Morgunblaðið - 26.02.2013, Síða 12
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Doktor í arkítektúr segir að reikna
megi með því að um 10% af árlegri
veltu á byggingamarkaði megi rekja
til byggingar-
galla. Þeir séu til-
komnir þar sem
ekki sé gætt
nægilega að því
að hanna hús með
tilliti til veður-
aðstæðna.
Þetta segir
Ævar Harðarson
sem útskrifaðist
nýlega sem dokt-
or í arkítektúr frá NTNU sem er
tækniháskóli í Þrándheimi í Noregi.
Hallar á flötu þökin
Í doktorsverkefni sínu fjallar
hann um samhengi hönnunar-
tengdra byggingargalla á húsum
sem hönnuð eru að hætti nútíma-
byggingarlistar. Langflest hús á Ís-
landi, byggð eftir seinna stríð, eru
hönnuð í slíkum stíl. Í verkefninu
skoðaði hann fjölmargar byggingar
víða um heim. „Þar mátti sjá að tölu-
vert er um hönnunartengda galla
sem rekja má til útlitseinkenna nú-
tímabyggingarlistar,“ segir Ævar.
Eitt einkenna þeirra eru flöt þök.
„Það er vel hægt að byggja flöt þök
sem ekki leka en það eru ýmsar
lausnir í kringum það sem geta vald-
ið erfiðleikum og því brýnt að líta til
aðstæðna á hverjum stað fyrir sig,
og nýta rétta þekkingu,“ segir Æv-
ar.
Hús eru nytjahlutir
Hann segir að borið hafi á því að
litið hafi verið á hús sem listaverk í
stað þess að huga að veðurfari. „Hús
eru nytjahlutir og við byggingu
þeirra þarf að miða við veðurfar og
ég tel að menn hafi vanrækt það,“
segir Ævar. Hann segir að þegar
nútímabyggingarlist hafi komið til
sögunnar hafi hönnuðir viljað byrja
frá grunni. Ekki hafi verið hugað
nægilega vel að þeirri þekkingu sem
þegar var búið að afla um það
hvernig takast mætti á við veðrið.
„Forkólfar nútímabyggingarlistar á
Íslandi urðu fyrir áhrifum af hvítum
kassaarkítektúr sem varð til í Evr-
ópu um 1930. Sá byggingarstíll varð
svo aftur til fyrir áhrif m.a. frá alda-
gömlum byggingarstíl sem þróast
hafði á þurrum stöðum við Miðjarð-
arhafið. Nema hvað á Íslandi eru
veðurfarslegar aðstæður allt aðrar
en þar,“ segir Ævar.
Meðal ályktana sem Ævars dró af
niðurtöðum sínum var sú að hönnuði
skortir skilning á þeim kröftum sem
verka á veðurhjúp húsa. „Auðvitað
eru ekki gallar í öllum þessum hús-
um en hægt er að miða við að um
10% af veltu á byggingamarkaði séu
tilkomin vegna þessara galla. Það er
meðaltalið. Svo getur verið miklu
dýrara að gera við sumar nútíma-
byggingar.“
Í niðurstöðum doktorsverkefnis-
ins kemur fram að um 60% gallanna
megi rekja til vanhönnunar og
rangrar hönnunar. Gallarnir komi
fram í lekum húsum sem leiða til
frekari vandamála. „Hönnunar-
tengda byggingargalla má kalla
fæðingargalla því húsið verður til
með þeim. Þá hefði mátt fyrirbyggja
með betri hönnun,“ segir Ævar.
10% af veltu á bygginga-
markaði rakin til galla
- Ekki tekið nægilegt tillit til veðurfars við hönnun húsa
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Askja Hönnunargalli er á veðurhjúp einnar byggingar HÍ að sögn Ævars.
Ævar
Harðarson
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Dagana 25. til
28. febrúar nk.
verður Síle-
búinn Tomy
Hirsch staddur
hér á landi.
Hann bauð sig
fram í forseta-
kosningunum í
Síle 1999 og
2005. Hirsch
mun halda
fyrirlestur í stofu 201 í Árna-
garði miðvikudaginn 27. febrúar
kl. 12. Fyrirlesturinn ber yfir-
skriftina Suður-Ameríka suðu-
pottur breytinga – og barátta án
ofbeldis. Tomy Hirsch er á fyrir-
lestraferð um Evrópu um þessar
mundir.
Fyrirlestur um stöð-
una í Suður-Ameríku
Tomy
Hirsch
Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar
Grímsson, hóf í
gær heimsókn til
Parísar í boði
franskra stjórn-
valda. Hann mun
í dag eiga fund í
Elysée-höll með
François Hol-
lande, forseta
Frakklands, þar
sem m.a. verður rætt um glímuna
við fjármálakreppuna, þróun norð-
urslóða og nýtingu hreinnar orku,
að því er fram kemur í frétt frá for-
setaembættinu.
Forseti Íslands mun einnig heim-
sækja franska þingið, Assemblée
nationale, meðan á dvöl hans í París
stendur og eiga fund með Íslands-
deild franskra þingmanna sem
Lionel Tardy veitir forstöðu. Þá
mun forseti jafnframt eiga fundi
með frú Laurence Dumont, varafor-
seta neðri deildar þingsins, og Jean-
Pierre Bel, forseta efri deildar
þingsins, Sénat.
Þá mun Ólafur Ragnar Grímsson
flytja fyrirlestur um norðurslóðir og
loftslagsbreytingar við háskólann
Université Pierre et Marie Curie í
París og svara fyrirspurnum í kjöl-
farið.
Við lok málþingsins verður forseti
viðstaddur opnun sýningar á ljós-
myndum Ragnars Axelssonar sem
ber heitið „Veiðimenn norðursins“.
Ólafur Ragnar
Grímsson
Á fund með forseta
Frakklands í dag
STUTT
Ráðgjafahópur um lagningu sæ-
strengs boðar til málþings í dag,
þriðjudaginn 26. febrúar. Mál-
þingið verður haldið í Hörpu,
Silfurbergi B, og stendur frá kl.
12.00-15.30.
Fjórir erlendir fyrirlesarar og
þrír íslenskir flytja erindi á mál-
þinginu og í lokin verða pall-
borðsumræður. Aðgangur er
ókeypis.
Ráðgjafahópurinn var stofn-
aður árið 2012 og í honum eru
fulltrúar alla þingflokka og
marga félagasamtaka.
Rætt um sæstrengi
Vilhjálmur Andri Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Nýleg breyting á tollalögum hefur
vakið áhuga erlendra fyrirtækja á að
bjóða upp á tollfrjálsar skemmtisigl-
ingar innanlands. „Vafalítið munu ís-
lenskir farþegar kunna vel að meta
lægra verð á veitingum og gistingu
um borð sökum þess að enga skatta
eða tolla þarf að borga eftir breyt-
ingar Alþingis á tollalöggjöfinni,“
segir Þórir Garðarsson, markaðs-
stjóri Iceland Excursions, en fyrir-
tækið hefur verið í viðræðum við er-
lendar útgerðir um að bjóða upp á
slíkar ferðir fyrir Íslendinga og er-
lenda ferðamenn sem koma til lands-
ins með flugi.
Þá hefur einnig komið til tals að
nýta skipin sem gistirými yfir sum-
artímann. „Lagabreytingin opnar
fyrir þann möguleika enda greiða er-
lendar útgerðir ekki 14% virðis-
aukaskattinn sem nýlega var lagður á
alla gistingu innanlands, né gisti-
náttagjaldið og þau geta gert út hér
tollfrjálst í fjóra mánuði á ári.“
Misnotkun á lagarammanum
Ingólfur Haraldsson, stjórnar-
maður í Samtökum ferðaþjónust-
unnar og hótelstjóri Hilton Reykjavík
hótelsins, segir hættu á því að nýleg
lagabreyting verði misnotuð með
þeim hætti sem Þórir lýsir. „Það eiga
allir að sitja við sama borð og það er
ekki eðlilegt að hótel í landi þurfi að
keppa við aðila sem greiða hvorki
virðisaukaskatt né gistináttagjald.“
Til viðbótar munu skemmti-
ferðaskipin einnig geta boðið upp á
margs konar afþreyingu sem ekki
verður hægt að bjóða upp á í landi svo
sem spilavíti og sérstaka nætur-
klúbba.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
Vinstri grænna, segir að ef leggja eigi
skipunum við bryggju og bjóða upp á
aðra þjónustu en gert er í dag verði
að gæta jafnræðis við aðra aðila.
Fjármálaráðuneytið skipaði starfs-
hóp í ágúst í fyrra sem skilaði leiðum
til úrbóta í október. Í framhaldinu
hefur ráðuneytið haft til skoðunar
hvort rétt sé að leggja til að skilyrði
undanþágunnar verði skilgreind með
skýrari hætti.
Morgunblaðið/Kristinn
Skattur Afnám tolla á skemmtiferðaskip gæti fjölgað erlendum ferðamönn-
um sem kæmu til landsins til að upplifa siglingu í kringum Ísland.
Hótelrekstur og
spilavíti í höfninni
Tollfrelsi
» Nýir möguleikar í ferðaþjón-
ustu með afnámi tolla á
skemmtiferðaskip.
» Spilavíti og hótelrekstur
mögulegur við og í höfnum
landsins.
» Íslendingum sem og erlend-
um ferðamönnum verður boðið
upp á siglingar í kringum landið.
Doktorsverkefni Ævars hefur
vakið nokkra athygli. Hefur hann
haldið fyrirlestra í Listaháskóla
Íslands og á ráðstefnu um veð-
urhjúp bygginga. Skiptar skoð-
anir eru á ályktunum Ævars. „Ég
set spurningarmerki við skil-
greiningu hans á nútímabygg-
ingarlist. Það er ekkert í hönnun
þessara bygginga sem ekki má
leysa,“ segir Steinþór Kárason,
arkitekt og prófessor við hönn-
unar- og arkitektúrdeild LHÍ.
„Mjög erfitt er að bera saman
byggingu sem byggð er um miðja
síðustu öld og aðra sem byggð
er í dag. Þekking og kröfur hafa
vaxið mikið á þessum tíma. Það
er ekki rétt er að taka út einn
„stíl“ og gagnrýna hann. Bygg-
ingar geta haldið vatni og vindi
hvort sem það er módernismi
eða eitthvað annað,“ segir Stein-
þór.
Þekkingin
er til staðar
GAGNRÝNIR ÁLYKTANIR
Vantar þig heimasíðu?
Snjallvefir sem aðlaga sig að öllum skjástærðum.
Verð frá 14.900 kr. + vsk
Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu
Sími 553 0401
www.tonaflod.is