Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.03.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2013 Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Til stendur að setja gasmæli á tind eldfjallsins Heklu og er vonast til að þær mælingar styrki spár um yfirvofandi eldgos. „Þetta eru fyrstu mælingar sinn- ar tegundar hér á landi. Ekki hafa verið settir upp síritandi mælar til eftirlits með eldvirkni áður,“ segir Evgenia Ilyinskaya, eldfjalla- fræðingur og verkefnisstjóri samstarfs- verkefnis um gasmælingar. Að samstarfinu standa Veðurstofa Ís- lands, Ísor, INGV, jarðeðlisfræði- og eldfjallastofnunin á Ítalíu, og háskólinn í Palermo. Markmið samstarfsins er að kanna magn og samsetningu gass sem Hekla losar og öðlast þar með frekari innsýn í innviði eldfjallsins. Þá er stefnt að því að laga aðferðafræði og tækni- búnað að íslenskum aðstæðum svo setja megi upp gasmælingar við fleiri eldstöðvar. Mælirinn verður í kofa Veðurstofa Íslands hefur óskað eftir því við yfirvöld í Rangárþingi ytra að fá leyfi til að setja búnað til gasmælinga á topp Heklu. Síðasta sumar fóru fram gasmælingar á tilraunastigi á toppi fjallsins, þar var settur upp gasmælir en hann var tekinn niður síðasta haust vegna ísingar. Að sögn Evgeniu er búið að laga mælinn að íslenskum aðstæðum og verður hann hýstur í kofa sem skýlir honum fyrir veðri og vindum ef leyfi fæst til uppsetn- ingar. Hugmyndin er að mælirinn verði á Heklu til framtíðar en fjár- magn til verkefnisins er tryggt til 2016. Hluti af heildarmynd „Við sáum það í tilrauna- mælingum okkar síðasta sumar að þónokkurt magn af koltvísýringi streymir upp úr Heklu. Það er okkar tilgáta að gasmagnið geti breyst ef kvika færist nær yf- irborðinu, þ.e. samsetning gassins verði öðruvísi,“ segir Evgenia og bætir við að Hekla henti vel til þessarar tegundar rannsókna. „Hekla er þannig að erfitt er að segja fyrir um gos í henni, skjálft- ar hefjast oft ekki fyrr en rétt áður en eldgos hefst. Við erum því alltaf að leita að nýjum leiðum sem gætu gefið okkur lengri fyrirvara. Við vitum ekki hversu langan viðvörunartíma þessar mælingar gætu gefið okkur en við vonumst til þess að þær geti nýst okkur,“ ítrekar Evgenia og tekur fram að þessi aðferð komi ekki í stað ann- arra aðferða sem notaðar eru held- ur sé þetta bútur af stærri heild- armynd. Verkefnið er styrkt af Rannís og FUTUREVOLC, sem er samevr- ópskt rannsóknarverkefni á sviði samþættrar vöktunar og rann- sókna á eldfjöllum. Jarðvís- indastofnun Háskólans og Veð- urstofa Íslands leiða verkefnið. Ljósmynd/Finnbogi Óskarsson Vísindastarf Evgenia Ilyinskaya að safna gassýnum úr jarðvegi á Heklu í haust. Gasmælitækið hefur nú verið að- lagað íslenskum aðstæðum en síðasta haust þurfti að taka það niður vegna ísingar sem hafði áhrif á virkni þess. Vilja koma gasmæli fyrir á tindi Heklu  Fyrstu mælingar sinnar tegundar hér á landi Evgenia Ilyinskaya „Þetta sýnir að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar, ásamt Vinstri grænum, treystir sér ekki til að bjóða þessi skip vel- komin til Reykjavíkur. Ég óttast að þetta muni draga úr áhuga þessara vinaþjóða á að eiga við okkur samstarf í björgunarmál- um,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en meirihluti borgarstjórnar hafn- aði í gær tillögu Kjartans um að erlend varðskip og flugvélar, sem tekið hafa hér þátt í björgunar- aðgerðum með Landhelgisgæsl- unni, yrðu boðin velkomin til Reykjavíkur. Þess í stað var sam- þykkt breytingartillaga Sóleyjar Tómasdóttur, VG. Kjartan bendir á að Jón Gnarr borgarstjóri hafi gefið margs kon- ar yfirlýsingar um að erlend varð- skip væru ekki velkomin til Reykjavíkur, jafnvel þó að þau væru í björgunaraðgerðum hér á landi. „Einhvern veginn vonaði maður að þetta hefðu verið ein- hverjar yfirlýsingar borgarstjóra sem meirihlutinn myndi ekki standa við.“ Sóley Tómasdóttir segist hafa lagt breytingartillögu fram þar sem tillaga Kjartans hefði inni- haldið of mörg ágreiningsefni. Skiptar skoðanir væru innan borg- arstjórnar um samstarf við aðrar þjóðir. Í tillögu hennar segir m.a.: „Starfsemi og styrkur Land- helgisgæslu Íslands, björg- unarsveita og annarra viðbragðs- aðila er góð sönnun þess að best er að sinna borgaralegum öryggis- málum á vettvangi borgaralegra stofnana í anda friðar.“ Varðskip ekki boðin velkomin Kjartan Magnússon Sóley Tómasdóttir  Tekist á um tillögur í borgarstjórn Prófkjörsframboð Illuga Gunn- arssonar hjá Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík kostaði tæpar fimm millj- ónir króna og var kostnaður hans mestur af þeim sem hafa skilað inn uppgjöri. Próf- kjörsframboð Árna Páls Árnasonar var það framboð innan Samfylking- arinnar sem var dýrast þeirra sem hafa skilað uppgjöri, en það kostaði 771.000 krónur. Þetta kemur fram á vef Ríkisend- urskoðunar þar sem birtar eru upp- lýsingar um tekjur og kostnað vegna prófkjöra. Mestur kostnaður hjá Illuga í prófkjöri Illugi Gunnarsson „Við erum ánægð að þetta sé loksins frágengið. Það er nauðsynlegt að hafa gott og gilt aðalskipulag sem hægt er að vinna eftir,“ segir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdals- hrepps, en aðalskipulag Mýrdals- hrepps var samþykkt af umhverfis- og auðlindaráðherra í gær. Á aðalskipulaginu er m.a. gert ráð fyrir nýrri veglínu sem mun fara í gegnum Reynisfjall, vegurinn mun einnig liggja norðan Dyrhólaóss. Umhverfisstofnun veitti neikvæða umsögn á sínum tíma. Skipulags- stofnun taldi sér ekki fært að stað- festa aðalskipulagið og vísaði málinu til umhverfis- og auðlindaráðherra sem hefur verið með það á sínu borði frá 11. september síðastliðnum. Nið- urstaðan er sem sagt sú að virða skipulagsvald Mýrdalshrepps. „Það er ýmislegt sem þarf að gera áður en farið verður að grafa hér í fjallinu,“ segir Ásgeir og bendir á að það ráðist m.a. af fjárveitingu. Að auki þarf nýja veglínan að fara í ít- arlegt umhverfismat. Þá eru ákveðnir fyrirvarar á veglínunni í að- alskipulaginu er varða svæðið sunn- an Víkurþorps. „Fyrirvarinn er helst sá að við höfum verið að slást við sjó- inn hér sunnan við þorpið. Plássið er þröngt sunnan við íþróttavöllinn nið- ur að fjöruborðinu. Þar hefur úthafs- aldan barið á suðurströndinni. Varn- argarðurinn, sem byggður var út í sjóinn þarf að sanna sig en ströndin þarf að vera í jafnvægi áður en hægt er að ráðast í þá framkvæmd,“ segir Ásgeir og bendir á að einhver miss- eri muni líða þar til það hefur staðist skoðun. thorunn@mbl.is Göng í gegnum Reynisfjall  Aðalskipulag Mýrdalshrepps var samþykkt af umhverfis- og auðlindaráðherra  Skipulagsstofnun staðfesti ekki skipulagið og vísaði málinu til sama ráðherra Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Göng Gert er ráð fyrir göngum í gegnum Reynisfjall. Oft er vísað til Heklu sem drottningar íslenskra fjalla. Hekla þykir frekar ungt fjall og hefur að mestu orðið til á undanförnum 7.000 árum. Hekla lætur reglulega á sér kræla en síðast gaus hún árið 2000. Talið er að gosið hafi í fjallinu 18 sinnum frá landnámi. Hekla hefur gosið sjö sinnum síðustu hundrað árin. Gos hófst austan Heklu árið 1913 og skv. vef Veðurstofunnar gaus hún 1947, 1970, 1980, 1981, 1991 og 2000. Því hefur Hekla gosið nokkuð reglulega einu sinni á áratug síðan 1970. Gosið árið 2000 olli ekki teljandi vandræðum. Síðustu gos hafa staðið stutt yfir og verið fremur smá. Á fyrri öldum ollu gos í Heklu nokkrum sinnum miklum usla, þeim gat fylgt mikið hraunrennsli og öskufall með alvarlegum afleiðingum fyrir menn og dýr. Gosið 18 sinnum frá landnámi HEKLA GAUS SÍÐAST ÁRIÐ 2000 Morgunblaðið gefur þann 14. mars út glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16, föstudaginn 8. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn- unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík .– . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.