Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Golli
Glæsileiki Guðjón Friðriksson við Laugaveg 20b en þar rak Kristín Dahlstedt eitt glæsilegasta veitingahús sitt.
Rýmið var stórt, klætt speglum, tónlistin lifandi og þjónarnir voru klæddir einkennisbúningum.
af lögreglunni.“ Fjallkonan fluttist á
milli fjögurra húsa við Laugaveginn
og eru þau flestöll til enn í dag. „Á
einum stað var hún við Skólavörðu-
stíg og svo var hún uppi í Grjóta-
þorpi og svo endaði hún við
Tryggvagötu og var þar alveg til
1946. Hún kallaði þann stað Ægi og
var nú hætt að nota Fjallkonuna en
þá var þetta orðinn ansi mikill
sjóarastaður.“
Lifandi tónlist og sjálfspil-
andi píanó á veitingastöðunum
Það má segja að Kristín hafi
verið sannkölluð nútímakona að
mörgu leyti. Hún elti drauma sína,
sótti vísdóm í sína grein handan
hafsins, varð frumkvöðull í veitinga-
húsarekstri og átti börn með þremur
mönnum. „Nafnið Dahlstedt fékk
hún þegar hún giftist dönskum
manni. Hún var frjálsleg í allri sinni
hegðun og var með nútímalegar
hugmyndir. Hún tók upp á alls kon-
ar nýjungum. Hún var með hljóm-
sveitir sem spiluðu hjá henni og á
einum staðnum var hún með sjálfs-
pilandi píanó. 1910 var hún með
grammófón sem maður setti pening
í hann og þá spilaði hann. Þetta var
einskonar undanfari glymskratta.
Hún fann upp ýmislegt til að auka
aðsóknina að þessum veitinga-
húsum sínum. Svo tók hún upp á því
á tímabili að auglýsa matseðil á
hverjum degi í dagblaði. Þannig að
menn gátu séð hvað var á boð-
stólum hjá henni þann daginn. Það
sem hún auglýsti mest og virðist
hafa verið sérgrein hennar í mat-
seldinni var buff með spæleggi og
lauk. Hún kom með alls konar nýj-
ungar inn í reykvískt líf sem hún
hafði lært í Danmörku. Þetta er
svona dæmi um það hvernig konur
voru að hasla sér völl á fleiri sviðum
en áður og tileinka sér borgaralega
hætti. Þetta var mjög áhugaverð
kona og hún greinilega sagði skoð-
anir sínar umbúðalaust og var ekk-
ert að skafa utan af þeim. Þetta var
beinskeytt nútímakona sem er frek-
ar ólíkt eldri kynslóðum kvenna á
Íslandi,“ segir Guðjón að lokum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013
Matarmenningu þjóðarinnar í upp-
hafi tuttugustu aldar eru gerð skil
á sýningunni Fjallkonan og reyk-
víska eldhúsið. Sýningin var sett
upp í byrjun febrúar í Þjóð-
arbókhlöðunni undir stjórn Ólafs
J. Engilbertssonar. Á sýningunni er
sagt frá uppruna Kristínar Da-
hlstedt og hennar kynnum af
Magnúsi Hjaltasyni og einnig er
skýrt frá veitingahúsaferli hennar.
Þar má sjá gögn um hvernig Krist-
ín missir veitingaleyfið vegna
óláta. Hún ræður til sín tónlist-
armenn og Hermann Jónasson
lögreglustjóri, síðar forsætisráð-
herra, skrifar upp á plagg sem
skýrir frá því að Kristín missi veit-
ingaleyfið. Danakonungur áritar
skjal fimm árum síðar þar sem
henni er veitt veitingaleyfið aftur.
Sýningin er lítil og tvískipt. Til
hliðar við sýninguna um Kristínu
er sýning sem heitir Reykvíska eld-
húsið og er um matar- og veitinga-
húsamenningu í Reykjavík á fyrri
hluta 20. aldar. Þetta er hluti sýn-
ingar sem var sett fyrst upp fyrir
fimm árum. Þar er fjallað um
matarskömmtun, innflutningshöft
og hvaða matvæli var hægt að fá í
verslunum og á veitingahúsum á
þessum tíma. Allir sem hafa áhuga
á matarmenningu, merkilegum ís-
lenskum kvenskörungum eða sögu
Reykjavíkur ættu að leggja leið
sína í Þjóðarbókhlöðuna á næstu
dögum til að kynna sér málið enn
frekar.
Sýning á Landsbókasafni
FJALLKONAN OG REYKVÍSKA ELDHÚSIÐ
Í kvöld kl. 20-22 mun Gunnvant Ár-
mannsson matreiðslumaður kenna
einfaldar aðferðir við að búa til girni-
legt sushi. Það mun hann gera á hin-
um mánaðarlega fundi sem kallast
handverkskaffi og fer fram í Gerðu-
bergi. Á staðnum verður allt hráefni
og áhöld sem til þarf í sushi-gerð og
er aðgangur ókeypis.
Gunnvant Ármannsson hefur starf-
að sem yfirmatreiðslumaður á 101
hóteli síðastliðin 10 ár en hann lærði
matreiðslu á veitingahúsinu Við
Tjörnina hjá Rúnari Marvinssyni.
Í beinu framhaldi fékk Gunnvant
fljótlega áhuga á sushi og japanskri
matargerð og tókst að fá japanskan
sushi-kokk, Akira Okada, til að koma
og kenna Íslendingum réttu hand-
tökin. Nú er lag að drífa sig í sushi.
Endilega…
…lærið að búa til sushi í kvöld
Morgunblaðið/Ómar
Sushi Það er auðvelt að tileinka sér handbragðið og í munni er það gómsætt.
Á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur er
gaman að kynna sér hvað er þar í
boði hverju sinni. Á morgun,
fimmtudag, mun Hrefna Sætran
matreiðslumaður segja frá vali
sínu á verki vikunnar í samtali við
gesti safnsins. Listasafnið hefur
leitað til þjóðþekktra einstaklinga
og beðið þá að velja sér uppá-
haldsverk á sýningunni Flæði á
Kjarvalsstöðum á hverjum fimmtu-
degi kl. 12.15. Á þessari óvenjulegu
sýningu gefst gestum einstakt
tækifæri til að sjá stóran hluta af
safneign Listasafns Reykjavíkur.
Sýningin tekur stöðugum breyt-
ingum þá tæpu fjóra mánuði sem
hún stendur yfir en verkum verður
sífellt skipt út á sýningartímanum,
jafnvel meðan gestir eru við-
staddir.
Vefsíðan www.listasafnreykjavikur.is
Uppáhaldsverk Hrefnu Sætran
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Sími 568 5170
Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 8.900 kr. eða meira:
Rénergie Multi-Lift dagkrem 15 ml
Rénergie Multi-Lift augnkrem 5 ml
Visionnaire serumdropar 7 ml
Genifique serumdropar 7 ml
Absolue varalitur
Teint Miracle farði 5 ml
*G
ild
ir
á
ky
nn
in
gu
m
eð
an
bi
rg
ði
r
en
da
st
.E
in
ni
g
að
ra
r
ge
rð
ir
ka
up
au
ka
.
E
in
n
ka
up
au
ki
á
vi
ðs
ki
pt
av
in
.
GJAFADAGARNIR ÞÍNIR
KYNNING Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI
Í GLÆSIBÆ 6. TIL 8. MARS
Verðmæti kaupaukans 19.200 kr.
Fólkið & samfélagið er þriðja
ljósmyndasýning ljósmynd-
arans Helga Halldórssonar
eða Fredda. Sýningin er Gall-
erý Pásuhorni á 2. hæð í
Klúbbnum Geysi, Skipholti
29. Sýningin stendur fram til
loka apríl og verður opin alla
virka daga frá kl. 8.30-16.00,
nema föstudaga til kl. 15.00.
Söluandvirði myndanna
rennur til styrktar Geysi.
Helgi hefur mjög næmt auga
fyrir smáatriðum og mynd-
byggingu og gaman að sjá
hvernig hið smáa í myndum
hans þenur út myndflötinn
svo af verður áhrifarík stemn-
ing með mikla og oft drama-
tíska frásögn.
Fólkið og samfélagið
Ljósmyndasýning í Pásuhorni