Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Miðvikudags- PIZZA-TILBOÐ Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23 Þú hringir Við bökum Þú sækir 12“ PIZZA, 3 áleggstegundir og 1l Coke 1.290 kr. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útgjöld ríkissjóðs munu stóraukast á næstu árum og áratugum verði frumvarp velferðarráðherra um róttækar breytingar á ellilífeyr- iskerfi almannatrygginga lögfest. Reikna má með að lífeyrisútgjöld úr almannatryggingakerfinu myndu hækka um 2-3 milljarða strax á næsta ári og síðan aukast hratt í 9-10 milljarða á árinu 2017. Samtals yrði útgjaldaaukinn um 23,3 milljarðar kr á þessu fimm ára tímabili umfram þá aukningu sem reikna má með í núverandi kerfi á næstu árum. Þetta má lesa úr gagnrýnni um- sögn fjárlagaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins sem fylgir frum- varpinu. Ekki haft samráð eins og áður hefur tíðkast um svo stór mál Gagnrýnt er að við undirbúning frumvarpsins hafi ekki verið haft samráð við fjármála- og efnahags- ráðuneytið um möguleg áhrif fyrir ríkissjóð eins og áður hafi tíðkast með mál af svipaðri stærðargráðu. „Í öðrum löndum er slíkt samráð vanalega talið vera lykilatriði til að tryggja framgang slíkra mála og til að tillögugerð um veigamikil út- gjaldakerfi ríkisins sé sett fram með ábyrgum hætti með hliðsjón af fjárhag ríkisins. Fjármála- og efna- hagsráðuneytið ber ábyrgð á stefnumörkun og langtímaáætlun í ríkisfjármálum og telur að frum- varpið feli í sér mikla veikingu á þeim horfum í ríkisfjármálum sem stjórnvöld hafa tekið mið af. Kallar það að óbreyttu á að gerðar verði verulegar ráðstafanir til tekjuöfl- unar eða útgjaldasamdráttar í öðr- um málaflokkum á komandi árum og áratugum [...],“segir í umsögn fjárlagaskrifstofunnar. Í frumvarp- inu eða í greinargerð starfshópsins sé engin umfjöllun um samhengi við fjármál hins opinbera, þ.m.t. langtímaspár um þróun öldrunarkostnaðar, né um mögulega fjármögnun þessarar kerfisbreytingar. Frumvarpið, sem útbýtt var á Alþingi í fyrrakvöld, byggist á nið- urstöðum starfshóps, sem fulltrúar allra flokka og fjölmargra hags- munasamtaka m.a. á vinnumarkaði, áttu sæti í og skilaði niðurstöðum á seinasta ári. Lagðar eru til veru- legar breytingar á bótum ellilífeyr- isþega. Velferðarráðuneytið fékk Trygg- ingastofnun og Talnakönnun hf. til að meta kostnaðaráhrif af tillögum starfshópsins og byggir fjár- lagaskrifstofan mat sitt á þeim út- reikningum. Áætlað er að ef engar breytingar yrðu gerðar myndi árleg út- gjaldaaukning verða komin í 2,3 milljarða kr. á árinu 2017. Út- gjaldaaukningin vegna breyting- anna í frumvarpinu umfram núver- andi kerfi mundi því nema um 9,3 milljörðum. Fjárlagaskrifstofan segir að hafa verði fyrirvara á óvissu um ýmsar forsendur í útreikningunum en ljóst sé „að nýja ellilífeyriskerfið mundi leiða til mjög verulegrar kostnaðaraukningar fyrir ríkissjóð að nokkrum árum liðnum, eða sem svarar t.d. til árlegra heildar- útgjalda við barnabótakerfið.“ Minnt er á að skv. ríkisfjár- málastefnu stjórnvalda til 2016 sé stefnt að því að stöðva frekari upp- söfnun skulda ríkissjóðs og ná tæp- lega 5 milljarða kr. afgangi á greiðslugrunni 2014. Í umsögninni segir að vandséð sé hvernig ná eigi fram þeim markmiðum ef frum- varpið verður lögfest í núverandi mynd. Jafnframt er lagt mat á hugs- anleg áhrif þess á útgjöld ríkisins til næstu áratuga verði frumvarpið lögfest. Er áætlað að útgjaldavöxt- urinn vegna nýja ellilífeyriskerf- isins nemi um 25 milljörðum kr., eða sem svarar til 80% af áætluðum útgjöldum ársins 2012, þegar hann nær hámarki árið 2040. Í núverandi kerfi sé hins vegar áætlað að aukn- ingin yrði tæpir 7 milljarðar. Mis- munurinn gefi til kynna að árleg útgjaldaaukning í nýju kerfi skv. frumvarpinu umfram núverandi kerfi verði um 20 milljarðar kr. ár- ið 2040 þegar útgjöld við nýja kerf- ið næðu hámarki. Vegið að styrkleika núverandi lífeyriskerfis Frumvarpið er einnig sagt myndu hafa veruleg almenn áhrif á uppbyggingu lífeyriskerfisins hér á landi og vega að styrkleika þess. Helsti styrkleiki núverandi kerfis hafi verið sá að á komandi áratug- um tæki almenna lífeyrissjóðakerf- ið smám saman við sem meginstoð greiðslu lífeyris til vinnandi fólks þegar það kemst á lífeyrisaldur. „Með þessu frumvarpi virðist hætta á að dregið verði verulega úr þessum styrk- leika,“ segir þar ennfremur. Í fréttatilkynningu frá velferð- arráðuneytinu í gær eru gerðar at- hugasemdir við umsögn fjár- lagaskrifstofu og hún sögð horfa fram hjá því að í núverandi kerfi muni útgjöld ríkissjóðs aukast um 3,7 milljarða króna á næstu tveim- ur árum, annars vegar til að efna samkomulag stjórnvalda og lífeyr- issjóða frá því í desember 2010 og hins vegar þegar úr gildi fellur bráðabirgðaákvæði um aukið skerðingarhlutfall tekjutryggingar frá 2009. Í þessu felist að aukin út- gjöld ríkissjóðs til almannatrygg- inga vegna nýja frumvarpsins verða 3,7 milljörðum lægri. Í umsögn fjárlagaskrifstofu er þó sérstaklega fjallað um þessi at- riði og m.a. tiltekið að út frá for- sendum ríkisfjármálaáætlunar- innar sé ekki tilefni til að gera ráð fyrir að umrædd hækkun skerðing- arhlutfallsins verði afnumin. „Meint fyrirheit á pólitískum vett- vangi“ séu ekki talin eiga við í þessu mati. 23 milljarða útgjaldaauki á 5 árum  Fjárlagaskrifstofan varar við stórauknum útgjöldum verði frumvarp velferðarráðherra um endurskoðun ellilífeyris að lögum  Spáð árlegri útgjaldaaukningu upp á 20 milljarða á árinu 2040 Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Frumvarpið um endurskoðun almannatrygginga er viðamikið. Því var útbýtt í fyrrakvöld. Sjö starfsdagar eru eftir fram að þingfrestun. Útgjaldaaukning 2013-2017 skv. forsendum TR og Talnakönnunar hf. Útgjöld í ma.kr. 2013 2014 2015 2016 2017 Samtals aukin útgjöld v/kerfislægra breytinga 2.674 3.378 4.766 7.346 9.704 Útgjaldaaukningmiðað við breytt kerfi 2.237 3.170 5.214 8.260 11.658 Útgjaldaaukningmiðað við óbreytt kerfi 375 1.016 1.460 2.033 2.340 Aukning útgjalda umfram núverandi kerfi 1.862 2.153 3.754 6.228 9.318 „Þetta lítur ekki vel út, vegurinn er orðinn götóttur skratti,“ segir Eið- ur Thoroddsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Patreksfirði. Vegurinn um Raknadalshlíð, innan við þorpið, skemmdist illa í þíðunni á dögunum. Eiður segir að vegurinn sé gam- all og slitlagið orðið lélegt. Ekki hafi það bætt úr skák að hann hafi lítið viðhald fengið síðustu ár. „Burðurinn fer úr veginum þegar slitlaginu er ekki haldið við, það slitnar upp og springur þegar þiðn- ar,“ segir Eiður. Telur hann að leggja þurfi nýtt slitlag á um fjög- urra kílómetra kafla. Vegir hafa farið illa á Vestfjörð- um í vetur. Verst er ástandið á veginum um Súðavíkurhlíð, á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Einnig er vegurinn slæmur á köflum í botni Steingrímsfjarðar. Magnús Valur Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, seg- ir að styrkja þurfi veginn um Súða- víkurhlíð í sumar og styttri kafla á fleiri stöðum. Reiknar hann með að einnig þurfi að taka til hendinni á Raknadalshlíð. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stapar Álag hefur aukist á veginn um Raknadalshlíð en viðhald minnkað. Það hefur leitt til þess að slitlagið hefur gefið sig á löngum kafla. Holóttur vegur á Raknadalshlíð  Styrkja þarf vegi á Vestfjörðum Í umfjöllun fjárlagaskrifstofu um fjármögnun breytts kerfis ellilífeyrisgreiðslna með trygg- ingagjaldi segir að ef trygginga- gjaldið ætti að standa að fullu undir lífeyrisbótunum miðað við þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu þyrfti hlut- deildin í tryggingagjaldspró- sentunni að vera 3,1 prósentu- stigi hærri, eða 6,7525%, árið 2013 en hún er í dag, með til- heyrandi áhrifum á atvinnulífið. Segir að ljóst sé að þetta fyr- irkomulag um fjármögnun líf- eyristrygginga sé úr sér gengið og hafi í raun enga þýðingu þar sem ríkissjóði beri að greiða fyrir þau lífeyrisréttindi sem ákvörðuð eru í lögum. 6,7% trygg- ingagjald? FYRIRKOMULAG SAGT VERA ÚR SÉR GENGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.