Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 38
AF ÚTRÁS
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Mér brá í brún þegar Sig-tryggur Baldursson, sámikli höfðingi, birtist á
sjónvarpsskjánum hjá mér í fásinn-
inu á Kjalarnesi á dögunum og upp-
lýsti að tónleikahald Íslendinga á er-
lendri grundu myndi ná áður
óþekktum hæðum í mánuðinum,
hátt í tvö hundruð gigg væru fyrir-
huguð. Sigtryggur er alltaf svo
sposkur á svipinn þegar hann birtist
þjóð sinni á skjánum að maður getur
aldrei verið alveg viss um að hann sé
ekki að grínast. Svo var ekki, Sig-
tryggi var fúlasta alvara.
Það staðfestir eftirfarandi
klausa á heimasíðu Útflutnings-
skrifstofu íslenskrar tónlistar en
Sigtryggur er einmitt fram-
kvæmdastjóri hennar:
„Nú er svo komið að nýtt met
hefur verið sett í tónleikahaldi ís-
lenskra tónlistarmanna á erlendri
grundu og í marsmánuði eru fyr-
irhugaðir 187 tónleikar með íslensk-
um flytjendum erlendis og þá eru
ekki taldir tónleikar þar sem ís-
lenskir óperusöngvarar eru að
syngja í tónleikahúsum þar sem þeir
eru ráðnir og fleira slíkt heldur að-
allega flutningur á frumsaminni tón-
list erlendis.“
Þetta verður að teljast meðnokkrum ólíkindum en í máli
Sigtryggs kom fram að gott hefði
þótt þegar yfir sjötíu tónleikar ís-
lenskra listamanna voru haldnir er-
Útlendingum sendur tónninn
Morgunblaðið/Eggert
Málmur Sólstafir eru í vöskum hópi íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna sem gera víðreist í marsmánuði.
lendis í einum mánuði síðasta sumar.
Tónleikarnir fara fram hér og
þar og á morgun, fimmtudaginn 7.
mars, verður hægt að sjá hvorki
fleiri né færri en átta íslenskar
hljómsveitir og/eða sólólistamenn á
sviði í útlöndum. Sam Amidon í Sid-
ney, Ástralíu; Pascal Pinon í Stutt-
gart, Þýskalandi; Muck í Oklahoma
City, Bandaríkjunum; Blásarakvint-
ett Reykjavíkur í New York, Banda-
ríkjunum; Sólstafi í Leipzig, Þýska-
landi; Mugison, Of Monsters and
Men og Sigur Rós í Lundúnum,
Englandi. Tveir fyrrnefndu verða í
O2 Shepherd’s Bush Empire en Sig-
ur Rós í Brixton Academy.
Af öðrum listamönnum sem
verða á faraldsfæti í mánuðinum má
nefna Björk, Sunnu Gunnlaugs, Ás-
geir Trausta, Kira Kira, Svavar
Knút, Snorra Helgason, GusGus,
Sykur, Önnu Þorvaldsdóttur, End-
less Dark, Orgelkvartettinn Apparat
og Retro Stefson.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu er breiddin mikil, allt frá vin-
sælustu hljómsveitum og listamönn-
um landsins yfir í aðila sem minna
hefur farið fyrir hér heima.
Persónulega gleðst ég mest yfir
útrás málmverjanna í hópnum, svo
sem Muck, Endless Dark og Sól-
stafa. Á útgáfutónleikum síðast-
nefndu sveitarinnar vegna plötunnar
Svartra sanda í Gamla bíói fyrir ári
sagði Aðalbjörn Tryggvason, söngv-
ari og gítarleikari, sem frægt er:
„Við erum þungarokksband sem
enginn hefur komið að sjá – nema í
útlöndum.“
Mikið til í því en auk Þýska-lands leika Sólstafir í Tékk-
landi, Frakklandi, Ungverjalandi,
Austurríki, Sviss, Lúxemborg, Belg-
íu, Bretlandi og Hollandi áður en
mars er á enda. Enginn er víst spá-
maður í sínu föðurlandi.
Tónleikar Sigur Rósar og
Bjarkar í útlöndum sæta vitaskuld
engum tíðindum, stærri frétt þegar
þau koma fram hér heima.
Einnig er gaman að sjá Ásgeir
Trausta á listanum en hann tók ís-
lenska tónlistarsenu með trompi í
fyrra. Fróðlegt verður að sjá hvern-
ig Bandaríkjamenn taka honum.
Þá hyggst Svavar Knútur ylja
Texasbúum með söng sínum og
hlýju. Það hlýtur að ganga vel,
margt bandarískt við Svavar.
» Við erum þunga-rokksband sem
enginn hefur komið að
sjá – nema í útlöndum.
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Colin Stetson hefur starfað með mörgum
heimskunnum tónlistarmönnum og hljóm-
sveitum á undanförnum árum auk þess að
vinna að eigin tónlist og gefa út sólóplötur.
Meðal þeirra sem Stetson hefur leikið með eru
Arcade Fire, Tom Waits, Bon Iver (hann er
einn liðsmanna þeirrar hljómsveitar), LCD
Soundsystem, David Byrne og Godspeed You!
Black Emperor. Stetson hefur gefið út fjórar
sólóplötur og í fyrra gaf hann út plötu í sam-
starfi við sænska saxófónleikarann Mats Gust-
afsson. Fimmta sólóplata Stetson er svo vænt-
anleg 30. apríl. Hljóðin sem Stetson nær að
galdra úr hljóðfæri sínu eru æði mögnuð (þeir
sem vilja tóndæmi eru hvattir til að leita Stet-
son uppi á myndbandavefnum YouTube) og
má því búast við því að tónleikar hans á Volta
við Tryggvagötu, 17. mars, verði forvitnilegir.
Stetson er fæddur og uppalinn í Ann Arbor í
Michigan og hóf tónlistarnám tíu ára gamall. Í
fyrstu lærði hann á altsaxófón og síðar á fleiri
gerðir hljóðfærisins og klarinett, franskt horn,
þverflautu, trompet og önnur blásturshljóð-
færi. Bassasaxófóninn tók hann sér í hönd öllu
síðar, árið 2005, enda ekki hlaupið að því að
leika á það hljóðfæri. „Ég vissi að það yrði erf-
itt að spila á hann en ég varð sannarlega hissa
á því hversu miklu erfiðara er að spila á hann
en barítónsaxófóninn, til dæmis. Það er óskap-
lega erfitt líkamlega,“ segir Stetson.
-Þú þarft þá væntanlega að vera í góðu
formi, líkamlega sterkur?
„Já, ég reyni að vera það.“
Spurður að því hvort hann sé með sérstakan
stíl sem bassasaxófónleikari segir Stetson svo
ekki vera, það sé í raun ekkert nýtt við það
hvernig hann leiki á hljóðfærið. Hann beiti
sömu aðferðum og slíkir hljóðfæraleikarar hafi
gert um áratugabil. Hvað tónlistarsköpun
varðar segist Stetson sækjast eftir því sama og
aðrir tónlistarmenn, að tónlist hans sé að ein-
hverju leyti frábrugðin tónlist annarra.
Lærdómsríkt að vinna með Waits
-Nú hefurðu starfað með mörgum heims-
kunnum tónlistarmönnum. Hefur einhver
þeirra veitt þér meiri innblástur en aðrir, ein-
hver sem þú hefur lært mikið af?
„Tja, maður lærir ólíka hluti við hverjar að-
stæður fyrir sig,“ svarar Stetson. „En jú, ég
hef lært mikilvæga hluti af mörgum þeim sem
ég hef unnið með, sérstaklega Tom Waits sem
ég vann með fyrir tíu árum,“ bætir hann við.
Hann hafi lært af Waits að losa sig við egóið
þegar komi að því að semja og flytja tónlist, að
tónlistin snúist um persónuleika og myndir
m.a. og að hún verði að eiga sér sjálfstætt líf.
Tónlistin þurfi ekki að eiga rætur í lífsreynslu
eða persónuleika skapara síns. „Það er ekki
annað hægt en að læra eitthvað af þeim tón-
listarmönnum sem maður dáir og þeirri tónlist
sem maður hrífst af,“ bætir Stetson við en
hann leikur á þremur plötum Waits: Blood
Money, Alice og Orphans: Brawlers, Bawlers
& Bastards.
-Nú er bassasaxófónninn ekki dæmigert
rokkhljóðfæri. Eru margir bassasaxófónleik-
arar í rokkinu?
„Nei, það held ég ekki. Þeir eru líklega fleiri
nú en áður var. Ég hef séð nokkra skjóta upp
kollinum á síðustu árum og er viss um að þeim
mun fjölga. En þetta er ekki aðeins erfitt
hljóðfæri að leika á heldur líka erfitt að ferðast
með. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að menn
nota það ekki meira,“ svarar Stetson. Hljóm-
urinn sé það sérstakur að hljómsveitir verði að
sækjast sérstaklega eftir honum og vera vissar
um að hann falli að þeirra hljóðheimi.
Hljóðfæri
sem reynir á
Bandaríski saxófónleikarinn Colin Stetson
heldur tónleika á Volta 17. mars næstkomandi
Ljósmynd/Robert Nethery
Eftirsóttur Saxófónleikarinn Colin Stetson hefur leikið með mörgum heimskunnum hljómsveit-
um og tónlistarmönnum, m.a. Tom Waits, David Byrne, Laurie Anderson og Arcade Fire.
Vefsíða Stetson: colinstetson.com