Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 36

Morgunblaðið - 01.02.2013, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2013 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I linan.is Opið mánudaga til föstudaga 12 - 18 I laugardaga 11 - 16 DOCK KISTA ÁÐUR KR. 55.900 NÚ KR. 38.900 ÚTSÖLULOK LOKADAGUR LAUGARDAGINN 2. FEBRÚAR 20% afsláttur 20% afsláttur af öllum luktum MANCHEBO - ÁÐUR KR. 226.800 NÚ KR. 179.900 RECAST - ÁÐUR KR. 149.800 NÚ KR. 134.800 10% AFSLÁTTUR AF SVEFNSÓFUM UM HELGINA 20% afsláttur PLUTO ÁÐUR KR. 110.800 NÚ KR. 88.600 20 - 50% AFSLÁTTUR AF PÚÐUM KNITTED DEER HEAD ÁÐUR KR. 17.900 NÚ KR. 13.400 30% afsláttur 25% afsláttur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að taka upp nýtt og betra vinnulag og forðast að vera með allt á síðustu stundu. Ef þú reynir að breyta þessu mun ýmislegt koma þér á óvart. 20. apríl - 20. maí  Naut Þið þurfið að taka á öllu ykkar til þess að finna leiðina að takmarkinu. Þú þarft ekki að vera með nein látalæti í umgengni við aðra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert kærleiksríkur og hefur svo mikið að gefa að jafnvel ókunnugir fá að njóta þess. Nú er rétti tíminn til að ganga að samn- ingaborði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er eins og einhver vilji eigna sér þitt framlag. Frábær tækifæri eru í þann mund að falla þér í skaut. En mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara og því er betra að gæta orða sinna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú klárar alltaf þau verk sem skipta þig mestu máli. Fólk þarf á skilningi að halda og það leitar hans hjá þér því þú hefur svo mikið að gefa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er rangt að kætast við ófarir ann- arra og aldrei að vita nema þú verðir sjálfur skotspónninn áður en þú veist af. Með alla þessa orku að vopni gerirðu breytingar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sköpunarþrá þín er rík og sjálfsagt að þú finnir henni farveg, hikaðu ekki því þú hefur allt sem til þarf. Njóttu þess en vertu ekki að slá um þig að óþörfu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað verður til þess að gaml- ar minningar koma upp, bæði góðar og sárar. Meira að segja kjaftasögurnar eru áhuga- verðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú veltir fyrir þér lífinu og tilver- unni þessa dagana. Láttu alla sjálfsvorkunn lönd og leið og gakktu í þau verk sem þér ber að leysa hverju sinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er eitt og annað sem vefst fyr- ir þér þessa dagana. Það er ákveðinn léttir þegar búið er að taka ákvörðun um hvert halda skal. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að vera viðbúinn því að þurfa að taka þátt í umræðum til þess að koma skoðunum þínum á framfæri. En sýndu umfram allt aðgæslu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur treyst því að áhyggjuefni þín leysast. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs. Í klípu „LAUSN GEGN TRYGGINGU HEFUR VERIÐ HAFNAÐ, ANNAR NOTANDI BAUÐ BETUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ REYNA SJOKK-MEÐFERÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að slökkva á GPS- tækinu og láta hjartað ráða för. SÆL HELGA, ÞÁ ER ÉG KOMINN HEIM FRÁ ENGLANDI. HVAÐ ER TÍTT? SLÆMAR FRÉTTIR, ELSTI SONUR KÓNGSINS GAF LJÚFU VÖND AF RÓSUM. HVAÐ ER SLÆMT VIÐ ÞAÐ? HÚN SKILAÐI ÞEIM OG SAGÐIST HAFA OFNÆMI FYRIR RÓSUM! ÓTTIST EIGI! ÞAÐ VIRKAÐI ALLA VEGA.Oft má heyra að kalt sé á toppn-um. Sú staðhæfing hefur óneit- anlega fengið byr undir báða vængi að undanförnu, en Víkverji veltir því fyrir sér hvort allir séu á réttri leið. x x x Landsliðsþjálfari Dana í handboltavar útnefndur þjálfari ársins fyr- ir skömmu en eftir að hafa tapað með mesta mun í úrslitum í sögu heimsmeistarakeppninnar kvartaði hann sáran og mætti ekki á blaða- mannafund. Hann fékk heldur betur að heyra það, ekki síst frá landsliðs- þjálfara Spánar, og eftir heimkom- una til Danmerkur var upplýst að danski þjálfarinn væri með magasár og hefði þess vegna ekki mætt á um- ræddan fund. Og svo var sagt að það hefði byrjað að snjóa í Danmörku. x x x Borgarstjórinn í Reykjavík stóðsig betur að þessu leyti og mætti á fund, sem hann boðaði sjálfur með íbúum í Grafarvogi. Íbúarnir notuðu tækifærið og spurðu borgarstjóra spurninga en það fannst honum mið- ur enda ekki mættur til þess að svara spurningum og skrifaði á fés- bókina að hann hefði orðið fyrir ein- elti á fundinum og upplifað hreint og klárt ofbeldi. Ummæli borgarstjóra virkuðu eins og olía á eld og meðal annars sagði varaborgarfulltrúi að fólk vildi borgarstjóra sem axlaði ábyrgð en ekki skemmtanastjóra. Borgarstjóri svaraði þessu á fébók- inni með því að staðfesta að hann hefði þegið boð frá Serbíu um að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í að matreiða hreðjar, samkvæmt net- frétt (pressan.is) í gær. x x x Á þessum árstíma má gjarnanheyra að kalt sé á höfuðborgar- svæðinu. Fólk kvartar og kveinar en Víkverji efast um að þeir, sem hafa varla farið af svæðinu að vetrarlagi, viti hvað kuldi er. Þeir þekkja það hins vegar víða á landsbyggðinni hvað átt er við þegar rætt er um kulda. Að ekki sé minnst á frændur okkar í Vesturheimi, en þeir kvarta ekki. Í gær var til dæmis varað við -40 til -45 gráðu vindkælingu í Winnipeg og Íslendingabyggðum fyrir norðan borgina. Samt var toppnum ekki náð. víkverji@mbl.is Víkverji Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda. (Sálmarnir 119:33) Sigrún Haraldsdóttir skrifaði áfésbókarsíðu sína í sumar og var skáldmælt að vanda: „Veðrið var svo dásamlegt í gærkvöldi að mér reyndist örðugt að hafa mig inn í háttinn, var lengi að dóla úti og fylgjast með lífinu og fólkinu sem rölti um móann. Þar var m.a. þetta að sjá. Ilmandi þau glóa gyllt, grösin fríðu og smáu, agndofa hjá standa stillt stráin grönnu og háu meðan nóttin blíð og blá breiðir slikju þunna á þau sem hverfa björt á brá bak við grænan runna.“ Umsjónarmanni þykir notalegt að taka smá forskot á sæluna og fá vísi af sumri þegar farið er að birta. En kerlingin á Skólavörðuholti var á öðru máli: „Voðalega er þetta væmið þarna hjá henni Sigrúnu. Þetta var öllu eðlilegra hjá kunn- ingjum mínum hér á Skólavörðu- holtinu: Úlfhildur og Addi Ver ör af girndum brunnu barasta þá brugðu sér bak við öskutunnu. „Vel er ort,“ skrifaði hinsvegar Óli Halldórs og bætti við: „Hef þó nokkrar áhyggjur af óheptri úti- vistinni. Mænir út í móann sinn mædd á blóm og baðma. Mun hún rata aftur inn eða grösin faðma.“ Sigrún svaraði að bragði: Eins ég faðma björk og blað, bófa, flón og gaura, frægust er þó fyrir að faðma ljósastaura. „Falleg er sendingin,“ svaraði Óli. „Ólíkt höfumst við að: Tárvotur ég trega nú telpu ofurþekka, yfirgaf mig erlan sú í óstöðvandi ekka.“ En Sigrún klykkti út með: Ráðlegging þér veita vil, værugjarni herra; fá þér stóra tusku til tárin votu þerra. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af kerlingunni, sumarsælu og grænum runna Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.