Morgunblaðið - 04.03.2013, Page 13
Fáskrúðsfjörður | Undangengin ár
hafa Fáskrúðsfirðingar haft fyrir
augunum bátinn Rex NS 3 í skrúð-
garði bæjarins.
Bátinn gaf Árni Jón Sigurðsson á
Seyðisfirði eftir að hann var úrelt-
ur sem fiskibátur. Var Rex settur
upp á 90 ára afmælisári Búða-
hrepps 1997. Hugsunin með því var
að varðveita hann til minningar um
Einar Sigurðsson, bátasmið frá
Odda. Einar rak trésmíðaverkstæði
í áratugi, byggði marga báta og
íburðarhús á staðnum og var auk
þess virtur skipasmiður um allt
land.
Um nokkurt skeið hefur verið
umræða um að viðhald bátsins væri
ekki sem skyldi og var farið í við-
ræður við bæjaryfirvöld í Fjarða-
byggð hvort ekki væri kominn tími
til gera bragarbót á því máli.
Niðurstaðan varð sú að tveir
eldriborgar buðust til að gera and-
litslyftingu á bátnum í sjálfboða-
vinnu. Hefur sú vinna staðið frá
áramótum. Auk þessara tveggja
komu ýmsir fleiri að verkinu en
starfsmenn áhaldahúss sáu um að
koma bátnum í hús með aðstoð
nokkurra einstaklinga. Á þessum
tveimur mánuðum hafa verið
skráðar 306 klukkustundir við
vinnu.
Bátaviðgerð Finnbogi Jónsson og Albert Kemp við Rex NS að verki loknu.
Nutu þeir aðstoðar margra góðra manna við endurgerð bátsins.
Rex gerður upp
í sjálfboðavinnu
Morgunblaðið/Albert Kemp
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013
Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is
Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki
Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús
og allar innréttingar sem hugurinn girnist.
Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði
alla leið inn á þitt heimili.
Dreymir þig
nýtt eldhús!
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsfólk og eigendur Hótels Kefla-
víkur komu saman á föstudag til að
fagna því að Hæstiréttur staðfesti að
Icelandair hótelum er ekki heimilt að
nota heitið Hótel Keflavík í heiti sínu.
„Það er bara eitt Hótel Keflavík“
stóð á tertunni.
Hótel Keflavík hefur verið rekið
frá árinu 1986 og Flughótelið sem
svo hét er tveimur árum yngra.
Nokkur hundruð metrar eru á milli
húsanna. Icelandair eignaðist Flug-
hótel og þegar hótelkeðjan var að
samræma heiti hótela sinna breytti
hún nafni hótelsins í Icelandair hótel
Keflavík.
Stjórnendur Hótels Keflavíkur
töldu hagsmunum sínum ógnað
vegna þess að hætta væri á að fólk
ruglaði gististöðunum saman og
reyndu árangurslaust að fá þessu
breytt.
Eftir að þeir fengu sett lögbann á
notkun nafnsins var starfsemin
kynnt undir heitinu „Icelandair hótel
í Keflavík“. Hótel Keflavík vann stað-
festingarmál fyrir héraðsdómi og
Hæstiréttur hefur nú staðfest bann-
ið. Það gerði rétturinn með vísan til
óréttmætra viðskiptahátta, að meiri
hætta væri á að neytendur villtust á
hótelum eftir að staðarheitið Kefla-
vík var tekið inn í það. Icelandair hót-
elum var gert að greiða málskostnað.
Fögnuðu sigri í nafna-
deilu hótela í Keflavík
Fögnuður Starfsmenn Hótels Keflavíkur fögnuðu sigri fyrir Hæstarétti og
gæddu sér m.a. á gómsætri og áletraðri tertu í tilefni dagsins.
„Það er bara eitt
Hótel Keflavík“
„Við erum enn í sigurvímu, fjöl-
skyldan og starfsfólk, og fögnum
niðurstöðu Hæstaréttar gríðar-
lega,“ segir Steinþór Jónsson,
hótelstjóri á Hótel Keflavík. Hann
telur að breyting á nafni Flughót-
els hafi verið atlaga að fyrirtæk-
inu.
Steinþór telur að Icelandair
hljóti að breyta nafni hótelsins
aftur í Flughótel, eins og enn er
merkt á göflum hússins, eða koma
með enn eitt nafnið á hótelið.
Skýrt komi fram í dómi Hæsta-
réttar að ekki sé nægjanlegt til að-
greiningar að bæta staðarnafni
aftan við Icelandair-heitið og það
eigi einnig við um þá útfærslu sem
notuð hafi verið frá því lögbanns-
úrskurðurinn var kveðinn upp.
Hljóta að breyta nafninu til
fyrra horfs eða finna nýtt
STEINÞÓR HÓTELSTJÓRI Í SKÝJUNUM