Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 við viðbrögðin í samfélaginu. Vinnu- staðir gefa leyfi og menntaskólar leggja niður tíma til að fólk geti sam- einast í Hörpu á morgun. Sónar tón- listarhátíðin verður í Hörpu um helgina og varð úr samstarf meðal aðstandenda þeirrar hátíðar og UN Women. „Þau buðust til að taka þátt í þessu með okkur þar sem þau voru búin að leigja Hörpu. DJ Margeir sem er á þeirra vegum ætlar að spila undir dansi. Ég held bara að þetta sé á svo réttum tímapunkti. Það er svo margt búið að vera að gerast bæði í heiminum og á Íslandi að fólk er ein- hvern vegin að vakna upp við vondan draum.“ Nauðgun samfélagslega samþykkt í Suður-Afríku Inga Dóra rifjar upp hrotta- fengna nauðgun á hinni 23 ára gömlu Jyoti Singh Pandey, læknanemanum frá Indlandi. Nauðgun sem kom ekki einungis af stað ólgu innan Indlands heldur úti um allan heim. „Þetta er svolítið merkilegt af því að þetta er ekkert svo óvenjulegur viðburður heldur var eins og þetta væri kornið sem fyllti mælinn. Svo var annarri stúlku nauðgað í Suður-Afríku á svo óhugnanlegan hátt að læknarnir sem sinntu henni þurftu á áfallahjálp að halda af því að líkami hennar var svo Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þetta er hluti af alþjóðleguátaki sem Eve Ensler fóraf stað með. Hugmyndin erað fá einn milljarð ein- staklinga til að standa upp frá því sem þeir eru að gera og dansa. Helst á einhverjum skipulögðum viðburði til að sýna samtakamáttinn í verki og að við líðum ekki ofbeldi gegn kon- um. Ég held að það sé að takast af því að það eru yfir 5.000 viðburðir sem verða á þessum degi,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, fram- kvæmdastýra UN Women á Íslandi. Aðstandendur viðburðarins hér á landi grínuðust upphaflega með það að reyna að ná þúsund manns í dans í Hörpu en nú lítur út fyrir að sú tala verði ekki fjarri veruleikanum miðað Hjörtun slá eins í Súdan og Grímsnesi Þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni kyns síns vegna, sú staðreynd gefur okkur að einn milljarður kvenna hefur þegar upplifað kynbundið of- beldi. UN Women stendur fyrir alheimsbyltingu og stefnir á að fá einn milljarð einstaklinga til að dansa um allan heim og sýna þessum konum stuðning. Ís- lendingum gefst kostur á að sameinast í dansi í Hörpu á morgun klukkan 12.15. Morgunblaðið/Styrmir Kári Bylting Inga Dóra Pétursdóttir segir vakningu vera um kynbundið ofbeldi. UN Photo/Kibae Park Misskipting Í þróunarlöndum sjá konur um tvo þriðju hluta landbúnaðar- starfa á meðan eignarréttur þeirra yfir ræktuðu landi er sjaldgæfur. Ikeahacker.com er vefsíða þar sem fólk getur deilt hugmyndum um nýtt eða annars konar notagildi IKEA- húsgagna. Sumum hefur tekist að raða IKEA-húsgögnum upp á nýtt og búa þannig til nýtt og ferskt útlit án mikils tilkostnaðar, með sköpunar- gleði að vopni. Á síðunni má því sjá hugmyndir annarra hvernig þeir hafa búið til ný húsgögn úr gömlu mubl- unum eða notað þau á hátt sem öðr- um hefur ekki hugkvæmst. Vefsíðan er ekki tengd IKEA- fyrirtækinu á nokkurn hátt. Hún byrj- aði sem bloggsíða árið 2006 en nýtur nú nokkurra vinsælda og sækja margir hugmyndir þangað. Þá geta þeir sem eru með góðar hugmyndir deilt þeim með öðrum. Inni á milli má sjá vondar hugmyndir en engu að síður er gaman að sjá hvernig aðrir hugsa hlutina. Vefsíðan www.ikeahackers.net Hugmyndir Gnótt hugmynda má finna á Ikeahackers.net. Nýtt notagildi IKEA-húsgagna Á vef Umhverfisstofnunar má lesa til- kynningu um andlitsmálningu. Mörg börn vilja fá andlitsmálningu á ösku- dag og eru foreldrar hvattir til að skoða innihaldslýsingu á málning- unni. Segir þar að andlitsmálning geti innihaldið varasöm efni eins og t.d. litarefni, rotvarnarefni og/eða ilmefni. Ýmis litar- og ilmefni geta valdið ofnæmi og rotvarnarefni eins og t.d. paraben hafa sýnt hormóna- raskandi áhrif. Lestu innihaldslýsinguna áður en þú kaupir. Ef hún er ekki til staðar skaltu spyrja um hana. Hægt er að slá upp efnaheitum og fá upplýsingar um verkun efnanna á netinu, t.d. hjá Environmental Working Group og Forbrugerkemi. Veldu vörur án ilmefna (parfum). Veldu CE-merktar vörur. CE-merkið er yfirlýsing framleiðandans um að varan uppfylli grunnkröfur Evrópu um öryggi leikfanga. Berðu feitt krem á andlit barnins áður en andlitsmálningin er borin á. Vandaðu þig við að þrífa máln- inguna af. Börn geta verið viðkvæm fyrir andlitsmálningu Vanda ber valið á andlits- málningu fyrir öskudaginn Morgunblaðið/Ómar Andlitsmálning Gaman er að mála sig á öskudaginn en foreldrar þurfa að huga að innihaldi andlitsmálningar því þar geta verið efni skaðleg börnum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is Í þessari eftirminnilegu ferð VITA til fjölmennasta ríkis heims upplifir þú fjölmargar af helstu menningar- og náttúruperlum sem þessi forni menningarheimur hefur að bjóða. Fararstjóri: Héðinn Svarfdal Björnsson Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 63 07 0 02 /1 3 Ferðakynning! Héðinn Svarfdal Björnsson fararstjóri verður með ferðakynningu á Reykjavík Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 14. febrúar kl.19:30. Allir velkomnir Kína Páskaferð til Kína 20. mars – 3. apríl 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.