Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er margt sem glepur hugann og
þú mátt hafa þig alla/n við til þess að geta
einbeitt þér að verkefnum dagsins. Settu
þínar þarfir framar öðrum.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að flækjast ekki inn í at-
burðarás sem gæti komið þér í koll. Vertu
ekki að velta þér upp úr fortíðinni, þú breytir
engu þar.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Kauptu eitthvað falllegt fyrir heim-
ili þitt í dag. Vertu réttlát/ur og leyfðu öðr-
um að blómstra, þótt það verði eitthvað á
þinn kostnað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Vertu opin/n, brostu og heilsaðu
glaðlega þeim sem þú mætir í dag, þú munt
verða undrandi á viðbrögðunum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Horfðu ekki fram hjá því að verk þín
kunna að valda einhverjum erfiðleikum, þótt
margir njóti góðs af. Ekki deila við dóm-
arann.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það hefnir sín síðar að stinga höfðinu
í sandinn og halda að öll vandamál séu þar
með úr sögunni. Einhver vill ræna þig
gleðinni, ekki leyfa það.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur náð langt, en staldrar sjaldan
við og hrósar þér. Gakktu í það að koma öll-
um málum á hreint svo þú getir snúið þér að
framtíðinni. Ekki taka það persónulega þó
einhver gagnrýni verk þín.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hlutirnir ganga oft betur og
hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir
umhverfinu. Ef þú ert með góða hugmynd
sem þú vilt koma áleiðs áttu að láta hana í
ljós í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Að læra er ekki að læra utan að,
heldur að taka þátt í lífinu. Þér verður boðið
í stutta ferð, farðu endilega ef þú mögulega
getur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það eru miklar breytingar í gangi
og þú verður að hafa þig alla/n við til þess
að fylgjast með og læra ný vinnubrögð. Þú
átt viðurkenningu skilið fyrir þolinmæði þína.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Varastu að láta hugmyndaflugið
hlaupa með þig í gönur núna. Málaðu ekki
skrattann á vegginn, það er engin ástæða til
þess.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Búðu til líkan af því sem þig dreymir
um – í huganum. Hikaðu ekki við að sýna
öðrum hversu miklu máli þeir skipta þig.
Í klípu
„GÓÐ FERILSKRÁ, EN KANNSKI
FULLMIKIÐ AF TÆKNIBRELLUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„FRELSI!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar þér líður
eins og mikilvægustu
manneskjunni í
herberginu.
HANN ER EINBEITTARI
EN VENJULEGA.
AF HVERJU KOM HELGA
MEÐ Í SEINNA ÁHLAUPIÐ Á
ÞENNAN ENSKA KASTALA?
HÚN TREYSTIR MÉR
EKKI TIL AÐ SKIPTA
AFMÆLISGJÖFUNUM
HENNAR.
Skjótt skipast veður í lofti. Ekki erlangt síðan vor var í lofti og gróð-
ur allur kominn á skrið. Nú hefur
frostið læst klónum sínum í allt og
fyrir utan gluggann hjá Víkverja
gægjast græn strá upp úr snjóföl,
sem liggur á frosinni jörð undir hvítri
sól. „Sýndarvorinu“ er lokið. Víkverji
er mikil kuldaskræfa, en honum var
þó orðið nóg um vetrarleysið. Honum
finnst ágætt að hafa vitað af vetri
þegar vorar og finnst meira þurfa að
koma til en skammdegi til að uppfylla
það. Suðvesturhornið er reyndar
nokkuð sér á parti þegar kemur að
veðurfari hér á landi og virðist reynd-
ar stundum tilheyra öðru loftslagi en
restin af landinu.
x x x
Í flestum tilvikum þekkja fórnar-lömb ofbeldisverka gerandann.
Þetta mun vera staðreynd þótt senni-
lega hafi flestir tilhneigingu til að
ætla að meiri ástæða sé til að óttast
ókunnuga. Rithöfundurinn Sofi Oks-
anen setti allt á annan endann í Finn-
landi fyrir nokkrum árum þegar hún
sagði að finnskar konur væru í mestri
hættu heima hjá sér. Víkverji veltir
fyrir sér hvort ekki sé öruggast að
taka upp nýjan lífsstíl og hætta að
umgangast fólk sem hann þekkir.
Þetta myndi reyndar kosta nokkuð
gagngera breytingu á lífsháttum.
Hann yrði að hætta í vinnunni, segja
skilið við fjölskyldu og loka á vinina.
Hann yrði að gæta sín að umgangast
aldrei sama manninn tvisvar. Brátt
yrði honum ekki vært á Íslandi. En
líkurnar á að hann yrði fyrir ofbeldi
myndu snarminnka.
x x x
Fótbolti í Evrópu er ekki fyrirspennufíkla, í það minnsta ekki
toppbaráttan. Á Ítalíu er Juventus
með sex stiga forskot á Napólí, Á
Spáni er Barcelona með 11 stiga for-
skot á Atletico Madrid, á Englandi er
Manchester United með 12 stiga for-
skot á Manchester City, Í Danmörku
er København með 12 stiga forskot á
Nordsjælland og í Þýskalandi er Bay-
ern með 17 stiga forskot á Dortmund.
Víkverji fórnar höndum, geispar og
leggur sig. víkverji@mbl.is
Víkverji
Sjá, Guð er hjálp mín, ég er öruggur
og óttast ekki. Því að Drottinn er vörn
mín og lofsöngur, hann kom mér til
hjálpar. Þér munuð með fögnuði vatni
ausa úr lindum hjálpræðisins.
(Jesaja 12:2)
Jón Daníelsson skrifar skemmti-lega hugleiðingu um slitrur, en
tilefnið var fyrirspurn um slitrur eftir
Óttar Einarsson sem féll nýlega frá:
„Ég man vel eina slitru sem Óttar
orti um mig sjálfan, líklega 1974 eða
’75, á þeim tíma sem ég ritstýrði Al-
þýðubandalagsblaðinu og var líklega
jafnframt framkvæmdastjóri flokks-
ins í gamla Norðurlandskjördæmi
eystra.
Að sjálfsögðu er forsaga að slitr-
unni. Sjálfan minnir mig að Óttar hafi
sagt mér þá sögu þegar hann fór
fyrst með slitruna fyrir mig, en allt
eins má vera að ég hafi lagað hana til,
eða logið henni upp, eða þá við Óttar í
sameiningu. En forsagan var ein-
hvern veginn svona:
Einhvern laugardagsmorgun leið
Óttar vítiskvalir vegna athafna sinna
kvöldið áður. Hann harkaði af sér
lengi, en þar kom að þolinmæðin
brast og hann seildist í kútinn.
Klukkutíma síðar var ekki aðeins allt
óyndi horfið, heldur svo komið að
honum leiddist einveran. En svo
snemma eftirmiðdags kom honum
ekki í hug nema einn maður, sem
hugsanlega væri til í að veita sér fé-
lagsskap við þessa iðju, nefnilega Jón
Dan.
Óttar þóttist geta gengið að mér
vísum á flokksskrifstofunni, en þegar
þangað kom var allt slökkt og þótt
Óttar berði bæði dyr og glugga, var
engu ansað. En hann vissi manna
best að þarna var ég öllum stundum
og sá nú skyndilega í hendi sér þá
einföldu skýringu að mér hefði lán-
ast að draga með mér konu upp í dív-
angarminn, sem þarna var, og vildi
enga truflun. Mér til eilífrar áminn-
ingar og sjálfum sér til hugarhægðar
setti hann þá saman þessa slitru:
Jón er ærið djarfur Dan,
drekkur -lega hrylli-.
Drósir flekar dí- á -van
-dýri líkur villi-.
Það er annars af þessari slitru að
segja að hún varð nánast á hvers
manns vörum og ég gekk eftir þetta
lengi undir nafninu „Dýri líkur villi“
sem síðar var stytt í „Dýri“. Aldrei
hvarflaði að mér, að taka nærri mér
svo „ljótan“ kveðskap. Ég var þvert
á móti hreykinn af þessari slitru – og
er enn.“
Meira á morgun af skemmtilegu
bréfi Jóns. Á netinu má finna
skemmtilega slitru merkta Stein-
dóri:
Kartöf- et ég ætíð -lur,
ald- mun -rei þær spara.
Slit- ég les nú ljúfar -rur
sem Ljóð- eru eftir -fara.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahornið
Af skemmtilegri sögu,
drósum og slitru Óttars
Vatnagörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 588 5151 - Fax: 588 5152 - glerslipun.is
Glerslípun & Speglagerð ehf.
Speglar Flotgler Öryggisgler Hert gler Bílspeglar Sandblástur
Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta
Sjáðu sjálfan þig
í nýju ljósi
Við leggjum metnað okkar
í að bjóða sérhæfðar og
vandaðar lausnir á
baðherbergi. Við bjóðum
upp á sérsmíðaða spegla,
sturtuklefa og sturtuskilrúm.
Þá erum við komnir með
nýja útgáfu af ljósaspeglunum
okkar vinsælu.
Á nýrri heimasíðu okkar
glerslipun.is er gott yfirlit yfir
það sem er í boði. Auk þess
bjóðum við alla velkomna
í Vatnagarða 12 þar sem
fagfólk veitir góða þjónustu
og allar þær upplýsingar sem
þarf.