Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 ✝ Sigurjón Sig-urðsson fædd- ist í Reykjavík 24. júlí 1920. Hann lést 5. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Sigurður Helgi Jóhannsson sjómaður og vakt- maður í Reykjavík, f. 1894, d. 1976, og Jónína Kristjana Sigurðardóttir hús- móðir, f. 1890, d. 1930. Alsystk- ini Sigurjóns eru Jóhannes Frið- rik, f. 1923, d. 1994, og Ingibjörg Steinunn, f. 1927. Hálfsystkini Sigurjóns, börn Sigurðar og seinni konu hans Sólveigar Kristmundsdóttur, eru Jónína Kristjana, f. 1937, og Krist- mundur, f. 1942. Sigurjón kvæntist Björgu Ólafsdóttur 25. október 1947. Hún fæddist 19. mars 1921, dótt- eru Björg hjúkrunarfræðingur og Snorri líffræðingur. Sonur Bjargar er Vigfús Þór. 3) Krist- ján fréttamaður, f. 1955, kvænt- ur Áslaugu Óttarsdóttur bóka- safnsfræðingi, f. 1957. Dætur hans og Ingibjargar Haralds- dóttur eru Brynja íþróttakenn- ari og Arna verkfræðinemi. Son- ur Brynju er Björn Héðinn. Dætur Áslaugar eru Birta blaða- maður, Brynja leikmyndahönn- uður og Anna háskólanemi. Börn Birtu eru Herdís Anna og Óttar. Sigurjón ólst upp í Reykjavík, gekk í Miðbæjarskólann og síð- an Verslunarskólann og lauk þaðan prófi 1938. Hann starfaði um tíma hjá kaupfélaginu í Ólafsvík og kynntist þar konu sinni 1940. Hann starfaði síðan hjá Tollstjóranum í Reykjavík fram til 1961 og síðan í Iðn- aðarbankanum til starfsloka 1990. Sigurjón og Björg bjuggu í Reykjavík allan sinn búskap, þar af í Hólmgarði 33 frá 1958 til 2012. Útför Sigurjóns fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 13. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13. ir hjónanna á Brim- ilsvöllum, Fróð- árhreppi, Snæfellsnesi, þeirra Ólafs Bjarnasonar bónda og hreppstjóra, f. 1889, d. 1982, og Kristólínu Krist- jánsdóttur kenn- ara, f. 1885, d. 1960. Börn Sigurjóns og Bjargar eru: 1) Snorri verkfræðingur, f. 1948, kvæntur Önnu Birnu Ragnars- dóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1949. Dætur hennar eru Ingi- björg Ósk kennari og Erla Rún ljósmóðir. Dætur Ingibjargar Óskar eru Sóley Dúfa og Móeið- ur Ýr. Synir Erlu Rúnar eru Daði Hrafn og Jökull Örn. 2) Hrefna líffræðingur, f. 1950, gift Sigurði Sveini Snorrasyni líf- fræðingi, f. 1951. Þeirra börn Í dag kveðjum við góðan mann. Ég var svo heppin að vera tengdadóttir Sigurjóns í rúman áratug. Hann tók mér vel frá fyrsta degi og ég var fljót að falla fyrir mannkostum hans. Rólegur, þægilegur og glettinn. Hann sagði ekki margt en var sérfræðingur í því að skjóta inn í samræður hnyttnum athuga- semdum. Vegna þess að hann var ekki maður margra orða kom hann okkur öllum skemmtilega á óvart þegar hann hélt ræðu í brúð- kaupsveislu okkar Kristjáns árið 2004. Nánasta fjölskylda missti andlitið og fylgdist spennt með þessu óvænta útspili. Ræðan var fín og verður lengi í minnum höfð. Tengdafaðir minn var tryggur sínum vinnustað. Vann hjá Toll- stjóraembættinu í hátt í tuttugu ár og hjá Iðnaðarbankanum/Ís- landsbanka í 30 ár. Ég hef heyrt að hann hafi aldrei misst dag úr vinnu öll þessi ár. Ef hann varð veikur þá var það á frídögum eða um helgar. Sigurjón hætti að vinna þegar hann varð sjötugur og hann naut þess svo sannar- lega. Ekki það að honum leiddist í vinnunni. Öðru nær. En nú gat hann varið öllum sínum tíma með Böggu sinni, besta vini sínum, sofið út, lesið blöðin í rólegheit- um, farið í sund, lagt sig, horft á fótbolta í sjónvarpinu eða góða bíómynd. Hjá honum myndaðist ekki þetta tómarúm sem margir óttast við starfslok. Hann kunni þá list að þurfa ekki sífellt að hafa eitthvað fyrir stafni. Golli og Bagga nutu þess að ferðast innan lands og utan, heimsækja börn og tengdabörn sem dvöldu við nám á fjarlægum slóðum. Þau fóru í sína fyrstu ut- anlandsferð saman þegar þau fögnuðu silfurbrúðkaupinu sínu 1972, þá bæði komin á sextugs- aldur. En þá komust þau á bragð- ið og fóru í framhaldinu í ótal ferðir. Bæði voru þau sóldýrk- endur og ferðuðust tíðum til sól- arlanda og þá oft með vinum sín- um Bjarna, bróður Böggu, og Mörtu konu hans. Tengdaforeldrar mínir fögn- uðu 65 ára brúðkaupsafmæli haustið 2012, en saman voru þau í rúm 70 ár. Samband þeirra var al- veg einstaklega fallegt. Það fór ekki fram hjá þeim sem til þeirra sáu að þau voru miklir vinir og nutu þess að vera saman. Þau voru skotin hvort í öðru. Við lent- um t.d. í miklum vandræðum þeg- ar kom að því að finna mynd af honum fyrir dánartilkynninguna. Bagga var alltaf með á myndun- um og það þétt upp við hann að það var erfitt að skilja á milli. Þau eignuðust þrjú börn og voru sam- stiga í uppeldi sem gekk átaka- laust fyrir sig í ást og umhyggju. Það voru samt ekki haldnir neinir fjölskyldufundir til að ræða mál- in, það var ekki beint hans stíll. Síðustu árin þjáðist Golli af minnistapi og áttaði sig ekki alltaf á aðstandendum sem heimsóttu hann á Skógarbæ þótt hann vissi að þeir væru hans fólk. En Böggu sína þekkti hann alltaf. Þrátt fyrir veikindin þá glitti alltaf í gamla góða Golla og fyrir það erum við þakklát. Kímnin, hlýjan og nota- legheitin voru alltaf á sínum stað. Ég kveð tengdapabba minn með miklu þakklæti og hlýju og gleðst um leið yfir því að sonur hans og eiginmaður minn hefur erft marga góða mannkosti pabba síns. Elsku Bagga mín – innilegar samúðarkveðjur til þín. Áslaug. Hann Golli, en svo var Sigur- jón tengdafaðir minn gjarnan nefndur, er farinn yfir móðuna miklu. Ég kynntist Golla árið 1973 þegar við Hrefna vorum að draga okkur saman. Nokkuð fljótlega gerist það svo að mér er boðið í mat í Hólmgarðinum og þá fyrst hitti ég tengdaforeldra mína til- vonandi með „formlegum“ hætti. Strax þá urðu mér ljósir miklir mannkostir Sigurjóns og Bjarg- ar. Í Hólmgarði var gestrisni og góður hugur ávallt í fyrirrúmi. Golli var öðlingur. Skaphöfn hans var fastmótuð, fremur fá- máll og vanafastur og óhlutdeil- inn. Undir niðri kraumaði gott skopskyn og mikil hlýja sem best kom í ljós þegar börn eða mál- leysingjar áttu í hlut. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkr- um manni. Golli var afar vand- virkur í því sem hann tók sér fyrir hendur og samviskusemi hans gagnvart sínum nánustu og vinnuveitendum sínum var við brugðið. Ýmislegt kemur upp í hugann þegar ég minnist Golla. Upp úr fimmtugu fóru þau Golli og Björg að skoða heiminnn. Þau fóru í sína fyrstu utanlandsferð um 1972 á sólarströnd á Spáni. Þess- ar ferðir urðu þeim mikil upp- spretta gleði og hvíldar frá amstri daganna. M.a. heimsóttu þau okkur Hrefnu tvisvar meðan við vorum í námi í Bangor í Wales og síðar í Liverpool. Seinni ferðin var einkar minnisstæð en hún hófst með því að við sigldum frá Liverpool til Dublin. Veðurblíðan á leiðinni var einstök, blankalogn og kvöldsól, og ekki spillti að ann- ar hver Íri sem var á leiðinni heim, dró úr pússi sínu hljóðfæri og áður en varði upphófst spilirí sem entist alla sumarnóttina. Þarna áttum við Golli ævintýar- lega músíkveislu með eldfjörug- um rælum og sorgarþrungnum ballöðum, en svo vildi til að kon- urnar okkar höfðu tekið sjóveiki- pillur og sváfu af sér gleðskapinn. Ferðinni var svo heitið til vest- urstrandarinnar þar sem við höfðum leigt okkur lítið kot í viku. Þarna áttum við frábærar stundir saman við að kanna leyndardóma írskrar náttúru og litast um í litlum þorpum sem hjúfra sig í hverju dalverpi. Önnur minnis- stæð heimsókn var þegar Golli og Björg heimsóttu okkur til Guelph í Kanada þar sem við vorum í leyfi. Leið okkar lá þá til San Fransisco þar sem við höfðum leigt okkur bíl. Næstu dögum eyddum við í að skoða ægifagra náttúru í Kaliforníu. Þetta var mikið ævintýri. Þessar ferðir færðu mér enn skýrari mynd af mannkostum Golla. Þessi heima- ríki og gestrisni maður kunni svo sannarlega að vera í hlutverki förumannsins sem þyrsti að kynnast ókunnum stöðum og fólki og læra um margbreytileika lífs- ins. Síðustu þrjú árin í lífi Sigur- jóns dvaldi hann á Skógarbæ enda Elli kerling farin að taka stóran toll af vitund hans og minningum. Þetta hefur vafalítið verið erfiðari tími en við getum gert okkur grein fyrir. Það vitnar ef til vill til um sterkustu perónu- einkennin í fari hans að hann hélt ævinlega í skopskynið og góða skapið. Um leið og ég kveð Sigurjón vil ég senda Björgu tengdamóður minni hugheilar kveðjur. Minn- ingin um góðan dreng mun lifa með okkur. Sigurður. Afi Golli var ekki maður margra orða og afar rólegur að eðlisfari. Aldrei sá maður hann skipta skapi, kvarta eða vera pirr- aðan. Hann var barngóður, blíður og kátur, og alltaf var vel hugsað um okkur barnabörnin í Hólm- garðinum þar sem við vorum reglulega í pössun í mjög góðu yf- irlæti. Hvergi var betra að sitja á háhesti en á afa enda var hann nautsterkur og gat borið mann vel og lengi. Svo var alltaf spurt: „Ertu gassagommi eða trassat- rússi?‘ Þessari spurningu velti maður fyrir sér svo árum skipti enda svarið með engu móti ljóst og skiptar skoðanir voru um hvort maður væri. Svo var hann afi með svo stór eyru sem hann gat hreyft upp og niður þannig að maður horfði agndofa á og reyndi að hafa eftir með engum árangri. Þá var sport að fylgjast með hon- um taka í nefið þótt amma væri ekki hrifin og var sífellt að ryk- suga teppið í stofunni. Svo einn góðan veðurdag fékk afi kvef (hugsanlega í fyrsta sinn á æv- inni, svo fílhraustur var hann alla tíð), hafði ekki lyst á tóbakinu og hætti fyrir fullt og allt án nokk- urra vandræða. Að sofa út um helgar þótti afa einstaklega gott og oftar en ekki þurfti amma að biðja okkur um að stjaka við honum svo hann svæfi ekki til hádegis þótt það endaði oftast með því að maður legðist upp í sjálfur og dottaði við þýðan hrotukórinn. Já hroturnar eru eftirminnilegar, enda ekkert slor. Það var ekkert betra en fá að vera millari hjá ömmu og afa en oftar en ekki var maður vakinn upp við háværar hrotur. Þá var eina vitið að ýta þeim gamla aftur upp á hliðina. Það var enginn eins mikill sól- arunnandi og afi og ekki þurfti mikinn hita á sumrin til að hann sæti ber að ofan úti í garði bak við skúrinn og léti skína á sig. Það var mikið keppnismál að verða sem mest brúnn og til ófáar myndir af afa þar sem hann sýnir afraksturinn. Eftir fimmtugt komust amma og afi upp á lagið með að fara í sólarlandaferðir, einkum til Spánar, og enginn kom sólbrúnni heim en afi. Þetta átti vel við hann og honum leið aldrei eins vel og í hita og sólskini. Það hlýtur að hafa verið eitthvert suð- rænt blóð í þeim gamla. Núna síðustu árin hafði dregið af honum, minnið orðið gloppótt og síðustu þrjú árin hafði hann dvalið á hjúkrunarheimili. En alltaf var stutt í brosið þegar hann var heimsóttur og hann var hvers manns hugljúfi. Nú hefurðu fengið hvíldina elsku afi. Lífið hefur verið langt og gott í föruneyti með henni ömmu og það er nú ekki amalegur lífsförunautur. Elsku amma, þú getur hlýjað þér við góðar minn- ingar síðustu 70 ára og verið viss um að afi sé kominn á góðan stað. Kveðja, þín barnabörn, Björg (Bagga) og Snorri. Við kveðjum Golla afa með miklum söknuði og erum þakklát- ar fyrir allar góðu minningarnar sem við eigum um hann. Þegar við hugsum um afa kemur Hólm- garðurinn fyrst í hugann. Þar leið afa best. Hann var heimakær og fannst notalegt að vera heima í stofu að lesa bækurnar sínar og blöðin. Í Hólmgarðinum áttum við margar góðar stundir með afa og ömmu. Afi hafði alltaf gaman af börnum og var duglegur að grínast í okkur barnabörnunum þegar við hittum hann. Hann hafði alltaf sögu að segja frá æsku sinni og ófáar fótboltasögurnar fengum við að heyra enda var hann sannur KR-ingur. Reglu- lega rifjaði hann upp söguna um stangarskotið sitt í Vestmanna- eyjum. Sú fótboltaferð var greini- lega skemmtileg og honum minn- isstæð frá því hann var ungur drengur. Í gegnum sögurnar hans gátum við heyrt að hann hafði átt góða og skemmtilega æsku. Þegar við lítum til baka mun- um við alltaf eftir afa með ömmu við hlið sér. Þeirra samband var svo einstakt og fallegt, svo fullt af ást. Við verðum ævinlega þakklát- ar fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með afa okkar og hann mun alltaf eiga stað í hjört- um okkar. Brynja og Arna. Þegar ég heyrði af fráfalli Sig- urjóns hvarflaði hugur minn aftur í tímann. Til áranna þegar Sig- urjón og Björg kona hans urðu mín amma Bagga og afi Golli. Fyrir tæpum þrjátíu árum þegar við Snorri, barnabarn þeirra, vor- um að alast upp í Árbænum var engin leikskólapláss að fá. Góð ráð voru dýr og úr varð að við Snorri sóttum leikskóla í Smá- íbúðahverfinu fram að hádegi. Það má segja að þetta gallaða dagvistunarkerfi hafi verið okkur vinunum mikil blessun. Fyrir vik- ið fengum við Snorri oftar en ekki að dvelja part úr degi degi hjá ömmu hans og afa, þeim Golla og Böggu. Þegar ég minnist afa Golla þá minnist ég mikils húmorista. Golli spurði gjarnan okkur Snorra spurningar sem ég hef ekki enn fundið svarið við: „Hvort ertu gassagommi eða trassatrússa?“ Þriggja ára var ég staðráðin í að finna rétta svarið, hvort væri betra gassagommi eða trassat- rússa. Ég horfði ætíð á hann hugsi, reyndi að sjá af svip hans hvort væri betra. Sama hvort ég sagði, alltaf brosti hann glettnis- lega. Eftirmiðdagarnir í Hólmgarð- inum voru draumi líkastir. Við þræddum leynilega stíga blóma- beðsins, tíndum rabarbara úr garðinum, fylgdumst með sultu- gerð Böggu, heimsóttum bank- ann með Golla og fengum góm- sætan mysing í teskeið. Þau Bagga og Golli voru mér svo sannarlega góð þessi ár. Urðu amma mín og afi. Þær voru fleiri spurningarnar sem hann Golli bar upp við okkur. Hann gaf sér ætíð tíma til að spjalla við okkur, hann sinnti okk- ur Snorra þessi ár af miklum kærleika líkt og góðum öfum sæmir. Ég votta Böggu og allri fjöl- skyldu hennar mína dýpstu sam- úð. Valgerður B. Eggerts- dóttir (Vala). Sigurjón Sigurðsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLI ÓLAFSSON, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, andaðist á Landspítalanum föstudaginn 8. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 14. febrúar kl. 11.00. Margrét Sigbjörnsdóttir, Sigurður Óli Guðmundsson, Hrönn Gísladóttir, Kristbjörn Óli Guðmundsson, Hildur Valsdóttir, Ólafía Guðmundsdóttir, Davíð Hermannsson, Kristín Guðmundsdóttir, Benedikt Gústavsson, Hafdís Dögg Guðmundsdóttir, Arnar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURRÓS GRÍMSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Búðarflöt, Álftanesi, lést að morgni laugardagsins 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Bessastaðakirkju föstudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Gunnar Sigurðsson, Jóna Guðlaugsdóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Sólveig Einarsdóttir, Bertha María Sigurðardóttir, Róbert Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR BENEDIKT GUÐMUNDSSON, lést þriðjudaginn 22. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Við þökkum vinsemd og hlýhug. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ruth Erla Ármannsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN SIGURÐSSON fyrrv. flugumferðarstjóri, Skógarseli 43, Reykjavík, andaðist laugardaginn 9. febrúar á Hrafnistu, Boðaþingi. Edda Magndís Halldórsdóttir, Sigurður Kristinsson, Anna Dís Bjarnadóttir, Hjálmar Kristinsson, Helgi G. Kristinsson, Hildigunnur Bjarnadóttir, Jóhann Örn Kristinsson, Edda Björg Benónýsdóttir, Halldór Ívar Guðnason, Ása M. Blöndahl, Edda Guðrún Guðnadóttir, Sveinn Vignisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINÞÓR PÉTURSSON, fyrrv. skipstjóri, lést á Hrafnistu að morgni fimmtudagsins 7. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki á Hrafnistu, deild F-2, sérstaklega fyrir umönnun og vináttu á liðnum árum. Starf ykkar er ómetanlegt. Pétur Ragnar Sveinþórsson, Ægir Steinn Sveinþórsson, Helga Hanna Sigurðardóttir, Ásta Ægisdóttir, Silja Ægisdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.