Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 við leiðsögn og vinna þá mikið yfir aðalferðamannatímann. Mörg hundruð manns vinna svo í hluta- starfi við leiðsögn, sérstaklega á sumrin sem eðlilegt er. Allar þessar staðreyndir um leiðsögumenn og skóla þeirra eru annaðhvort ekki í skýrslu ráð- herra eða vel faldar. Þar er sagt að nám í framreiðslu og mat- reiðslu eigi sér nokkuð langa hefð, og það sama gildi um leiðsög- unám. Skýrsluhöfundum til fróð- leiks skal þess getið að fyrsti vísir að leiðsögunámi hófst hér með námskeiðum 1963 og árið 1981 gaf samgönguráðuneytið út reglugerð um menntun leiðsögumanna og árið 1995 var gefin út námskrá fyrir leiðsögunám. Í skýrslunni er hinsvegar töluvert fjallað um fræðslusetrið Iðuna, sem er allra góðra gjalda verð, en það sí- og endurmenntunarnám er aðallega ætlað iðnaðarmönnum, í bíl- bygg- inga- og málmiðngreinum, auk prentiðnaðar, matvæla- og veit- ingageiranum. Í þessum kafla skýrslunnar er í lokin nefnt að auka þurfi fjölbreytni í menntun leiðsögumanna, sérstaklega hvað hættumeiri greinar varðar. Þá er í samtekt í lok skýrslunnar getið um að móta þurfi stefnu í mennt- unarmálum ferðaþjónustunnar. Sú stefna liggur reyndar fyrir varð- andi leiðsögumenn, því kennt er eftir sérstakri námskrá í skól- unum tveimur eins og kom fram hér að framan. Við leiðsögumenn viljum leggja okkar af mörkum til að byggja upp ferðaþjónustuna hér á landi, höfum nýlega fengið nokkra við- urkenningu á því hlutverki okkar, því gert er ráð fyrir að við eigum sæti í nýju ferðamálaráði, og end- urheimtum sæti okkar þar. Þá höfum við lagt okkar af mörkum við gerð reglugerðar um öryggis- áætlanir fyrir ferðafólk, og hefur fulltrúi okkar í þeim vinnuhópi komið á framfæri sjónarmiðum leiðsögumanna, enda snertir þessi þáttur ferðamennskunnar okkur beint, á ferðum okkar um víðáttur Íslands, þar sem margskonar hættur geta blasað við ferðamönn- um. Leiðsögumönnum þykir því furðu sæta að þeirra sé varla get- ið í þessari annars ágætu skýrslu. Höfundur er formaður Félags leiðsögumanna. Mikið hefur verið rætt um það und- anfarið hvort kirkjan og ríkið eigi að hafa einhverja samleið og hvort um það skuli vera einhver ákvæði í stjórnarskrá okkar. Þessi mál voru rædd á helgasta stað þjóðarinnar fyrir um það bil 1.000 árum og ákvörðun tekin um stefnur og áherslur í trúarlegum og þar með siðferðilegum áherslum í mál- efnum þjóðarinnar. Fram til þess tíma lifði þjóðin og forfeður vorir við það siðferði að í góðu lagi þótti að fara ræn- andi og ruplandi um nágranna- lönd og þjóðfélög og ræna jafnt fólki, fénaði og fjármunum og þóttu þeir jafnvel menn að meiri sem stundað höfðu slíka iðju. Með samþykkt þeirri sem gerð var á Þingvöllum árið 1000 var mótuð stefna sem hefur reynst okkur vel í öll þessi ár þar sem þeir tókust á Síðu-Hallur sem ákveðið hafði að fylgja hinum kristna sið og áhrifamikill þing- maður Norðausturlands, Þorgeir goði, kenndur við Ljósavatn sem tók sér góðan tíma og flanaði ekki að neinu og fór og lagði sig til að íhuga þetta háalvarlega mál í ró- legheitum. Þessi góða yfirvegun hans skilaði af sér afar heppilegri málamiðlun í þessum málum. En hver var þá stefna hins nýja siðar sem sjálft Alþingi Íslend- inga ákvað að ríkja skyldi í land- inu, nefnilega það að vera kristin þjóð og hvað felst í því að vera kristinnar trúar? Hinn nýi siður, þ.e. kristin sið- fræði, sem samþykktur var á al- þingi okkar, bannaði það al- gjörlega að nokkur maður færi með ofríki á hendur öðrum og þar með var mótuð sú stefna í siðferði þjóðarinnar að ekki var lengur leyfilegt að menn „legðust í vík- ing“ eins og það var kallað í þá daga. Í þjóðkirkju okkar eru börnin strax í frumbernsku vígð inn í hið kristna samfélag okkar. Í fermingunni og að lokinni fræðslu um hvað felst í því að vera kristinn árétta þau svo það að þau vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns, en þá kemur spurningin um það, hvernig það hægt sé að gera mann sem var uppi fyrir 2.000 árum að leiðtoga lífs síns. Svarið hlýtur að liggja í því að vita hverjar voru kenningar hans og lifa svo í samræmi við þær og hann Þorgeir Ljósvetningagoði vissi sko vel að með því að gerast kristnir þá ættu þegnar þessa þjóðfélags ekki framar að fara með ránum og gripdeildum á hendur náunganum. Því miður virðist of mikið um það í nútímanum að menn geri sér ekki grein fyrir því hvað felst í því að vera kristinn. En hverjar eru þá meginlínur í kenningum meistarans mikla frá Nasaret? Þeir sem af alvöru spá eitthvað í þessi mál vita að eitt æðsta boð- orð Jesú Krists var kærleikurinn og umhyggja fyrir náunganum, elska skaltu náungann eins og sjálfan þig, sem mætti útskýra nánar þannig: aðsýndu náunga þínum þá umhyggju, tillitssemi og virðingu sem þú vilt að þér sé sýnd. Í rauninni má alveg halda því fram að Jesús hafi verið fyrsti raunverulegi jafnaðarmaður sög- unnar. Hann barðist ótrauður fyrir jöfnuði í sínu þjóðfélagi og vildi bæta hlut þeirra sem minna máttu sín. Og þurfti að gjalda fyrir það með lífi sínu. Ef við hins vegar viljum setja meginlínur kristinnar kenningar í eina þá má segja það á þann hátt að við skulum ætíð vera heiðvirðir og heið- arlegir menn jafnt við sjálfa okkur sem og í samskiptum okkar við aðra menn, sem og að þeir sem veljast til forystu í samfélögum okkar manna hafi ætíð hag heildarinnar í huga, og sneiði hjá sérhags- munapoti sem því miður virðist allt of víða vera stundað í sam- félögum nútímans. Mikið hefur verið um það rætt varðandi stjórnarskrá okkar hvort þar skuli eitthvað vera varðandi samstarf ríkis og kirkju. Vítt og breitt um land okkar eru hlýlegar og fallegar kirkjubygg- ingar sem veita þegnunum skjól og athvarf jafnt á gleði- og sorg- arstundum. Virðist svo að samstarf ríkis og kirkju hafi verið alveg viðunandi í gegnum tíðina en er eðli málsins samkvæmt spurningar um útdeil- ingu fjármagns og framkvæmda. Hins vegar finnst mér undirrit- uðum að vel ætti að koma til greina að vísa til þess í stjórn- arskrá okkar að þegnar þessa lands skuli ætíð hafa kristið sið- ferði í huga í athöfnum sínum og samskiptum sínum við náungann. Ríkið, kirkjan og kristnin Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Hann barðist ótrauð- ur fyrir jöfnuði í sínu þjóðfélagi og vildi bæta hlut þeirra sem minna máttu sín. Og þurfti að gjalda fyrir það með lífi sínu. Höfundur er fyrrv. framkvæmda- stjóri. Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 24/2 var spilaður tví- menningur á tíu borðum. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður. Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 270 Oddur Hanness. - Árni Hannesson 264 Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 225 Austur/Vestur Karl Karlss. - Sigurður R. Steingrímss. 263 Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 255 Þórarinn Bech - Sveinn Sigurjónss. 250 Næsta sunnudag, 3. mars, hefst þriggja kvölda hraðsveitakeppni. Skráning í sveitakeppnina er hjá Sturlaugi í síma 869-7338. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Félag eldri borgara Stangarhyl Fimmtudaginn 21. febrúar var spil- aður tvímenningur hjá Bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Keppt var á 12 borðum. Meðalskor var 216 stig. Efstir í N/S: Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 253 Björn Svavars. – Jóhannes Guðmannss. 243 Örn Isebarn – Hallgrímur Jónsson 218 Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 216 A/V: Jón Þ. Karlss. – Hrólfur Guðmundss. 286 Hólmfr. Árnad. – Stefán Finnbogas. 247 Helgi Samúelss. – Sigurjón Helgason 239 Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 236 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Gott hljóðfæri er kærkomin fermingargjöf sem nýtist um ókomin ár Landsins mesta úrvaL af hLjóðfærum og hLjóðbúnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.