Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi Sæferðir í Stykkishólmi, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, hafa verið með starfsemi frá 1986. Eins og víða um land hefur afþreying- arþjónusta nánast eingöngu verið í gangi yfir sumartímann hér í Stykk- ishólmi. Mikið er að gera um há- sumarið í um það bil 3 mánuði en eftir miðjan ágúst hefur nánast lokast fyrir. Síðustu árin hefur þó farið að bera á því, að erlendir ferðamenn leggi leið sína vestur á Snæfellsnes að vetrarlagi. Þá hefur nánast öll þjónusta verið lokuð og því lítið að sækja. Forráðamenn Sæferða hafa sl. 2 ár reynt að mæta þessari þróun með því að lengja þjónustutímann fram í október. Algjör umskipti Haustið 2012 urðu algjör um- skipti þegar Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónasonar hf. ákvað að bjóða eina fasta ferð í viku frá hausti til vors 2013. Ferðin er frá Reykjavík til Stykkishólms þar sem farin er sigling um Breiðafjörð og snæddur hádegisverður um borð í Baldri. Er skemmst frá því að segja að ferðir þessar urðu mjög vinsælar og seldust upp og voru þá fljótlega settar upp tvær ferðir í viku og síð- an þrjár og alltaf uppselt. Frá byrj- un janúar og út apríl voru fyrirfram bókaðir farþegar í þessar ferðir um 900. Nú hefur verið ákveðið að fjölga þessum ferðum enn frekar og hefj- ast þær í beinu framhaldi af sum- arumferðinni. Að sögn Péturs Ágústssonar, framkvæmdastjóra Sæferða, er ekkert mál að skipu- leggja mjög áhugaverðar ferðir á þessum árstíma. Þó fuglalíf sé ekki eins mikið og á sumrin er alltaf eitt- hvað að sjá auk þess sem fjölbreyti- leiki svæðisins er á sínum stað. Það sem samt sem áður skilur jafnan mest eftir sig hjá ferðamanninum er að taka þátt í botndýraveiðinni og fá tækifæri til að smakka á ferskum skelfiski beint úr sjónum. Í kjölfarið er boðið upp á dýrindis fiskisúpu og í henni er það besta úr Breiðafirði. Auk þeirra, sem nú þegar hafa skipulagt ferðir á þessum árstíma með Sæferðum, eru fleiri aðilar að hugleiða að koma með ferðamanna- hópa vestur á þessum árstíma. Pét- ur segist því eiga von á að innan skamms verði hægt að bjóða dag- legar ferðir um svæðið í nágrenni Stykkishólms. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Lostæti Ferðamenn kunna vel að meta að borða fersk ígulkerahrogn og hörpudisk í ferðum með Sæferðum. Fjölgun ferðamanna að vetri til í Stykkishólmi  Sæferðir sigla með ferðamenn allt árið um Breiðafjörð Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmur Vaxandi umsvif eru í ferðaþjónustu um vetrartímann. Málþing um bar- áttuna gegn hagræðingu úr- slita í íþrótta- hreyfingunni verður haldið miðvikudaginn 6. mars frá kl. 12-14 í húsa- kynnum KSÍ á Laugardalsvelli. Málið hefur verið í brennidepli í kjölfar upplýsinga um umfangs- mikil svik á þessu sviði. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Getspár, setur mál- þingið. Erindi flytja: Ólafur Rafns- son, forseti ÍSÍ, Þórir Hákonarson, framkvæmdstjóri KSÍ, Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og Pétur Hrafn Sigurðsson, deild- arstjóri getraunadeildar, Getspár. Fundarstjóri verður Sigurður Elv- ar Þórólfsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna. Aðgangur er ókeypis og skráning er hjá Ís- lenskum getraunum á netfangið phs@getspa.is. Ræða baráttu gegn hagræðingu úrslita Dalvegi 10-14 ▪ 201 Kópavogur ▪ Sími: 595 0570 ▪ parki.is Plankaparket í miklu úrvali Bjóðum einnig upp á sérframleitt parket eftir óskum hvers og eins. Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað, eða hverning vilt þú hafa þitt parket ? Láttu drauminn rætast hjá okkur. Flug Dublin 28. mars – 1. apríl Verð frá 39.900 kr. Bilbao 28. mars – 1. apríl Verð frá 59.900 kr. Madrid 1. – 5. maí Verð frá 59.900 kr. Róm 25. – 29. apríl Verð frá 64.900 kr. dúndur tilboði! ferð.is • sími 570 4455 sæ ti á Innifalið: flug fram og til baka með sköttum. fljúgðu fyrir minna ÍS L E N S K A S IA .I S F E R 63 22 0 03 /1 3 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.