Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst LAGNAEFNI FYRIR TÖLVUR OG NET Digitus net lagnaefnið hefur verið á markaðnum um allan heim síðan 1994 við góðan orðstýr. Frá þeim fáum við allt sem Gerir mögulegt að senda HDMI merki frá háskerpu myndlykli í mörg sjónvörp langar vegalengdir um tölvunet. HD MI DRE IFIN G NÝJUNG HJÁ OKKUR þarf til að gera gott netkerfi fyrir heimili eða fyrirtæki. Ég ætla að mæta í prinsessubúningi í vinnuna á morgun ogleyfa minni innri prinsessu að koma dálítið fram. Ég geri aðsjálfsögðu þá kröfu að allir samstarfsmenn mínir mæti líka í búningi,“ segir Svanhvít Júlíusdóttir, sem er 25 ára í dag. „Afmælið í dag kallast á við fjögurra ára afmælið mitt sem bar líka upp á öskudag. Þá fékk ég smaragðsgrænan prinsessubúning í afmælisgjöf og dansaði allan daginn á öskudagsballi í Vitanum í Hafnarfirði. Það er einn af mínum eftirminnilegustu afmælisdögum. Í tilefni dagsins kom yfirmaðurinn minn líka með gluggaþvotta- græjur inn til mín í gær og þreif alla gluggana í kringum mig svo ég fengi notið útsýnisins og sólarinnar.“ Svanhvít er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þar gegndi hún meðal annars emb- ætti forseta Framtíðarinnar, formanns annarra tveggja nemenda- félaga Menntaskólans. Svanhvít er auk þess með BSc-gráðu í verk- fræði frá Háskóla Íslands. Samhliða verkfræðinámi starfaði hún hjá ÍTR en starfar um þessar mundir hjá Hagstofunni. „Annar eftirminnilegur afmælisdagur var þegar ég varð tvítug. Þá var ég flugfreyja í Abu Dhabi og þurfti að fljúga til Manilla. Ég flaug 8 tíma fram í tímann og þegar ég lenti í Manilla þá átti ég bara 16 tíma afmælisdag út af tímamismuninum.“ gunnardofri@mbl.is Svanhvít Júlíusdóttir er 25 ára í dag Afmælisprinsessan Svanhvít Júlíusdóttir á fallegum vetrardegi. Í prinsessubúningi á afmælisdaginn Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Njarðvík Andrés Bjarmi fæddist 8. maí kl. 11.16. Hann vó 4.625 g og var 54 cm langur. For- eldrar hans eru Hrefna Björk Sig- urðardóttir og Freyr Brynjarsson. Nýr borgari T ómas Ingi fæddist á Ak- ureyri og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1963, stundaði nám í frönsku og sagnfræði við HÍ 1963-64, stundaði nám í frönsku og frönsk- um bókmenntum, ensku og at- vinnulandafræði 1964-70 við Uni- versité de Montpellier í Frakklandi og lauk þaðan Maitre-ès-lettres modernes-prófi 1970. Tómas Ingi var kennari við MA 1970-91, aðstoðarskólameistari MA 1973-83, hótelstjóri Hótel Eddu á Akureyri 1971-73 og ritstjóri Ís- lendings 1984-85. Tómas Ingi var alþm. Norður- landskjördæmis eystra frá 1991 og menntamálaráðherra 2002-2003. Hann sat í iðnaðarnefnd Alþingis 1991-95, í menntamálanefnd 1991- 2001, í umhverfisnefnd 1991-99, í sérnefnd um stjórnarskrármál 1994-96, í utanríkismálanefnd 1995- 2002, var formaður utanríkismála- nefndar 1997-2002, sat í heilbrigðis- og trygginganefnd 1999-2002 og í fjárlaganefnd 2001-2002. Tómas Ingi var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 1974-76, sat í skipulagsnefnd Akur- eyrar um árabil og var formaður hennar 1991-92, formaður Háskóla- nefndar Akureyrar 1985-87, sat í stjórn Háskólans á Akureyri 1988- 90, var formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga 1983-91, í stjórn Skóg- ræktarfélags Íslands 1985-91, í stjórn KA 1988-91, í stjórn Slipp- stöðvarinnar á Akureyri 1991-92. sat í Rannsóknarráði ríkisins 1991- 93, var í stjórn Vetraríþrótta- miðstöðvar Íslands 1995-2002, var varaformaður Ferðamálaráðs Ís- lands 1993-99 og var formaður ráðsins 1999-2002, formaður nefnd- ar um menningartengda ferðaþjón- ustu 1999-2001 og höfundur skýrslu sem nefndin gaf út, var formaður útvarpslaganefndar 1992- 94, var formaður nefndar um stefnumótun ríkisstjórnarinnar í málefnum upplýsingasamfélagsins 1995-96 og sat í endurskoðunar- nefnd um stjórn fiskveiða 1999- 2001. Á erlendum vettvangi Tómas Ingi var fulltrúi Íslands í Þingmannasamtökum NATO 1991- 93 og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins 1999-2002. Hann var formaður Íslandsdeildar ÖSE- þingsins 1993-95, fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins, sat í Vísinda- Tómas Ingi Olrich, fyrrv. menntamálaráðherra - 70 ára Menning Tómas Ingi og Nína voru viðstödd opnun Hörpu í maí 2011. Frönskuskotin heims- sýn menntamanns „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.