Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 31
Það kom fljótlega í ljós að hún
var vel fallin til stjórnunarstarfa
og nokkrum árum síðar tók hún
við stöðu deildarstjóra lyflækn-
ingadeildar. Hún var jákvæð,
dugleg, ákveðin, úrræðagóð og
ósérhlífin með vakandi auga fyrir
þörfum sjúklinganna. Birna var
mikill leiðtogi sem hélt vel utan
um samstarfsfólkið sitt, meðal
annars með því að efna til göngu-
og sumarferða. Leiðtoginn kom
einkar vel í ljós þegar hún leiddi
hópinn allt fram í lokun spítalans
og hélt honum áfram saman eftir
það. Hún var sannur hjúkrunar-
fræðingur sem hafði mikinn fag-
legan metnað fyrir hönd deildar
sinnar og var það henni kapps-
mál að sjúklingar fengju þar sem
allra besta þjónustu. Stjórnend-
ur og samstarfsfólk allt bar mikla
virðingu fyrir Birnu og hennar
störfum.
Fjölskyldan var hennar stolt
og missir þeirra er mikill. Við
vottum þeim okkar innilegustu
samúð og biðjum góðan Guð að
styrkja þau um ókomna tíma.
Blessuð sé minning Birnu sem
vakir með okkur öllum.
Fv. hjúkrunarstjórnendur St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði,
Dórothea Sigurjónsdóttir,
Gunnhildur Sigurðardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Ragn-
hildur Jóhannsdóttir og Sig-
ríður Kristinsdóttir.
„Góðan daginn, á ekki að
ganga í dag? Það spáir góðu eftir
vinnu, við drífum okkur bara.“
Þetta voru oft fyrstu orð hennar
Birnu að morgni fimmtudags,
sem voru fastir göngudagar í
hópi góðra vinnufélaga við St.
Jósefsspítalann í Hafnarfirði.
Deildarstjórinn okkar, Birna
Steingrímsdóttir, var drífandi,
fjölhæf og sterkur leiðtogi sem
reyndist okkur samstarfsfólki
sínu góð fyrirmynd. Þessir eig-
inleikar ásamt mörgu fleiru
gerðu Birnu okkar að þeirri frá-
bæru manneskju sem hún var.
Hún var glaðsinna og jákvæð,
hugsaði hratt og hreyfði sig
hratt, stálminnug og fljót að til-
einka sér það sem hún lærði.
Væri hún í vafa um einhvern
sjúkdóm eða meðferð kynnti hún
sér í snatri möguleikana í stöð-
unni og stóð síðan klár á öllu
saman. Hún var frábær fag-
manneskja, hvort sem var í
hjúkrun eða stjórnun. Hún for-
gangsraðaði í daglega lífinu, setti
aðra í forgang og virtist alltaf
hafa tíma til hvers sem var. Hún
talaði almennt ekki mikið um
sína hagi eða miklaðist af sínu, en
var góður hlustandi sem sinnti
þörfum og óskum annarra, hún
var alltaf til taks. Vellíðan okkar
samstarfsfólksins í vinnuni á St.
Jósefsspítala talar sínu máli, en
þar átti Birna sinn stóra þátt í að
skapa heild, sem er bundin svo
sterkum „systra“böndum sem
frekast má vera.
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
(Jóhannes úr Kötlum)
Við kveðjum hana Birnu okkar
með hjartans þökk, virðingu og
söknuði og munum halda „göng-
unni“ áfram í hennar anda. Við
vottum ykkur, kæra fjölskylda,
okkar dýpstu samúð.
Með þökk.
Fyrir hönd vinkvenna á St.
Jósefsspítala í Hafnarfirði,
Anna María Guðmunds-
dóttir og Nanna Árnadóttir.
Lífið er alltaf að minna okkur
á hve hverfult það er og blákalt
eins og við nú upplifun við fráfall
elsku Birnu Steingrímsdóttur
(Bíu). Þetta minnir okkur á að
njóta dagsins í dag og hlúa að
þeim sem næst okkur standa, því
enginn veit hvernig morgundag-
urinn verður. Ég veit að Bía mín
lifði eftir þessu og sárt er til þess
að hugsa að dagarnir hennar í
þessu lífi verða ekki fleiri.
Bía var mín besta æskuvin-
kona. Ég kynntist henni fljótlega
eftir að hún flutti til Húsavíkur
með fjölskyldu sinni þegar stjúp-
faðir hennar sr. Björn H. Jóns-
son var ráðinn prestur þar.
Við fundum mjög fljótt að við
áttum samleið og vorum saman
flestar stundir. Ég dvaldi á
prestssetrinu á Hringbrautinni
til kl. 22 flest kvöld og var yf-
irleitt í mat, nokkuð sem var
móður minni til ama því hún vildi
að ég mætti í kvöldmat heim. Við
lærðum saman, spiluðum rommí,
gerðum handavinnu, hlógum og
töluðum heil ósköp saman og
stundum stálumst við til að spila
á plötuspilarann þegar enginn
var heima. Þetta var stórkostleg-
ur gripur sem ekki var til á
hverju heimili. Tónlistarsmekk-
urinn á þeim tíma náði yfir Sim-
on og Garfunkel og Vínarvalsa.
Ekki sungum við mikið því Bía
mín var ekki mikill söngfugl en
dansað gátum við.
Strax komu góðir kostir Bíu í
ljós. Alltaf var fínt í herberginu
hennar. Hún var mjög skipulögð
og öguð í öllu sem hún tók sér
fyrir hendur, hún setti niður
ákveðinn tíma til að læra og svo
var frí. Mjög oft settist hún niður
með útsaum, krosssaum, sem var
hennar ástríða á þessum árum og
eru til ófá falleg verk eftir hana.
Til að mynda saumaði hún sem
unglingur sýningareintök fyrir
hannyrðaverslun í Reykjavík og
fékk í staðinn frágang á sínum
útsaumsverkum.
Það var ekki fyrr enn á full-
orðinsárum að ég gerði mér
grein fyrir því hve mikil og góð
áhrif hún hafði á mig og minn
þroska. Ef við vorum ekki sam-
mála sem kom afar sjaldan fyrir
gátum við alltaf leyst úr því með
samtölum. Þessa eiginleika veit
ég að hún ræktaði áfram og það
lof sem hún fær frá samstarfs-
fólki sem hafði hana sem yfir-
mann segir allt sem segja þarf.
Bía kunni líka að setja sér mark-
mið og hætti yfirleitt ekki fyrr
enn hún hafði náð þeim. Það gat
verið að klára útsaum eða reikna
algebrudæmið þar til það varð
rétt. Aldrei að gefast upp við
hálfklárað verk. Því kemur þessi
áhugi hennar á fjallaklifri mér
ekki á óvart. Ákafinn við að ná
tindinum, sigrast á fjallinu.
Leiðir okkar lágu líka saman í
Hjúkrunarskóla Íslands og
áfram lærðum við saman og
brölluðum ýmislegt. Margar ljúf-
ar minningar frá þessum tíma
koma upp í hugann, sveitaferð á
Oddgeirshóla, bíóferðir, böll,
matarboð og svona mætti lengi
telja.
Eftir að við urðum fullorðnar
og fjölskyldurnar stækkuðu varð
minna um samskipti en við hitt-
umst þó alltaf einu sinni á ári
með „hjúkkunum í L-holli“ og
áttum saman eina helgi á sumri
og var þá alltaf eins og við hefð-
um hist í gær. Það voru forrétt-
indi að fá að eiga Bíu sem bestu
vinkonu, hennar er sárt saknað.
Við Ölli vottum eiginmanni,
dætrum og öðrum ástvinum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Bíu.
Anna Ólafsdóttir.
Kveðja frá skóla-
systkinum á Húsavík.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Fyrir hönd árgangs 1954,
Kristín og Dögg.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Halldór Magnússon hét afi
minn og langafi barna minna.
Hann er nú farinn og ég er í
sorg. Hann var 82 ára og
kvaddi þennan heim um nótt.
Hann var ákveðinn, hlýlegur og
fámáll maður. Afi var samt ekki
að deyja í fyrsta sinn tæknilega
séð. Fyrir sjö árum dó hann í
tvær mínútur í kjölfar þess að
hafa veikst og lagst í dá. Þar
sem ég sat við rúmið og hélt í
hönd hans var ég með djúpa
eftirsjá í hjarta. Þennan mann,
sem var afi minn, þekkti ég
ekki. Ég hafði sjaldan heimsótt
hann og nú var hann að kveðja
þennan heim. En afi fékk annað
tækifæri til lífsins. Þessi at-
burður hafði mikil áhrif á mig
og ég ákvað að láta þetta tæki-
færi ekki renna mér úr greip-
um.
Nú skyldi ég tala meira frá
hjartanu og bíða ekki fram á
síðasta dag með að tjá fólki
væntumþykju mína; sama þótt
mér fyndist ég ekki þekkja
hann, þætti þagnirnar stundum
óþægilegar eða fengi neftóbak-
skorn límd við andlitið þegar ég
kyssti hann á kinn, skyldi ég
kynnast honum. Mér til undr-
unar tók það ekki nema nokkr-
ar heimsóknir eftir þessa
ákvörðun að mér fannst ég vera
í návist vinar og kærleiksríks
bandamanns. Svona man ég afa:
hann sat alltaf á rúminu sínu og
hlustaði á útvarpið í botni og
leit upp þegar ég kom inn. „Nei
ertu komin“ heyrði ég alltaf
sagt og brosið tók á móti mér.
Þetta andartak, þetta blik sem
mætti mér alltaf fyllir hjarta
mitt núna ómældri gleði í sorg-
inni. Þagnirnar sem ég hafði átt
svo erfitt með urðu mér ynd-
Halldór S.
Magnússon
✝ Halldór S.Magnússon
fæddist í Reykjavík
27. maí 1930. Hann
lést á Hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni við Sóltún í
Reykjavík 13. jan-
úar 2013. Útför
hans fór fram frá
Fella- og Hóla-
kirkju 25. janúar
2013.
islegar stundir. Við
hlógum líka og
skemmtum okkur
saman. Glettinn fór
hann með vísu sem
kórvinur hans orti.
Fyrsti bassi gerist
gleiður,
glymur hátt í söl-
unum.
Hátt nú syngur herða-
breiður,
Halldór sterki úr Dölunum.
Þegar ég var í námi fórum
við fimm samnemendur á dval-
arheimilið til afa og vorum með
tónleika í matsalnum. Við sung-
um og spiluðum allar á gítar og
fólkið tók undir í söng. Einnig
sungum við systurnar fyrir
hann í 80 ára afmælinu hans.
Hann komst ekki í brúðkaup
okkar hjóna 2010 en ég fór
beint til hans eftir veisluna því
ég vildi að hann væri hluti af
deginum. Vænst þykir mér um
þær stundir er við sátum saman
á rúminu hans og hann hélt í
hönd mína. Ég kveð hann með
söknuði en ég er líka svo glöð
að hafa kynnst honum betur.
Ég bý ætíð að því og finnst ég
svo rík fyrir að hafa átt hann
að.
Afi, mér þótti svo vænt um
þig og mér finnst erfitt að
kveðja þig. Velvilji þinn og
hlýja til mín voru orðin að ein-
hverju sem ég gat reitt mig á.
Þú varðst að styrkum kletti í
lífi mínu og nú þarf ég að laga
mig að þessum missi. En betra
er að hafa misst en aldrei átt.
Ég myndi gera þetta allt upp á
nýtt ef ég gæti. Ég er svo þakk-
lát að hafa getað tjáð þér oft
hvað ég var glöð að þú skyldir
komast aftur til lífs því ég fékk
tækifæri til að kynnast þér upp
á nýtt og við vorum aldrei eins
náin áður. Guð gefur okkur
tækifæri og mér finnst forrétt-
indi að hafa kynnst kærleika
þínum. Hvíl þú í friði, elsku afi
minn. Ég hef ekki hætt að biðja
fyrir þér og ég bið þess að þú
biðjir áfram fyrir mér. Ég hafði
alltaf svo mikla trú á bænum
þínum.
Þín.
Sunna.
Sólin til fjalla fljótt
fer að sjóndeildarhring,
tekur að nálgast nótt,
neyðin er allt um kring.
Dimmt er í heimi hér,
hættur er vegurinn;
ljósið þitt lýsi mér,
lifandi Jesús minn.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku afi minn var Halldór
sterki úr Dölunum. Á sama
tíma og mér þykir leitt hversu
hratt dauðann bar að er ég
þakklát fyrir að hafa getað eytt
síðustu áramótunum mínum
með honum. Ég mun alltaf
muna eftir hátíðleikanum er við
sátum saman í hlýrri þögn,
deildum glettnum brosum, með-
an áramótamessan ómaði í
kyrrsælum matsal Sóltúns.
Starfsfólk Sóltúns á innilegar
þakkir skildar fyrir að hlúa
svona vel að afa á síðustu metr-
unum. Það var ómetanlegt fyrir
okkur ástvini hans að finna
hversu vel honum leið hjá ykk-
ur. Á sama tíma og mig langar
að þakka ykkur, langar mig að
minnast með fjölskyldunni
þeirra stunda sem ég hef fengið
að njóta með afa og reyna að
lýsa hvað þau veittu mér.
Ég er þakklát fyrir þá hlýju
og mildi sem afi sýndi ávallt, í
orðum og verkum. Alltaf þegar
ég kom til hans spratt fram
brosið og birtan af andlitinu
hans, sem síðan fylgdi knús
sem sýndi hvað honum þótti
heimsóknin kærkomin. Síðan
tók við stutt spjall. Hann var
ekki margorður, eins og ég
reyndi að laða fram sögur af
harmonikkuárunum eða frekari
lýsingar af pólitískri afstöðu
hans sem birtist m.a. í því að
hann neitaði að klæðast rauðu.
En sama hvert umræðuefnið
var, í orði eða þögn breiddi
mýktin yfir allt, eins og þögult
mal er hann horfði hlýlega til
mín með glettnu augnaráði,
brosandi út í annað. Ég er viss
um að hann brosir eins núna
kominn í faðm Nönnu sinnar og
englanna. Hann var mér fyr-
irmynd, bæði hvernig hann
sýndi þögulan styrkleika í sín-
um erfiðleikum og einnig í
þeirri varfærnu hlýju sem hann
sýndi. Þessir kostir sem ég
upplifði í honum munu vera
mér veganesti er ég tekst á við
framtíðarverkefni sem lífið mun
hafa í för með sér.
Hann hafði einstakt lag á að
blása glettni og hlýju inn í ólík-
legar aðstæður, bara með því
að sitja og brosa á vissan hátt,
eða hvernig hann hélt manni í
faðminum. Hlýja hans og kær-
leikur virkaði eins og lykill sem
opnaði hjartalása, lása sem
voru sem betur fer ekki of
ryðgaðir til að taka mót geislum
gæskunnar þar sem þeir birt-
ust, streymandi um varfærnis-
lega líkt og gárandi geislabaug-
ar. Ég veit að afi myndi lýsa
þessu orðalaust mun betur. En
með þessum fáu orðum kveð ég
Halldór afa og bið að hann sé
ævinlega Guðs blessaður og
sæll.
María Guðrún
Gunnlaugsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför bróður okkar og
frænda,
ÓLAFS JÓNS MAGNÚSSONAR
frá Bæ í Króksfirði.
Sérstakar þakkir færum við læknum og
starfsfólki Landspítalans fyrir góða umönnun
síðustu ár.
Gunnlaugur Magnússon,
Arndís K. Magnúsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SNJÓLAUG SVEINSDÓTTIR,
lést í Holtsbúð, Vífilsstöðum, miðvikudaginn
6. febrúar.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Félag áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS).
Jónas Brjánsson,
Helga Hrönn Jónasdóttir, Grímur T. Tómasson,
Brjánn Jónasson, Andrea Rúna Þorláksdóttir,
Haukur Jónasson
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu við fráfall og jarðarför
STEFÁNS PÉTURS EGGERTSSONAR
verkfræðings.
Kristín Gunnarsdóttir,
Hulda Stefánsdóttir, Pétur Þ. Óskarsson,
Gunnar Stefánsson, Arna Björk Jónsdóttir,
Eggert Stefánsson, Annabel Baxter
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð, vináttu og
hlýhug vegna andláts föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
HALLDÓRS S. MAGNÚSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns í
Reykjavík fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Sigríður Halldórsdóttir, Gunnlaugur Garðarsson,
Magnús Halldórsson, Helga Bragadóttir
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, þakkir
og hlýhug vegna andláts og við útför
GÍSLA PÁLSSONAR,
Hofi, Vatnsdal.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi.
Vigdís Ágústsdóttir og fjölskylda.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLAFÍA G. ALFONSDÓTTIR
frá Hnífsdal,
Hæðargarði 29,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 6. febrúar, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn
15. febrúar kl. 13.00.
Gréta Jóakimsdóttir, Odd T. Marvel,
Helga S. Jóakimsdóttir, Sigurður B. Þórðarson,
J. Gunnar Jóakimsson, Sólveig Þórhallsdóttir,
Kristján G. Jóakimsson, Sigrún Sigvaldadóttir,
Aðalbjörg Jóakimsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.