Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 6. M A R S 2 0 1 3  Stofnað 1913  54. tölublað  101. árgangur  HÖRÐ KEPPNI Á MEISTARAMÓTI ÍSLANDS ÍSLENSKT TÓN- LISTARFÓLK Á FARALDSFÆTI KRISTÍN DAHLSTEDT SETTI SVIP Á REYK- VÍSKA MENNINGU SENDA ÚTLENDINGUM TÓNINN 38 ÁHUGAVERÐ ÆVINTÝRAMENNSKA 10380 KEPPENDUR ÍÞRÓTTIR Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissak- sóknari, segir að embættið geti ekki sinnt þeim lögbundnu verkefnum sem því eru falin miðað við þann mannafla og fjárframlög sem emb- ættið hafi til umráða. Jafnframt geti fjárskortur vegið að sjálfstæði embættisins. Þetta kemur fram í ársskýrslu ríkissaksóknara fyrir ár- ið 2011, sem kom út á mánudaginn. „Staða ríkissaksóknara hefur verið þessi allavega undanfarin 10 ár. Embættið hefur verið rekið fyr- ir um það bil 150 milljónir und- anfarin ár, en það er bara ekki nóg. Skilningsleysi yfirvalda á verkefn- um ákæruvaldsins er hins vegar óskiljanlegt. Sú viðbótarfjárveiting sem barst á fjárlögum er vonandi til marks um aukinn skilning yf- irvalda og hefur það í för með sér að við getum fjölgað stöðugildum um eitt eða tvö,“ segir Sigríður. Hún telur ekki loku fyrir það skotið að ákærendur muni forgangsraða málum sínum eftir því hvað þeir telja stjórnvöldum þóknanlegt. Sig- ríður tekur þó fram að engin merki þessa hafi sést, en telur mögu- leikann engu að síður fyrir hendi. Við þær aðstæður væri hægt að draga sjálfstæði ákæruvaldsins al- varlega í efa. Sigríður segir að verði stjórnarskrárákvæði um sjálf- stæði ákæruvalds að veruleika, sambærileg við þau sem tryggja sjálfstæði dómstóla, yrðu þau óvirk í reynd ef fjárframlög til ákæru- valdsins yrðu ekki tryggð samhliða því. Ögmundur Jónasson, innanríkis- ráðherra, sagði að ríkissaksóknari hefði eins og aðrir liðið fyrir hrunið. MEmbætti ríkissaksóknara »22 Vegið að ákæruvaldinu  Ríkissaksóknari segir embættið ekki geta sinnt lögbundnum verkefnum  Skilningsleysi yfirvalda óskiljanlegt  Hefur liðið fyrir hrunið, segir ráðherra Fáliðað ákæruvald » Hjá embætti ríkissaksókn- ara starfa níu ákærendur og fimm ritarar. » Ríkissaksóknari telur emb- ættið ófært um að sinna lög- boðnum skyldum sínum. » 150 milljónir duga ekki ár- lega til embættisins. » Aukafjárframlag veitt emb- ættinu á fjárlögum 2013. Veruleg gagnrýni kemur fram á frumvarp velferðarráðherra um breytingar á fyrirkomulagi ellilífeyr- is í umsögn fjárlagaskrifstofu fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins. Breytingarnar eru m.a sagðar vega að styrkleika núverandi lífeyriskerf- is og gagnrýnt er að ekki var haft samráð við fjármála- og efnahags- ráðuneytið um möguleg áhrif fyrir ríkissjóð eins og áður hafi tíðkast með mál af svipaðri stærðargráðu. „Í öðrum löndum er slíkt samráð vana- lega talið vera lykilatriði til að tryggja framgang slíkra mála,“ segir í umsögninni. Fram kemur að verði frumvarpið lögfest í núverandi mynd er áætlað að útgjöld ríkissjóðs vegna bóta til ellilífeyrisþega mundu aukast strax á árunum 2013–2014 um 2–3 millj- arða og þegar ákvæði frumvarpsins væru að fullu komin til framkvæmda 2017 er áætlað að árleg útgjalda- aukning mundi nema 9–10 milljörð- um kr umfram áætlaða útgjalda- aukningu í núverandi kerfi. Ekki hafi verið gert ráð fyrir viðlíka aukningu opinberra útgjalda sem leiði af sam- þykkt frumvarpsins, hvorki í fjárlög- um yfirstandandi árs né í langtíma- áætlun ríkisstjórnarinnar um jöfnuð í ríkisfjármálum. omfr@mbl.is »14 Án samráðs við fjármálaráðuneyti  Frumvarp um ellilífeyri gagnrýnt  9-10 milljarða króna árleg útgjaldaukning Áform Einfalda á bætur ellilífeyris- þega og draga úr tekjutengingu. Morgunblaðið/Ómar  Hreppsnefnd Rangárþings ytra hefur samþykkt heimild til upp- setningar tveggja vindmyllna í Þykkvabæ, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Myllurnar eru reistar í þeim tilgangi að draga úr orku- kostnaði Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar. Vindmyllurnar verða reistar á akri norðan við kartöfluverksmiðj- una, utan við landbúnaðarþorpið. Hreppsnefnd ákvað að kanna hvort framkvæmdin félli undir ákvæði laga um umhverfismat og láta hana fara í grenndarkynningu. »12 Vindmyllur til orku- öflunar í Þykkvabæ Vindmyllur Enn fjölgar þeim.  Hugo Chavez, forseti Vene- súela, lést í gær úr krabbameini, 58 ára að aldri. Þetta staðfesti varaforseti landsins, Nicolas Maduro, í gær- kvöldi í sjón- varpsávarpi til þjóðarinnar. Chavez hafði glímt við krabbamein um árabil. Hann sneri heim í síðasta mánuði eftir að hafa farið í krabba- meinsmeðferð á Kúbu. Hann hafði ekki sést opinberlega síðan hann kom heim. Gaf Maduro í skyn að árás á forsetann hefði valdið veik- indunum og þau yrðu rannsökuð. Chavez lætur eftir sig fjögur börn. Chavez látinn og veikindin rannsökuð Hugo Chavez „Af myndum að dæma finnst mér þetta líta skelfilega út. Mér sýnist þetta vera gróft dæmi um utanvegaakstur,“ sagði Arnar Már Ólafsson, markaðsstjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, um utanvegaakstur þvert yfir fjölfarna göngu- leið ferðamanna sem leið eiga á Sólheimajökul. Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú utan- vegaaksturinn. Vitað er hverjir ollu spjöllunum. gudni@mbl.is »2 Ljósmynd/Arnar Sigurðarson „Mér sýnist þetta vera gróft dæmi um utanvegaakstur“ Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar utanvegaakstur á vinsælum ferðamannastað við Sólheimajökul  Stjórnarskrár- málið er á dag- skrá Alþingis í dag. Enginn botn fékkst í það í gær hverjar lyktir málsins yrðu á þessu þingi. For- menn flokkanna funduðu um af- greiðslu stjórn- arskrármálsins og fleiri mála. Þess var vænst í gær að formennirnir myndu hittast aft- ur í dag. Væntanlega verður lögð fram dagskrártillaga á Alþingi í dag eða á morgun um hvernig ljúka eigi málinu, að sögn Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar. Mun hún ganga út á að klára allt málið, í stað þess að afgreiða einhverja búta úr frumvarpi til stjórnskip- unarlaga. Fáist sú tillaga samþykkt sér Þór ekki ástæðu til að leggja fram tillögu um vantraust. »2 Stjórnarskráin á dagskrá í dag Árni Páll og Katrín Jakobsdóttir í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.