSH og Lífvís- indasetur Háskóla Íslands þökk- um við Heklu samstarfið á liðnum árum. Það er mikil eft- irsjá í okkar hópi að hafa misst einstakan vísindamann og góðan samstarfsfélaga og vin. Við vottum foreldrum og systkinum Heklu samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Minnig um hana sem vísindamann og af- rek hennar á því sviði munu standa eftir sem verðugur minn- isvarði. Magnús Karl Magnússon Páll Torfi Önundarson Þórarinn Guðjónsson. Ég man vel þegar Hekla kom fyrst að máli við mig um mögu- leika á rannsóknanámi í ónæm- isfræði. Hún var hæversk og kurteis, en spurði mjög mark- visst og vissi greinilega hvað hún vildi. Mér leist strax vel á þessa ungu, áhugasömu konu og stuttu síðar hóf hún meistaranám hjá okkur á ónæmisfræðideild Land- spítalans og læknadeild Háskóla Íslands. Það var mikil gæfa fyrir okkur sem unnum að rannsóknum á psoriasis að fá Heklu til liðs við okkur. Hún var skarpgreind, vandvirk og vinnusöm, með brennandi áhuga á rannsóknun- um, og sýndi fljótt að hún var efni í góðan vísindamann. Hún hugsaði ekki bara um sín verk- efni, hún var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum og miðla af þekk- ingu sinni, ekki síst ef nemar áttu í hlut. Kennarahæfileikarnir leyndu sér ekki. Hekla dvaldi um sumar á minni gömlu rannsókna- stofu í Stokkhólmi og stóð sig svo vel að reynt var að lokka hana þangað í doktorsnám. Að loknu meistaraverkefni 1996, sem fjallaði um hlutverk T-frumna í psoriasis, hélt Hekla áfram psoriasisrannsóknunum og lauk doktorsprófi frá læknadeild Há- skóla Íslands 2004. Fjallaði dokt- orsritgerð hennar um mikilvægi viðloðunarsameinda í meingerð psoriasis. Við vorum afar stolt af Heklu. Hún birti fjölda vísinda- greina um psoriasisrannsóknirn- ar í alþjóðlegum tímaritum og kynnti þær á ráðstefnum heima og heiman. Hekla setti markið hátt. Hún fékk nýdoktorsstöðu við Stan- fordháskóla, þar sem hún vann í 3 ár að rannsóknum á ónæmis- fræði húðarinnar og áhrifum vít- amína á frumur ónæmiskerfis- ins, í einu öflugasta rannsóknateymi heims á því sviði. Hekla hlaut styrk til rann- sóknanna frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna og birtust niður- stöður þeirra m.a. í tveimur greinum í Nature immunology, einu virtasta vísindariti okkar fræðigreinar. Þegar heim kom fékk Hekla stóran rannsóknar- styrk ungs og efnilegs vísinda- manns frá Norræna rannsóknar- ráðinu, til að vinna að rannsóknum á hlutverki stofn- frumna í meingerð hvítblæðis við blóðmeinafræðideild Landspítal- ans. Þar vann hún að uppbygg- ingu stofnfrumurannsókna. Hekla var ráðin lektor við lækna- deild Háskóla Íslands 2009 og dósent 2010. Hún var vel liðin sem kennari, virkur rannsakandi og ötull leiðbeinandi í rann- sóknanámi til diplóma- og meist- araprófs. Þrátt fyrir veikindi undanfarin ár var Hekla bjart- sýn og missti aldrei áhuga á fræðunum. Eitt síðasta verkefni hennar fyrir okkar fræðigrein var þýðing á bók um ónæmis- kerfið og starfsemi þess fyrir al- menning og er handritið nær tilbúið til prentunar. Hekla var góður félagi og mik- ill vinur vina sinna. Margar góð- ar minningar renna gegnum hugann, haustferð til Þingvalla, humarveisla í Fjöruborðinu, föndur og frábærar veitingar í Lönguhlíðinni, gulir vorlyklar úr Fossvoginum og franskur dinner í Montreal; Hekla ljómandi og framtíðin björt. Þannig mun ég minnast Heklu, hún var kær vin- kona mín og einstaklega ljúf og góð manneskja. Ég votta foreldrum Heklu, bræðrum og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Ingileif Jónsdóttir. Kveðja frá Ónæmis- fræðifélagi Íslands Dr. Hekla Sigmundsdóttir er látin langt fyrir aldur fram. Hún byrjaði í ónæmisfræðinámi á Ónæmisfræðideild Landspítala og gekk í Ónæmisfræðifélag Ís- lands á meðan ég var ennþá við nám og störf í Bretlandi. Þegar ég kom til Íslands hafði Hekla lokið meistaranámi og var langt komin með doktorsnám sitt þar sem hún rannsakaði viðloðunar- sameindir á T frumum hjá sjúk- lingum með psoriasis. Að loknu doktorsnámi fékk Hekla nýdoktorsstöðu á rann- sóknastofu Dr. Eugene Butcher við háskólann í Stanford í Bandaríkjunum, en Dr. Butcher er einn af leiðandi vísindamönn- um í rannsóknum á viðloðunar- sameindum. Niðurstöður rann- sókna Heklu frá Stanford voru birtar í einu af virtasta vísinda- tímariti í ónæmisfræði og hafa hlotið heimsathygli. Það var því auðvelt fyrir Heklu að snúa aftur til Íslands þar sem hún fékk stöðu á Blóðmeinafræðideild Landspítala og hélt áfram rann- sóknum sínum á viðloðunarsam- eindum á T frumum. Einnig fékk hún dósentsstöðu í blóðmeina- fræði við læknadeild Háskóla Ís- lands. Fyrir nokkrum árum tók Hekla að sér gjaldkerastarf hjá Ónæmisfræðifélagi Íslands og gegndi því til dauðadags. Því miður var sjúkdómur Heklu far- inn að herja illilega á hana á því tímabili en hún mætti á fundi eft- ir bestu getu og lét sig ekki muna um að vera í forystu um að þýða fræðslubók fyrir almenning um ónæmisfræði á íslensku. Við von- um að sú bók geti litið dagsins ljós þótt Hekla nái því miður ekki að sjá hana fullgerða. Við hjá Ónæmisfræðifélagi Ís- lands sendum foreldrum Heklu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd félagsmanna Ónæmisfræðifélags Íslands, Jóna Freysdóttir, formaður. Mig langar að minnast vin- konu minnar, Heklu, sem lést fyrir aldur fram þann 17. janúar síðastliðinn eftir að hafa barist lengi við illvígan sjúkdóm. Leiðir okkar Heklu lágu fyrst saman þegar við hófum nám við Líffræðiskor HÍ árið 1990. Við kynntust þó ekki náið fyrr en í námsferð líffræðinema til Singa- púr og Malasíu þremur árum seinna. Í lok námsferðarinnar héldum við nokkrir samnemend- ur áfram í stórkostlega ferð um Malasíu og Taíland. Þar kynntist ég því jákvæða viðhorfi sem Hekla hafði til lífsins. Hún hafði þá þegar unnið einn af mörgum sigrum í orustu sinni við sjúk- dóminn. Hún bar þess merki en hún lét það ekki aftra sér, hvorki í þessari ferð né öðrum sem við áttum eftir að fara í saman. Eftir Asíuferðina hélt hópur- inn í mismunandi áttir en við Hekla endurnýjuðum vináttu okkar nokkrum árum síðar er við hittumst í kvennakórnum Gosp- elsystrum Reykjavíkur. Með kórnum ferðuðumst við bæði innanlands og utan og oftar en ekki vorum við Hekla herberg- isfélagar í þeim ferðum. Kórferð- ir til Rómar þar sem við sungum við hámessu í Péturskirkjunni, New Orleans þar sem hjarta gospelsöngsins slær og New York þar sem við Hekla þrömm- uðum um borgina þvera og endi- langa voru ógleymanlegar. Annað sem tengdi okkur Heklu saman voru leikhúsferðir en við áttum áskriftarmiða í bæði atvinnuleikhúsin. Undanfarin ár höfum við hist reglulega að und- anskildum þeim tíma þegar Hekla vann að rannsóknum við Stanfordháskóla. Við nutum þess að hittast og spjalla yfir góðum mat áður en haldið var á hinar ýmsu leikhússýningar. Síðastlið- in tvö ár hafa þó leikhúsferðir okkar saman verið stopulli vegna veikinda Heklu. Allan þann tíma sem ég hef þekkt Heklu hefur hún aldrei barmað sér þrátt fyrir oft á tíð- um erfið veikindi síðustu tvo ára- tugi. Hún horfði alltaf bjartsýn fram á veginn allt til loka. Ég er afar þakklát fyrir þær góðu stundir sem við Hekla áttum saman, á ferðalögum, í söng og í leikhúsferðum. Hennar er sárt saknað en um leið minnist ég góðrar vinkonu með hlýju og góðum minningum. Fjölskyldu Heklu sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Rannveig Thoroddsen. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR frá Hrísum í Fróðárhreppi, síðast til heimilis á Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir einstaka hlýju og umönnun. Eygló Tómasdóttir, Þorgils Sigurþórsson, Tómas Rúnar Andrésson og ömmubörn. ✝ Eiginmaður minn, GÍSLI PÁLSSON, Hofi í Vatnsdal, er látinn. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 13.00. Vigdís Ágústsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRA BIRGIT BERNÓDUSDÓTTIR, Brimhólabraut 17, Vestmannaeyjum, sem lést laugardaginn 26. janúar, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Líkn. Sveinn Halldórsson, Ágústa Berg Sveinsdóttir, Gunnar Árni Vigfússon, Bernódus Sveinsson, Kristín Björg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, tengda- sonur og bróðir, EGILL ARNARSON SCHEVING félagsráðgjafi-MSW, búsettur í Ástralíu, lést miðvikudaginn 23. janúar. Jarðarför fer fram á Íslandi og verður auglýst síðar. Laufey Þórðardóttir, Örn Scheving, Sigrún Margrét Sigmarsdóttir, Þórður Kr. Jóhannsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Þökkum af alhug auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför okkar ástkæra SIGURÐAR JÓNSSONAR frá Norðfirði, Hallveigartröð 9, Borgarbyggð. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og deildar 11E á Landspítalanum fyrir einstaklega faglega umönnun og hlýja nærveru. Edda Björk Bogadóttir Fríða Sigurðardóttir, Axel V. Gunnlaugsson, Jón Svan Sigurðsson, Rakel Valdimarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, GEIRFINNUR HELGI KARLSSON, Vestursíðu 9, Akureyri, lést þriðjudaginn 29. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. febrúar kl. 10.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á öldrunarheimili Akureyrar. Arnór Karlsson, Jón Karlsson, Inga Karlsdóttir og systkinabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og vin- semd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR SIGURBJARGAR THORDERSEN, Nínu, Hæðargötu 1, Njarðvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk D-deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Vigdís Thordersen, Magnús B. Hallbjörnsson, Stefán Thordersen, Sigurbjörg Björnsdóttir, Ólafur Thordersen, Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.