Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Samþykkt hefur verið að heimila
uppsetningu vindmylla í Þykkvabæ,
að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Tilgangurinn er að afla raforku fyrir
rekstur Kartöfluverksmiðju
Þykkvabæjar.
Hreppsnefnd Rangárþings eystra
og skipulagsnefnd hafa fallist á að
veita Biokraft ehf. leyfi til uppsetn-
ingar á tveimur 52 metra háum vind-
myllum til orkuöflunar. Vindrafstöð-
ina á að reisa á skipulögðu iðnaðar-
svæði, norðan við hús Kartöflu-
verksmiðju Þykkvabæjar.
Fékk ekki leyfi á Skeiðum
Ekki þarf umhverfismat fyrir raf-
stöðvar af þessari stærð en hrepps-
nefnd gerir eigi að síður kröfu um að
leitað verði umsagnar Skipulags-
nefndar um hvort framkvæmdin sé
háð mati. Ef ekki þurfi að gera um-
hverfismat verði skipulagsfulltrúa
falið að annast grenndarkynningu,
eftir settum reglum þar um, áður en
framkvæmdaleyfi verði gefið út.
Steingrímur Erlingsson athafna-
maður á þrjár vindmyllur í Dan-
mörku og sótti um leyfi til að reisa
tvær þeirra á landi sem hann á í
Vorsabæ á Skeiðum. Hik hefur verið
á sveitarstjórnarmönnum þar og
ekki verið ráðist í skipulagsbreyting-
ar sem taldar eru nauðsynlegar. Með
spöðum geta vindmyllurnar náð upp
í 74 metra hæð og sjást því víða að,
þótt þær séu ekki eins mikil mann-
virki og vindmyllurnar sem Lands-
virkjun reisti í vetur í nágrenni Búr-
fellsvirkjunar.
„Það er spennandi að taka þátt í
þessu verkefni. Það er hugsað sem
tilraunaverkefni til nokkurra ára og
framkvæmdin er að fullu afturkræf,“
segir Drífa Hjartardóttir sveitar-
stjóri.
Ódýrari orka
„Við ætlum að kaupa orkuna og
stendur einnig til boða að vera með-
eigendur í ævintýrinu,“ segir Friðrik
Magnússon, framkvæmdastjóri
Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar.
Vindmyllurnar eiga að rísa utan
við þorpið, um hálfan kílómetra
norðan við verksmiðjuna. Segist
Friðrik ekki hafa heyrt neitt nei-
kvætt frá nágrönnunum enda málið
á byrjunarstigi. „Ef þetta getur gef-
ið okkur ódýrari orku finnst mér
ekkert að því að sjá myllur snúast,“
segir Friðrik. Hann segir að verk-
smiðjan noti mikið rafmagn og sé því
til mikils að vinna ef hægt er að fá
ódýrari orku. Stór hluti orkureikn-
ingsins er vegna flutnings og sá liður
mun lækka umtalsvert.
Gögn um veðurfar eiga að liggja
fyrir þar sem lengi hefur verið veð-
urstöð í Þykkvabænum. Friðrik seg-
ist helst óttast að veðrið sé of gott í
Þykkvabæ, að ekki verði nægur
vindur til að myllurnar snúist eins og
þarf. „Þetta verður að koma í ljós.“
Vindmyllur fyrir
kartöfluverksmiðjuna
Hreppsnefnd Rangárþings ytra heimilar að tvær vindmyll-
ur verði reistar í Þykkvabæ Verður kynnt fyrir nágrönnum
www.mats.is
Þykkvibær Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar er í húsunum lengst til hægri
á myndinni. Vindmyllurnar verða reistar á ökrum norðan við verksmiðjuna.
„Ef taka á á móti fjölda ferðamanna í
viðkvæmri náttúru þarf að verja
hana og vanda þannig til verka að
umgengni geti verið góð og vanda til
þeirra mannvirkja sem gerð eru,“
segir Páll Gíslason, einn af eigendum
Fannborgar sem rekur ferðaþjón-
ustu í Kerlingarfjöllum. Áhugamenn
og hagsmunaaðilar hafa boðað til
fundar um stofnun Vinafélags Kerl-
ingarfjalla.
„Það kemur margt fólk í Kerling-
arfjöll og þörf á að gera ýmislegt til
að vernda þá frábæru náttúru sem
þar er að finna,“ segir Halldóra
Hjörleifsdóttir, fulltrúi Hruna-
mannahrepps í starfshópi sem unnið
hefur að stofnun vinafélagsins. Hlut-
verk félagsins verður að vernda og
standa vörð um velferð Kerlingar-
fjallasvæðisins. Að undirbúningi fé-
lagsins koma einnig fulltrúar Land-
verndar og Fannborgar.
Sífellt fleiri gestir leggja leið sína í
Kerlingarfjöll og segir Halldóra
hætta á að landið láti á sjá ef þróun-
inni verður ekki fylgt eftir með
merkingum og göngustígagerð.
Fannborg hefur lagt sitt af mörk-
um með merkingu gönguleiða, brú-
argerð og upplýsingagjöf, þótt að-
eins hluti gesta sé á þess vegum.
Leggja þarf verulega fjármuni í að
byggja útsýnispalla, verja hveri og
setja upp viðvörunarskilti og er hug-
myndin að vegur svæðisins vaxi ef
fleiri komi að verndun þess.
„Þetta er ein af perlum sveitarfé-
lagsins. Við viljum hag hennar sem
mestan, þannig að fólk njóti þess að
vera þar,“ segir Halldóra.
Stofnfundurinn verður haldinn í
félagsheimili Hrunamanna á Flúð-
um, 12. mars, kl. 17. helgi@mbl.is
Samvinna um
verndun náttúru
Vinafélag Kerlingarfjalla stofnað
Morgunblaðið/RAX
Úr Kerlingarfjöllum Hverasvæðið í Kerlingarfjöllum er vinsæll viðkomu-
staður enda litadýrð þar einstök. Ferðaþjónusta er á svæðinu.
„Við viljum gjarnan sjá hvað lóðarhafi
getur gert á þessu svæði. Þetta er
gríðarlega skemmtileg lóð og mér ligg-
ur við að segja á besta stað á Suður-
landi. Þarna eru miklir möguleikar
fyrir alls konar starfsemi. Miðað við
þann vöxt sem við sjáum í ferðaþjón-
ustu hljóta þeir aðilar að horfa til þess-
arar staðsetningar,“ segir Aldís Haf-
steinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis.
Gamli tívolí-reiturinn í Hveragerði
hefur verið auglýstur til sölu. Nær-
liggjandi lóð hýsti áður Eden.
Byggingarsvæðið sem um ræðir er
tvær samliggjandi lóðir, Austurmörk
24 og Sunnumörk 3, samtals 16.157 m².
Áhugasamir geta fest kaup á lóðinni á
110 milljónir. Samkvæmt aðalskipulagi
er gert ráð fyrir íbúðum og/eða þjón-
ustu á svæðinu. Svæðið hentar vel fyr-
ir m.a. uppbyggingu í ferðaþjónustu,
hótelíbúðir, veitingastaði, verslun
o.s.frv. segir í auglýsingu frá Land-
marki fasteignasölu.
Lóðin er í eigu Gaupnis ehf. sem er í
eigu Ómars Halldórssonar.
„Þarna var rekstur, samkvæmt að-
alskipulagi má vera með rekstur á
Lóðakaup Áhugasamir geta fest kaup á lóðinni þar sem tívolíið í Hvera-
gerði var áður. Gert er ráð fyrir íbúðum og/eða þjónustu á svæðinu.
Tívolí-reiturinn í
Hveragerði til sölu
Tívolí-reiturinn
» Byggingarlóðin er tvær sam-
liggjandi lóðir, frá Austurmörk
24 og Sunnumörk 3.
» Stærð: 16.157 m².
» Verð: 110 milljónir.
» Samkvæmt aðalskipulagi er
gert ráð fyrir íbúðum og/eða
þjónustu á svæðinu.
» Nokkrir hafa sýnt lóðinni
áhuga.
þessum stað en þó ekki grófan iðnað.
En undir öllum kringumstæðum þarf
að deiliskipuleggja svæðið,“ segir Al-
dís og bendir á að skipulagsvaldið sé
alltaf bæjarins.
Tveir hafa sýnt lóðinni mikinn
áhuga, að sögn Þórarins Thorarensen,
fasteignasala hjá Landmarki fast-
eignasölu.
thorunn@mbl.is
ORKUSJÓÐUR
Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar
eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði:
Orkusjóður auglýsir
rannsóknarstyrki 2013
Við úthlutun styrkja 2013 verður sérstök áhersla lögð á:
Rafrænar umsóknir á heimasíðu Orkustofnunarwww.os.is
Nánari upplýsingar á www.os.is, og hjá Orkusjóði, Borgum við Norðurslóð,
600 Akureyri í símum 569 6083 - 894 4280 - Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is
^ að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja
og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda
^ að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar,
þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi
^ að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað
jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni
^ hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað
^ innlenda orkugjafa
^ vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis
^ öflun þekkingar á þessum sviðum ogmiðlun hennar
^ rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar
^ atvinnusköpun
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2013
ORKUSTOFNUN
ORKUSTOFNUN