Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 1
Morgunblaðið/Golli
Hólpið Fólkið kom á Landspítalann með þyrlunni um kl. 20 í gærkvöldi.
Fjórir erlendir ferðamenn og einn
Íslendingur sluppu heilu og höldnu
eftir að breyttur jeppi sem þau voru
á festist í á í Landamannalaugum
síðdegis í gær.
Miklir vatnavextir voru í ánni eins
og víðar á Suður-, Suðaustur- og
Vesturlandi og þurfti fólkið að
bjarga sér upp á þak bifreiðarinnar
þar sem vatn var farið að flæða inn í
hana. Yfirleitt er áin ekki vatnsmikil
en ekki er vitað nákvæmlega hvað
varð til þess að jeppinn stöðvaðist í
henni.
Björgunarsveitir og þyrla Land-
helgisgæslunnar var kölluð á staðinn
en hægt gekk að komast þangað
enda aðstæður og skyggni erfitt og
úrkoma mikil. Þyrlan lenti við Land-
spítalann í Fossvogi um áttaleytið og
fékk einn fimmmenninga aðhlynn-
ingu á slysadeild en hann var orðinn
nokkuð kaldur þegar þyrluna bar að
garði. Ekkert amaði að hinum fjór-
um og voru þeir útskrifaðir fljótt.
Veðurstofan varaði í gær við
hættu á flóðum í ám á Suður- og
Suðausturlandi og ráðlagði bændum
með búfénað nærri Hvítá og Ölfusá
að færa skepnurnar frá ánum. »2
Þyrlan sótti fólk sem beið
hjálpar á bílþaki úti í á
- Jeppi festist í á í Landmannalaugum Jeppinn festist í á
Landmannalaugar
F 224
Námskvísl
Ferðafólk lenti í
sjálfheldu í á við
Landmannalaugar
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. F E B R Ú A R 2 0 1 3
. Stofnað 1913 . 47. tölublað . 101. árgangur .
SVIFIÐ UM
LOFTIN BLÁ
Á BRETTI
ROSSI MEÐ
10. TITILINN
Í SIGTINU
SUNGIÐ, LEIKIÐ
OG DANSAÐ MEÐ
GLÆSIBRAG
ÖKUÞÓRINN BÍLAR MARY POPPINS 40MINTAN 2013 10
_ Stjórnarflokkarnir íhuga að óska
eftir því að aukaþingdagur verði á
föstudaginn kemur en þá er ekki
gert ráð fyrir starfsemi í þinginu.
Yrði þetta gert til að skapa tíma
fyrir umræðu um stjórnarskrár-
frumvarpið en þingfrestun er
áformuð 15. mars næstkomandi.
Fyrirhugaður fundur í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd í dag var
felldur niður og fundar nefndin á
morgun samkvæmt áætlun. Á að
nota daginn í dag til að vinna
greinargerðir og annan texta þann-
ig að hægt verði að vísa frumvarp-
inu með breytingartillögum aftur
inn í þingið. Formenn stjórn-
málaflokkanna munu funda um
framhald málsins fyrir helgi. »16
Til skoðunar að hafa
aukadag á þinginu
_ „Málkenndin er í tómu tjóni, það
er alveg ljóst. Að hluta til má rekja
það til þess að þetta [samsetning
orða] hefur aldrei verið kennt,“
segir Baldur Sigurðsson, dósent í
íslensku á Menntavísindasviði Há-
skóla Íslands.
Kennarar á öllum skólastigum
hafa greint mikið óöryggi í notkun
errs í samsettum orðum, líkt og í
Landeyjarhöfn eða Landeyjahöfn.
Síðarnefnda orðið er vitaskuld rétt.
„Það er greinilega einhver mál-
breyting í gangi að menn túlki
þetta ekki lengur eins og eign-
arfallsendingu,“ segir Höskuldur
Þráinsson, prófessor við Íslensku-
og menningardeild HÍ. »4
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Upplestur Efla þarf málkenndina.
„Málkenndin
er í tómu tjóni“
Í kvæðinu „Þóra“ eftir Megas segir að selurinn hafi
mannsaugu. Sú lýsing kemur upp í hugann þegar þessi
gæfi kampselur er annars vegar. Selurinn lá mak-
indalega í fjörunni í Vesturnesi við Borgarnes en
kampselir eru sagðir geta verið mjög gæfir. Svo gæfur
var selurinn að hann leyfði ljósmyndara að klappa sér í
rólegheitum áður en hann fékk nóg og tók stefnuna aft-
ur út í sjó.
Virðulegur kampselur í makindum
Morgunblaðið/María Erla/Theodór
Óvæntur gestur í fjöruborðinu
Svo gott sem all-
ar beiðnir um
símahleranir sem
lagðar hafa verið
fyrir héraðsdóm-
stóla landsins frá
ársbyrjun 2008 til
loka síðasta árs
hafa verið sam-
þykktar. Þetta
kemur fram í svari Ögmundar Jón-
assonar innanríkisráðherra við fyr-
irspurn Bjarna Benediktssonar,
þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Alls hefur verið óskað 875 sinnum
um eftir heimild til að hlera síma á
grundvelli laga um meðferð saka-
mála á þessu tímabili. Aðeins sex af
þeim var hafnað af dómstólum. Meira
en helmingur beiðnanna um síma-
hleranir var lagður fram hjá Héraðs-
dómi Reykjaness eða 462. Fallist var
á þær allar, utan eina sem var aft-
urkölluð í febrúar 2010. Næstflestar
voru í Reykjavík, eða 301. Þar var
engum beiðnum hafnað.
Heimilt að hlera lögmenn
Í svarinu kemur fram að ríkis-
saksóknari hafi talið að ekki væri
hægt að svara sumum liðum fyr-
irspurnar Bjarna. Hann hafði meðal
annars spurt hversu oft samskipti
grunaðs manns og lögmanns hans
hefðu verið hleruð og hversu oft sam-
skipti lögmanns sakbornings við aðra
en sakborning hefðu verið hleruð.
Ríkissaksóknari sagði að gögn varð-
andi símahlustanir væru ekki greind
niður þannig að hægt væri að svara
því. Tók hann fram að heimilt væri að
hlera lögmenn eins og aðra og að ekki
yrði séð hvaða tilgangi það þjónaði að
upplýsa sérstaklega um hlustanir
sem beindust að þeirri starfsstétt.
875 beiðn-
ir til síma-
hlerunar
- Fáum hlerunar-
beiðnum hafnað
Breytingar
» Þorskeldi er smám saman
að dragast saman.
» Þá eru lúða og sandhverfa
að hverfa úr íslenska eldinu.
» Í staðinn koma beitarfiskur
og senegalflúra á næstu árum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenska fiskeldið gaf af sér 7.400
tonn af afurðum á síðasta ári. Er
það 50% aukning frá árinu á und-
an.
Bleikjueldi hefur verið uppistað-
an í framleiðslu fiskeldis frá því
síðasta laxeldisævintýri lauk, árið
2006. Laxinn hefur verið að sækja í
sig veðrið síðustu ár, sérstaklega
vegna uppbyggingar Fjarðalax á
Vestfjörðum, en bleikjueldið hefur
vaxið hægt. Þrefaldaðist laxafram-
leiðslan á milli ára og er laxinn því
búinn að ná bleikjunni á nýjan leik.
Laxeldisfyrirtækin eiga meira
inni og mun framleiðslan vaxa
næstu ár og einnig framleiðsla á
regnbogasilungi sem einnig er í
stórsókn. Þá eru að bætast við ný
eldisfyrirtæki, meðal annars á
Vestfjörðum, Austfjörðum og
Reykjanesi. Reiknað er með að
framleiðslan nærri því tvöfaldist á
næstu tveimur árum og verði 18-20
þúsund tonn á árinu 2020.
Reynslan sýnir að miklar sveifl-
ur eru í fiskeldi. Í lok síðustu upp-
sveiflu, árið 2006, komst fram-
leiðslan upp undir 10 þúsund tonna
markið. Reiknað er með að fram-
leiðslan nái því marki á þessu ári.
Fiskeldi jókst um 50%
- Fiskeldið skilaði 7.400 tonnum á síðasta ári - Framleiðsla
á laxi þrefaldaðist - Regnbogasilungur í stórsókn
M Fiskeldi í hröðum upptakti | »14