Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 11

Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 11
Hátt Hún er góð frelsistilfinningin sem fylgir því að svífa hátt upp í stökkvum á bretti. Hér flýgur Davíð. haldsskóla fór ég í þrjá mánuði til Kaliforníu með vini mínum og við vorum að renna okkur þar í einum af bestu snjóbrettagörðum heims. Það var æðislegt. Þetta er í raun brettaþorp og aðstaðan rosalega fín, pallar og handrið niður alla brekkuna, þetta er í raun eins og risastórt Disneyland fyrir þá sem eru á brettum.“ Davíð Arnar stofnaði Bretta- skólann í samstarfi við Bláfjöll í upphafi vetrar og hefur hann verið opinn allar helgar. „Þetta er mjög vinsælt og fyrir fólk á öllum aldri en flestir sem koma til mín eru á bilinu átta til fjórtán ára. Þá kenni ég hópnum í fjóra tíma og við borðum saman hádegismat. Það er virkilega skemmtileg samvera. “ Aldrei of seint að byrja Davíð Arnar segist finna að áhuginn fyrir brettum sé mjög vaxandi, ekki aðeins hér heima heldur líka úti í heimi. „Það er heilmikil menning í kringum brett- in, fatatíska og í raun lífsstíll út af fyrir sig. Ég sting til dæmis frekar í stúf innan um félaga mína í há- skólanum þegar ég mæti í mínum fötum sem koma úr brettatískunni, en það er bara snilld því að það er ekkert gaman ef allir væru eins. Fólk er mjög áhugasamt og spyr og sumir koma og prófa, það er aldrei of seint að byrja,“ segir Davíð Arnar og bætir við að Á Akureyri sé mikil brettamenning og þeir þrír atvinnumenn sem við eigum í brettum, séu allir frá Akureyri. Hann segist vera nokk- uð friðlaus með snjóleysið á sumr- in á Íslandi. „Ég fer stundum með brettið á Snæfellsjökul á sumrin. Hlýindin og snjóleysið hér fyrir sunnan eru ekki kærkomin fyrir okkur brettafólk, en við æfum okkur á handriðum og plaströrum í bænum ef enginn er snjórinn, það er gott til að æfa jafnvægið og ýmsar kúnstir.“ Hvetur stelpur eindregið til að prófa brettin Davíð Arnar segir að vissu- lega sé aðeins erfiðara að vera á bretti en skíðum. „Fólk er kannski aðeins lengur að ná tökum á því og sumir eru lengi að venjast því að vera fastir með báða fætur á einu bretti. En þeir sem eru vanir að skíða eru enga stund að læra á brettið. Þetta snýst um að ná tök- um á því að standa á brettinu og sviga, svo er bara að æfa sig.“ Davíð Arnar segir að strákar séu í meirihluta þeirra sem stunda brettin, en hann vill endilega sjá fleiri stelpur í þessari skemmti- legu íþrótt. „Kannski finnst þeim þetta vera eitthað hættulegra sport en önnur, en það er það í raun ekki og ég hvet þær endilega til að koma og láta reyna á hæfni sína. Vissulega dettur fólk á brettum, rétt eins og í öðrum íþróttum, en ef fólk þekkir sín mörk og fer ekki fram úr sér, þá er engin hætta.“ Slædað Hér rennir Davíð sér fimlega á handriði, gott að jafnvægið sé í lagi. Dagskráin í fjallinu á laugardag verður frá kl 14-18 og er öllum opin og fólk borgar sig inn á svæðið eins og venjulega. Tónleikarnir á Gauknum hefjast kl 22 og þar er 20 ára aldurstakmark. Miðasala er í Noland Kringlunni og kostar 1500 kr á tónleikana. Einnig verð- ur selt við hurð á meðan húsrúm leyfir. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Mjúkt, glansandi... slétt eða krullað, aldrei aftur úfið. > Argan línan inniheldur lífræna Argan olíu frá Marocco > Inniheldur hvorki paraben né súlfat > þyngir ekki hárið Prófaðu þú finnur muninn. Fæst á hársnyrtistofum. fyrir hárið Milk Shake stofur Zone Akureyri Rakara og hárstofan Kaupangi Hársnyrtistofa Ernu Akureyri Amber Akureyri Spectra Akureyri Draumahár Keflavík Hárgreiðslustofa Jónu Kirkjubæjarklaustri TK Borgarnesi Hárgreiðslustofa Bryndísar Braga Blönduósi Hárskör Hvolsvelli Hársnyrtistofa Magneu Ólafsfirði Hárgreiðslustofa Rósu Borg Húsavík Fimir fingur Keflavík Hársker Kópaskeri Hársnyrtistofa Anítu Keflavík Hárskúrinn Keflavík Estíló keflavík Flóki Sandgerði Hársnyrtistofa Sveinlaugar Grenivík Hárgreiðslustofa Margrétar Keflavík Hársnyrtistofa Gunnhildar Hellisandi Hárstofan Stykkishólmi Hár.is Fellabæ Capelló Sauðárkróki Hárverkstæðið Dalvík Hjá Sögu Dalvík Merlín Dalvík Hársnyrtistofa Sveinu Hvammstanga Hárgreiðslustofa Kolbrúnar Varmahlíð Hársnyrtistofa Jóhönnu Jónsdóttur Siglufirði Ametyst Ísafirði Hársport Díönu Veru Reykjavík Brúskur Reykjavík Hárgreiðslustofa Sólveigar Leifs Reykjavík Grand hársnyrtistofa Reykjavík Salahár Kópavogi Emóra Reykjavík TSH Hársnyrtistofa Reykjavík Hárgreiðslustofa Rögnu Reykjavík Hársyrtistofan Manda Reykjavík Hárgreiðslustofan Elíta Kópavogi Hárgreiðslustofan Aþena Reykjavík Klipparinn Laugum Reykjavík Dúett Reykjavík Hárkó Topphár Kópavogi Rakarastofan Dalbraut Reykjavík Sara Brekkuhúsum Reykjavík Gott Útlit Kópavogur Fagfólk Hafnarfjörður Hárgreiðslustofan Toppur Hafnarfirði Aþena Mjódd Reykjavík Hárgreiðslustofa Hrafnhildar Árbæ Reykjavík Klipphúsið Reykjavík Hairdoo Kópavogi Wink Kópavogi Hárgreiðslustofa Brósa Reykjavík Hárgreiðslustofa Guðrúnar Alfreðs Reykjavík Króm Reykjavík Cleó Garðatorgi Garðabæ Mýrún Reykjavík Hárið Kópavogi Rakarastofa Gríms Reykjavík Hárgreiðslustofa Maríu Neskaupsstað Hárhornið Grindavík Gresika Reykjavík Gallerý Hár Neskaupsstað Hárgreiðslustofa Sveinlaugar Hárstofa Sigríðar Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.