Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 35
úlfur vann einnig fleiri störf á þess- um tíma og einn vetur reisti hann stálgrindarhús á Spáni og í Sviss. Fór seint í nám „Þegar ég sá árið 1997 að allir mínir vinir voru að klára háskóla- nám ákvað ég að fara í skóla.“ Brynjúlfur fór í Iðnskólann 1997, tók tvær annir til að fá grunn í fyrir háskólanám og fékk síðan inngöngu í Tækniháskólann. Hann kláraði diplóma í iðnekstr- arfræði 2002 og BS í alþjóðamark- aðsfræði 2003. Brynjúlfur fór síðan til London eftir útskrift og fékk þar vinnu hjá ARRI sem framleiðir kvikmynda- tökuvélar og ljósabúnað. Þar sá hann um markaðsstarf til dreifing- araðila í Evrópu og Asíu. Síðan hóf Brynjúlfur störf hjá Accenture sem er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki í heimi. „Þar vann ég eitt verkefni fyrir lyfjafyrirtæki og fékk áhuga á þeim geira.“ Engin lognmolla í lyfjageiranum Brynjúlfur flutti heim 2007 og hóf störf hjá Artasan, fyrst sem sölu- og markaðsstjóri, tók MBA-nám í Há- skóla Reykjavíkur 2008 til 2010 og varð svo framkvæmdastjóri 2011. Artasan er sölu- og markaðs- fyrirtæki sem annast sölu og mark- aðssetningu á samheitalyfjum, lausasölulyfjum og öðrum heilsu- vörum fyrir erlend lyfjafyrirtæki. Artasan er systurfyrirtæki Vistor, Medor og Distica. Vistor er með frumlyf, Medor er með lækn- ingavörur og Distica sér um dreif- ingu á þeim. „Það er engin logn- molla í lyfjageiranum. Það er sífellt verið að breyta lögum og reglugerð- um, m.a. til að reyna að draga úr lyfjakostnaði.“ Áhugi á útiveru og líkamsrækt Brynjúlfur stundaði fimleika frá átta ára til tvítugs og var í meist- araflokki Ármanns. Eftir það hefur hann stundað al- menna líkamsrækt og er núna í crossfit. „Svo hef ég mikinn áhuga á útivist. Sá áhugi kviknaði eftir að ég bjó í London. Ég var búinn að fá nóg af malbiki og stórborginni og hef verið duglegur að skoða landið síðan. Ég gekk t.a.m. 24 tinda, sem er ganga í Eyjafirði sem er farin á einum sólarhring. Svo hjóla ég, fer á skíði, stunda veiðar og er nýbyrj- aður í golfi.“ Fjölskylda Barnsmóðir Brynjúlfs erHelena Guðlaugsdóttir viðskiptafræðingur, f. 17.11. 1978. Dóttirþeirra er Marín Eva Brynjúlfsdóttir, f. 3.1. 2011. Systkini Brynjúlfs sammæðra eruGunnar Guðmundsson, f. 24.11. 1974, sölustjóri í Reykjavík, Krist- inn Guðmundsson, 28.11. 1980, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Guðrún Elín Guðmundsdóttir, f, 20.1. 1986 verkfræðinemi. Systkini Brynjúlfs samfeðra eru Ólafur Rún- ar Ísaksson, f. 3.1. 1973, tölvu- sérfræðingur, Sigrún Ísaksdóttir, f. 5.4. 1981, viðskiptafræðingur, Gunnhildur Jódís Ísaksdóttir, f. 8.5. 1991, verkfræðinemi og Íris Ka- milla Ísaksdóttir, f. 23.11. 1994 nemi. Foreldrar Brynjúlfs eru Guðrún Brynjúlfsdóttir, f. 9.7. 1954, fram- kvæmdastjóri og Ísak Jóhann Ólafsson, f. 18.2. 1950, fram- kvæmdastjóri. Kjörfaðir Brynjúlfs og eiginmaður Guðrúnar er Guð- mundur Vigfússon, f. 6.3. 1950, við- skiptafræðingur. peturatli@mbl.is Úr frændgarði Brynjúlfs Guðmundssonar Brynjúlfur Guðmundsson Thorvald Emil Gregersen járnsmiður í Noregi Brynjúlfur Thorvaldsson flugstjóri í Reykjavík Marín Magnúsdóttir húsfreyja í Grindavík Guðrún Brynjúlfsdóttir framkvæmdastjóri Guðrún Jóna Eiríksdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Benedikt Ögmundsson skipstjóri á togurunumMaí, Júní og Júlí í Hafnarfirði. Sonur Ögmundar Sigurðssonar skólastjóra í Flensborg Ragna Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík dóttir Gunnars Gunnars- sonar kaupmanns og bæjarfulltrúa í Rvík Ólafur Gunnarsson héraðslæknir á Hvammstanga Ólafur Ólafsson læknir í Reykjavík Sigrún Ísaksdóttir húsfreyja í Reykjavík Ísak Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri Helga Sigríður Runólfsdóttir húsfreyja á Bjargi á Seltjarnarnesi Ísak Kjartan Vilhjálmsson bóndi og einn af stofnendum vörubílastöðvar Þróttar Sigríður Brynjúlfsdóttir skrifstofukona í Reykjavík Benedikt Valsson Hraðfréttir Fríða Benediktsdóttir skrifstofukona í Reykjavík Guðbjörg Benediktsdóttir húsfreyja í Reykjavík Benedikt Eyjólfsson eigandi Bílabúðar Benna Á Hrútfjallstindum Gekk þá 2010. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Kristján Jónsson póstmeistarifæddist 6.3. 1915. Hann varsonur Bergsveins Sveins- sonar og Sigríðar Friðriksdóttur í Aratungu í Hrófbergshreppi. Kjör- foreldrar hans voru Jón Finnsson, verslunarstjóri á Hólmavík, og Guðný Oddsdóttir kona hans. Kristján brautskráðist frá Verzl- unarskóla Íslands 1934. Hann var kaupmaður á Hólmavík 1940-52, vann hjá Síldarmati ríkisins 1953-59 og var kennari við barna- og ungl- ingaskólann á Hólmavík 1960-68. Kristján var stöðvarstjóri Pósts og síma á Hólmavík frá 1968 til 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var einnig bóksali á árunum 1962-91 og hafði umboð ýmissa fyr- irtækja og félaga. Kristján sat í hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps frá 1950-74, þar af oddviti 1950-53, og átti sæti í fjölda nefnda á vegum hreppsins. Hann tók virkan þátt í félagslífi á Hólmavík og í Strandasýslu, var meðal annars í stjórnum ungmenna- félags og leikfélags, þar sem hann var heiðursfélagi. Þá söng hann einnig í karlakór á Hólmavík og í kirkjukórnum í fjölda ára. Auk þess sat hann í sóknarnefnd og bygging- arnefnd Hólmavíkurkirkju. Kristján var lengi formaður og í stjórnum Sjálfstæðisfélags Stranda- sýslu, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna og kjördæmisráði. Hann var varaþingmaður Vestfjarðakjör- dæmis 1963-67 og sat á þingi um skeið. Kristján var einn af stofnendum Lionsklúbbs Hólmavíkur og starfaði í honum til dánardags. Hann var heiðursfélagi klúbbsins og einnig Melvin Jones-félagi, sem er mesti heiður sem Lionshreyfingin getur veitt félögum sínum. Eiginkona Kristjáns var Anna Jakobína Jónsdóttir frá Skriðins- enni í Bitrufirði, póstafgreiðslumað- ur og bóksali á Hólmavík. Þau eign- uðust sjö börn. Foreldrar hennar voru Jóns Lýðsson, bóndi á Skrið- insenni, og Steinunn Guðmunds- dóttir ljósmóðir. Kristján lést 2.2. 1993. Merkir Íslendingar Kristján Jónsson 90 ára María Gísladóttir Málfríður A. Sigurðardóttir 85 ára Elín Eggerz Stefánsson Elvira Christel Einvarðsson Guðný Gunnlaugsdóttir Halldór Ólafsson 80 ára Fanney Jónsdóttir Hörður Gíslason 75 ára Aðalsteinn Hallsson Gíslína Erla Eyþórsdóttir Jóhannes G. Haraldsson Jóhann H. Haraldsson Sigurður Kristinsson Steinunn Sigurmundsdóttir 70 ára Kristján Jón Guðnason Lúðvík Lúðvíksson Ragnhildur Antonsdóttir 60 ára Birna Jensdóttir Borghildur Jónsdóttir Ingibjörg B. Haraldsdóttir Margrét Jóhannsdóttir Samúel Kristjánsson Steindór G. Steindórsson Unnur Garðarsdóttir Þórhallur Birgir Jósepsson 50 ára Ardís Henriksdóttir Árni Kristinsson Ástríður H. Sigurðardóttir Dóra Aðalsteinsdóttir Friðrik Sigurmundsson Grétar William Guðbergsson Hafþór Viðar Gunnarsson Ingólfur Örn Helgason Jón Scheving Thorsteinsson Trausti Finnbogason Valdimar Jón Björnsson Þorbjörg Gunnlaug Traustadóttir 40 ára Alda Gunnarsdóttir Arnar Bergmann Gunnlaugsson Beata Jadwiga Pokojska Bjarki Bergmann Gunnlaugsson Dejan Rackov Edwin Boama Helga Sveinsdóttir Ivo Trojak Jóhann Gunnar Jóhannsson Katrín Steinarsdóttir Saulius Poskus Þórlaug Sigfúsdóttir 30 ára Anna Þórdís Rafnsdóttir Bogi Brimir Árnason Bragi Sigurður Óskarsson Elín Guðný Gunnarsdóttir Guðjón Kjartansson Gunnar Snær Gunnarsson Hjörleifur Björnsson Javed Hussain Katarzyna M. Konieczny-Puz Maija Kaarina Kalliokoski Patrycja Kamila Piekarska Paulina Barbara Koprynia Piotr Wiktor Siemionek Sesselja Bæringsdóttir Sigurður Rúnar Guðmundsson Sólrún Björk Eiríksdóttir Sunna Guðrún Pétursdóttir Sævar Vídalín Kristjánsson Tamara Rami Baara Til hamingju með daginn 30 ára Bryndís er hár- greiðslum. og vinnur einnig við. Maki: Ólafur Waage Arn- björnsson, f. 1980, bakari. Börn: Þrjú stjúpbörn: Benjamín, f. 2002, Arn- björn, f. 2003, og Agatha Ylfa, f. 2006, og Sigurður Björn, f. 2011. Foreldrar: Sigurður Gunnarsson, f. 1959, for- stjóri Kjötsmiðjunnar, og Gyða Björnsdóttir, f. 1959, húsfreyja. Bryndís Jóna Sigurðardóttir 50 ára Gunnar er fæddur og uppalinn á Stóru- Ökrum í Blönduhlíð, Skag., og er bóndi þar. Maki: Svanhildur Páls- dóttir, f. 1970, hótelstjóri á Hótel Varmahlíð. Börn: Sindri, f. 1992, Hrafnhildur, f. 1998, og Berglind, f. 2001. Foreldrar: Sigurður Björnsson, f. 1927, bóndi á Stóru-Ökrum, og María Helgadóttir, f. 1933, hús- freyja og símstöðvarstj. Gunnar Sigurðsson 30 ára Edda ólst upp í Hafnarfirði en býr í Reykjavík. Hún er þjón- ustufulltrúi hjá Motus en er innanhússarkitekt að mennt. Maki: Sigurjón Snær Jónsson, f. 1984, endur- skoðandi. Sonur: Óskírður Sig- urjónsson, f. 1.2. 2013. Foreldrar: Stefán F. Arn- dal, f. 1958, rafvirki, og Þórdís Eiríksdóttir, f. 1956, hjúkrunarfr. Edda Margrét S. Arndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.