Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 ✝ Stefán Ragn-arsson fæddist í Reykjavík hinn 1. apríl 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. febr- úar 2013. For- eldrar hans voru hjónin Ragnar Stefánsson fulltrúi, f. 19. febrúar 1918, d. 16. júní 1985, og Sigríður Erna Ást- þórsdóttir húsmóðir, f. 18. september 1924, d. 11. nóv- ember 1979. Stefán var yngst- 1976, í sambúð með Lovísu El- ísabetu Sigrúnardóttur tónlist- arkonu, f. 10. september 1982. 2) Íris, kerfisstjóri, f. 25. jan- úar 1977. Dóttir hennar er Sara Helena Bjarnadóttir Blön- dal nemi, f. 30. september 1996. Börn Stefáns og Elínar eru: 1) Fríða kennari, f. 22. október 1984, 2) Ragnar Bjarni bankastarfsmaður, f. 24. des- ember 1992. Stefán lauk prófi frá Verslunarskólanum og síðar Stýrimannaskólanum á Dalvík. Stefán var stýrimaður á ýms- um skipum, millilandaskipum, togurum og dagróðrabátum. Útför Stefáns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 13. febrúar 2013, kl. 13. ur fjögurra systk- ina. Þau eru: Ásdís, f. 1945, Ást- þór, f. 1946, og Anna Eyvör, f. 1948. Stefán kvæntist Esther Helgu Guð- mundsdóttur ráð- gjafa, f. 23. desem- ber 1954, þau skildu. Síðar var Stefán í sambúð með Elínu Bjarnadóttur kenn- ara, f. 8. ágúst 1958. Börn Stef- áns og Estherar eru: 1) Agnes Erna, söngkona, f. 11. janúar Það er undarlegt skrifa um Stebba litla bróður minn. Það er líka skrítið að kalla hann ennþá litla bróður, því hann var þó orð- inn 59 ára þegar hann lést. Við vorum ekki mikið saman fullorðin bæði af landfræðilegum orsökum og annars svo mínar bestu minn- ingar um hann tengjast bernsku okkar og þær vil ég varðveita. Stebbi var fallegt barn, dökkur á brún og brá, með mosagræn augu og bros sem bræddi hjörtu allra sem því var beint að. Stebbi var ótrúlega heillandi og hafði einstakt lag á því að fá það sem hann ætlaði sér án hávaða og frekju, en aðallega með mælsk- unni. Hann vafði mömmu oft um fingur sér, ekki síst vegna þess að hann byrjaði snemma að yrkja yndislegar vísur til hennar. Þær voru fullar af ást og aðdáun og margar furðuvel ortar miðað við aldur hans. Hann orti aldrei til mín en ég minnist þess oft hlæjandi í hjarta mínu, þegar hann var að gabba mig til að gera eitthvað fyrir sig; lána honum fyrir bíómiða eða ein- hverju bráðnauðsynlegu, að tala máli hans við mömmu þegar hann þurfti leyfi fyrir einhverju, að skutla honum eitthvað þegar mikið lá við eða eitthvert annað smáræði. Hann gat fært fram endalaus rök fyrir greiðanum og oftar en ekki enduðu þessi sam- skipti okkar á þann veg að hann var eiginlega að gera mér greiða með því að lofa mér að gera hon- um greiða – eða þannig. Hann var líka óhemju stríðinn en alltaf var stríðnin græskulaus og meiddi engan og þannig var hann, ljúfur og vinsamlegur allt til æviloka. Síðustu ævidaga sína dvaldi hann á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og ef einhver staður nálgast himnaríki þá er þetta hann. Virðing og væntumþykja einkennir allt það góða starf sem þar fer fram og ég þakka starfs- fólkinu þar af öllu hjarta hversu fallega honum var sinnt síðustu vikurnar í lífinu. Stebbi andaðist á miðvikudegi og er jarðaður á miðvikudegi og því finnst mér við hæfi að fylgja honum úr hlaði með þessu ljóði eftir Stein Steinarr: Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang, eins og guð hefir sjálfur í öndverðu hugsað sér það. Manni finnst þetta dálítið skrítið, en samt er það satt, því svona hefir það verið og þannig er það. Þér gangið hér um með þann sama svip og í gær, þér sigrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið. Í morgun var haldið uppboð á eignum manns, sem átti ekki nóg fyrir skuld- um. Þannig er lífið. Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl, og mönnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi. Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös, og Morgunblaðið fæst keypt niðr’ á Lækjartorgi. Miðvikudagur. – Og lífið gengur sinn gang, og gangur þess verður víst hvorki auk- inn né tafinn. Dagbjartur múrari eignaðist dreng í gær, í dag verður herra Petersen kaup- maður grafinn. (Steinn Steinarr.) Hvíldu í friði, elsku Stebbi. Anna Eyvör Ragn- arsdóttir, Úgga. Í dag kveð ég hann Stefán minn, eftir mikil veikindi þar sem hann sýndi ótrúlegan baráttu- vilja og þrautseigju. Við Stebbi vorum í sambúð lengi og eignuðumst tvö börn saman, Fríðu og Ragnar Bjarna. Fyrir átti hann Írisi og Agnesi og á hann eitt barnabarn hana Söru Helenu. Þó svo að sambúð okkar Stef- áns hafi verið lokið þá var mikið samband á milli okkar og finnst mér ákaflega tómlegt núna. Það leið ekki sá dagur öðruvísi en við töluðumst við, hvort heldur í síma eða hittumst. Stefán veiktist af krabbameini fyrir sex árum. Í maí síðastliðn- um vorum við kölluð inn til hinstu kveðju. En Stefán var ekki á því að kveðja þá og var kraftaverki líkast að fylgjast með hvernig honum tókst að rísa upp úr dauðastríðinu. Þeir níu mánuðir sem hann fékk til viðbótar, voru honum dýrmætir þó svo hann hafi verið inn og út af spítala, því eins og hann sagði sjálfur frá þá gafst honum tími til að styrkja og endurnýja sambandið við sína nánustu. Stefán var sjómaður og var oft langdvölum frá heimilinu. Síðari ár okkar í Sandgerði stundaði hann helst dagróðra. Það var aldrei lognmolla í kringum Stebba, hann sótti í spennu, leiddist hversdagslegt amstur og sú venjubundna rútína sem fylgdi fjölskyldulífi. Hann átti góða vini og oft var glatt á hjalla. Þó að gleðistund- irnar hafi verið margar var lífið ekki áfallalaust. Óregla og eirð- arleysi spillti fyrir honum og markaði. Stebbi var ekki gagn- rýninn svona yfirleitt, en átti erf- itt með að þola stífar reglur og lög, enn síður að fara eftir þeim og gluggapóst þoldi hann alls ekki. Ekki einasta að honum fyndist hönnunin ljót og pappírs- eyðslan fráleit þá leiddist honum að borga reikningana sem honum fundust yfirleitt of háir. Við slitum samvistum ári áður en Stebbi veiktist, en héldumst náin, vorum góðir vinir og skipt- um hvort annað máli. Það sem einkenndi Stebba var hversu ljúfur hann gat verið og skemmtilegur, dýr, börn og menn hændust að honum. Hann var jafnréttissinnaður, fordóma- laus og var umhugað um náttúr- una. Stebbi tók ætið málstað lít- ilmagnans og þoldi ekki óréttlæti. Stebbi fór létt með nám og leik, mikill íslenskumaður, orti stund- um sjálfur og var afskaplega list- rænn. Stefán hætti sjómennsku eftir að hann veiktist og dvaldi þá á Kiðafelli í Kjós þar sem hann hafði verið í sveit ungur drengur. Þar aðstoðaði hann við húshald og ferðamennsku og leið vel enda sveitin falleg og fólkið gott og reyndust Kiðafellssystkinin hon- um vel. Síðastliðna þrjá mánuði naut Stefán kærleiksríkrar umönnun- ar starfsfólksins á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og fyr- ir það var Stebbi innilega þakk- látur, hann vildi hvergi annars staðar vera eins og staðan var. Nú verða ferðirnar upp á líknar- deild ekki fleiri og sakna ég þess, þar var notalegt að koma. Ég kveð Stefán minn, barns- föður og besta vin með söknuði. Elín. Stefán Ragnarsson ✝ Sigurður Þórð-arson fæddist í Reykjavík 26. júní 1927. Hann lést á elliheimilinu Grund hinn 28. janúar 2013. Foreldrar hans voru Kristín Þor- bergsdóttir, f. 7.4. 1900, d. 25.09. 1995, og Þórður Jónsson, f. 2.8. 1896, d. 15.7. 1986. Systir hans er Helga Þórð- ardóttir, f. 30.3. 1935. Sigurður kvæntist hinn 11. september 1993 Þóru Gísladótt- ur, f. 19. júlí 1932. Sigurður starfaði sem verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg alla sína starfsævi eða þar til hann hætti störfum 1996. Mest var hann á stórum vinnuvélum og mikið í sand- gryfjunum á Korp- úlfsstöðum og í Leirvogstungu. Sig- urður ólst upp og bjó frá þriggja ára aldri á Fossagötu 14 í Reykjavík þar til hann fór á Grund síðastliðið sumar. Foreldrar hans byggðu þar um 1930 og annaðist hann foreldra sína af mikilli natni eftir að þau komust á efri ár. Útför Sigurðar fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 13. febrúar 2013 kl. 15. Jarðsett verður í Kópavogskirkjugarði. Í dag kveðum við elskulegan frænda minn, hann Sigga á Fossagötunni. Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa þekkt hann alla mína ævi enda fæddist ég í borðstofunni á Fossagötunni fyrir 55 árum. Frá því ég var smápatti sótti ég mikið í að vera þar hjá afa og ömmu og Sigga um helgar og í fríum. Siggi var alltaf til staðar með ótrúlega þolin- mæði og tilbúinn að gera ýmis- legt skemmtilegt með mér, gutt- anum, sem alltaf vildi hafa nóg fyrir stafni. Snemma byrjaði hann að kenna mér á bíl. Um 8 ára aldurinn var ég farinn að stýra bíl hjá honum og svo að keyra sjálfur um 10 ára aldurinn, fyrsta Broncoinn hans. Vinsælt var að keyra kringum flugvöllinn í Vatnsmýrinni og alltaf var Siggi frændi tilbúinn að koma með, láta það eftir frænda sínum og ala upp í honum bíladelluna. Á þessum árum vann Siggi í sandgryfjun- um í Leirvogstungu í Mosfells- sveit. Oft þurfti Siggi að vinna á laugardögum þar og sótti ég mik- ið í að fá að koma með þó að ég þyrfti að vakna eldsnemma. Því fyrir bíladellustrák voru gryfj- urnar ævintýraland. Þegar Siggi fór að moka á vörubílana fékk ég að hafa Broncoinn í torfærur í gryfjunum, bæði í snjó og sandi. Og alltaf treysti Siggi mér fyrir bílnum sínum. Hann sagði bara við mig, passaðu bara að festa hann ekki. Einhverju sinni kom einn vörubílstjórinn til Sigga og sagði honum að bíllinn hans væri á ferð í gryfjunum en enginn væri við stýrið. Ég var nú ekki hærri í loftinu en það þá. Hann fór í mörg ferðalög um Ísland á jepp- unum sínum. Þá voru líka með foreldrar mínir og bræður. Eitt sinn fórum við Fjallabaks- leið nyrðri og keyrðum eftir ár- farvegi lengi vel uns ég gat ekki orða bundist og spurði. Hvert rennur vegurinn nú? Mikið var hlegið að þessu og minntist Siggi oft á þetta seinna. Nánast alla sína ævi bjó Siggi á Fossagöt- unni. Hann bjó þar með ömmu og afa og annaðist þau heima af mik- illi alúð eins lengi og hægt var. Afi bjó heima við sæmilega heilsu nánast alveg fram í andlátið, en hann dó 1986. Amma var léleg til heilsunnar seinni árin og þurfti umönnum heima þegar Siggi var í vinnunni. Þar kom Þóra inn í líf hans, en hún annaðist ömmu í veikindum hennar heima. Þau giftu sig árið 1993 og voru þau mjög samstiga og hamingjusöm saman alla tíð. Þeirra áhugamál var garðræktin og viðhaldið á húsinu. Þau rækt- uðu þau kartöflur og grænmeti í stórum garði við húsið. Þau höfðu mikið yndi af þessu og aldrei sást illgresi þar á bæ á meðan heilsan leyfði. Seinustu 3 árin sáum við Sigrún um garðinn en árangur- inn varð aldrei sá sami. En Siggi hafði alltaf jafn gaman af að koma út í garð til okkar og spjalla. Seinasta árið hrakaði heilsu Sigga frænda hratt og svo fór að Þóra gat ekki annast hann heima. Það reyndist henni afar erfitt. Hann komst að á Grund sl. sumar og var þar fram til dán- ardags. Þóra heimsótti hann þar dag- lega og gerði honum lífið léttara á alla lund eins og hægt var. Elsku Þóra, þrátt fyrir þinn mikla missi veit ég að þú stendur áfram sterk með góðar minningar um góðan dreng. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig á lífsleiðinni. Kristján Þór Guðmundsson. Siggi frændi á Fossagötunni var fallegur að utan sem innan, gull af manni sem vildi allt fyrir alla gera og gerði. Þegar ég kynnist Sigga, var ég aðeins 15 ára gömul, nýbúin að kynnast Kristjáni mínum. Mér var tekið með mikilli hlýju af þeim Þórði, Kristínu (ömmu og afa ) og Sigga frænda á Fossagöt- unni eins og hann var kallaður, þegar Kristján fór fyrst með mig í heimsókn. Við komum mikið til þeirra. Þegar við keyptum nýjan bíl var þetta fyrsti staðurinn sem farið var á til að sýna bílinn og leyfa Sigga frænda að taka í, enda var hann mikill áhugmaður um bíla og fannst ekkert eins gaman að taka í bílana sem bræð- urnir komu með á hlaðið. Siggi var einn lengi vel og bjó alla tíð með foreldrum sínum og hugsaði um vel um þau ásamt henni Helgu systur sinni, tengdamóður minni Þórður faðir hans dó 1986 Kristín var áfram heima og með heimilishjálp var það mögulegt í nokkur ár. Hún dvaldist síðan á Hvítabandinu og lést þar árið 1995. Siggi kynnist síðan ástinni sinni henni Þóru sem kom og var hjá Kristínu í veikindum hennar heima og það var mikill lukka fyr- ir hann og ekki síður hana að þau skyldu ná saman á efri árum. Þau voru innilega ástfangin, samhent og glöð og gaman að koma til þeirra. Við vorum hálfgerðir heimalningar síðustu 3 árin þeg- ar heilsunni hjá þeim fór að hraka, sáum um garðinn og það sem þurfti til að létta þeim verkin og lundina. Þetta voru skemmtilegar stundir sem við áttum. Siggi kom út að fylgjast með slætti og upp- töku á grænmeti og var nú stund- um hvumsa yfir hvað ég væri nú eiginlega að rækta þarna í garð- inum hjá honum. Er þetta nú ætt? spurði hann oft. Við sátum síðan með þeim og spjölluðum um alla heima og geima og gamla daga. Síðasta ár var erfitt fyrir þau bæði. Siggi var kominn með Alz- heimer og gat ekki verið lengur heima. Þóra átti mjög erfitt með að láta í minni pokann vegna þess. Hún, þessi dugnaðarforkur, fór nánast á hverjum degi til hans og var frændi hennar, hann Jo- seph, sem keyrði hana nánast alltaf til hans er hann var á Hrafnistu, Landakoti og núna síðast á Grund þar sem hann lést. Hún gat þó ekki verið hjá honum síðust stundirnar vegna sinna veikinda. Það var henni erfið ákvörðun að selja Fossagötuna síðastliðið sumar en hárrétt. Við hjálpuðum henni við það ferli. Hún keypti síðan fallega íbúð á Grandavegi 11. Allt gerðist þetta mjög hratt. Íbúðin var keypt 25. okt. og við máluðum og gerðum það sem þurfti og hún var flutt inn 28. okt. og Fossagatan afhent 1. nóv. Það var mikill söknuður að selja ætt- arsetrið sem búið var að vera í fjölskyldunni síðan 1930. En nýtt upphaf og nýtt líf, það er það sem lífið snýst um. Elsku Siggi, takk fyrir sam- fylgdina öll þessi yndislegu ár. Kæra Þóra, þú sterka kona, missir þinn er mikill en lífið held- ur áfram og við verðum hér fyrir þig og elskum þig. Hverfur margt huganum förlast sýn þó er bjart þegar ég minnist þín. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (Oddný Kristjánsdóttir.) Kær kveðja. Sigrún Birna Dagbjartsdóttir. Sigurður Þórðarson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PAUL SVEINBJÖRN JOHNSON, lögfræðingur og fyrrum aðalræðismaður Íslands í Chicago, Grenimel 16, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram í Neskirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Áslaug Ragnhildur Holm Johnson, Sonja Ragnhildur Johnson, Marc C. Johnson, Pétur Snæbjörn Johnson, Birgir Þór Johnson, Santok Johnson, Kathleen Johnson Menlove, Lynn Menlove, Knut Sveinbjörn Johnson og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON lyfjafræðingur, lést mánudaginn 11. febrúar á líknardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjálparstarf kirkjunnar. Anna Guðrún Hugadóttir, Vera Guðmundsdóttir, Þórarinn Blöndal, Daði Guðmundsson, Dianne Y. Guðmundsson, Hugi Guðmundsson, Hanna Loftsdóttir, Alma Guðmundsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Tinna Magnúsdóttir, Hildur Blöndal, Unnar Blöndal, Jóhanna Hugadóttir, Una Hugadóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, BJARNI BJARNASON, Héðinshöfða, Tjörnesi, lést laugardaginn 9. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Húsavíkurkirkju. Sigrún Ingvarsdóttir, Erla Bjarnadóttir, Kjartan Traustason, Kristín og Arney Kjartansdætur, Katý Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarni Harðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.