Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Þar kom að því að bók umljósmyndarann RobertCapa ræki á fjörur ís-lenskra lesenda. Ef líf ein- hvers var sem sniðið í hasarsögu eða æsilega kvikmynd, þá var það líf Capa. Ungverjinn sem skipti um nafn og varð fremsti stríðsljósmynd- ari sögunnar, einn stofnenda hins goðsagnakennda hóps ljósmyndara sem kallaði sig Magnum eftir stóru kampavínsflöskunum, elskhugi frægra leikkvenna, fjárhættuspilari sem lét lífið þegar hann steig á jarð- sprengju í einu átökunum sem hann vildi ekki fara að ljósmynda, í Indó- kína árið 1954. Þá var hann rétt rúmlega fertugur. Saga spænsku skáldkonunnar Susana Fortes, Biðin eftir Robert Capa, er á kápu sögð „Sannsöguleg rómantísk skáldsaga“. Og víst er þetta áhugaverð bók, um merkilegt fólk og mikilvægt tímabil á tutt- ugustu öld, og hefur farið allt of lágt eftir að hún kom út hér. Höfundurinn tók að viða að sér efni í bókina, eftir að fjöl- miðlar heimsins greindu frá þeim merkilega fundi árið 2008, að í Mexíkó hefði komið í leitirnar taska með 3.000 áður óþekktum ljós- myndum Capa, unnustu hans Gerdu Taro og Davids Seymours, sem þekktur er í ljósmyndasögunni sem Chim. Þeir Capa stofnuðu Magnum með mesta ljósmyndara 20. aldar, Henri Cartier-Bresson, og allt kem- ur þetta fólk við sögu. Bókin hverfist þó um sögu elsk- endanna og ljósmyndaranna Capa og Taro. Hún var gyðingur sem hrökklaðist sökum ofsókna nasista til Parísar á fjórða áratug liðinnar aldar, hann var kominn til sömu borgar frá Ungverjalandi, að reyna fyrir sér sem ljósmyndari. Þetta er ljóðræn frásögn og trú heimildum um líf fólksins og vina þess; stokkið er til og frá í tíma án þess að þráð- urinn tapist, og lesandinn veit því oft fyrir hvað muni gerast og hvers vegna, og hann fær flest svörin að lokum. Þetta er saga um drauma og hugsjónir, og mikinn faglegan metn- að, sem dregur ljósmyndarana til Spánar að skrásetja borgarastyrj- öldina í myndum. Þar mótast per- sónurnar í hildarleiknum og aðeins annað þeirra snýr aftur. Lesandinn hrífst með áhuga höf- undar á sögupersónunum og að- stæðum þeirra, þótt tilfinningahit- inn verði á stundum nokkuð yfirdrifinn. Atburðir eru sviðsettir, oft á tíðum býsna vel og á sviðinu miðju eru alltaf þessar merkilegu sögupersónur sem höfðu umtalsverð áhrif á sögu ljósmyndunar og frétta- mennsku á öldinni sem leið. Biðin eftir Robert Capa er saga fyrir unnendur dramatískra frá- sagna, og skyldulesning fyrir áhuga- fólk um ljósmyndun. Þýðingin er lip- ur og textinn vandaður, nema kannski þegar myndavélum og myndatökum er lýst; þar hefði mátt leita til fagfólks sem þekkir íslenskt orðfæri ljósmyndaheimsins á sögu- tímanum. Elskendur Gerda Taro og Robert Capa eru aðalpersónur bókarinnar. Taro lést þegar hún var að mynda borgara- styrjöldina á Spáni árið 1937, 27 ára gömul. Capa lifði hinsvegar að mynda fleiri styrjaldir en lést 1954. Dramatísk saga stríðsljósmyndara Söguleg skáldsaga Biðin eftir Robert Capa bbbmn Eftir Susana Fortes. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. Lesbók 2012. 234 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Leikkonan Geena Davis segir kynni ný- liðinnar Óskars- verðlauna- hátíðar, Seth MacFarlane, hafa sýnt konum óvirðingu með framkomu sinni á hátíðinni. Teiknimyndin Brave, sú sem var valin best teiknimynda á hátíðinni og segir af hugrakkri, ungri stúlku, hafi t.d. ekki fengið verðskuldaða at- hygli vegna framferðis kynnisins. Í myndinni sé sterk kvenpersóna og góð fyrirmynd fyrir ungar stúlkur. Meðal þess sem MacFarlane tók upp á var að syngja um leikkonur sem hafa verið berbrjósta í kvik- myndum. Davis gagnrýnir MacFarlane Geena Davis Kvikmyndaleik- stjórinn Steven Spielberg ætlar sér að vinna handrit að sjón- varpsþáttum upp úr kvikmynda- handriti Stanleys heitins Kubricks um Napóleon Bónaparte. Ku- brick skrifaði handritið árið 1961, hafði þá viðað að sér gríðarmiklum upplýsingum um Napóleon en hætti við gerð myndarinnar á áttunda áratugnum þar sem hún þótti of kostnaðarsöm og flókin í framleiðslu. Kubrick lést árið 1999 og var þekktur að full- komnunaráráttu sinni sem sýndi sig m.a. í því að hann varði sex ár- um ævi sinnar í að kynna sér ævi og störf Napóleons. Vinnur upp úr handriti Kubricks Steven Spielberg 100/100 R.Ebert 100/100 Entertainment Weekly DENZEL WASHINGTON Frá Óskars- verðlauna- leikstjóranum sem færði okkur Forrest Gump og Cast Away – Robert Zemeckis 2 ÓSKARSTILNEFNINGAR Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! 3 14 L 3 óskarstilnefningar “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is SÝND Í 3D(48 ramma) 21 AND OVER Sýndkl.8-10 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D Sýndkl.6 FLIGHT Sýndkl.9 VESALINGARNIR Sýndkl.6-9 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar m.a. Besta leikkona í aukahlutverki 12 12 12 ÓSKARSVERÐLAUN M.A. BESTI LEIKARI ÁRSINS DANIEL DAY-LEWIS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -EMPIRE 21 AND OVER KL. 5.50 - 8 - 10 14 THIS IS 40 KL. 8 12 / DIE HARD 5 KL. 10.20 16 JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.50 12 21 AND OVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 14 21 AND OVER LÚXUS KL. 3.40 - 8 - 10.10 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 3.40 - 5.50 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.40 L THIS IS 40 KL. 8 - 10.45 12 DIE HARD 5 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 HÁKARLABEITA 2 KL. 3.30 L DJANGO KL. 5.40 - 9 16 “MÖGNUÐ MYND Í ALLA STAÐI” -V.J.V., SVARTHÖFÐI - H.S.S., MBL Yippie-Ki-Yay! JAGTEN (THE HUNT) KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THIS IS 40 KL. 10.30 12 KON-TIKI KL. 5.30 - 8 12 LIFE OF PI 3D KL. 8 - 10.40 14 FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 3D KL. 6 L LINCOLN KL. 6 - 9 14 : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 18. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐStórglæsilegt páskablað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 22. mars. Páskablaðið Matur, ferðalög og viðburðir um páskana verða meðal efnis í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.