Morgunblaðið - 26.02.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 26.02.2013, Síða 2
Vegagerðin varar við grjóthruni áfram á Siglu- fjarðarvegi, frá Ketilási til Siglufjarðar. Þá varar hún við óslétt- um vegi af völdum sigs í Almenningum. Þá eru vegfarendur beðnir að sýna varúð vegna vatns sem flæðir yfir þjóðveg 1 við Skaftafell. Á Suðurlandi er ófært um Auðsholts- veg nr. 304-02 vegna vatnavaxta sem frekar er sagt frá hér fyrir neðan. Varað við grjóthruni á veginn á leiðinni til Siglufjarðar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „VG ítrekar andstöðu sína við inn- göngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta er náttúrlega það sem skiptir meginmáli. Í öðru lagi er kveðið á um það í fyrsta skipti í sam- þykktum flokksins að tímamörk skuli sett á þessar viðræður en hinu er ekki að leyna að ég átti að- ild að tillögu sem kvað á um þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi næsta kjörtímabils um aðildar- ferlið. Sú tillaga varð undir, þó með naumum meirihluta. Að sjálf- sögðu urðu það mér mikil von- brigði,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, spurður um af- stöðu sína til þeirrar samþykktar landsfundar VG að aðildarferlinu við ESB skuli sett tímamörk. Ljúki að ári liðnu Ögmundur bendir á að rætt sé um ár í því samhengi og samkvæmt því ljúki viðræðum þegar ár er lið- ið af næsta kjörtímabili. En hann krafðist þess á flokksráðsfundi VG í febrúar í fyrra að kaflaskil yrðu í aðildarviðræðum fyrir kosningar. Ályktun landsfundar VG kom til umræðu á Alþingi í gær þegar Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- vega- og nýsköpunarráðherra, svaraði fyrirspurn Ásmundar Ein- ars Daðasonar um málið. „Ég greiddi atkvæði með sama hætti og formaður flokksins og varð undir og vinn samkvæmt því sem var niðurstaða landsfund- arins,“ sagði Steingrímur er hann var spurður hvort hann væri sam- mála nýjum formanni eða nýjum varaformanni VG í málinu. En Björn Valur Gíslason vara- formaður studdi tillöguna sem varð ofan á í skriflegri atkvæða- greiðslu um að ljúka aðildarferl- inu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vildi hinsvegar að viðræður hæfust ekki að nýju nema að lok- inni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ferlinu sett skýr mörk Steingrímur sagði ferlinu sett skýr mörk og að samkvæmt álykt- uninni ætti innan árs að vera kom- in niðurstaða eða leitað til þjóð- arinnar. Ekki stæði til að halda viðræðunum í sama fari og und- anfarin ár. Það væri byggt á mis- skilningi. Steingrímur sagði síðan „ekki stórbrotið“ að draga fram ágrein- ing manna í öðrum flokkum, hann myndi ekki eftir að hafa séð „svona lotur eftir landsfund Framsóknar- flokksins“. Kallaði þá Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Fram- sóknar: „Þar eru allir sammála.“ Svaraði Steingrímur þá að bragði: „Allir sammála … allir jafn vitlaus- ir.“ En flokksþing Framsóknar samþykkti samhljóða að hætta að- ildarviðræðum við ESB og hefja þær ekki að nýju nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Ögmundur er ósáttur - Studdi tillögu um ESB sem var felld Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjármagn Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur til að halda úti frístundastarfi fyrir fötluð ungmenni á þessu ári klárast hinn 10. maí. Starfið er fyrir fötl- uð ungmenni í menntaskóla sem sækja þangað eftir hádegi. „Þetta er staðan nema að fjárveiting komi til. Það væri óábyrgt af mér að halda áfram með þetta starf og segja ekki upp ákveðnum fjölda starfs- manna um næstu mánaðamót án þess að vera með fjármagn í hendi fyrir það,“ segir Markús H. Guð- mundsson, forstöðumaður Hins hússins, þar sem frístundastarfið fer fram. Peningarnir búnir strax í vor - Lausn fyrir frístundastarf fatlaðra ungmenna í borginni kynnt á næstu dögum Markús segir að starfið sé ekki lögbundið og því sé ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun borg- arinnar. Hann viti til þess að foreldrar hafi sent borgarfulltrúum bréf vegna stöðunnar en borgar- yfirvöld hafi ekkert sagt um hvað gerist þegar fjár- magnið þrýtur nú í vor. Vafi um hvar starfið lendir Að sögn S. Björns Blöndal, aðstoðarmanns borg- arstjóra, helgast ástandið af því að ekki sé búið að fjármagna starfið út árið. Áhöld hafi verið uppi um hvernig þetta starf komi inn í yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga um næstsíðustu áramót og viðræður hafi staðið yfir við velferðar- ráðuneytið um það undanfarnar vikur og mánuði. Hann segir að lausn á málinu verði kynnt á næstu dögum sem tryggi frístundastarfið út þetta ár. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram fyrirspurn um málið en þar kemur meðal ann- ars fram að sérstakur starfshópur fulltrúa velferð- arsviðs, ÍTR og skóla- og frístundasviðs borgarinn- ar hafi skilað af sér ítarlegum kostnaðar- útreikningum í haust sem hafi átt að nýta við gerð fjárhagsáætlunar 2013 en að þeir hafi hingað til ekki verið lagðir fyrir borgarráð. „Við óskum eftir því að þetta verði lagfært sem fyrst. Það er óviðunandi að þessi mikilvæga þjón- usta sé í uppnámi,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hóf heimsókn til Frakklands í gær og er hér við opinbera móttöku- athöfn í París. Hann átti síðar fund með Michel Rocard, sérstökum sendimanni Frakklandsforseta í málefnum norðurslóða. Þeir ræddu m.a. þörfina á víðtækum alþjóð- legum umræðuvettvangi um málefni norðurslóða. »12 Morgunblaðið/RAX Málefni norðurslóða rædd í París Forseti Íslands í opinberri heimsókn í Frakklandi Ingvar P. Guðbjörnsson Kjartan Kjartansson Ekki er búist við því að umfang flóða í ám á Suðurlandi verði í lík- ingu við þau sem urðu í desember árið 2006. Þá varð gríðarlegt flóð í Hvítá með þeim afleiðingum að fjöl- margir bæir á Skeiðum í nágrenni Ólafsvalla urðu umflotnir vatni og lentu bændur í töluverðum vand- ræðum með að ná búsmala sínum úr flóðunum. Flóðaviðvörun var gefin út í gær fyrir Hvíta og Ölfusá en vatnavextir eru á öllu vatnasviði beggja ánna í kjölfar mikilla rigninga og hlýinda undanfarna daga. Ásmundur Lárusson, bóndi á Norðurgarði í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi, var að koma hrossum sínum í var þegar blaðamaður náði tali af honum snemma kvölds í gær. „Ég er með átján hross og ég færi þau heimar þar sem land stendur hærra. Ég geri svo sem ekki annað, það eru takmörk fyrir því hvað mað- ur getur gert mikið,“ segir hann um viðbúnað sinn við vatnavöxtunum. Fylgjast með mælingunum Ásmundur segir að það sé aðal- lega hey sem sé í hættu ef það kem- ur mikið flóð. „Það voru fyrst og fremst heyrúllur sem flutu burt í flóðunum 2006. Svo skemmdust girðingar þegar rúllurnar straujuðu þær niður. Þá var gríðarleg vinna að hreinsa rúlluplastið af girðingun- um,“ segir bóndinn. Hann segir miklu muna fyrir bændur á svæðinu að hafa aðgang að vatnamælingum í Hvítá við Fremstaver. „Þetta hefur sinn að- draganda og það er gott að geta fylgst með. Maður getur sagt að það sé reglan að áin fari upp þegar það er búið að rigna svona mikið. Það er bara spurning hvort hún fari alveg upp að bæ,“ segir Ásmundur Lár- usson. Áin var á undan þeim Georg Kjartansson, bóndi á Ólafs- völlum á Skeiðum, var einn þeirra sem lentu í miklum vandræðum í flóðunum fyrir rúmum sex árum. „Það sem við lærðum þar [árið 2006] var að vera kannski svolítið sneggri til því þá trúðum við því aldrei að áin færi svona langt. Við héldum alltaf að það væri að fara að sjatna í henni. Hún var aðeins á und- an okkur áin stundum þá,“ segir hann. Færir skepnur heim áður en flæðir í Hvítá - Varað við flóðahættu í ám á Suður- og Suðausturlandi Morgunblaðið/RAX Stórflóð Bæir voru sumir eins og eyjur í hafinu í flóðunum árið 2006.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.