Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 ✝ Halldór Stein-þór Sigurðsson fæddist á Hólma- vík, Strandasýslu, 19. september 1945. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. febrúar 2013. Foreldrar Hall- dórs voru: Sig- urður Halldórsson, f. 8. maí 1921 á Geirmundarstöðum, Stranda- sýslu, d. 31. ágúst 2011 og Unn- ur Ingimundardóttir, f. 6. ágúst 1927 í Byrgisvík, Strandasýslu, d. 6. apríl 2003. Systkini Hall- dórs eru: 1) Guðmunda Björg, f. 1949, gift Haraldi Haraldssyni. Þau eiga tvö börn. 2) Ásta Guð- munds, f. 1951, gift Kristjáni S. Gunnarssyni. Þau eiga þrjú börn. 3) Ómar, f. 1953, giftur Sigríði Valdísi Þorgilsdóttur. Þau eiga fjögur börn. 4) Svanur Ingi, f. 1955, giftur Matthildi Níelsdóttur. Þau eiga fjögur Heiða, f. 2. desember 1970. 3) Þorkell, f. 26. september 1977. Halldór ólst upp á Hólmavík til 10 ára aldurs, en þá fluttu foreldar hans í sveit við Akra- neskaupstað og úr sveitinni til Akraness þegar hann var um fermingaraldur. Þar kláraði hann skyldunámið og fór síðan að vinna hin ýmsu störf. Þaðan lá leiðin til Grindavíkur á vertíð árið 1964 og þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni árið 1966. Þau hófu búskap í Grindavík árið 1967 og hafa bú- ið þar síðan. Hans aðalstarf í gegnum tíðina var verkstjór- astarf. Halldór öðlaðist verk- stjórnarréttindi þann 14. des- ember 1968 og fiskmatsréttindi 18. apríl 1973. Hann vann lengst af hjá Fiskanesi hf. og Þorbirni hf. Halldór hafði mik- inn áhuga á ferðalögum innan- lands og þá helst til gömlu heimahaganna á Hólmavík og til Siglufjarðar, þar sem konan hans var uppalin. Þá hafði hann einnig einstaklega mikinn áhuga á knattspyrnu og var mikill stuðningsmaður Grinda- víkurliðsins. Útför Halldórs fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 6. mars 2013, og hefst athöfnin kl. 13. börn. 5) Hrafnhild- ur, f. 1957, gift Jó- hanni Ágústssyni. Þau eiga tvö börn. 6) Ingþór, f. 1960, giftur Berglindi Svölu Benedikts- dóttur. Þau eiga fjögur börn. 7) Sig- urbjörg Jenný, f. 1961, gift Búa Grétari Vífilssyni. Þau eiga þrjú börn. Þann 25. febrúar 1967 giftist Halldór eftirlifandi eiginkonu sinni Jónu Þorkelsdóttur, f. 1. júlí 1947 í Grindavík. Foreldrar hennar voru: Þorkell Árnason, f. 3. janúar 1923, d. 22. desem- ber 2003 og Aðalheiður S. Þor- steinsdóttir, f. 26. mars 1925, d. 13. janúar 2000. Börn Halldórs og Jónu eru: 1) Sigurður, f. 9. janúar 1967, giftur Laufeyju Þórdísi Sigurð- ardóttur, f. 30. ágúst 1969. Börn þeirra eru: Halldór, f. 10. október 1990 og Ólafur Ingi, f. 25. september 1996. 2) Unnur Elsku pabbi okkar. Það er komið að því erfiðasta sem við höfum þurft að takast á við í lífinu og það er að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar þú greindist með krabbameinið en við héldum alltaf í vonina um að við fengjum lengri tíma með þér en raunin varð. Við munum alltaf minnast góðu stundanna með þér, ferða- laganna sem við fórum saman og alls grínsins þíns enda varstu með alveg frábæran húmor. Við erum óendanlega þakklát fyrir stuðning þinn og visku og allt það sem þú kenndir okkur. Þín verður sárt saknað um ókomna tíð og við munum gera okkar besta til að vera til taks fyrir mömmu á þess- um erfiðu tímum. Við elskum þig að eilífu, elsku besti pabbi. Unnur Heiða og Þorkell. Halldór bróðir minn og mágur hefur nú lagt upp í sína hinstu för á þeim aldri sem flestir vilja njóta afraksturs lífsstarfsins með fjöl- skyldu og vinum og þrátt fyrir ferðaviljann hefði þessi ferð mátt bíða mörg ár. Hann fæddist á Hólmavík og varð fljótt að taka þátt í verkefnum heimilisins og uppeldi yngri systkina meðan faðir hans var til sjós. Hann var alla tíð gegnheill Strandamaður, trúr upprunanum og eins og flest- ir sem þaðan koma leit hann á átt- hagana sem paradís á jörð. Dói eins og krakkarnir kölluðu hann var elstur í stórum systkinahóp þar sem ýmislegt gekk á og alltaf stutt í glettnina og jafnvel góðlát- lega stríðni ef svo bar undir, ekki síst hjá okkar manni, en þrátt fyr- ir það ríkir mikill kærleikur með hópnum og hann stendur þétt saman nú sem endranær. For- eldrar Halldórs fluttu frá Hólma- vík á Akranes þegar hann var u.þ.b. 10 ára gamall. Á unglings- árunum hélt hann suður með sjó til Grindavíkur þar sem hann vann á nokkrum stöðum en stað- næmdist síðan í fiskvinnslunni. Hann vann sig fljótlega upp í stöðu aðstoðarverkstjóra en verk- stjórnun varð síðan hans ævistarf. Í gegnum tíðina varð hann því meiri og meiri Grindvíkingur. Þar spilaði fótboltinn stórt hlutverk seinni árin og varð gjarnan um- ræðuefnið þegar stórfjölskyldan hittist þar sem Grindvíkingar og Skagamenn tókust á, þó meira í gamni en alvöru. Halldór var mik- ill fjölskyldumaður, barngóður og hjálpsamur sínum nánustu. Einu sinni sem oftar kom hann við á Bjarmalandinu í Sandgerði þar sem systir hans stóð í því að mála húsið að utan, þá var ekki við ann- að komandi en taka pensil í hönd og ekkert gefið eftir fyrr en verk- inu var lokið. Við höfum átt margar góðar stundir með Jónu og Dóa, m.a. eru okkur ofarlega í huga afmæl- isveisla í Strandaseli og frábær ferð til Hólmavíkur 2008 þar sem við áttum góðar stundir og Dói fræddi okkur um allt milli himins og jarðar þar sem við fórum um lönd forfeðranna, hinna fögru Stranda, í blíðskaparveðri. Síðast og ekki síst er í huga okkar sum- arið í fyrra þar sem við komum saman á Hólmavík og Steingríms- fjörðurinn tók á móti okkur í sínu fegursta skarti. Í þessu umhverfi munum við minnast þín, kæri bróði og vinur. Hvíldu í friði. Ásta og Kristján. Hann bróðir minn var hvunn- dagshetja, eins og svo margir aðr- ir sem fá þann illvíga sjúkdóm, krabbamein. Baráttu hans er lok- ið, baráttu veikinda og vonar. Hann var elstur okkar átta systk- inanna og fannst honum hann allt- af bera örlitla ábyrgð á okkur hin- um sem var ósköp notalegt til að hugsa. Hann var höfuð ættarinn- ar eins og við sögðum svo oft, stoltur af sinni stórfjölskyldu og vinum og þakklátur samferðafólki og vinnufélögum. Hann elskaði uppruna sinn, Strandirnar, þar sem hann var fæddur og bar alltaf sterkar taugar til, Íslendingur fram í fing- urgóma sem tók ferðalög um landið sitt fram yfir utanlands- reisur. Síðustu mánuðir voru hon- um og fjölskyldu hans erfiðir og eiga margir þakkir skildar í þeirri baráttu. En eftir lifir minningin um góðan dreng, þakklæti fyrir góðan bróður og stolt yfir að hafa verið systir hans. Öllum sem eiga um sárt að binda votta ég samúð. Guð blessi minningu stóra bróður míns. Hrafnhildur. Halldór Steinþór Sigurðsson, mágur minn, er fallinn frá. Mánu- daginn 25. febrúar sl. bárust mér þau tíðindi að Dóri væri fallinn í valinn fyrir þeim válega óvini krabbanum. Hann greindist með þennan vágest í lungum, maður sem aldrei hafði reykt svo mikið sem vindil, mér vitanlega. Ávallt hraustur og hress og þess vegna veltir maður fyrir sér hvort hér hafi vilji Guðs verið að verki, eða bara hreinlega einhver mistök í skýrslugerð almættisins og hall- ast ég frekar að því síðarnefnda. Hann fæddist á Hólmavík 19. september 1945, sonur hjónanna Sigurðar Halldórssonar, verka- manns á Akranesi, og Unnar Ingi- mundardóttur. Ég kynntist honum fyrir margt löngu þegar Jóna systir mín kom með hann norður á Siglufjörð til þess að kynna hann fyrir fjöl- skyldunni, þó aðallega ömmu og afa, en hjá þeim ólst hún upp. Man ég vel hve mér þótti hann hrika- lega rólegur, sagði ekki margt en maður tók vel eftir því sem hann sagði. Ég verð að viðurkenna að ég varð dálítið afbrýðisamur þeg- ar fréttist af því að Jóna væri búin að ná sér í mann fyrir sunnan, en held að sú kennd hafði horfið eftir að hafa hitt þennan indæla dreng og það var samdóma álit allra, sem hittu þennan tilvonandi mág minn í þessari heimsókn, að þeim þótti virkilega mikið til hans koma og í framtíðinni átti hann eftir að standa vel undir því áliti. Þau Jóna og Dóri giftu sig 25. febrúar 1967 og bjuggu sér heimili í Grindavík og störfuðu þar bæði í fiskvinnslu. Dóri starfaði lengst af sem verkstjóri og sem slíkur var hann afar vel látinn af starfsfólki sínu og þótti traustur og ákveðinn stjórnandi. Þau eignuðust þrjú börn: Sigurð, Unni Heiðu og Þor- kel. Hann var áhugamaður um knattspyrnu, enda uppalinn á Skaganum, þar sem drengir hafa fæðst með fótbolta í fanginu um áratuga skeið. Skagamenn voru hans menn í knattspyrnunni. Það vandaðist þó aðeins málið þegar Grindvíkingar og Skagamenn átt- ust við en þá lét hann hjartað ráða og studdi sína heimamenn þegar þeir léku við aðra en Skagamenn. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þeirra hjóna í Grindavík. Líkt og amma á Siglu- firði dró Jóna fram hverja krásina annarri betri og hlóð upp á veislu- borð og ef maður undraðist það, sem maður var nú reyndar hættur að gera, þá sagði Dóri að svona væri þetta alltaf hjá henni, í hverj- um matar- og kaffitíma, eilífar veislur, og jafnvel á milli mála líka. Barátta Dóra við vágestinn var hetjuleg og hann tók þessum veik- indum sínum af slíku æðruleysi að mér fannst ég finna styrkinn og bjartsýnina í gegnum símann og eftir hvert símtal var ég viss um að hann myndi hafa betur. Jóna var eins og klettur við sjúkrabeð hans og það var engan bilbug á henni að finna, hún styrkti hann og studdi og herti í baráttunni þar til yfir lauk. Jóna, Siggi, Heiða og Keli; mín- ar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Kristján Elíasson. Knattspyrnan var stór þáttur í lífi Halldórs Sigurðssonar fram á síðustu daga hans. Halldór greindist með kabbamein í mars 2012 og varð undir í baráttunni við þennan skæða sjúkdóm. Í síð- asta símtali okkar í febrúar sagð- ist hann vera búinn að hvetja sína menn og minna þá á að halda áfram stuðningi við knattspyrnu- deildina. Halldór starfaði í áratugi sem verkstjóri í Þorbirni hf. og Fiska- nesi hf. Dóri eins og hann var oft- ast kallaður var vel liðinn af öll- um. Við unnum saman hjá Þorbirni hf. Þegar við vorum bún- ir að fara yfir það sem tengt var vinnunni, þá var yfirleitt rætt tvennt sem honum þótti vænt um, þ.e. fótbolti og Hólmavík þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hann bað mig oft að fara inn á heimasíðu sem sveitungi hans átti til að skoða myndir frá Hólmavík og nágrenni. Þá sagði hann ætíð: „Það er gott að koma á Hólma- vík.“ Dóri var mikill stuðningsmaður fótboltans í Grindavík. Frá því ár- ið 1977 þegar Grindavík lék í úr- slitum í þriðju deild á Vallargerð- isvelli í Kópavogi lét hann sig sjaldan vanta á leiki Grindavíkurl- iðsins. Hann sat í stjórn deildar- innar árið 1982 og stóð m.a. að ráðningu Harðar Hilmarssonar sem þá var A-landsliðsmaður Ís- lands. Grindavík var komið á kortið í fótboltanum. Árið 1989 komst Grindavík upp í næstefstu deild og árið 1994 rættist langþráður draumur Grindvíkinga þegar liðið vann sér sæti í efstu deild. Haldið var upp á það með skemmtilegri ferð til Dublin eftir keppnistíma- bilið. Halldór og Jóna eiginkona hans voru þar á meðal með stjórn og leikmönnum. Dóri smitaði marga með sér. Halldór Steinþór Sigurðsson Það er eitt sem maður veit þeg- ar maður kynnist fólki og eignast vini, að einhvern tíma seinna skil- ur leiðir. Nákvæmlega eins og nú skilur leiðir okkar Sigurvins vinar míns, en hann lést eftir erfið veik- indi á sjúkrahúsinu í Reykja- nesbæ mánudaginn 25. febrúar. Ég kynntist Sigurvini fyrst sum- arið 1993 þegar ég réði mig til sjós á nótaveiðiskipið Júpíter ÞH. 61, en skipið var gert út frá Þórshöfn og Vopnafirði. Sigurvin var þá fyrsti vélstjóri á Júpíter og seinna tók hann við sem yfirvélstjóri. Það var gaman og gott að kynnast Sigurvini, þessum rólega og prúða manni. Það var ekki hávaði í kringum hann þótt eitthvað færi úrskeiðis. Hann gekk alltaf rösk- lega og yfirvegað til verks, sama hvað gekk á. Það er þannig til sjós að menn kynnast hver öðrum nokkuð vel, þröngt samfélag og Guðmundur Sigur- vin Hannibalsson ✝ GuðmundurSigurvin Hannibalsson fæddist í Þernuvík í Ögurhreppi 17. febrúar 1937. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja mánudag- inn 25. febrúar síðastliðinn. Útför Sigurvins fór fram frá Grindavíkurkirkju 4. mars 2013. menn verða bara að umbera hver annan. Það reyndi oft á menn þegar úthöld- in voru löng, kannski tveir til þrír mánuðir án þess að taka frí. Eitt sem einkenndi Sigurvin var þetta góða geðs- lag sem hann hafði, alltaf rólegur, yfir- vegaður og skemmtilegur. Það kom stundum fyrir að það var þungt í mönnum og menn eitthvað pirraðir, þá var mjög heppilegt að hitta á Sigurvin uppi í borðsal því hann kunni margar skemmtilegar sögur, sér- staklega að vestan og hann var sögumaður góður. Á þessum tíma sem við vorum saman á Júpíter ’93 til ’96 kynntist Sigurvin ynd- islegri konu á Vopnafirði, Arn- þrúði Jónasdóttur, í daglegu tali kölluð Dúa. Eftir að ég hætti á Júpíter vorið 1996 þá heimsótti ég þau stundum á Vopnafjörð. Það var oft glatt á hjalla við eldhús- borðið á Lónabrautinni, mikið hlegið og margt skemmtilegt rifj- að upp frá fyrri tíð, en við Dúa er- um gamlir sveitungar og höfum þekkst lengi. Fyrir nokkrum ár- um keyptu þau hús í Grindavík og hugðust þau flytja þangað með tímanum, en þau bjuggu á báðum stöðum því Dúa starfaði á Vopna- firði. Nú síðastliðið sumar fóru þau í sumarfrí en þá var Sigurvin farinn að kenna sér meins. Það velur sér enginn sjúkdóm eða veikist af, það varð hlutskipti Sig- urvins að veikjast af krabbameini, sem hann ætlaði svo sannarlega að sigrast á. Það er alveg aðdáun- arvert hvað Dúa var dugleg að hjúkra honum heima eins lengi og hún mögulega gat, ég heimsótti þau nánast um hverja helgi nú eftir áramótin og var það alveg ómetanlegt. Laugardaginn 16. febrúar fór ég til þeirra og þá var vinur minn orðinn mikið veikur, svaf mikið og náðist lítið samband við hann, ég sat við rúmið hans og hélt í höndina á honum, hann opn- aði augun og virtist alveg þekkja mig, svo kvaddi ég hann og sagði honum að ég kæmi aftur næstu helgi. Þá sagði hann: já ef ég verð þá ekki farinn, lygndi hann aftur augunum og voru þetta okkar síð- ustu orð. Að lokum vil ég votta elsku Dúu minni og fjölskyldu, börnum hans og fjölskyldum þeirra, systkinum hans og fjöl- skyldum, mína dýpstu samúð með fráfall Sigurvins. Guð blessi minn- ingu hans og um leið varðveitum við minninguna í hjörtum okkar. Kær kveðja, Jóhann Lárusson. Febrúarsól hefur hnigið til við- ar, sægarpurinn úr Syðridal, Sig- urvin Hannibalsson, hefur lagt upp í hinstu för. Minningabrot hrannast upp. Sigurvin var frum- burður Þorsteinu og Hannibals á Hanhóli og elstur í fimmtán systkina hópi. Uppvaxtarárin bjó hann í Þernuvík en flutti með for- eldrum sínum að Hanhóli í Bol- ungarvík lýðveldisárið 1944. Þar ólst hann upp í sambýli kærleiks- ríkra foreldra, ærslafulls systk- inahóps og öflugra náttúruafla á láði sem legi. Umskipti lífskjara og tæknibylting á ævi hans voru gríðarleg allt frá sjálfsþurftarbú- skap við óblíðar aðstæður í Þernuvík til þess að upplifa als- nægtir nútímans. Þetta kunni sveinninn að þakka, ánægður með það sem lífið færði honum. Sig- urvin var lífsglaður og hafði ánægju af samvistum við unga og aldna. Hann hafði erft glettni, frumkvæði og félagslyndi föður síns, jafnaðargeð, þolinmæði og ærðuleysi frá móður sinni, alúð og vinnusemi beggja. Það að vera elsta barnið í stórum systkinahópi hefur vafalítið mótað sæfarann sem alla tíð var umhugað um systkini sín og samferðamenn og ræktaði fjölskyldu sína af alúð. Sagt er að það að eignast vin taki andartak en að vera vinur taki alla ævina. Sigurvin var slíkur vinur, hafði eiginleika sem löðuðu fólk að honum, lastaði engan, dyggur og tryggur vinum sínum. Höfuð systkinahópsins á Hanhóli var hraustmenni, þrautseigur og ósérhlífinn enda stofnaði hann nokkur fyrirtæki á lífsleiðinni eft- ir að hafa menntað sig í plötusmíði og vélstjórn. Hann taldi ekki eftir sér að keyra allt frá Vopnafirði þó að kominn væri á áttræðisaldur til Vestfjarða í einni lotu til heilsa upp á bróður sinn á Hanhóli með viðkomu á Ögurballi enda síungur töffari í gallabuxum og leðurvesti með kúrekahatt á höfði. Þegar komið var á átthagastað var svo gengið til verka í heyskap sem öðru og ekki slegið af. Sigurvin hafði sterkar taugar til uppeldis- stöðva sinna hér á Vestfjörðum og dvaldi oft langdvölum samvistum við hina ægifögru Bolungarvík. Hann naut kvenhylli, umhverfis hann urðu allar konur sem gyðj- um líkastar enda umvafði hann samferðamenn sína ástúð og væntumþykju, tíma og athygli. Með fyrri konu sinni, Sigrúnu, varð hann þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast fjögur börn og sæg barnabarna. Um miðjan ald- ur brosti gæfan við honum á nýj- an leik og hann kynntist síðari eiginkonu sinni Arnþrúði, Dúu. Nutu þau samvista við hvert ann- að og mátti hvorugt af öðru sjá. Með Dúu stækkaði fjölskyldan með stjúpbörnun auk barnabarna sem hafa reynst Siva vel, ekki síst núna í veikindum hans. Dúa og Sivi héldu heimili á Vopnafirði auk þess sem þau ferðuðust landshorna á milli með fellihýsið eða héldu á vit ævintýra í útlönd- um á milli sjóróðra. Hin síðari ár eignuðust þau annað heimili í sjávarútvegsbænum Grindavík. Gat þá sægarpurinn tekið rúntinn á höfnina, fylgst með skipaumferð og löndunum í nálægð við börn og stjúpbörn. Þar naut Sigurvin ást- ríkis og aðhlynningar eiginkonu sinnar og fjölskyldu í veikindum undanfarna mánuði. Heimsókna á Hanhól er saknað. Dúu, fjöl- skyldu og samferðafólki eru færð- ar samúðarkveðjur. Syrgjum við þig Sivi söknum gleðifunda. Ávallt ljós þitt lifi ljúf er minning samverustunda. Guðrún Stella Gissurardóttir og fjölskylda, Hanhóli. Brostinn er strengur og harpan þín hljóð svo hljómarnir vaka ei lengur, en minningin geymist og safnast í sjóð, er syrgjendum dýrmætur fengur. (Trausti Reykdal.) Sigurvin var í áhöfn Lundeyjar fyrsta árið eftir að skipið var keypt til Vopnafjarðar, þá orðinn sjötugur að aldri. Sigurvin var góður félagi sem við minnumst með hlýhug nú þegar hann er horfinn á braut. Margir okkar störfuðu með honum á fyrra skipi útgerðarinnar, Sunnubergi NS, þar sem Sigurvin var yfirvélstjóri frá því að skipið var keypt til landsins og þar til því var lagt er Lundey leysti það af hólmi. Að leiðarlokum þökkum við Sigurvin Hannibalssyni kærlega fyrir samfylgdina og hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum hans. Elsku Dúa, missir þinn er mikill og vottum við þér okkar dýpstu samúð. Samúðarkveðjur sendum við einnig börnum hans, barna- börnum og aðstandendum öllum. Fyrir höfn Lundeyjar NS 14, Arnþór Hjörleifsson. Dýrðlegt er að sjá, eftir dag liðinn, haustsól brosandi í hafið renna. Hnígur hún hóglega og hauður kveður friðarkossi og á fjöllum sezt. Gráti því hér enginn göfugan föður,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.