Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 4
SVIÐSLJÓS
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Við gerum einfaldlega þá kröfu að
þeir sem framleiða matvörur kynni
sér þær reglur sem gilda þar um, þar
á meðal hvað eigi að koma fram á
umbúðum og að neytendur geti
ávallt treyst því að á þeim séu réttar
upplýsingar og þær upplýsingar sem
þar eiga að vera. Þarna vantar dálít-
ið upp á það,“ segir Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasamtak-
anna, um þær athugasemdir sem
Matvælastofnun (MAST) hefur gert
við innihald fjölda framleiðsluvara.
Talsvert mikið af ábendingum
berst samtökunum út af matvörum,
meðal annars vegna merkinga á
þeim. Jóhannes segist ganga út frá
því að heilbrigðiseftirlit sveitarfélag-
anna heimsæki þau fyrirtæki sem
framleiði vörurnar sem MAST gerir
athugasemdir við og tryggi það að
þeim hlutum verði kippt í liðinn.
„Meginmálið er að framleiðendur
hafi þetta í lagi eins og þeim ber að
gera samkvæmt lögum og reglum.“
Jóhannes segir að alltaf séu ein-
hverjir sem ekki fari að settum
reglum og telur að auka þurfi eftirlit
með framleiðendunum.
„Miðað við þær kvartanir sem við
fáum þá er það okkar mat að það
þurfi að herða matvælaeftirlit í land-
inu frekar en hitt,“ segir hann.
Kjartan Hreinsson, dýralæknir
hjá Matvælastofnun, segir að það sé
alltaf á dagskrá stofnunarinnar að
herða reglubundið eftirlit og að í ljósi
niðurstaðnanna nú verði reynt að
fylgja því betur eftir. Það hafi meðal
annars verið á eftirlitsdagskrá þessa
árs að leggja sérstaka áherslu á inni-
haldsmerkingar, til dæmis með nám-
skeiðum fyrir fyrirtæki.
„Það sem kemur í ljós í þessari
könnun, sem er stikkprufa, er að það
er einhver pottur brotinn. Það kann
vel að vera að það sé ástæða til að
fylgjast vel með því en eftirlit með
vörum á markaði er hjá heilbrigð-
iseftirliti sveitarfélaga. Að svo
komnu máli hefur ekki verið tekin
nein formleg ákvörðun um að rann-
saka fleiri vörur. Við munum ein-
beita okkur að þessu merkingarátaki
í fyrirtækjum eins og við getum.“
Það er snúið fyrir MAST að auka
eftirlit sitt því að stofnunin hefur
ekki neina sjóði til að ráðast í sýna-
töku á markaði eða til að bregðast
við óvæntum tilfellum eins og því
sem nú er komið upp. „Það er ekki í
fjárheimildum stofnunarinnar en
það er nauðsynlegt að fá slíkan sjóð.“
Kjartan nefnir að þegar díoxín-
mengunarmálin hafi komið upp hafi
nokkurra milljóna rannsóknarkostn-
aður fallið á MAST.
Þarf að herða matvælaeftirlit
Neytendasamtökin krefjast réttra merkinga á matvælum og að framleiðendur fari að lögum og regl-
um Matvælastofnun skortir sjóði til þess að bregðast við þegar óvænt tilfelli koma upp
Jóhannes
Gunnarsson
Kjartan
Hreinsson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Ágætis veður var á loðnumiðunum út af Horna-
firði á mánudag og var um tugur skipa á veiðum.
Loðnan var ekki á stóru svæði og þröngt á torf-
unni eins og sjá má á myndinni. Ásgrímur Hall-
dórsson var á miðunum á mánudaginn og fékk
1.200 tonn í fimm köstum, að sögn Sigbjörns
Guðmundssonar stýrimanns. Töluvert af hval
hefur verið á miðunum í vetur og sótti hann tölu-
vert í loðnuna á mánudaginn. Í gær var hins veg-
ar bræla á loðnumiðunum úti fyrir Hornafirði og
spáin ekki góð. Voru nokkur skip því á leið vest-
ur með landinu. heimirs@mbl.is
Veður hamlaði loðnuveiðum í gær og nokkur skip á leið vestur
Ljósmynd/Börkur Kjartansson
Skip við skip á loðnu úti fyrir Hornafirði
Víðir ætlar að opna nýja matvöru-
verslun við Hringbraut í Vesturbæ
Reykjavíkur og er stefnt að því að
það verði í lok þessa mánaðar, að
sögn Eiríks Sigurðssonar, kaup-
manns í Víði. Verslunin verður í öðr-
um helmingi hússins þar sem bygg-
ingarvöruverslunin Byko var áður til
húsa en Pósturinn er í hinum helm-
ingi hússins.
„Við höfum fengið mjög góðar við-
tökur frá ánægðum viðskiptavinum
og við erum mjög þakklát fyrir það.
Þeir hafa mikið óskað eftir því að við
opnuðum verslun í Vesturbænum og
við erum að verða við þeim óskum,“
segir Eiríkur.
Þetta verður þriðja verslun Víðis
en fyrirtækið hóf fyrst starfsemi í
Skeifunni 11 árið 2011. Síðar sama ár
var önnur verslun opnuð við Garða-
torg í Garðabæ. Eiríkur segir að
fleiri verslanir séu hins vegar ekki í
farvatninu eins og er.
„Við hugsum bara um hverja
verslun fyrir sig í einu. Það má segja
að það sé neytandinn sem ræður
ferðinni í þessum efnum. Við reynum
bara að koma til móts við okkar við-
skiptavini. Núna erum við að opna í
Vesturbænum. Við ætlum að vanda
okkur og gera vel þar,“ segir Eirík-
ur. kjartan@mbl.is
Opna nýja Víðisverslun við
Hringbraut í Vesturbænum
Fleiri nýjar
verslanir eru ekki
fyrirhugaðar
Morgunblaðið/Júlíus
Verslun Byggingin sem Víðir hefur starfsemi í síðar í þessum mánuði. Hún
stendur á horni Hringbrautar og Ánanausta í Vesturbæ Reykjavíkur.
Skipulags-
stofnun hefur
komist að þeirri
niðurstöðu að
hækkun uppsetts
afls Múlavirkj-
unar í Eyja- og
Miklaholtshreppi
úr 1,9 MW í 3,2
MW sé ekki lík-
leg til að hafa í
för með sér um-
talsverð umhverfisáhrif og skuli því
ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun gagnrýnir hins
vegar Múlavirkjun ehf. fyrir að
hafa ekki staðið við eigin yfirlýs-
ingar um tilhögun og umfang fram-
kvæmdarinnar. Vakin er athygli á
að virkjunin sé háð framkvæmda-
leyfi, starfsleyfi og breytingum á
deiliskipulagi.
Lítil umhverfisáhrif
en ýmissa leyfa þörf
Afl Múlavirkjun
hefur stækkað.
Opnað verður fyrir framtalsskil
einstaklinga á þjónustuvefnum
skattur.is á morgun, 7. mars.
Rafræn þjónusta embættis rík-
isskattstjóra vegna framtalsgerðar
færist sífellt í aukana. Í fyrra var
97,3% allra skattframtala skilað
rafrænt. Stefnt er að því að papp-
írsframtöl heyri sögunni til frá og
með næsta ári og verði eingöngu
notuð í undantekningartilvikum.
Opnað fyrir fram-
talsskil á morgun
Stjórn Astma- og ofnæmis-
félagsins hefur skorað á fyr-
irtæki í matvælaiðnaði að
merkja vörur sínar með ítarleg-
um og sönnum upplýsingum um
allt innihald þeirra vara sem
þeir framleiða. Við val á fæðu
fyrir ofnæmissjúka reiði þeir og
ábyrgðarmenn þeirra sig alger-
lega á það að merkingarnar séu
sannar og réttar.
Reiða sig á
merkingar
OFNÆMISSJÚKIR
Eindagatímabil á afborgunum á lán-
um frá Íbúðalánasjóði hefur verið
stytt og er nú þrír dagar en áður
höfðu viðskiptavinir að jafnaði 14
daga til að borga eftir gjalddaga.
Breytingin tekur gildi hinn 1. apríl
næstkomandi.
Í bréfi til viðskiptavina segir að
Íbúðalánsjóður leggi áherslu á hag-
ræði í rekstri og nú hafi verið ákveð-
ið að af endurskoða innheimtuferli
sjóðsins. Í fréttatilkynningu frá
Íbúðalánasjóði segir að hagræði
sjóðsins vegna þessara breytinga
geti numið um 80 milljónum á ári.
Auk þess segir að aðeins örlítið brot
af því hagræði komi frá lánþegum,
vaxtatap hvers lánþega sjóðsins
vegna breytingarinnar sé að meðal-
tali undir 150 krónum á ári að því
gefnu að greiðslan komi af hefð-
bundnum launareikningi eins og sé
oftast reyndin.
Þá segir í fréttatilkynningunni að
með breytingunni sé Íbúðalánasjóð-
ur með svipaða skilmála og flest fyr-
irtæki sem sendi mánaðarlega reikn-
inga til heimila í landinu, skilmálar
þeirra feli oft í sér að eindagi sé ein-
um til þremur dögum eftir gjalddaga
ef ekki sama dag.
heimirs@mbl.is
Lánþegar borga
ÍLS fyrr en áður
Eindagatímabil stytt í þrjá daga
Morgunblaðið/Arnaldur
Gjöld Allra leiða er leitað til hag-
ræðingar í rekstri Íbúðalánasjóðs.