Morgunblaðið - 26.02.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 26.02.2013, Síða 17
FRÉTTASKÝRING Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Landsfundum Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lauk um helgina en fyrr í mánuðinum héldu Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn sína lands- fundi og lögðu línurnar fyrir þing- kosningarnar sem fara fram í lok apríl. Í ályktunum sem samþykktar voru á fundunum kennir ýmissa grasa og ljóst að mismunandi sjón- armið togast á þegar kemur að stórum málum eins og skuldamálum heimilanna og afstöðu til ESB-um- sóknar. En miðað við skoðanakannanir er ljóst að fleiri flokkar gætu komist til áhrifa eftir kosningar. Svo virðist sem Björt framtíð sé líklegust hinna nýju framboða til að geta haft áhrif á landsmálin á næsta kjörtímabili. Þegar kemur að skuldamálum heimilanna taka flokkarnir misdjúpt í árinni. Í stjórnmálaályktun lands- fundar Sjálfstæðisflokksins segir að besta leiðin til að styrkja stöðu heim- ilanna sé að tryggja fólki möguleika á arðbærri atvinnu og þar með tæki- færi til að vinna sig út úr vandanum. Þá er boðuð ný leið með því að veita skattaafslátt vegna afborgana af húsnæðislánum auk þess sem stefnt er að því að nýta skattkerfið til að lækka húsnæðislán heimilanna. Í forgangi á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar skal vera markviss áætlun um að verðtryggð lán verði ekki almenn regla líkt og segir í stjórnmálaályktun landsfundar. Í stjórnmálaályktun Samfylking- arinnar segir að flokkurinn sé tilbú- inn til samræðu um raunhæfar lausnir er kemur að skuldavanda heimilanna. Samfylkingin vill að landsmönnum bjóðist sambærilegir valkostir og öryggi í húsnæðismálum og þekkist á Norðurlöndunum. Þá segir að fjölga þurfi valkostum við fjármögnun húsnæðis, þannig að í boði séu óverðtryggð og veðtryggð lán auk millileiða s.s. verðtryggð lán með verðbótaþaki. Þá segir að með upptöku evru lækki vextir og verð- trygging hverfi. Á landsfundi VG kom fram að mikilvægt væri að skoða verðtrygg- ingu og hugmyndir um 2% vaxtaþak á hana, tryggja þyrfti að óverð- tryggð lán yrðu í boði hjá Íbúðalána- sjóði og styrkja þyrfti leigumarkað- inn til muna með aðkomu stjórnvalda í byrjun, með það að markmiði að leigukosturinn væri raunverulegur valkostur fyrir fjöl- skyldufólk. Er litið til húsnæðissam- vinnufélaga í því sambandi. Framsókn gengur lengst Svo virðist sem Framsóknarflokk- urinn vilji ganga lengst í aðgerðum er varða skuldavanda heimilanna. Í ályktun sem samþykkt var á lands- fundi þeirra segir að flokkurinn vilji leiðrétta stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán auk þess að afnema verðtryggingu á neytendalánum. Eftir yfirferð yfir tillögur flokk- anna eftir landsfundina virðist ljóst að Framsóknarflokkurinn gengur lengst varðandi hugmyndir um af- nám verðtryggingar. Hinir flokkarn- ir stíga varlegar til jarðar og vilja skoða leiðir til að draga úr áhrifum verðtryggingar. Samfylking og VG aðhyllast norrænar lausnir í hús- næðismálum en Sjálfstæðisflokkur- inn vill m.a. beita skattkerfinu til að lækka húsnæðislán einstaklinga. Skýrir kostir varðandi ESB Flokkarnir fjórir hafa einnig mót- að afstöðu til Evrópusambandsins og um framhald aðildarviðræðna. Sam- fylkingin, einn flokka, stefnir að inn- göngu í ESB. Af þeirra hálfu er það forgangsverkefni að ljúka aðildar- viðræðum og leggja samninginn í þjóðaratkvæði. Á landsfundi um helgina skerpti Sjálfstæðisflokkurinn á afstöðu sinni til ESB og nú er stefna flokksins að hætta viðræðunum og hefja þær ekki að nýju nema meirihluti þjóð- arinnar samþykki það. Þá taldi landsfundurinn að hagsmunum Ís- lands væri betur borgið utan ESB. Landsfundur VG taldi hagsmun- um Íslands sömuleiðis betur borgið utan ESB en vill ljúka aðildarvið- ræðum innan ákveðinna tímamarka. Á flokksþingi Framsóknarflokks- ins var samþykkt ályktun þess efnis að flokkurinn teldi hagsmunum Ís- lands betur borgið utan ESB og að ekki yrði haldið lengra í aðildarvið- ræðum nema eftir þjóðaratkvæða- greiðslu. Með stefnu flokkanna í huga má gera ráð fyrir að aðildarviðræðunum verði hætt ef Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur standa sam- an að næstu ríkisstjórn. Ef núver- andi ríkisstjórn heldur velli er nokkuð ljóst að ekki verður gripið til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en samningur liggur fyrir. Flokkarnir brýna sverðin - Stjórnmálaflokkar undirbúa kosningastefnuskrá - Framsóknarflokkurinn með róttækustu stefnuna í skuldamálum heimilanna - Aðrir stíga varlegar til jarðar - Breyta nýju framboðin valdajafnvæginu? Morgunblaðið/Jim Smart Samkeppni Nú styttist í alþingiskosningar og flokkarnir að leggja lokahönd á mótun stefnu sem þeir leggja í dóm þjóðarinnar hinn 27. apríl næstkomandi. Skuldamál heimilanna og Evrópumál verða þar ofarlega á baugi. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Stólpar & MP banki Viðskipti í stöðugri uppbyggingu Stólpar hafa skýra sýn á það hvernig á að byggja til framtíðar. Þeir vita að það kostar þekkingu, fé og fyrirhöfn að reisa hús. Skýr framtíðarsýn skiptir öllu máli í rekstri fyrirtækja. Þess vegna eru Stólpar í viðskiptum hjá okkur. Ármúli13a / Borgartún26 / 540 3200 / www.mp.is banki atvinnulífsins B ra nd en b ur g Á nýafstöðnum landsfundum skiptu ríkisstjórnar- flokkarnir um formann og varaformann. Sjálfstæðis- menn og framsóknarmenn skiptu einnig um varafor- mann. „Árni Páll hefur slegið nýjan tón, annan en Jóhanna, tón sáttapólitíkur og samræðustjórnmála. En er þó mjög ákveðinn í Evrópumálum,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, um nýkjörinn formann Samfylkingarinnar. Hann segir Katrínu Jakobsdóttur, nýkjörinn formann VG, sömuleiðis virðast vera boðberi samræðustjórnmála þó stefna hennar og flokksins virðist afdráttarlaus. Talsmenn samræðustjórnmála MIKLAR BREYTINGAR Í FORYSTU FJÓRFLOKKSINS Grétar Þór Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.