Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 2
Karlmaður lést í fyrrinótt er hann féll af svölum í port- inu við JL- húsið í Vestur- bæ Reykjavík- ur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu bendir ekkert til þess að lát mannsins hafi borið til með saknæmum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar til- drög slyssins. Nokkrir voru yfir- heyrðir í gær í því skyni að varpa ljósi á atburðarásina sem leiddi til slyssins. Karlmaður lést er hann féll af svölum í Vesturbænum 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Jónína Geirlaug Ólafsdóttir fagnar í dag aldarafmæli sínu en hún fæddist 13. febrúar 1913 á Álftarhóli í Austur-Landeyjum í Rangárvallasýslu. Hún er mjög hress og segist ætla að halda upp á daginn heima hjá syni sínum, Birni Frey Lúðvíkssyni sem sjálfur er kominn á áttræðisaldur. Jónína býr í eigin íbúð í Breiðholtinu og segist ekki vera á förum þaðan. „Heilsan er sem betur fer góð og ég staulast hérna á milli með stafinn minn. Ég hef því ekkert að gera á elliheimili og mig langar heldur ekki inn á slíka stofn- un,“ segir Jónína sem þakkar guði fyrir góða heilsu. Jónína fór ung að vinna í vistum hjá fólki í Reykja- vík en sjálf segir hún þá vinnu hafa verið mikla og erfiða. „Ég kom til Reykjavíkur einhvern tímann í kringum stríðsárin og vann þá m.a. hjá elskulegu fólki á Sóleyjargötunni um tíma en vinnan var ansi mikil og ekki skemmtileg. Síðar hóf ég svo störf hjá Flugleiðum og vann við það að þrífa flugvélar flug- félagsins og í raun allt sem þurfti að þrífa og pússa,“ segir Jónína en hún starfaði hjá Flugleiðum í nærri því þrjá áratugi eða þangað til að hún var komin á eftirlaunaaldur. Eins og algengt var í sveitum landsins var bær for- eldra Jónínu torfbær og var hann ekki innréttaður fyrr en hún var vaxin úr grasi og seinna meir var byggt steinhús við bæinn sem stendur enn í dag að sögn Jónínu. „Hús og bæir voru heldur ekki upphit- aðir á þessum tíma og það gat verið mjög kalt á vet- urna,“ segir Jónína sem minnist þess að sérstaklega hafi verið kalt frostaveturinn mikla 1918. „Faðir minn þurfti að fara á hverjum morgni og brjóta ís af brunninum og sópa snjó og klaka af skepnunum en það var ekki farið út úr húsi nema bara til að huga að þeim.“ Allir hjálpuðust að eftir Kötlugosið Sama ár og frostaveturinn mikli gekk yfir landið var eldgos í Kötlu og segir Jónína að þá hafi fólk haft lítið milli handanna og lítið til skiptanna. „Við áttum ekki mikið á þeim tíma en hjálpsemin var mikil hjá öllum. Þeir sem áttu eitthvað meira milli handanna deildu því með öðrum,“ segir Jónína sem hefur upp- lifað tímana tvenna á sínum hundrað árum. Morgunblaðið/Kristinn Stórafmæli Jónína Geirlaug Ólafsdóttir býr ein í íbúð sinni í Breiðholtinu en hún fagnar í dag 100 ára afmæli sínu. Jónína ætlar að halda upp á það hjá syni sínum í Garðabæ um helgina í faðmi fjölskyldunnar. Rifjar upp Kötlugos á 100 ára afmælinu sínu  Hefur engan áhuga á að fara á elliheimili Karl á fertugsaldri hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maðurinn var handtekinn í fyrra- dag. Fjórir aðrir eru í gæslu- varðhaldi. Málið snýst um smygl á veru- legu magni af því sem talið er vera sterkt fíkniefni, en það var sent í nokkrum póstsendingum til landsins. Rannsókn málsins miðar vel. Fimmti maðurinn í haldi vegna smygls Vestmannaeyja- bær hefur stefnt Síldar- vinnslunni og Q44 ehf. vegna kaupa og sölu á útgerðar- félaginu Bergi- Hugin, með tveimur skipum og tilheyrandi kvóta, frá Vestmannaeyjum. Síldarvinnslan keypti Berg- Hugin af félaginu Q44 í ágúst 2012 en félagið var í eigu Magn- úsar Kristinssonar og fjölskyldu, eftir því sem fram kemur í stefn- unni. Bærinn telur að hann eigi rétt á að ganga inn í kaupsamning á grundvelli forkaupsréttar sveit- arfélags að fiskiskipum í samræmi við 12. grein laga um stjórn fisk- veiða. Í tilkynningu frá bænum er bent á að hér sé um að ræða 10% af hagkerfi Vestmannaeyja. Stefnir Síldarvinnsl- unni og Q44 ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Neysla örvandi vímuefna á borð við amfetamín og kókaín hefur minnkað eftir hrun. Rítalínneysla virðist hafa komið að einhverju leyti í staðinn, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfir- læknis á Sjúkarhúsinu Vogi. Það sem af er febrúar hafa tvö smyglmál tengd innflutningi umtalsverðs magns sterkra fíkniefna, amfetamíns eða kókaíns, verið í fréttum. Í ársriti SÁÁ, 2007-2010, segir m.a. að stóraukning hafi orðið á neyslu örvandi fíkniefna á árinu 1995 með til- komu e-pillunnar og mikillar neyslu ungs fólks á henni og amfetamíni. „Segja má að amfetamínfaraldur hafi geisað á Íslandi undanfarin ár,“ segir í skýrslunni. Lítillega dró úr vandan- um á árunum 2001 og 2002 en svo færðist hann í aukana aftur. Árið 2009 voru stórneytendur amfetamíns sem greindust á Vogi 622 talsins. Þórarinn segir að greinilega hafi minna komið til landsins af ólöglegu amfetamíni eftir hrun og nýjum til- fellum fíkla í örvandi efni hafi fækkað. Á Vogi hafa tilfellin verið talin saman, þ.e. menn nota ýmist amfetamín eða rítalín. Í ljós kom að menn færðu sig meira yfir í rítalín úr amfetamíni án þess að tilfellum amfetamínfíkla fjölg- aði. „Það varð greinilega tilfærsla á neyslunni, hún minnkaði á ólöglegu amfetamíni og jókst á rítalíni. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Þórarinn. Fíklar færa sig á milli örvandi efna eftir því hvert framboðið er hverju sinni, að sögn Þórarins. „Fólk færir sig úr amfetamíni í rítalín ef rítalínið er á boðstólum en ekki amfetamín. Það færir sig yfir í kókaín ef það á pening og nóg er af kókaíni. Svona gengur þetta til og frá,“ sagði Þór- arinn. Hann sagði að fíklum í örvandi vímuefni, þ.e. amfetamín og skyld efni, kókaín og rítalín, hefði heldur fækkað hér á landi upp á síðkastið þegar á heildina sé litið. Einnig hefur dregið úr áfengisneyslu. Vaxandi umfang á Vogi Umfangið á Sjúkrahúsinu Vogi, þ.e. fjöldi þeirra sem fóru í afeitrun og eins í framhaldsmeðferð, var meira árið 2012 en árin þar á undan. Fara verður alveg aftur til ársins 2007 til að finna svipað umfang, að sögn Þórar- ins. Þótt þjónustan væri aukin varð til langur biðlisti eftir meðferð á Vogi á fyrrihluta ársins 2012 en slíkt hefur ekki sést frá því fyrir hrun. Langi bið- listinn hefur verið viðvarandi síðan. Hvort þetta endurspeglaði meiri neyslu eða minni þjónustu annars staðar vissi Þórarinn ekki. Hann bendir á að sprautufíklar séu að eld- ast og verða veikari. Eins hafi færst í vöxt að eldra dagdrykkjufólk óski eft- ir þjónustu á sjúkrahúsinu. Teikn um minni fíkn í örvandi efni  Talning á Vogi sýndi að menn færðu sig úr amfetamíni í rítalín án þess að fíklum hafi fjölgað  Biðlisti eftir þjónustu á Vogi lengdist á fyrrihluta 2012 og hefur verið viðvarandi síðan Morgunblaðið/Heiðar Vogur Umfangið á sjúkrahúsinu var meira á árinu 2012 en árin þar á undan. Biðlisti myndaðist á fyrrihluta árs 2012 og hefur verið viðvarandi síðan. Umferðarstofa vill brýna fyrir ökumönnum að fara sérstaklega varlega í dag, öskudag. Gera má ráð fyrir að börn í alls konar bún- ingum verði áberandi víðsvegar um landið. Í tilkynningu frá Um- ferðarstofu eru ökumenn hvattir til að halda athygli og einbeitingu við akstur auk þess að virða há- markshraða og nota ekki síma meðan á akstri stendur. Þá eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnunum aðgæslu og sjá til þess að börnin séu vel sýnileg og noti endurskinsmerki. Morgunblaðið/Skapti Fjör Margar furðuverur verða á ferli í dag Ökumenn keyri var- lega á öskudaginn Fyrri umræðu um fiskveiðistjórnar- frumvarp ríkis- stjórnarinnar lauk klukkan rúmlega átta í gærkvöldi, eftir að forseti Alþingis tók stjórnarskrár- málið af dagskrá fundarins. Þá varð ljóst að um- ræða um það myndi ekki hefjast í gærkvöldi. Stjórnarskrárfrumvarpið er hins vegar á dagskrá þingfundar í dag og væntanlega einnig á föstudag. Áformuð hefur verið umræða um ut- anríkismál á morgun. Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðunnar voru enn á mælendaskrá í gærkvöldi þegar dagskráin breyttist. Illugi Gunnarsson lauk við að svara andsvari og mælendaskráin tæmdist. Málið er þar með komið til annarrar umræðu og atvinnuveganefndar. Kvóta- frumvarp til nefndar  Stjórnarskrár- frumvarp á dagskrá Alþingi Annir eru framundan á þingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.