Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Trjáklippingar Trjáfellingar Stubbatæting Vandvirk og snögg þjónusta Sími 571 2000 | hreinirgardar.is NAOMI WATTS TILNEFND TIL GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 100/100 „Fer beint í efsta sæti yfir þær myndir sem fólk verður að sjá á árinu.“ 100/100 „Ógnvænlega vel gerð.“ NAOMI WATTS TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER  STATHAM Í SINNI BESTU HASARMYND TIL ÞESSA EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP VIP WARM BODIES FORSÝNING KL. 8 HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8 (10:10 3DÓTEXTUÐ) HANSEL AND GRETEL VIPKL. 6 - 10:10 BULLET TO THE HEAD KL. 6 - 8 - 10:10 BULLET TO THE HEAD VIP KL. 8 PARKER KL. 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD KL. 5:30 - 10:30 JACK REACHER KL. 10:30 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 KRINGLUNNI HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8- 10:10 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:10 GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 15:30 ÖSKUDAGSBÍÓ WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 15:20 ÖSKUDAGSBÍÓ CHASING MAVERICKS KL. 15:20 ÖSKUDAGSBÍÓ BULLET TO THE HEAD KL. 5:50 - 8 - 10:10 HANSEL AND GRETEL KL. 8 - 10:10 PARKER KL. 5:30 - 8 - 10:30 GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:30 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 THE IMPOSSIBLE KL. 5:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK HANSEL AND GRETEL KL. 8 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10 PARKER KL. 10 AKUREYRI HANSEL AND GRETEL KL. 8 - 10 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10 “STALLONE IS BACK TO HIS BEST” -ZOO ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ JEREMY RENNER Í AÐALHLUTVERKI ÖSKUDAGSBÍÓ 400.KRMIÐINN Á MERKTAR MYNDIR FORSÝND 750.KR MIÐINN FYRIR VINI OKKAR Á FACEBOOK FRÍÐINDAKLÚBBNUM Sögusvið kvikmyndarinnarHoly Motors er nokkuðóhefðbundið. Sköllótturmaður, Monsieur Oscar, er keyrður um París í limósínu og opn- ar reglulega umslög sem innihalda „verkefni“. Í bílnum klæðir hann sig í búninga og dulargervi og bregður sér út úr eðalvagninum til að leika ýmis hlutverk á borð við betlara, dauðvona mann, þrívíddarmynda- leikara, mislyndan föður tánings- stúlku og einhvers konar skrímsli sem ráfar inn í tískuljósmyndatöku og veldur glundroða, svo fátt eitt sé nefnt. Óskilgreint yfirvald virðist útvega honum verkefnin og fylgst er með „leik“ hans gegnum faldar myndavélar. Oscar virðist standa á einhvers konar tímamótum og hon- um er tjáð af yfirboðurum sínum að ekki sé fullkomin ánægja með störf hans og heilsu hans hrakar út myndina. Manni verður ljóst á fyrsta stundarfjórðungi að ekki er um eiginlegan söguþráð að ræða því stöðugt er skipt um sögur, sem get- ur verið þokkalegasta aðferð við að ramma inn einhverja stærri heild en getur líka komið út sem hálfgert stefnuleysi. Stundum koma tónlist- aratriði og söngatriði sem jaðra við að vera einhver menntuð kald- hæðni. Myndin líður áfram á hraða snigilsins og þegar þokkalega áhugaverðar samtalssenur vekja von um meiri atburðarás taka jafn- an við langar þöglar senur sem minna frekar á innsetningu en kvik- mynd. Ekki er laust við að ég hafi fundið til vanmáttar á köflum vegna þessa höktandi flæðis; upplifunin er ekki ólík því að horfa á gríðarlega til- komumikið málverk í vinnslu þar sem reglulega er málað yfir mynd- ina þegar hún fer að taka á sig ein- hverja mynd. Holy Motors er þó mikið augna- yndi. Það má heldur ekki gleyma því að stórskrýtnar og óhefð- bundnar kvikmyndir hafa oft áhrif sem vara lengur en afspilun þeirra. Núna í þessum rituðu orðum er jafnvel einhver upprennandi kvik- myndagerðarmaður eða -kona að falla fyrir þessari mynd og mun seinna nýta sér eitthvað úr henni til að gera eitthvað sem mun ná til stærri hóps. Hver veit? En það er ekki laust við að það grípi mann ákveðið vonleysi þegar líða tekur á myndina og manni verð- ur ljóst að sennilega sé hún ekki að fara að toppa sig úr þessu. Á vissan hátt gefur myndin þannig undir fót- inn í upphafi að maður býst við að meira gerist. Og það er nú oftast þannig að skemmtilegra er að horfa á myndir þegar það gerist mikið í þeim, að maður tali nú ekki um þeg- ar maður fer að reyna að ráða í hvað muni gerast næst. Slíkt á sér aldrei stað í Holy Motors því þá sjaldan að eitthvað gerist, þá bara gerist það. Engu að síður; prýðileg „art- house“-mynd sem er áferðarfögur og býður upp á fjölmörg glæsileg atriði, sem virka nánast eins og stíl- æfing fyrir metnaðarfullan leik- stjóra, tökumann, leikmynda- hönnuð, búningadeild og hljóð- hönnuð. Mest krefjandi hlutverkið er þó hlutverk áhorfandans og end- irinn er hvalreki á fjörur þeirra sem vilja túlka hluti upp á eigin spýtur. Höktandi „Upplifunin er ekki ólík því að horfa á gríðarlega tilkomumikið málverk í vinnslu þar sem reglulega er málað yfir myndina þegar hún fer að taka á sig einhverja mynd,“ segir m.a. í gagnrýni um Holy Motors. Heilagar vélar! Bíó Paradís Holy Motors bbnnn Leikstjóri: Leos Karax. Leikarar: Denis Lavant, Édith Scob, Eve Mendes, Kylie Minogue, Élise Lhomeau, Jeanne Dis- son, Michel Piccoli. Frakkland- Þýskaland, 2012. 115 mínútur. ARI ELDJÁRN KVIKMYNDIR 125 ára ártíðar Vincents Van Goghs verður minnst með nýrri teikni- mynd. Myndin, sem ber titilinn Lov- ing Vincent, verður samansett af 56.800 teikningum frá þrjátíu lista- mönnum. Um er að ræða nokkurs konur hrollvekju sem fjallar um at- burðina sem leiddu til sjálfsmorðs málarans skammt utan við París ár- ið 1890. Sagan er sögð með viðtölum við þær persónur sem van Gogh mál- aði í verkum sínum. Haft hefur verið eftir einum framleiðenda myndar- innar að hann hafi ákveðið að setja framleiðsluferlið á þessu óvenjulega verkefni í gang eftir að hann þurfti að bíða í biðröð í fimm klukkustund- ir til þess eins að komast inn á safn í ónafngreindum bæ sem sýndi verk málarans fræga. Sjálfsmynd Vincent van Gogh er enn vinsæll 123 árum eftir dauða sinn. Teiknuð hrollvekja um van Gogh Úkraínski sjón- varpsmaðurinn Vitalii Sediuk stal óvænt senunni við afhendingu Grammy-verð- launanna um sl. helgi. Honum tókst að smygla sér framhjá ör- yggisgæslunni og hljóp upp á sviðið í þann mund sem tónlistarkonan Adele var að taka við fyrstu verðlaunum kvöldsins og tjáði söngkonunni aðdáun sína. Hann var í framhaldinu handtekinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sediuk vekur athygli því þegar Men in Black 3 var frumsýnd í Moskvu rauk hann að Will Smith á rauða dreglinum og kyssti hann við litla hrifningu leik- arans. Á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum 2011 tróð hann vendi af hort- ensíum í fangið á Madonnu sem brást ókvæða við enda hefur söng- konan löngum haft óbeit á umrædd- um blómum. Sjónvarpsmaður hrellir fræga fólkið Vitalii Sediuk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.