Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854 Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00 Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993 www.siggaogtimo.is Á fundi með for- mönnum stjórn- málaflokkanna þann 4. febrúar sl. um framtíð aðildarviðræðna við ESB varð Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Bjarna Benedikts- syni tíðrætt um að það væri ekkert til þess að semja um við Evrópu- sambandið því sambandið byggðist á sáttmálum sem ekki væri vikið frá. Fyrirspyrjendur spurðu hvernig þeir gætu haldið þessu fram og komu með nokkur dæmi um sérlausnir og und- anþágur sem vitað er að samið hefur verið um milli ESB og ýmissa aðild- arríkja. Þeir Sigmundur og Bjarni vildu ekki gera mikið úr þeim og sagði Bjarni m.a. að þau dæmi sem nefnd voru væru ekki af þeirri stærð- argráðu sem Ísland þyrfti á að halda og vörðuðu ekki slíka hagsmuni eins og sjávarútvegurinn er fyrir okkur Íslendingum. Af þessu tilefni fletti ég upp á skýrslu Evrópunefndar forsætisráðu- neytisins skipaðrar af Davíð Odds- syni árið 2004. Skýrslan kom út árið 2007 og ber heitið Tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Hana er að finna á vef ráðuneytisins en í henni eru nefnd fjölmörg dæmi um sér- lausnir og undanþágur sem ESB hef- ur samið um í aðildarviðræðum. Hér eru nokkur þeirra: Þegar Grikkir gengu inn í Evrópu- sambandið var sérákvæði um bómull- arframleiðslu sett inn í aðildarsamn- ing þeirra, en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf. Þótti ljóst að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mik- ilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkj- um því að fá sérstöðu bómullarræktunar við- urkennda í aðild- arsamningum sínum. Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í ESB og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbún- aðarstefnunnar. Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sér- lausnir í sjávarútvegi í aðildarsamn- ingum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á til- teknum svæðum, en þær lausnir byggjast á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá regl- unni um jafnan aðgang. Eitt þekktasta dæmið um sérlausn er að finna í aðildarsamningi Dan- merkur árið 1973, en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Dan- mörku. Í þeirri löggjöf felst m.a. að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í a.m.k. fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku, en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur. Malta samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum, en sam- kvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og tak- marka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í a.m.k. fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyj- unni. Rökin fyrir þessari bókun eru m.a. að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir ný- byggingar, sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa. Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbún- aðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu. Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja land- búnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd. Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvar- legum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbún- aðarstefnu ESB og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við ESB um sérstuðning fyrir Suður-Finn- land.Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í ESB, en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðn- ing til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjó- samari svæði Evrópu. Finnland, Sví- þjóð og Austurríki sömdu einnig sér- staklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands voru skil- greind sem harðbýlt svæði. Í aðild- arsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yf- irlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og m.a. tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á henni. Mörg fleiri dæmi eru tekin í skýrsl- unni. Ég legg til að þeir félagar, og allir áhugasamir, sæki hana á netinu og lesi sér betur til um málið. Er um eitthvað að semja? – Auðvitað eru sérlausnir Eftir Sigurlaugu Önnu Jóhannsdóttur » Landbúnaðarstefnan hefði getað stefnt þessum mikilvæga at- vinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarrækt- unar viðurkennda. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Já Ísland. Hvers virði er þjóð- fáni Íslendingum? Þetta er erfið spurning því svo virðist sem fleiri en ein þjóð finnist undir samheitinu Ís- lendingar. Það eru gamlingjar með sitt rugl um ungmenna- félögin, sjálfstætt, full- valda ríki o.s.frv. Það er yngsta kynslóðin sem hefur enga tilfinningu fyrir þjóð- fánanum og vita sumir varla hvernig hann lítur út enda ekki taubútur sem þau hengja út við nein tækifæri. Á milli þessara tveggja hópa eru svo margar þjóðir sem hver um sig hefur mismunandi afstöðu til þjóðfánans, en eiga það þó helst allar sameiginlegt að eiga ekki fánastengur né fána til að draga upp á þær. Jafnframt að hafa þá tilfinningu að best sé að láta þetta alveg vera því annars sé hætta á að fólk gleymi að taka fánann niður á réttum tíma og lögreglan fari þá að skipta sér af málinu. Nokkur hópur karla og kvenna hef- ur þrátt fyrir þetta ástand myndað hóp til að reyna að koma því til leiðar að þjóðfáninn verði notaður meira en nú er gert. Hópurinn samanstendur m.a. af fulltrúum fjöldasamtaka og má í því sambandi nefna skátahreyfinguna, íþróttahreyfinguna og ungmenna- félögin. Í samstarfi við nokkra þing- menn var lagt fram á Alþingi fyrr í vet- ur frumvarp sem miðar að því að auka notkun þjóðfánans með því að liðka um þær reglur sem gilt hafa um notkun hans sem fána og sem merkis á varn- ing sem framleiddur er á Íslandi. Þingsályktunartillaga var einnig lögð fram sem hvatti forsætisráðuneytið, sem er í forsvari fyrir þjóðfánann, til samstarfs við frjáls félagasamtök um það að auka notkun fán- ans. Þrátt fyrir miklar annir þingsins eru vonir bundnar við að frum- varpið hljóti afgreiðslu og samþykki á Alþingi og það sama gildir um þingsályktun- artillöguna. Stuðnings- menn vonast til þess að með hækkandi sól verði æ oftar hægt að sjá þjóðfána Íslendinga blakta við hún, ekki aðeins við stofn- anir ríkis og sveitarfélaga þar sem skylda er að flagga á opinberum fána- dögum, heldur líka við heimili fólks, fyrirtæki og sumarhús um allt land. Þetta myndi kalla fram samkennd og þjóðarstolt auk þess sem útlent ferða- fólk þyrfti ekki lengur að velkjast í vafa um það hvort Ísland sé sjálfstætt ríki eða hluti af Danmörku eins og nú er iðulega ályktað. Þar ræður m.a. fánaleysið auk skjaldarmerkis dansks konungs á húsi þjóðþingsins og stytta af dönskum konungi við skrifstofu forsætisráðherra. Þingmenn eru hvattir til að af- greiða fyrrnefnd þingmál og stuðla þannig þótt í litlu sé að því að lands- menn geti stoltir litið upp til síns þjóðfána oftar en nú er mögulegt. Þjóð og þjóðfáni Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Í samstarfi við nokkra þingmenn var lagt fram á Alþingi fyrr í vetur frumvarp sem miðar að því að auka notkun þjóðfán- ans. Höfundur er áhugamaður um aukna notkun þjóðfánans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.