Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stjórnvöld í Norður-Kóreu hóta að rifta á mánudag vopnahléi sem gert var við grannana í Suður-Kór- eu árið 1953 eftir þriggja ára, mannskætt stríð. Ástæða þessara hótana Kim Jong-uns, forseta Norður-Kóreu, er sögð spenna sem skapast hafi vegna sameiginlegra heræfinga Suður-Kóreu- manna og Bandaríkjamanna. Tekið var fram í til- kynningu stjórnvalda í Pjongjang að beitt yrði kjarnorkuvopnum ef Bandaríkin hótuðu kjarn- orkuárás. Einnig var sagt að heræfingarnar væru „ósvífni Hóta að rifta vopnahléssáttmálanum  Norðanmenn æfir vegna áætlana Bandaríkjamanna og Kínverja um að fá öryggisráð SÞ til að herða refsiaðgerðir vegna kjarnorkutilraunanna og ögrun“, Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu gert áætlun um að láta herða refsi- aðgerðir öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna vegna kjarnorku- tilrauna norðanmanna. Kínverjar hafa lengi verið öfl- ugustu stuðningsmenn ráða- manna í Pjongjang. En í gær var skýrt frá því að Kínverjar hefðu náð bráðabirgðasam- komulagi við Bandaríkjamenn um drög að tillögu um hertar refsiaðgerðir í öryggisráði SÞ. Kínverj- ar hafa ávallt hvatt til varkárni í refsiaðgerðunum. Kim Jong-un Þeir óttast mjög umrót á landamærunum að hinni blásnauðu Norður-Kóreu ef allt fer á versta veg og stríð hefst á Kóreuskaga. Tillagan verður sennilega lögð fram á fundi ör- yggisráðsins fyrir helgina. Enn er óljóst hve harka- legt orðalagið í henni verður og segja Suður-Kór- eumenn auk þess að ekki sé búið að ná endanlegu samkomulagi um efni hennar. Talið er hugsanlegt að N-Kóreumönnum hafi nú tekist að minnka kjarnaodda svo mikið að hægt sé að koma þeim fyrir á eldflaug. Norðanmenn hafa þegar smíðað öflugar eldflaugar og segjast ráða yf- ir flaugum sem geti hitt skotmörk í Bandaríkjun- um. Fátækt kjarnorkuveldi » N-Kóreumenn sprengdu í þriðja sinn kjarnorku- sprengju 12. febrúar, sú fyrsta var sprengd haustið 2006. » Öryggisráðið hefur þegar fordæmt tilraunina í febrúar. » Bandaríkjamenn studdu sunnanmenn í Kóreustríðinu 1950-1953 og misstu yfir 36 þúsund hermenn. Kínverjar studdu N-Kóreu. Kona í Moskvu með eins konar helgimynd af einræðis- herranum Jósef Stalín en í gær voru liðin 60 ár frá því að hann lést. Á Vesturlöndum er hans einkum minnst fyrir óstjórnlega grimmd gagnvart pólitískum and- stæðingum og morð á milljónum saklausra borgara en í Rússlandi hylla margir hann ennþá. Ráðamenn í Kreml hafa eftir hrun Sovétríkjanna verið tvístígandi en nú eru þeir oftast jákvæðir. Er þess nú gjarnan minnst að hann hafi stýrt baráttunni gegn nasistum 1941-1945. AFP Minnast andláts Stalíns Sagnfræðistofnun í Washington seg- ir að í ljós hafi komið að nasistar hafi ekki rekið um 20.000 fangabúðir og gettó í Evrópu þar sem gyðingar og fólk af öðru þjóðerni var oft myrt heldur hafi þær verið minnst 42.000. Fram kemur í Aftenposten að aðeins fólk í nágrenni við sumar af minni búðunum hafi vitað um tilvist þeirra. Um 15-20 milljónir manna voru í umræddum búðum og margir voru myrtir, þar af voru að líkindum um sex milljónir gyðinga en einnig yfir milljón Róma-fólks og fjöldi her- fanga frá Austur-Evrópu og fleiri svæðum. Flestar búðirnar voru í Þýskalandi og Póllandi. Helfararsafnið í Washington hef- ur staðið fyrir rannsókninni og verða niðurstöðurnar birtar í sjö binda riti um gyðingaofsóknir nas- ista undir stjórn Adolfs Hitlers, tvö bindi eru þegar komin út. Helstu heimildarmennirnir eru um 400 fangar sem sögðu frá því hvernig þeir voru fluttir milli búða þegar herir bandamanna sóttu fram gegn Þjóðverjum undir lok seinni heims- styrjaldar. „Við fundum m.a. yfir 300 gettó sem aldrei fyrr höfðu verið skrá- sett,“ segir Geoffrey Megargee í við- tali við þýska blaðið Die Zeit. „Einn- ig voru staðir sem enginn komst lifandi frá og því gat enginn vitnað um tilvist þeirra.“ Deilt er um það hve mikið almenn- ingur í Þýskalandi hafi vitað um búðirnar, flestir sögðust ekkert hafa vitað. En starfsbróðir Megargees, Martin Dean, segir í viðtali við New York Times að „þrælkunarbúðir, stríðsfangabúðir og einangr- unarbúðir“ hafi verið svo margar að fólk hljóti að hafa vitað hvað nasistar gerðu við fanga. kjon@mbl.is Nasistar ráku yfir 40.000 fangabúðir  Tvöfalt fleiri en áður var talið Hungur Gyðingar í Buchenwald- fangabúðunum í Þýskalandi. Þegar um 40% kjörstaða í forseta- kosningunum í Kenía höfðu sent frá sér tölur var Uhuru Kenyatta vara- forsætisráðherra með um 53% stuðning, aðalkeppinautur hans, Raila Odinga forsætisráðherra, var með um 41%. En um 320 þúsund at- kvæði eða 5% höfðu verið úrskurðuð ógild, að sögn AFP. Kosningarnar á mánudag fóru að mestu friðsamlega fram en margir óttast nú átök. Keppinautarnir koma hvor úr sín- um þjóðflokki en eftir kosningarnar 2007 féllu liðlega 100 manns í átök- um sem aðallega urðu milli ólíkra þjóða og þjóðarbrota í landinu. „Þessar kosningar marka vatnaskil og niðurstöður þeirra munu segja til um það hvort þjóðin mun halda áfram að búa í siðmenntuðu ríki,“ sagði í leiðara dagblaðsins Daily Na- tion. Blaðið bætti við að allir yrðu að sætta sig við niðurstöðurnar. Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag vill rétta yfir Kenyatta vegna ákæru um glæpi gegn mannkyninu. Hann er sakaður um að hafa ásamt öðrum staðið fyrir ofbeldinu árið 2007. kjon@mbl.is Kenyatta sigur- stranglegur  Sætir ákæru vegna ofbeldisins 2007 Raila OdingaUhuru Kenyatta Afdrifaríkt ofbeldi » Auk þess sem margir dóu urðu um 600 þúsund manns að flýja heimili sín eftir kosn- ingarnar 2007. » Efnahagur landsmanna varð einnig fyrir miklum skakkaföll- um vegna blóðbaðsins. » Hagvöxtur, sem var yfir 7% árlega fyrir 2007, hrapaði í rúm 1% í fyrra. Tekjur af ferða- þjónustu drógust mjög saman. Kópavogur  544 5000 Njarðvík  421 1399 Selfoss  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkur JEPPADEKK ER Í LAGI MEÐ BREMSURNAR? VIÐ GETUM AÐSTOÐAD! EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA TILBOÐ Á BREMSU- KLOSSASKIPTUM EF VARAHLUTIR ERU KEYPTIR HJÁ SÓLNINGU AðeinS kR. 2.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.