Morgunblaðið - 26.02.2013, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fyrstu tölur í þingkosningunum á
Ítalíu á sunnudag og mánudag bentu
til þess að lítil munur yrði á fylk-
ingum mið-hægrimanna og mið-
vinstrimanna. En útgönguspár
bentu þó til þess að hinir síðarnefndu
undir forystu Pier Luigi Bersanis
hefðu unnið. Gangi það eftir fær
bandalagið öruggan meirihluta í full-
trúadeildinni vegna kosningalaga er
hygla mjög stærsta flokknum. Mót-
mælaflokkur grínistans Beppe
Grillo, Fimmstjörnuflokkurinn
(M5S), var samkvæmt útgönguspám
með um 20% atkvæða.
En líklegt þótti að mið-hægri-
menn, þ.e. Frelsisflokkur Silvios
Berlusconis, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og Norðurbandalagið
fengju ívið meira fylgi í kosningun-
um til öldungadeildarinnar. Fari svo
er ljóst að Bersani getur ekki mynd-
að sterka stjórn í reynd þar sem
þingdeildirnar hafa álíka mikil völd.
Um 4% verðhækkun varð á fjár-
málamörkuðum í Mílanó þegar út-
gönguspár birtust og Bersani virtist
ætla að fá nógan stuðning til að
mynda öfluga stjórn. En hækkunin
gufaði strax upp þegar tölur gáfu til
kynna að svo færi ekki. Þótti mönn-
um nú litlar horfur á að næsta rík-
isstjórn yrði nægilega öflug til að
takast á við samdrátt í efnahagslíf-
inu og spáðu sumir að ekki liði á
löngu áður en aftur yrði kosið.
Dapurlegar horfur
Ljóst er að hver sem sigurvegar-
inn verður munu landsmenn berjast
við erfiðleika um langt skeið. Laun
miðað við framleiðni hafa hækkað
mun meira á síðari árum en reyndin
var í Frakklandi og öðrum stórum
iðnríkjum álfunnar. Jafnframt hefur
skuldabyrði ríkisins aukist úr 102%
af landsframleiðslu árið 1992 í 127% í
fyrra. Framleiðsluvörur Ítala eru
ekki samkeppnishæfar í verði, skrif-
finnska og skattpíning þjaka fyrir-
tækin meira en nokkru sinni fyrr. Og
einstaklingar þurfa nú að borga
ákaflega óvinsælan eignaskatt, laun
hafa verið fryst og eftirlaunaaldur
hækkaður úr 65 árum í 68.
Bandaríska blaðið Wall Street Jo-
urnal segir að Ítalir á aldrinum 40-50
ára horfi nú fram á aukið aðhald það
sem eftir sé lífsins.
Spá óstöðug-
leika á Ítalíu
- Bersani myndar vart sterka stjórn
Æðsti yfirmaður
kaþólsku kirkj-
unnar í Skot-
landi, Keith
O’Brien kardin-
áli, sagði af sér í
gær. Hann hefur
verið sakaður um
óviðeigandi fram-
komu við tvo
presta kirkj-
unnar og einn fyrrverandi prest.
Mennirnir segja hann hafa áreitt
þá kynferðislega. O’Brien mun ekki
taka þátt í kjöri nýs páfa. Hann
var skipaður kardináli árið 2003 og
er einnig erkibiskup í St Andrews
og Edinborg.
Elstu málin eru meira en 30 ára
gömul. Kardinálinn segir í yfirlýs-
ingu að hann biðjist afsökunar á
öllum mistökum sem hann kunni að
hafa gert meðan hann hafi þjónað
kirkjunni, en hann vilji ekki að at-
hyglin beinist að sér þegar nýr páfi
verði kosinn á næstu vikum.
Benedikt páfi 16. mun láta af
embætti á fimmtudag. Hann hefur
gefið út sérstaka tilskipun um að
kardinálasamkundan, sem kýs nýj-
an páfa, geti komið saman fyrr en
ætlað var. kjon@mbl.is
Kardináli
í Skotlandi
segir af sér
Keith O’Brien
- Sakaður um
kynferðislega áreitni
Frá næstu mánaðamótum verða er-
lendir læknar í Bretlandi að geta
bjargað sér sæmilega á ensku eigi
þeir að fá að starfa í landinu, að sögn
yfirmanna heilbrigðismála. Kveikjan
að þessari breytingu er að nýlega
gaf þýskur læknir, Daniel Ubani, á
sinni fyrstu vakt sjúklingi of stóran
lyfjaskammt og sjúklingurinn dó.
Að sögn BBC hafði heilbrigðis-
stofnun í Leeds hafnað Ubani vegna
lélegrar enskukunnáttu en hann var
þá ráðinn til starfa á sjúkrahúsi í
Cambridgeshire. Verður nú haft
eftirlit með því að allir læknar kunni
ensku. kjon@mbl.is
Læknarnir
kunni ensku
Málgagn kínverska kommúnista-
flokksins, Dagblað alþýðunnar,
harmaði í gær að í landinu væri nú
heil kynslóð sem aldrei hefði sjálf
kynnst „erfiðri vinnu“. Í liðinni viku
var ungur sonur hershöfðingjans Li
Shuangjiangs handtekinn, grunaður
um aðild að hópnauðgun. Li hers-
höfðingi er landsþekktur og mjög
vinsæll söngvari sem aðallega syng-
ur um afrek hersins.
Mál unglingsins hefur vakið mikla
athygli á vefmiðlum, glæpir sem
börn yfirstéttarinnar fremja valda
ávallt mikilli bræði.
„Þau eru vön að fá allt á silfurfati,
öll vandamál leyst fyrir þau og nota
nafn föðurins sem afsökun og skjöld,
líta á það sem sjálfsagðan hlut að
hampa auðæfum sínum og álíta það
hreystiverk að brjóta lögin,“ segir
blaðið. kjon@mbl.is
AFP
Nýir tímar Íhaldssamir ráðamenn Kína takast nú á við nýjar mannréttinda-
kröfur. Lesbíurnar Elsie Liao og Mayu Yu eru hér við skrifstofu í Peking í
gær þar sem þær báðu um leyfi til að giftast. Því var hafnað.
Börn yfirstéttarinnar
í Kína sögð gjörspillt
Konur í CAFT, óformlegum, alþjóðlegum samtökum sem starfa í nokkrum
löndum og berjast gegn framleiðslu og notkun loðfelda í fatnað og fleiri
hluti, efndu til mótmæla um helgina í Nice í Frakklandi. Á spjöldunum
stendur meðal annars: „Andmælið steingerðri tísku“ og „Það eru bara
hellisbúar sem klæðast loðfeldum“. CAFT voru stofnuð í Bandaríkjunum á
tíunda áratugnum.
Dýraverndarsinnar mótmæla í Frakklandi
AFP
Finnst ljótt að nota loðfeldi
Haldi fólk sig við mataræði sem oft
er kennt við Miðjarðarhafið, þ.e.
borði mikið af ólífum, hnetum,
baunum, fiski, ávöxtum og græn-
meti, fái sér jafnvel öðru hverju
vínglas með matnum, getur það
dregið stórlega úr tíðni hjarta-
sjúkdóma, að sögn New York Tim-
es.
Blaðið vitnar í nýja, vandaða
rannsókn sem skýrt er frá á vef
New England Journal of Medicine
og gerð var á nær 7.500 Spánverj-
um yfir fimm ára tímabil. Um sé að
ræða fyrstu rannsókn sem sýni með
ótvíræðum hætti að umrætt matar-
æði hafi áhrif á tíðni hjartaáfalla.
Flest var þetta fólk þegar farið að
taka lyf gegn háþrýstingi og sykur-
sýki.
Í ljós kom að rétt mataræði gat
komið í veg fyrir um 30% hjarta-
áfalla, heilablóðfalla og dauðsfalla
vegna hjartasjúkdóma. Mataræðið
hafi hjálpað til jafnvel þótt fólk hafi
ekki lést. kjon@mbl.is
Miðjarðarhafsfæði
meinhollt fyrir hjartað
veggskreytingar
sandblástursfilmur
prentun
Smiðjuvegur 42 Rauð gata 200 Kópavogur Sími:544 4545 www.signa.is signa@signa.is
skilti
Bolir sem slá í gegn
signa.is
vs.
Með hvaða liði heldur þú
báðar útgáfur í svörtu og hvítu S-XXL
2300-2300-
Opið 8-17 alla virka daga