Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
…í landi þar sem
efnahagslegur óstöð-
ugleiki ríkir. – Það er
vinsælt þessa dagana
að segja að lausn alls
felist í því að banna
verðtryggingu. Að
sama skapi er óvinsælt
að segja að verðtrygg-
ing sé um margt hag-
stæð lánþegum þessa
lands. En ég ætla að
láta mig hafa það og
segja það sem þarf að segja. Bann
við verðtryggingu kemur fáum verr,
en lánþegum landsins.
Hvurn fjárann meinar maðurinn?
– kunna margir að segja nú, og ætla
ég að gera tilraun til að útskýra það
með einföldum hætti.
1 – Bann við verðtryggingu fækk-
ar þeim kostum sem lánþegar hafa
úr að velja þegar kem-
ur að því að fjármagna
framtíðina.
2 – Lánþegar hafa
þegar val um óverð-
tryggð lán með tilheyr-
andi vöxtum.
3 – Verðtrygging
hækkar ekki lán, held-
ur viðheldur virði eft-
irstöðvanna þannig að
þær endurspegla yfir
ákveðið tímabil virð-
isrýrnun peninga í
óstöðugu efnahags-
umhverfi.
4 – Enginn fengist til að lána
óverðtryggt fé til langs tíma í óstöð-
ugu efnahagsumhverfi án tilheyr-
andi vaxtaálags.
5 – Dreifing á greiðslum dagsins í
dag til dagsins á morgun, er það sem
veldur „hækkun“ höfuðstóls verð-
tryggðra lána. Við hver mánaðamót
erum við að taka lán fyrir hluta af
mánaðarlegri afborgun og bæta við
höfuðstól lánsins.
6 – Þessi greiðsludreifing gerir
okkur mögulegt að fjármagna t.a.m.
íbúðarkaup á þeim vaxtakjörum sem
lífeyrissjóðir landsins halda hér
uppi.
Og þar komum við að undirliggj-
andi vanda kerfisins, sem er ekki
verðtryggingin, heldur hið gríð-
arháa vaxtastig sem hér er haldið
uppi í skjóli langstærsta fjármagns-
eigandans, Lífeyrissjóðanna.
Þangað til hér verður komið
skikki á efnahaginn og þangað til
hér verður stokkað algerlega upp í
hinu ósjálfbæra lífeyriskerfi lands-
manna, þá munum við búa við verð-
tryggingu fjármuna.
Ekkert af þessu næst fram með
því að biðla til stærri ríkja-
sambanda, eða með því einu að bíða
þess að hér verði tekin upp önnur
mynt. Þetta næst aðeins fram með
því að hlúa að innviðum samfélags-
ins, nýta tækifærin sem innan þess
er að finna og umfram allt, að gera
það sem hér er framleitt og selt að-
laðandi í augum erlendra mynteig-
enda.
Það er því hagsmunamál lánþega
að stjórnmálamenn sýni aga og festu
og falli ekki í þá freistni að lofa bara
því sem vinsælt er heldur takist á við
undirliggjandi vanda. Hér þarf að
koma atvinnulífi í gang. Hér þarf að
fjölga fjárfestingarmöguleikum og
hér þarf að byggja upp hagvöxt sem
grundvallast á framleiðni einka-
framtaksins fremur en eyðslu og
skuldsetningu. Og hér þarf umfram
allt að stokka upp algerlega galið líf-
eyriskerfi.
Það er nefnilega þannig að hér á
landi borgum við samsvarandi 12%
af heildarlaunum í iðgjald. Þessu ið-
gjaldi er ekki bara ætlað að standa
straum af lífeyri, heldur stórum
hluta almannatryggingakerfisins.
Staðgreiðsluhlutfall er því sam-
anlagt yfir 49% á tekjur í fyrsta
þrepi og nær því 60% á tekjur í
þriðja þrepi.
Þessu þarf að breyta og þangað til
þessu verður breytt er bæði óábyrgt
og fjarstæðukennt að tala um afnám,
hvað þá bann við verðtryggingu.
Slíkt hefði ekkert í för með sér
annað en hrun samfélagsins.
Verðtrygging er hagsmunamál lánþega …
Eftir Guðmund
Andra Skúlason » Þangað til hér
verður stokkað
algerlega upp í hinu
ósjálfbæra lífeyriskerfi
landsmanna munum
við búa við verðtrygg-
ingu fjármuna.
Guðmundur Andri
Skúlason
Höfundur er formaður Samtaka
lánþega.
Ég er ný í lands-
málapólitíkinni sem
frambjóðandi. Ég er
nýkomin af lands-
fundi Sjálfstæð-
isflokksins. Á þessari
risavöxnu lýðræð-
issamkomu sem ný-
verið lauk fór ég
heim hnarreist. Mér
fannst sjálfsagt og
eðlilegt að góðar
ályktanir og sá einlægi vilji og
kraftur sem í hverjum einasta
þátttakanda á landsfundi kraum-
aði hlyti að ná í gegn til almenn-
ings, og hvílíkur kraftur sem þetta
var og gleði meðal samherja. Þörf-
in til að breyta rétt var allt-
umlykjandi.
Ég var auðvitað mishrifin af
sumum ályktunum sem sam-
þykktar voru. Ég var ekki ánægð
að breyta orðalagi um viðræðu við
ESB úr „hlé“ yfir í „hætt“. En
það sem ég vonaði og taldi mig
vita, var að lykilatriðið í álykt-
uninni hlyti að ná í gegn, sem var
að það þyrfti að spyrja þjóðina um
hvað hún vildi áður en lengra væri
haldið og það var samþykkt! Ekk-
ert verður gert fyrr en þjóðin fær
að tjá sig. Mér fannst tillagan um
að loka einhverri bjúrókrasíu sem
ekki er kostuð af ríkinu ekki
skipta máli og vera sérstök. Ég
trúi á frelsið og treysti því að fólk
finni hjá sér mikla
ábyrgð þegar kemur
að því að leita sér
upplýsinga. Þetta
sannaði Icesave.
Við vorum öll sam-
mála um for-
sendubrest verð-
tryggðra lána sem nú
sligar almenning.
Samþykktar voru
ályktanir um að leyfa
fólki að skila lyklum
og byrja að nýju.
Samþykktar voru al-
mennar leiðréttingar
á höfuðstól lána. Samþykkt var að
verðtryggt lánaumhverfi gengi
ekki svona lengur. Við lögðum
áherslu á val og frelsi lántaka um
leið og allir gerðu sér grein fyrir
því að skuldaleiðrétting kostar
alltaf einhvern eitthvað. Ég sakn-
aði þess hins vegar að umræða um
vísitölutenginguna við verðtryggð
lán hafi ekki náð í gegn.
Við samþykktum að leita ætti í
enn auknari mæli eftir að gera frí-
verslunarsamninga við Asíu og
Ameríku svo eitthvað sé nefnt.
Allt í nafni þess að auka val og
verðfrelsi neytandans. Við vildum
leita allra leiða til að leysa mynt-
vandamál Íslands, hvort sem það
væri gert með krónu eða annarri
mynt. Engum dyrum var lokað.
Ég fór af fundi ánægð.
Upplifun mín eftir fundinn er
nánast súrrealísk. Allt er slitið úr
samhengi. Enginn kærir sig um
langar útskýringar eða mat á
raunhæfni. Bara fyrirsagnasláttur
og upphrópanir. Annað hvort lof-
uðum við of miklu eða of litlu.
Umræða um landsfund VG fór
hljótt og virtist ekki skipta neinu
máli.
En ég held keik áfram og bíð
spennt eftir því sem kemur. Ég
trúi á stefnuna og fólkið sem hana
ber í hjarta sínu. Ég ber þá von í
brjósti þegar nýjabrumið af
stórum loforðum rennur frá og sú
staðreynd að sumir vilji bara
halda áfram að hækka skatta og
raunsæið tekur völd, að þá muni
fólkið í landinu átta sig á að hóg-
værar en þó gríðarlega mik-
ilvægar tillögur Sjálfstæðisflokks-
ins séu landinu og framtíð þess
nauðsynlegar. Ég mun leggja mig
alla fram til þess að þessi boð-
skapur nái til allra þeirra sem
þurfa hann að heyra og leggja á
hann mat.
Stefnan og fólkið
Eftir Karen
Elísabetu
Halldórsdóttur
»En ég held keik
áfram og bíð spennt
eftir því sem kemur.
Ég trúi á stefnuna
og fólkið sem hana
ber í hjarta sínu.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Höfundur skipar 7. sætið á
framboðslista Sjálfstæðisflokksins
í Kraganum.
Jón Steinar leggur
þarft orð inn í um-
ræðuna um skuldamál
heimilanna í Morg-
unblaðinu þann 5.
mars. Hann spyr hvort
stjórnmál eigi að snú-
ast um skuldamál
manna á milli. Hann
leggur fram 7 staðhæf-
ingar sem ég vildi
gjarnan ræða við lög-
manninn.
1. Hvort það sé eðlilegt að samn-
ingsrétturinn gildi við endurgreiðslu
á peningalánum. Svarið við þessu er
já, nema á neytendalánum, um það
gilda lög númer 121 frá 1994. Það er
líka ljóst að verðtryggingin er af-
leiðusamningur sem heimilin geta
ekki tekið á sig þegar það verður
kerfishrun.
2. Jón Steinar gefur sér það að ef
sá sem á peninga fái ekki raunvirði
auk vaxta muni hann ekki lána sína
peninga. Það er ekki þannig í öllum
hinum vestræna heimi, þar eru ekki
endilega raunvextir, sérstaklega síð-
ustu árin.
3. Jón Steinar gefur sér það að
margir vilji losna undan skuldunum.
Málið snýst ekki um það, heldur að
farið sé að lögum. Það er engin ástæða
til þess að gera lítið úr aðstæðum
fólks, við að ná rétti sínum.
4. Það kostar ekki
neitt að fara að lögum.
Ef einhver gefur út
rangan reikning og ger-
ir síðan leiðréttingu, þá
kostar það ekki neitt.
Nýlegir dómar um ólög-
mæti erlendu lána kost-
uðu engan neitt, heldur
minnkaði peningamagn
í umferð og skuldir
heimilanna í leiðinni.
Þannig lagfærðist efna-
hagsvandi þjóðarinnar
að hluta.
5. Stjórnmálaflokkar sem eru að
bjóða fram úrræði til að létta af
mönnum skuldirnar, en ekki að fara
að lögum, eru að færa til skuldabyrð-
ina, en eru ekki að létta byrðarnar.
Það er leið til að auka efnahagsvand-
ann, en ekki til að leysa hann.
6. Ég er sammála Jóni Steinari
um að þeir sem eru að reyna að ná
sér í atkvæði með loforðum um
skuldaleiðréttingar eru í raun lodd-
arar og það kemur aðeins út úr þeim
umræðufroða sem villir um fyrir
fólki.
7. Stjórnmálabarátta á ekki að
snúast um kjör í lánasamningum,
um það get ég verið Jóni Steinari
sammála.
Það er rétt hjá Jóni Steinari að
fólk eigi að fá að ráða einkamál-
efnum sínum og því fylgir ábyrgð
eins og dagur fylgir nóttu. Það eru
líka lög eins og neytendalánalögin
sem setja skýr mörk um það hvernig
eigi að fara með þetta frelsi og það
fylgir ábyrgð hjá þeim sem lána
mönnum fé að fara að lögum í því
efni. Lánveitendur geta ekki hunds-
að lögin og beitt almenning hnefa-
réttinum.
Það er ofar mínum skilningi að
lögmaður og fyrrverandi hæstarétt-
ardómari vilji að hnefarétturinn eigi
að gilda í skuldamálum heimilanna
en ekki lögin.
Þeir sem eru að fara inn á um-
ræðuvöllinn um skuldamál heim-
ilanna þurfa að halda sér við hvað
skiptir máli og hvað ekki. Það er
nefnilega umræðuryk að vera að
setja aðra þætti inn og rugla fólk í
ríminu.
Umræðufroða
og umræðuryk
Eftir Björn
Vernharðsson
Björn
Vernharðsson
» Það er ofar mínum
skilningi að lögmað-
ur og fv. hæstarétt-
ardómari vilji að hnefa-
rétturinn eigi að gilda í
skuldamálum heim-
ilanna en ekki lögin.
Höfundur er sálfræðingur.
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
Gram heimilistækin eru vönduð í gegn
Nilfisk þekkja allir
Fyrsta flokks frá Fönix