Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.02.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2013 Gagnrýnandi hins virta tímarits The New Yorker skrifar í nýjasta tölublaðið að lesendur geti bætt við listann yfir hinar stóru tákn- myndir íslenskrar menningar; gjörningalistamaðurinn Ragnar Kjartansson sé kominn í hóp með Íslendingasögunum, miðnætursól- inni og Björk. Umfjöllunarefnið er myndbandsinnsetningin „The Visitors“ í Luhring Augustine- galleríinu, þar sem á níu stórum skjám má sjá Ragnar og félaga hans, einn á hverjum skjá, flytja aftur og aftur tregafullt lag sam- an, þar sem hver þeirra er í sínu herbergi í niðurníddum herra- garði. Á einum skjánum leikur Ragnar á gítar þar sem hann liggur nakinn í baði. Rýnirinn segir viðkvæmnislega fegurð birtast í verkinu. Gagnrýnendur The New York Times og The Ob- server taka undir þá skoðun. Sagt er heillandi að vafra um innsetninguna og sjá einstak- lingana skapa eina heild. „Þegar myndbandslist verður svo fáguð, aðgengileg og stór í sniðum … á hún á hættu að verða tilgerð- arleg… en Ragnar er snjall lista- maður sem dregur úr hættunni á slíku og finnur óvæntar leiðir til að halda verkum sínum á jörð- inni,“ segir í í The Observer. Rýnir The New York Times segir verkið vera „ómótstæðilegt boð inn í heim listarinnar“, eftir hæfileikaríkan gjörningalista- mann. Rýnar stórblaða lofa verk Ragnars Birt með leyfi listamannsins, Luhring Augustine og i8 Gallery. Snjall Ragnar í The Visitors. Festen, dogma-mynd leik-stjórans Thomasar Vin-terbergs frá árinu 1998,vakti mikla athygli á sín- um tíma og hlaut m.a. gagnrýn- endaverðlaunin á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Í henni segir af sextugsafmælisveislu auðmanns nokkurs sem verður að miklum harmleik og fjölskylduuppgjöri þeg- ar einn sona hans greinir gestum frá því að faðir hans hafi beitt hann og tvíburasystur hans kynferðislegu of- beldi þegar þau voru börn. Í Jagten er kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um einnig tekið fyrir en með allt öðr- um hætti. Aðalpersónu Jagten, Lucas, leikskólakennara í dönskum smábæ, er gefið að sök að hafa beitt unga stúlku á leikskólanum, dóttur besta vinar hans, kynferðislegu of- beldi. Barnið lýgur upp á hann og sú lygi hefur vægast sagt afdrifaríkar afleiðingar. Hinir fullorðnu sjá enga ástæðu til að efast um frásögn barnsins og Lucas fær allt sam- félagið upp á móti sér, bæði vini og kunningja. Hann getur með engu móti sýnt fram á sakleysi sitt og er útskúfað. Auk þess stendur hann í forsjárdeilu við barnsmóður sína og virðist sú deila ætla að hljóta farsæla lausn þegar ógæfan knýr dyra. Luc- as einangrast á heimili sínu en jafn- vel þar virðist hann ekki vera örugg- ur. Jagten, líkt og Festen, tekur virki- lega á taugar áhorfenda og er fram- reidd af miklu raunsæi af Vinter- berg. Maður finnur virkilega til með Lucasi í vonlausri baráttu hans við óréttlætið. Umfjöllunarefnið er væg- ast sagt hryllilegt, hvernig ein lítil lygi getur hrint af stað hörmulegri atburðarás, múgæsingi og rústað mannorð fórnarlambsins fyrir lífstíð. Hinir fullorðnu standa að sjálfsögðu vörð um börnin, annað væri óeðlilegt og myndin fjallar um atburði sem geta vel átt sér stað í raunveruleik- anum og hafa líklega oft átt sér stað, ef út í það er farið. Þó Vinterberg sé hér langt frá hinum hráa dogma-stíl Festen er Jagten engu minna hroll- vekjandi en sú frábæra kvikmynd. Ber það helst að þakka afbragðs- góðum leikurum og þá ekki síst þeim sem enn eru á barnsaldri. Mads Mikkelsen sýnir enn og aftur hversu fjölhæfur leikari hann er, hann er hreint út sagt frábær í hlutverki hins kærleiksríka og ofsótta leikskóla- kennara. Lasse Fogelström, leikari á táningsaldri sem fer með hlutverk sonar Lucasar, er að sama skapi afar sannfærandi í sínu hlutverki og ljóst að þar er mikið leikaraefni á ferð. Vinterberg gætir sín á því að draga ekki upp of einfalda mynd af hugsan- legum viðbrögðum fólks við þessar aðstæður, að leggja ekki síður áherslu á efann í huga þeirra sem næst standa hinum meinta barnaníð- ingi. Og myndin vekur einnig spurn- ingar um hvernig taka skuli á jafn- viðkvæmu máli og hér er fjallað um, hver sé hin rétta leið að sannleik- anum. Ef hún er þá yfirhöfuð til. Átakanleg Leikskólakennarinn Lucas (Mikkelsen) faðmar son sinn Marcus (Fogelström), einu manneskjuna sem styður hann í hræðilegri baráttu hans við óréttlætið. Mikkelsen og Fogelström túlka þá með eftirminnilegum hætti. Einn á móti öllum Háskólabíó og Bíó Paradís Jagten bbbbm Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Aðalleik- arar: Mads Mikkelsen, Thomas Bo Lar- sen, Annika Wedderkopp, Susse Wold, Anne Louise Hassing og Lars Ranthe. Danmörk, 2012. 106 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Gréta Hergils sópran og Ágúst Ólafsson baritónn flytja aríur og dúetta úr óperunni Lucia di Lam- mermoor eftir Donizetti á hádeg- istónleikum Íslensku óperunnar í dag, þriðjudag. Tónleikarnir eru í Norðurljósasal Hörpu klukkan 12.15 og er aðgangur ókeypis. Auk tónlistarinnar úr Lucia di Lammermoor syngja þau lög eftir Mozart og Puccini. Antonía Hevesi leikur undir á slaghörpu. „Það er yndislegt að geta boðið fólki upp á svona ókeypis tónleika í hádeginu,“ segir Gréta. Hún segist hafa haldið upp á þessa frægu óp- eru Donizettis síðan hún sá hana í Íslensku óperunni sem unglingur. „Ég hristist af ekka, ég grét svo mikið,“ segir hún og hlær. „Þetta er ótrúlega flott verk, algjört eyrna- konfekt.“ Hlutverk Luciu þykri afar krefj- andi og Gréta viðurkenni fúslega að þetta „hetjusópranhlutverk“ sé draumahlutverk hennar. „Það þarf sterk raddbönd til að syngja hana alla í gegn,“ segir hún og lofar góðri skemmtun þar sem þau flytja úrval söngva úr óperunni. Óperusönglög í hádeginu Dramatík Gréta Hergils kemur fram ásamt Ágústi Ólafssyni. KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM Á TOPPNUM Í ÁR KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA VIP FLIGHT KL. 5:10 - 8 - 10:50 FLIGHT VIP KL. 5:10 - 8 - 10:50 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:40 HANSEL AND GRETEL KL. 8 - 10:10 PARKER KL. 8 - 10:20 GANGSTER SQUAD KL. 8 - 10:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 5:50 ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTALKL. 6 KRINGLUNNI THIS IS 40 KL. 5:10 - 8 - 10:45 WARM BODIES KL 8 - 10:10 THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8 BULLET TO THE HEAD KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGARTILBOÐ590KR.MIÐAVERÐ ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 6 FLIGHT KL.5:20-8-10:10 ARGO KL.8 AGOODDAYTODIEHARD KL. 5:50 - 8 - 10:40 WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:30 PARKER KL. 10:10 MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 5:50 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK FLIGHT KL. 10:40 THIS IS 40 KL. 8 THE IMPOSSIBLE KL. 8 BULLET TO THE HEAD KL. 10:20 FJÖLSKYLDUDAGAR TILBOÐ 590 KR. MIÐAVERÐ MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 6 ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTALKL. 6 AKUREYRI FLIGHT KL. 8 - 10:30 BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:10 590.KR NÝTTÚTLITÁKLASSÍSKUÆVINTÝRI Í VILLTA VESTRINU ÖSKUBUSKAEMPIRE  EINFRUMLEGASTA GAMANMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA TILNEFND TIL 2 ÓSKARSVERÐLAUNA  R.EBERT ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð ÞRI ÐJU DAG STI LBO Ð FJÖ LSK YLD UD AGA R 3ÓSKARSVERÐLAUNÞAR Á MEÐALBESTA MYNDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.