Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við viljum leggja okkar afmörkum til að stuðla aðhreyfingu ungs fólks.Okkur langar til að
hvetja fólk til að standa upp frá
tölvunum eða hverju öðru sem það
situr við, drífa sig út í náttúruna,
hreyfa sig og skemmta sér,“ segir
Davíð Arnar Oddgeirsson sem
ásamt Emmsjé Gauta stendur fyr-
ir viðburði næsta laugardag undir
heitinu MINTAN 2013 sem fram
fer í Bláfjöllum. Brettagarðurinn í
Bláfjöllum hefur verið endur-
gerður og bættur fyrir viðburðinn
og plötusnúðarnir úr Trap Nights
ætla að sjá um láta tónlist óma í
brekkunum. „Við ætlum að skapa
skemmtilega stemningu og vera
með keppni og fullt af vinningum
og verðlaunum í boði. Þetta verður
mikið stuð, rétt eins og í fyrra
þegar við héldum svona viðburð og
það mætti hellingur af fólki á aldr-
inum átta ára til þrjátíu ára. Þetta
er fyrir alla flóruna, byrjendur og
lengra komna. Við ætlum líka að
vera með tónleika á Gamla Gaukn-
um um kvöldið í tengslum við
brettadaginn, en þar munu Agent
Fresco, Úlfur Úlfur og Emmsjé
Gauti koma fram ásamt plötusnúð-
unum úr fjallinu. Fólk ræður svo
hvort það kemur á annað viðburð-
inn eða báða.“
Þrír mánuðir í brettaþorpi
Davíð Arnar var heilmikið á
skíðum þegar hann var yngri en
frá því að hann var tólf ára hefur
hann alfarið snúið sér að brett-
unum. „Eftir að ég kláraði fram-
Frábært að svífa
um loftin blá á bretti
Davíð Arnar lifir og hrærist í snjóbrettaheimi milli þess sem hann stúderar við-
skiptafræði í háskólanum. Hann stofnaði brettaskóla í samstarfi við Bláfjöll í vetur
og þar er mikil aðsókn. Á laugardag verður snjóbretta- og tónlistarviðburðurinn
MINTAN 2013 í Bláfjöllum sem Davíð Arnar og Emmsjé Gauti standa fyrir.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinir Davíð Arnar og Emmsé Gauti eru ólíkir, annar í brettunum en hinn í
tónlistinni. Þeir hafa undanfarið verið á fullu að undirbúa MINTUNA 2013.
Á hvolfi Að fara heljarstökk er á færi manna eins og Davíðs.
Davíð Arnar stofnaði nýlega sprota-
fyrirtækið Mintsnow í tengslum við
allt sem hann er að gera í brettasvið-
inu. Á heimasíðunni mintsnow.com er
m.a hægt að horfa á snjóbretta-
myndbönd bæði frá útlöndum eða því
sem Davíð og vinir hans eru að gera
hér heima. Allir geta sent inn mynd-
böndin sín og fengið þau birt á síð-
unni. Mintsnow er einnig viðburðafyr-
irtæki, Davíð Arnar hélt sinn fyrsta
snjóbrettaviðburð í Bláfjöllum í maí í
fyrra og var hann með sama sniði og
sá sem verður nú á laugardag. Til
stendur að vera með brettaviðburð í
sumar. Mintsnow er líka fatalína og
hefur Davíð Arnar látið gera fjóra
ólíka stuttermaboli og stefnan er að
framleiða líka peysur og húfur. Í sum-
ar gerði hann „extreme“ sjónvarps-
þátt í samstarfi við Red Bull Iceland,
og fór hann þá m.a. í fallhlífarstökk
með Maríu Birtu leikkonu.
Vefsíðan www.mintsnow.com
Kúnstir Davíð Arnar rennir sér hér fimlega eftir brún á bretti.
Myndbönd af brettakúnstum
Næstkomandi laugardag verður fyrir-
lestur í World Class kl 10-13. Yfir-
skrift hans er: Laus við fíknina, en
þar mun Helga Marín Bergsteins-
dóttir tala um fíkn í sætindi og mat
og lausnir í þeim málum. Hún ætlar
að fræða fólk um það hvernig hægt
er að læra að skilja hvað veldur syk-
urlöngun og fíkn í mat og hvernig
fólk getur náð stjórn á innri og ytri
hvötum sem kveikja á þessari löngun,
losað um streitu og neikvæðar til-
finningar án þess að ráðast á ísskáp-
inn.
Nánar á vefsíðunni www.health-
mindbody.net.
Endilega…
…losið ykkur
við fíknina
Ofát Margir eru haldnir matarfíkn.
Hlaup.is í samvinnu við Sigurð P. Sig-
mundsson býður upp á fjögurra mán-
aða undirbúningsnámskeið fyrir
Laugavegshlaupið, frá 6. mars til 13.
júlí. Námskeiðið hentar fólki á öllum
aldri og af mismunandi getustigum.
Tekið er mið af getu hvers og eins og
áætlanir sniðnar að markmiðum
hvers hlaupara. Persónuleg áætlun
allan tímann sem tekur mið af fyrri
hlaupareynslu, meiðslum, núverandi
stöðu og fleiru. Farið verður sér-
staklega í styrktaræfingar sem nýt-
ast fyrir Laugavegshlaupið.
Ein samæfing í miðri viku, í
Laugardalnum fram í miðjan apríl en
eftir það til skiptis í Laugardal og
Heiðmörk ásamt fleiri stöðum.
Ráðgert er að fara sameiginlega í
nokkur fjallahlaup (Esjan, Hengillinn,
Helgafell) í maí og júní.
Fyrirlestur í upphafi og þegar nær
dregur. Öllum sem taka þátt í nám-
skeiðinu verður fylgt eftir í Lauga-
vegshlaupinu. Þjálfarar verða til stað-
ar við upphaf hlaups og taka á móti
öllum við endamarkið.
Skráning og nánar á hlaup.is
Fyrir fólk á öllum aldri
Undirbúningsnámskeið fyrir þá
sem ætla Laugaveginn 2013
Hlaup Sigurður og fleiri undirbúa Laugavegshlaup fyrir tveimur árum.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.