Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Þ að er í sjálfu sér ekkert nýtt að ákæruvaldið sé undirmannað, þetta hef- ur komið fram hjá tveim- ur fyrirrennurum mín- um. Það breytir því hins vegar ekki að staðan er alvarleg og þetta skiln- ingsleysi stjórnvalda á hlutverki og verkefnum ákæruvaldsins ótrúlegt,“ segir Sigríður J. Friðjónsdóttir, rík- issaksóknari. „Stjórnvöld hafa boðað ýmsar breytingar á framtíðarskipulagi ákæruvaldsins og það er til með- ferðar í innanríkisráðuneytinu og í réttarfarsnefnd. Umræðan snýr til dæmis að því hvort ríkissaksóknari eigi að vera með öll alvarlegustu sakamálin á fyrsta stigi. Afleiðingar þess eru meðal annars þær að ákvarðanir okkar um niðurfellingu saksóknar eru ekki kæranlegar neitt,“ segir Sigríður. Samkvæmt ársskýrslu rík- issaksóknara fyrir árið 2011, sem kom út í vikunni, starfa hjá embætt- inu níu ákærendur og fimm ritarar. Heildarfjöldi ákærðra var til sam- anburðar 1.957 einstaklingar 2011. Sigríður sagði að ákveðin óvissa hefði ríkt um stöðu embættis rík- issaksóknara undanfarin ár. „Fjár- veitingar til ákæruvalds virðast ekki vera ofarlega á forgangslista. Ég kalla því eftir einhverri framtíðarsýn í þessum efnum,“ segir Sigríður. Stofnun embætta héraðssaksóknara og að færa verkefni til lögreglustjóra hafa verið í umræðunni. Því hafi ver- ið einhver tregða til að auka fjárveit- ingar til embættisins. „Það má segja um allar stofnanir ríkisins að þær hafa verið fjársveltar vegna hruns í tekjustofnum ríkisins í kjölfar hruns- ins. Það á við um ríkissaksóknara eins aðrar stofnanir. Embættið er hins vegar eins og allir að reisa sig við að nýju, og við horfum til fram- tíðar í þeim efnum hvað það snertir. Rétt er að vekja athygli á að á fjár- lögum þessa árs var ákveðið að veita 30 milljónir króna til viðbótar til embættisins til að efla það,“ segir Ögmundur Jónasson, innanrík- isráðherra. Ungir karlmenn líklegastir Árið 2011 bárust embætti rík- issaksóknara 172 mál til ákæru- meðferðar fyrir brot á kynferð- isafbrotakafla almennra hegningarlaga. Til samanburðar bár- ust 149 kynferðisafbrotamál til með- ferðar árið 2010. Á sama tíma fækk- aði alvarlegum líkamsárásarbrotum úr 69 í 50 en alvarlegum fíkniefna- brotum fjölgaði úr 12 í 14. Flestir hinna ákærðu voru karlmenn á aldr- inum 20 til 24 ára, eða 399 talsins. Kynbræður þeirra á aldrinum 25 til 30 ára fylgja á eftir, en 320 ákærðra voru karlar á þeim aldri, fleiri en all- ar þær konur sem sættu ákæru það ár, en ákærðar konur árið 2011 voru samtals 272. Af öllum þeim 1.957 sem sættu ákæru árið 2011 voru því 719 karlmenn á aldrinum 20 til 30 ára, eða 36%. Í heild eru karlmenn ákærðir í 86% mála, en konur 14%. Ákæruhlutföll ríkissaksóknara Ákært Fallið frá saksókn eða ákærufrestun Niðurfelld mál Alls: 172 Alls: 537 Alls: 1.427 93 (54%) 5 (3%) 74 (43%) 285 (53%) 42 (8%) 210 (39%) 861 (60%)328 (23%) 238 (17%) Kynferðisafbrot Manndrápsbrot og líkamsmeiðingar Auðgunarbrot Embætti ríkissak- sóknara undirmannað 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Einhverjarund-arlegar viðræður fara fram á milli for- ystumanna stjórn- málaflokkanna og fulltrúa annarra óskilgreind- ari hópa. Þessar viðræður hafa þann eina tilgang að skera rík- isstjórnina niður úr snörunni sem hún hefur síðustu mánuði og misseri hnýtt um hálsinn og útlit er fyrir að herðist að á næstu dögum og vikum verði stjórnarflokkunum ekki komið til bjargar. Allt er þetta mjög óvenju- legt og skiljanleg sú afstaða sem formaður Framsókn- arflokksins hefur lýst að í jan- úar hafi flokkur hans verið reiðubúinn til viðræðna en nú sé of skammt í þinglok til að fara að ræða stjórnarskrár- breytingar. Það sýnir vel hve fráleitt þetta mál er að sá sem boðaði til fundarins sem haldinn var í gær hafði ekki einu sinni um- boð þingmanna sinna til samn- inga eins og ljóst var af um- mælum þeirra skömmu fyrir fundinn. Það skyldi ráðast af niðurstöðu samningaviðræðn- anna hvort um stuðning yrði að ræða. Ekki er síður undarlegt að ein rót fundarins er hótun Þórs Saari um að endurtaka vantrauststillögu sína, þá sömu og hann notaði sem svipu á stjórnarliðið fyrir fáeinum dögum. Og á fundinum var líka Guðmundur Steingrímsson sem er einhvers konar for- ystumaður annarrar Samfylk- ingarinnar og ríkisstjórnin reiðir sig á verði Þór ergileg- ur. Auðvitað er þessi endaleysa ekki boðleg. Auðvitað er ekki boðlegt að stjórn sem búin er að missa meirihluta sinn sé enn, örfáum dögum fyrir þing- lok, að reyna að böðlast við að þvinga í gegn stjórnarskrár- breytingar, allsherjarbreyt- ingar á fiskveiðistjórnarkerf- inu og heildarendurskoðun nokkurra annarra stórra málaflokka, auk fjölda smærri en þó veigamikilla mála. Og það að stjórnarliðar skuli eftir þennan undarlega samningafund halda áfram í gærkvöldi að dæla inn þing- málum sýnir að þeir telja að hægt sé að bjóða viðmæl- endum sínum upp á hvað sem er. Getur verið að svo sé? Enn telja stjórnar- flokkarnir að hægt sé á síðustu stundu að fá hina til bjargar} Einfaldlega of seint Örfáar vikureru nú til kosninga. Það er lýðræðisleg skylda stjórnvalda og for- ystu þjóðþingsins að tryggja að nægjanlegur tími gefist til kosningabaráttunnar. Þar var mjög út af brugðið fyrir fjór- um árum og þá vísað í neyðar- ástand, sem þó fékk naumast staðist. Nú bendir margt til að í vor verði framboð a.m.k. helmingi fleiri en þeir flokkar eða samtök eru sem eiga nú fulltrúa á Alþingi. Með því að halda þinginu í húsi lengur en stætt er á reyna þeir, sem eru á fleti fyrir, að koma í veg fyrir að kjósendur fái tækifæri til að kynna sér nýja kosti sem bjóðast. Ekki verður því þó trúað að hlaupið verði frá þeim lýðræðislegu skuldbindingum sem á stjórnvöldum hvíla. Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi alþingismaður, skrifaði eftirtektarverða grein í Morgunblaðið um síðustu helgi. Þar sagði: „Með verkum sínum hefur ríkisstjórnin hleypt inn í landið nútímainn- rásarher möppudýra. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð, sem áður var an- keri baráttunnar gegn ESB, er í þessu máli orðið að umskiptingi. Einu stjórn- málaflokkarnir, sem hafa ESB-andstöðu að baráttumáli, eru vel hægra megin við miðju. Þrátt fyrir að framboð til komandi kosninga séu mörg er ljóst að það eru fáir valkostir þjóðlegra vinstrimanna, sem hafna ásælni og heimvaldastefnu, hvort sem hún kemur frá NATÓ eða ESB.“ Þessi orð bera með sér að Bjarni bóksali hefur áhyggjur af því, eftir flótta virkra for- ystumanna úr VG, að margan skorti skjól fyrir sinn kross- aða kjörseðil. Vissulega séu til öflugir flokkar einarðir í and- stöðu við ESB-bröltið. En svo gott og blessað sem það sé, þá fylgi þeim flokkum sitthvað sem „þjóðlegir vinstrimenn“ felli sig illa eða ekki við. Og með góðum vilja má lesa út úr niðurlagi greinarinnar að ekki sé útilokað að hagur „þjóðlegu vinstrimannanna“ kunni að vænkast nokkuð áður en fram- boðsfrestur sé úti. Fjöldi framboða herðir á kröfu um nægan tíma fyrir kosningabaráttu} Eggjahljóð úr óvæntri átt? V orið 2011 birtist á Pressunni ekki- frétt um skoðanir Benedikts nokk- urs Jóhannessonar á Morgun- blaðinu. Þar er m.a. haft eftir hon- um: „Blaðið væri lélegt nútíma- blað vegna þess að það blandar saman fréttum og skoðunum.“ Þessari ekki-frétt fylgdu deili á Benedikt. Hann væri ritstjóri Vísbendingar, náfrændi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, „af Engeyjarættinni og áhrifamað- ur í flokknum um árabil“. Benedikt er reyndar systursonur Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, og faðir hans og Geir Hallgrímsson voru þremenningar af Zoëgaætt. Ekki-fréttin hefði orðið kræsi- legri hefðu þessar jólatréskúlur fylgt með. En þeim má kannski halda til haga, Á mánudag var svo Höskuldur Kári Schram með ekki- frétt í viðtalsformi á Stöð 2 þar sem staðhæft var að „bullandi“ óánægja væri meðal ESB-sinna innan Sjálf- stæðisflokks eftir að landsfundur ályktaði að hætta ætti viðræðum um aðild að ESB. Hér er það auðvitað ekki-frétt að þeir urðu óánægðir. En hitt hefði orðið frétt – hefðu þeir fagnað. Síðan er haft eftir ættarlauknum Benedikt, sem hélt fund með öðrum óánægðum, sem formaður Sjálfstæðra Evrópusinna: „Það eru margir sem eru býsna óánægðir og finnst það að flokkurinn sem hefur verið duglegur að finna mála- miðlanir þegar menn hafa ekki verið alveg sammála.“ (Finnst hvað um flokkinn?) Síðar segir í ekki-fréttinni: „Benedikt segir að þessi ályktun hafi fælt kjósendur frá flokknum.“ Hér bólar ekki á nokkrum rök- stuðningi. Loks segir m.a. í ályktun fundarins: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið í fararbroddi þeirra afla á Íslandi sem standa vörð um frjáls viðskipti og vestræna sam- vinnu. Sjálfstæðir Evrópumenn halda enn í þessi gömlu gildi þó að aðrir telji hagsmunum betur borgið með því að snúa blaðinu við …“ Höldum okkur við einföld aðalatriði: Á landsfundum Sjálfstæðisflokksins gildir sú lýðræðisregla að meirihluti ráði för þegar ágreiningur kemur upp. Fyrrnefnd ályktun var samþykkt af meginþorra landsfundarfull- trúa enda í samræmi við stefnu flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, árið 1929, um tvennt: Fullveldi Íslands og ein- staklingsfrelsi. Við stofnun hans var gefin út yfirlýsing um þessa stefnu hans. Hún er þessi: „1. Að vinna að því og undirbúa það, að Ísland taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og tuttugu og fimm ára samningstímabil sambandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanríkismálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsins og at- vinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Það er slæmt að rugla saman skoðunum og fréttum. En það er hálfu verra að hræra saman ekki-fréttum, ættarsnobbi, óskiljanlegum staðhæfingum og órök- studdum fullyrðingum. kjartangunnar@mbl.is Kjartan G. Kjartansson Pistill ESB og stefna Sjálfstæðisflokksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Árið 1975 gaf Frida Adler út bók- ina Sisters in Crime. Þar fjallaði hún um að konur mældust varla sem afbrotamenn, en hún taldi sig sjá merki þess á árunum áður en bókin kom út að kvenkyns af- brotamönnum fjölgaði. Að sögn Helga Gunnlaugssonar, afbrota- fræðings og prófessors við HÍ, spáði hún því að konur myndu ná körlum í afbrotum eftir því sem þær tækju virkari þátt í sam- félaginu utan heimilis, en svo hefur blessunarlega ekki orðið. „Við getum ímyndað okkur óaldarsamfélag þar sem konur væru jafnokar karla í afbrotum. Á hinn bóginn byggjum við sennilega í paradís ef afbrot karla væru jafnfátíð og kvenna. Að sama skapi má líta til töl- fræði yfir fangelsin í landinu, kvenfangar eru sjaldnast fleiri en 10 á hverjum tíma, meðan heild- arfjöldi fanga er í kringum 150. Þær konur sem sitja inni hafa hins vegar oft brennt allar brýr að baki sér og eru komnar gjör- samlega á endastöð. Það má því leiða líkur að því að konur þurfi að brjóta meira af sér til að sæta ákæru,“ segir Helgi. Konur sjald- an ákærðar KARLAR OFTAR GERENDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.