Morgunblaðið - 04.03.2013, Page 22

Morgunblaðið - 04.03.2013, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2013 Lilja Sesselja Steindórsdóttir textílmenntakennari er fertug ídag. Afmælisbarnið var önnum kafið við kökubakstur þegarblaðamaður sló á þráðinn til hennar. „Ég er að baka köku sem nefnist Syndug sæla fyrir veislu næstu helgi. Hátíðahöld verða lítil á sjálfan afmælisdaginn, bara rólegheit með fjölskyldunni,“ seg- ir Lilja Sesselja sem hyggst fagna áfanganum helgina á eftir. „Þá verður haldið partí með 120 gestum,“ segir Lilja Sesselja en hún hef- ur ekki haldið upp á afmæli með jafnveglegum hætti síðan hún varð tvítug. „Þá hélt ég afmæli á Glaumbar og bauð öllum sem ég hitti í tvær vikur fyrir veisluna, auk vina og fjölskyldu,“ segir hún og hlær. Talsvert umstang er að vonum í kringum veisluna næstu helgi en Lilja Sesselja nýtur liðsinnis dætra sinna, þeirra Önnu Lilju og Mar- grétar Birnu, við undirbúning veislunnar, ásamt öðrum fjölskyldu- meðlimum. Hún starfar sem textílmenntakennari í Smáraskóla. „Það er skemmtilegt og fjölbreytt starf. Ég finn að krakkarnir hafa gaman af list- og verkgreinum þar sem þau vinna með höndunum, það er kærkomin tilbreyting frá skólabókunum.“ Hún segir hann- yrðaáhuga síst fara minnkandi hjá yngri kynslóðunum. „Hann eykst jafnt og þétt í takt við áhuga á hönnun og textílverki í dag. Þannig hefur aukist að nemendur kunni grunnhandtök í prjóni og sauma- skap og hafi mikinn áhuga,“ segir Lilja. gudrunsoley@mbl.is Lilja Sesselja Steindórsdóttir 40 ára Fjör „Tvítugsafmælið var haldið á Glaumbar. Þangað bauð ég öllum sem ég hitti í tvær vikur fyrir partíið auk vina og fjölskyldu,“ segir Lilja. Bakar synduga sælu fyrir afmælið Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Grindavík Gissur Ari fæddist 22. febr- úar kl. 19.45. Hann vó 4.125 og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Anna Dröfn Clausen og Sigurður Óli Þór- leifsson. Nýir borgarar Stöðvarfjörður Erna Björk fæddist 21. apríl kl. 6.49. Hún vó 3.340 g og var 49 cm löng. Foreldrar þeirra eru Anna Kristín Jóhannsdóttir ogKjart- an Freyr Stefánsson. S igurbjörg fæddist á Siglu- firði og ólst þar upp til tíu ára aldurs en síðan í Reykjavík, fyrst í Sig- túninu en síðan í Ljós- heimunum. Hún var í Laugarnes- skóla, lauk síðan landsprófi og útskrifaðist frá Kvennaskólanum. Síðar lauk hún prófum frá Fisk- vinnsluskólanum í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófum frá FB og er ferða- málafræðingur frá Ferðamálaskól- anum í Kópavogi. Að loknu námi við Kvennaskólann stundaði Sigurbjörg skrifstofustörf í Reykjavík, m.a. hjá Loftleiðum. Hún flutti til Egilsstaða 1976 og stundaði þar skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Þau hjónin fluttu síðan að Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá þar sem Sigurbjörg var kúabóndi, kirkjuvörður og meðhjálpari á ár- unum 1981-89. Þá fluttu þau til Hornafjarðar en á þeim árum lauk hún prófum frá Fiskvinnsluskól- anum og vann við fiskvinnslu þar Sigurbjörg Inga Flosadóttir, hótelstjóri á Eyvindará II - 60 ára Öll saman komin Börn Sigurbjargar og Ófeigs. Frá vinstri: Guðný Inga, Aðalsteinn, Flosi Jón og Benedikt Gunnar. Á fullu í ferðaþjónustu Barnadætur Sigurbjörg og Ófeigur með Öldu Lísu og Selmu Ingu. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is FÍB AÐILD SPARNAÐUR OG ÖRYGGI FÍB AÐILD MARGBORGAR SIG Lögfræðiráðgjöf FÍB Aðstoð Þétt afsláttarnet Allt þetta innfalið og meira til! Ársaðild FÍB er aðeins kr. 6.600 Kynntu þér málið á fib.is eða í síma 414-9999 Tækniráðgjöf Eldsneytisafsláttur Félag íslenskra bifreiðaeigenda Skúlagötu 19 101 Reykjavík Sími. 414 9999 fib@fib.is www.fib.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.