Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.02.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 ✝ Olga Axels-dóttir fæddist í Reykjavík 2. apr- íl 1923. Hún lést 12. febrúar síðast- liðinn á hjúkrun- arheimilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Axel Jónsson, sjómaður og verkamaður, f. 29.7. 1893, d. 10.8. 1951 og Agnes Erlendsdóttir, húsmóðir, f. 14.9. 1900, d. 31.12.1983. Olga var elst af sex systk- inum, þau voru Gréta f. 31.5. 1925, d. 25.3. 2001, Gyða f. 20.2. 1928, d. 18.9. 1987, Geir f. 20.2. 1928, d. 27.6. 1978, Unnur f. 2.7. 1929 og Sævar f. 30.12. 1938, d. 30.3. 1939. Olga giftist Bjarna Þorsteins- syni húsasmíðameistara 28.9. sonur þeirra a) Snorri f. 4.11. 1974, í sambúð með Katrínu Söru Jónsdóttur f. 22.8. 1991, dóttir Snorra með Inger Töru Ómarsdóttur er Gréta Guðný f. 17.11. 1993. 3) Bjarni Friðrik f. 8.1. 1954, dóttir Bjarna með Sigríði Einarsdóttur er a) Olga Birg- itta f. 16.1. 1976, gift Kjart- ani Viðari Jónssyni f. 7.9. 1974, börn þeirra eru Hákon Daði f. 30.12. 2000, Birgitta Birta f. 21.5. 2005 og Harpa Karitas f. 7.9. 2009. 4) Ágúst Bjarnason f. 11.7. 1957, kvæntur Auði Ottadóttur f. 8.4. 1958, synir þeirra a) Otti f. 26.8. 1979, sonur hans með Eddu Gunnarsdóttur Ágúst Daði f. 7.12. 2004 b) Bjarni f. 8.1. 1984. c) Aron f. 30.7. 1993. Olga ólst upp og bjó alla sína tíð í Reykjavík að undanskildum örfáum árum sem þau Bjarni bjuggu á Siglufirði, hún var heima- vinnandi húsmóðir alla tíð en vann þó hjá Fasteignamati ríkisins í nokkur ár. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1949, f. 28.9.1920 á Siglufirði, d. 17.6. 1992 í Reykjavík. Börn Olgu og Bjarna eru 1) Agnes f. 17.5. 1943, d. 30.4. 2008, gift Erik Rasmusen f. 26.3. 1939, d. 6.9. 2003, synir þeirra eru a) Andreas Bjarni f. 2.12. 1970, kvæntur Vibeke Mörk Hansen f. 28.5. 1974, börn þeirra eru Daniel f. 10.4. 1997, Anna f. 17.12. 2000 og Tobias f. 25.4. 2005. b) Olaf Jón f. 18.4. 1974, börn hans með Charlotte Kornum eru Elvira f. 1.6. 2005, Adam f. 25.10. 2007 og Jacob f. 18.7. 2009. 2) Halldór f. 17.4. 1947, kvæntur Guðbjörgu Þorsteinsdóttur f. 1.9. 1954, Mikið var erfitt að kveðja þig elsku amma, ég hélt ég væri tilbúin en svo var alls ekki. Við amma áttum mjög góðar stund- ir saman og frá þriggja mánaða aldri passaði amma mig upp á dag hvern. Ég á margar góðar minningar um það þegar við amma sátum í sólinni úti á blett fyrir framan Bogahlíðina, við bökuðum saman og man ég enn eftir hvað mér fannst gaman að baka vanilluhringi fyrir jólin með henni. Það sem mér fannst einna skemmtilegast var að lesa með ömmu, hún var nefni- lega mjög hrifin af léttum bók- menntum og vildi hafa mikla rómantík í því sem hún las. Amma tapaði sjóninni smátt og smátt þegar árin færðust yf- ir og átti erfitt með lestur og las ég því fyrir hana og hafði hún unun af því. Stærstu kostir ömmu voru hve mikil barna- gæla hún var og gjafmild. Hún hreinlega nærðist á því að gleðja mann og sjá ánægjubros færast yfir andlit okkar barna- barnanna þegar hún gladdi okkur. Góður hugur og velvilj- inn í okkar garð leyndi sér ekki. Amma og afi höfðu mikinn áhuga á hvernig manni gekk í skóla og voru alltaf svo spennt og samglöddust yfir próflokum. Amma var heimavinnandi að mestu. Á síðari árum vann hún dagspart á kaffistofu starfs- manna hjá Tryggingamati rík- isins. Þangað vandi ég komur mínar til hennar og reyndi að „aðstoða“ hana við að færa starfsfólki kaffi. Alltaf launaði amma mér með gotteríi þó svo að ég hafi eflaust tafið hana við vinnu sína frekar en hjálpað henni. Hún bauð mig ávallt vel- komna í að taka þátt í því sem hún var að gera. Amma hefur alla tíð verið glysgjörn og vel klædd kona og tókst alltaf að fá hana með sér í búðir og naut hún sín vel í því umhverfi. Einnig var hún mjög eftirtektarsöm þegar einhver kom til hennar í nýrri flík og samgladdist. Þar sem amma var mikil barnagæla voru lang- ömmubörnin hennar mjög hænd að henni og bauð hún þau ávallt velkomin. Börnin mín kölluðu hana ömmu „gömlu“. Amma var hlý og einstaklega notaleg við þau. Þar kom að það gekk illa að halda heimili og var hún svo lánsöm að komast inn á Eir. Á Eir gat hún komist auðveldlega í lagningu og einnig var lítil verslun þar sem hún naut þess að kaupa glingur og snyrtivör- ur. Alltaf gat hún platað mann með sér í litlu búðina. Ég kveð nú nöfnu mína með miklum söknuði og er stolt af að bera sama nafn og hún. Ég er þakklát fyrir að hafa getað kvatt hana að kvöldi mánudags og náð að segja henni hvað ég elska hana og hve dýrmæt hún er mér. Elsku amma, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og börn mín og er ég óend- anlega þakklát fyrir að þau fengu að kynnast þér. Ég vil að lokum kveðja yndislega ömmu og vinkonu með kvæði sem er lýsandi fyrir þá vináttu sem við áttum. Takk fyrir allt elsku amma mín. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, hlustaðir á mig, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, og sagðir mér sögur. Þú varst alltaf svo umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku amma mín. Olga Birgitta Bjarnadóttir. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Elsku langamma mín, nú ertu farin, mikið var gaman að fá að kynnast þér þennan tíma. Við systkinin fengum oft að fara til þín á Eir og það var gaman að fá að sitja með þér í rólegheitum að horfa á sjón- varpið og rabba saman. Það sem ég á eftir að sakna mest er að á aðfangadag var orðin hefð að fara til þín svona rétt fyrir jól, en núna mun ég bara færa þér blóm og kerti á aðfangadag, elsku langamma mín. Þinn, Hákon Daði Kjartansson. Olga Axelsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis að Þórsgötu 13, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Grundar (s. 530 6100). Björn Brekkan Karlsson, Hólmfríður Þórólfsdóttir, Sigfús M. Karlsson, Jóna S. Valbergsdóttir, Vilborg G. Guðnadóttir, Haukur Guðjónsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Faðir minn, tengdafaðir, afi og fósturfaðir, JÓN DANÍELSSON fyrrverandi skipstjóri, Dunhaga 15, Reykjavík, lést þriðjudaginn 19. febrúar. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtu- daginn 28. febrúar kl. 15.00. Örn D. Jónsson, Laufey Guðjónsdóttir, Steinunn Arnardóttir, Leópold Kristjánsson, Ágústa Arnardóttir, Einar Þorsteinn Arnarson, Pétur Emilsson, Sigrún Edda Sigurðardóttir. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMUNDUR JÓNSSON skipstjóri, Lindarhvammi 12, Hafnarfirði, lést föstudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. mars kl. 13.00. Sjöfn Magnúsdóttir, Jón Ingimundarson Hafsteinn Ingimundarson. ✝ Elskuleg móðir okkar, INGUNN JÓNASDÓTTIR, Höfðabrekku 11, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík, sunnudaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 2. mars kl.14.00. Örn Ólason, Einar Ólason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Jón E. Hjalta-son var fædd- ur 16. janúar 1948 í Reykjavík og lést á sjúkrahúsi í Torrevieja á Spáni hinn 1. febrúar. Foreldrar hans eru Halldóra Þ. Sveinbjörnsdóttir, f. 1926, og Hjalti Ólafur Jónsson, f. 1926, d. 2006. Jón kvæntist Janine Ruth Wilk- insson 1976. Þau slitu sam- vistum. Dóttir þeirra er Ólöf Dögg, f. 1983. Síðar hóf hann sambúð með Sigríði Öldu Sig- urkarlsdóttur. Þeirra dóttir er Þórunn Mjöll, f. 1990. Systkini Jóns eru Ragna, f. 1946, Vignir, f. 1951, Snorri, f. 1952, Lilja, f. 1956, og Ólafur Páll, f. 1959, d. 1978. Jón lærði trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk prófum í málmblást- urskennslu og trompetleik við Tónlistarháskólann í Birmingham, Englandi. Hann lék með Sinfón- íuhljómsveit Ís- lands, Íslensku hljómsveitinni, Hljómsveit Ís- lensku óperunnar og Hljómsveit Þjóðleikhússins. Hann kenndi um árabil við Tónlist- arskólann í Kópa- vogi og Tónlistarskólann í Grindavík þar sem hann var einnig skólastjóri 1982-1989. Einnig kenndi hann um tíma við Tónlistarskólann í Hafn- arfirði og Tónskóla Sig- ursveins. Jón var stofnandi og stjórnandi Skólahljómsveitar Grafarvogs frá 1992 og skóla- stjóri Tónskóla Grunnskól- anna í Grafarvogi frá 1996. Hann lét af störfum vegna heilsubrests árið 2006 og flutti til Spánar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn. Mér finnst ótrúlega skrítið að hugsa til þess að þú skulir vera farinn og að almættið skuli hafa látið þig kveðja svona snemma. Ég hugsa mikið til seinasta símtals okkar sem við áttum nokkrum dögum áður en þú veiktist skyndilega svona mikið. Þá var ég að skoða flug út til þín þar sem við Siggi ætl- uðum að koma til þín um páskana og þú varst svo spenntur að fá okkur til þín. En lífið getur verið óútreiknanlegt og enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég er þó afskaplega fegin að hafa náð að koma til Spánar og geta kvatt þig og sagt þér hversu þakklát ég er fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þegar ég heimsótti þig á spítalann beið ég alltaf eftir því að þú myndir opna fallegu bláu augun þín og sjá mig. Ég mun heldur ekki gleyma þessum tveimur dögum á spítalanum, þegar þú gast tjáð þig örlítið við okkur og ég gat kvatt þig með kossi á ennið. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Þú varst alltaf svo duglegur að hvetja mig áfram til náms og oft svo stoltur af litlu stelpunni þinni. Ég leit mikið upp til þín, þú varst klár, fannst svör við öllu, ákveðinn, sjálfstæður og mikill hugsjóna- og afreksmað- ur. Einnig varst þú svo góð- hjartaður og vildir öllum vel og vildir alltaf hafa frið í kringum þig. Þú varst afburðakokkur og ég erfi nokkrar leyniuppskriftir eftir þig en ég var þó aldrei bú- in að læra að gera uppáhaldið mitt, humarsúpuna þína sem við fengum okkur á hverjum jólum. Við gátum setið saman óralengi og rætt um daginn og veginn og rökrætt um hina og þessa hluti. Ég gat sagt þér allt og þú tókst öllu vel. Þú þekktir mig einna best. Ég dáist að afrekum þínum og er svo ótrúlega stolt af þér. Þú hafðir mikla stjórnunar- og samskiptahæfileika og varst því ótrúlega fær í því sem þú gerð- ir. Þú varst afskaplega góður kennari og nú að leiðarlokum munu margir nemenda þinna minnast þín með þakklæti í huga. Utanlandsferðirnar með skólahljómsveitinni eru mér mjög minnisstæðar. Með þig í fararbroddi stóð hljómsveitin sig alltaf vel. Þegar þú hættir störfum fluttist þú út til Torre- vieja en þar þótti þér svo gott að vera enda ótrúlega fallegt og mikil kyrrð þar sem þú áttir heima. Það gat stundum verið svolítið tómlegt hjá þér einum úti, en þú fannst þér alltaf eitt- hvað að gera. Þú lærðir spænsku hjá þýskum einka- kennara og gast orðið bjargað þér ótrúlega vel í spænskunni. Ég veit að það voru margir Ís- lendingar sem leituðu til þín og gast þú rétt mörgum hjálpar- hönd með ýmis mál. Þú fylgdist vel með ýmsum alþingismálum, last þingskjöl og lést síðan þingmennina heyra skoðanir þínar sem lýsir persónuleika þínum svo vel. Mér þótti svo gaman að koma út til þín og sérstaklega þegar mamma kom með en það var svo yndislegt hvað þið náðuð alltaf að halda góðu vinasambandi. Ég vildi óska þess að ég hefði átt meiri tíma með þér en í stað þess mun ég geyma og varðveita fallegu minningarnar okkar í hjarta mínu þangað til að leiðir okkar mætast á ný. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Ég elska þig af öllu mínu hjarta. Þín dóttir, Þórunn Mjöll Jónsdóttir. Jonna vini mínum kynntist ég strax í barnæsku. Ætli við höfum ekki verið fjögurra ára þegar við fluttum báðir í Heið- argerðið, síðan höfum við verið nánir vinir, eða í rúm 60 ár. Þegar maður hefur átt góða æsku hlýtur maður að hafa átt góða æskuvini, en það áttum við Jonni svo sannarlega. Heið- argerðið var frábær staður til að alast upp á, margir krakkar og mikið af óbyggðum svæðum sem var leikvöllur okkar krakk- anna. Þar byggðum við fót- boltavelli og stunduðum ýmsar íþróttir. Við stofnuðum til dæmis íþróttafélag sem hét Þröstur. Í byrjun fylgdumst við Jonni að í skóla. Við lærðum að lesa í Ásuskóla, þá fórum við í Breiðagerðisskóla og síðan í Réttarholtsskóla. Við hittumst alltaf við húsið hans Jonna og þaðan hlupum við í skólann, en löbbuðum heim. Á þessum ár- um vorum við alltaf hlaupandi. Til dæmis hlupum við inn að Hálogalandi í leikfimi og á handboltaæfingar í Valsheim- ilinu. Svo leið tíminn. Eftir fram- haldsskólanám skilur oft leiðir og fólk fer hvað í sína áttina. Jonni var aðeins átta eða níu ára þegar hann var í lúðrasveit hjá Karli O. Runólfssyni. Þar heillaðist hann af trompetinum og innritaðist síðar í Tónlistar- skólann í Reykjavík. Þar var hann í blásaradeild skólans. Síðan fór hann til framhalds- náms við Tónlistarháskólann í Birmingham og lauk þaðan einleikaraprófi. Jonni lék um tíma með Sinfóníuhljómsveit Íslands og stundaði kennslu- störf við Tónlistarskóla Kópa- vogs, Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Tónlistar- skóla Grindavíkur. Árið 1992 stofnaði Jonni Skólahljómsveit Grafarvogs og var stjórnandi hljómsveitarinnar til ársins 2006. Eftir að við Guðný fluttum til Lúxemborgar heimsótti Jonni okkur nokkrum sinnum. Það var ævinlega gaman að fá Jonna í heimsókn, hann var alltaf jafn ljúfur og skapgóður og áhugasamur um ýmsa hluti. Oft var teflt eða gripið í spil. Þá var oftast spilað brids og átti maður þá engan séns í Jonna. Jonni var líka áhugasamur um golfíþróttina og kom til okkar nokkur sumur í röð og tók þátt í hinu árlega Cargo- lux-golfmóti með okkur, sem var alltaf hin mesta skemmtun. Á þessu golfmóti var Jonni mjög vinsæll því hann gat ver- ið hrókur alls fagnaðar, skarp- greindur og átti gott með að sjá broslegu hliðarnar á mann- lífinu. Árið 2002 kom Jonni með skólahljómsveitina sína til Lúxemborgar. Það þótti okkur stórviðburður. Hljómsveitin hélt tónleika á nokkrum stöð- um, meðal annars á 17. júní- hátíð Íslendingafélagsins og á torginu Place de Armes. Við sáum Jonna síðast í sumar, þá kom hann til okkar til að vera við brúðkaup dóttur okkar. Það gladdi okkur mikið að hann skyldi geta komið og við tókum eftir hvað honum þótti gaman að hitta okkur og fleira fólk sem hann hafði ekki séð lengi. Móður Jonna, dætrum, systkinum og fjölskyldu vott- um við okkar dýpstu samúð. Kæri vinur, við Guðný sökn- um þín og við þökkum þér fyr- ir samveruna. Ásgeir. Jón E. Hjaltason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.