Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Eðlileg gagnvirkni
– heyrnartækin sem virka fyrirhafnarlaust
Komdu í
greiningu hjá
faglærðum
heyrnarfræðingi
Hugsaðu þér að þú getir auðveldlega fylgst með sérhverju samtali,
skynjað á réttan hátt hljóðin í kring um þig og getir án óþæginda verið í mjög mismunandi hávaða.
Eða með öðrum orðum getir á eðlilegan hátt hlustað á það sem þú vilt heyra.
Þetta er allt mögulegt með Verso, sem eru nýjustu og fullkomnustu heyrnartækin frá ReSound.
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Árið 1880 var það lögboð-ið að réttindi stúlkna tilnáms væru jöfn viðdrengja þó að viðhorfið
hafi verið lífseigt að óþarfi væri að
mennta stúlkur. Það verður því að
teljast merkilegt að kona frá þess-
um tíma hafi náð að brjótast til
mennta í sinni grein og fylgja
ástríðu sinni. Kristín Dahlstedt var
fædd árið 1876 í Dýrafirði, fór til
Danmerkur aðeins 23 ára gömul,
kom svo sjö árum seinna til Íslands,
opnaði hvert veitingahúsið á fætur
öðru í Reykjavík. „Kristín var Jóns-
dóttir upphaflega og var fátæk
stúlka úr Dýrafirði. Ung trúlofaðist
hún manni sem varð til þess að hún
komst inn í bókmenntasöguna. Það
varð með þeim hætti að unnusti
hennar var Magnús nokkur Hjalta-
son en hann er fyrirmyndin að Ólafi
Kárasyni í Heimsljósi Halldórs
Laxness. Þar kemur við sögu heit-
konan og þá er nú væntanlega
Kristín þessi fyrirmyndin að henni,“
segir Guðjón Friðriksson sagnfræð-
ingur.
Fór allslaus til Danmerkur
og vann á veitingastöðum
Guðjón kynntist sögu Kristínar
þegar hann skrifaði tvö bindi af
Sögu Reykjavíkur sem komu út árið
1991 og 1994. „Það má segja að
Kristín sé hluti af sögu Reykjavíkur
þar sem hún rak hér lengi veit-
ingastaði og áhugi minn á henni
tengist áhuga mínum á sögu borg-
arinnar. Hún Kristín þessi braust til
þess að sigla til Danmerkur ung
kona ásamt sex öðrum stelpum.
Fékk sér far með dönskum kútter
árið 1899. Þetta var náttúrlega al-
gjör ævintýramennska, þær voru
allar mállausar og peningalausar.“
Kristín kom að landi í Fredrikshavn
á Jótlandi og naut stuðnings skip-
stjórans sem skildi ekki við stelp-
urnar sjö fyrr en þær voru allar
komnar með vinnu. Kristín fékk
vinnu á hóteli og í sjö ár vann hún til
skiptis á hótelum og veitingastöð-
um. „Hún var fyrst í Fredrikshavn
en endaði svo í Kaupmannahöfn.
Hún var líka í vist á fínum heimilum
og reyndist hörkudugleg og má
segja að hún lærði þarna matargerð
og allt sem tilheyrir veitinga-
mennsku. Meðal annars var henni
falið að stýra kaffihúsi heilt sumar á
Fredriksberg. Þetta er svona dæmi
um hvernig konur voru að brjótast
til mennta ef svo má segja.“
Fjallkonan flakkaði um
Laugaveginn
Ef hugsað er til matarmenn-
ingar Íslendinga á þessum tíma
spyrja eflaust margir sig; var hún
nokkur? Saltfiskur og kartöflur í
hvert mál, súrt á þorranum og
hangikjöt á jólunum. Á einhverjum
tíma urðu umskipti og átti æv-
intýrasækið fólk líkt og Kristín stór-
an þátt í breytingunum. Eftir dvöl
sína í Danmörku opnaði hún veit-
ingahús á Laugavegi 68. „Það hét
Hótel Fönix og það stóð nú ekki
mjög lengi, kannski eitt ár. Þá sigldi
hún aftur til Danmerkur. Kom svo
að nýju og þá opnaði hún Fjallkon-
una sem átti eftir að vera á mörgum
stöðum í Reykjavík. Þetta var mjög
þekktur veitingastaður en hún
þurfti að flytja hann oft og var svona
í dálitlu braski. Hún átti stundum
húsin og seldi þau og keypti ný og
missti þau stundum. Það var nú svo-
lítill drykkjuskapur á þessum
veitingastöðum hennar og óróasamt
og það kom fyrir að þeim var lokað
Fjallkona með nú-
tímalegar hugmyndir
Þeir sem heyra sögu veitingakonunnar Kristínar Dahlstedt sammælast um að
hún teljist til merkra Íslendinga sem hafa sett svip sinn á reykvíska menningu.
Hinn margverðlaunaði rithöfundur og sagnfræðingur Guðjón Friðriksson flutti
erindi á dögunum um veitingamennsku Kristínar í tengslum við sýninguna Fjall-
konan og reykvíska eldhúsið sem nú stendur yfir í Landsbókasafni Íslands.
Fyrirmyndir Kristín Dahlsted og Magnús Hjaltason voru fyrirmynd Hall-
dórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi og konu hans í Heimsljósi.
Fjallkonan Kristín Dahlstedt
Metsölubókin Parísarkonan (The Par-
is Wife) eftir Paulu McLain er komin
út hjá Bókaútgáfunni Sölku í kilju, en
hún kom út innbundin sl. haust.
Þetta er söguleg skáldsöga um fyrsta
hjónaband Ernests Hemingways. Par-
ísarkonan er um ást og svik í tryggð-
um, en löngu síðar skrifaði Heming-
way að hann vildi óska að hann hefði
dáið áður en hann varð ástfanginn af
nokkurri annarri en Hadley.
Metsölubók í kilju
Parísarkona
Hemingways
Vinir Tungnarétta hafa sent frá sér
tilkynningu: Manstu hvar þú varst
miðvikudaginn 17. september árið
1986? Eða laugardaginn 11. sept-
ember 2010? Síðastliðið haust var
réttað í Tungnaréttum sunnudaginn
16. september. Kannski varst þú þar.
Eða einhvern annan dag, eða annað
haust á Tungnaréttadag. Alþjóðlegur
baráttudagur kvenna 8. mars er
merkilegur dagur. Kannski ekki eins
eftirminnilegur og réttadagurinn en
samt helgaður mikilvægu málefni.
Svo skemmtilega vill til að þessi ná-
skyldu en ólíku málefni, réttindi
kvenna og endurbygging Tungna-
rétta, renna saman í eitt á hátíð sem
haldin verður í Aratungu föstudags-
kvöldið 8. mars næstkomandi. Vinir
Tungnarétta halda þá hagyrðinga-
kvöld, þar sem karlmenn koma til
með að skemmta konum og körlum
með list sinni, til styrktar endurbygg-
ingu réttanna við Tungufljót. Guðni
Ágústsson frá Brúnastöðum leiðir
saman nokkra hagyrðinga, víðsvegar
að úr sveitum og bæjum landsins.
Pétur Pétursson frá Höllustöðum,
Reynir Hjartarson frá Akureyri og
Þórður Pálsson frá Sauðanesi í Húna-
vatnssýslu koma norðan úr landi. Til
fundar við þá koma Sunnlendingarnir
Magnús Halldórsson frá Hvolsvelli,
Kristján Ragnarson frá Ásakoti og
Sigurjón Jónsson frá Skollagróf. Von-
andi koma margar konur með karlinn
sinn með sér á hagyrðingakvöldið.
Vonandi verður barinn opinn.
Samkoman hefst kl. 20.30.
Hagyrðingakvöld næsta föstudag til styrktar Tungnaréttum
Fjallkóngur Loftur Jónasson, Gústi sonur hans, Hjalti í Ásakoti o.fl reka fé
inn í Tungnaréttir sl haust, en þá lentu fjallmenn í aftakaveðri á afrétti.
Hann lét klárinn brokka
Í miklum ham Tungnamennirnir og fjárbændurnir Egill og Sævar eru
meðal margra sem hafa unnið við endurbyggingu Tungnarétta.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Söngur Ævinlega er söngurinn
hljómmikill í Tungnaréttum.