Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.03.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2013 Lengi þótti evran vænlegastabeita sem íslenskir innlim- unarmenn í ESB gætu veifað. Þeir á Kýpur hafa fengið að kynnast henni.    Nýlegavar birt könnun sem sýndi að Dan- ir, sem eru landtengdir Þýskalandi og hafa legið þétt við evruna, vilja þrátt fyrir það ekki sjá að taka hana upp.    Svíar eru samningslega nauð-beygðir til að taka upp evru en almenningur gefur elítunni ekkert færi á því. Nú síðast segir Evrópuvaktin okkur þetta:    Næstum tveir þriðju Pólverjaeru andvígir upptöku evru. Ákvörðun um málið á að taka eft- ir þingkosningar 2015. Pólverjum er skylt að taka upp evru með vís- an til ESB-aðildarsamnings síns frá 2004. Niðurstöður könnunar sem birtar voru þriðjudaginn 26. mars sýna að aðeins 32% Pólverja sem spurðir voru hvort þeir vildu að tekin yrði upp evra í landi þeirra sögðu já en 62% voru ann- aðhvort andvígir eða höfðu ekki myndað sér skoðun á málinu segir í frétt dagblaðsins Rzeczpospo- lita. Könnunin var gerð 22. mars og voru 1.067 Pólverjar spurðir.    Ríkisstjórn Póllands hefur ekkitekið af skarið um tímasetn- ingar varðandi evruupptöku en Pólverjum er skylt að innleiða evru á grundvelli ESB-aðild- arsamningsins. Bronislaw Komo- rowski, forseti Póllands, sagði í febrúar að tekin yrði ákvörðun í málinu eftir þingkosningar 2015.“    Heldur illa er komið fyrirbeitu Brusselmanna. Beitan eldist illa STAKSTEINAR Faxafeni 5, Reykjavík | Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði | Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.isLeggur grunn að góðum degiwww.betrabak.is ÞÍN STUND – ÞINN STAÐUR PRIME Hægindastóll fullt verð 299.990 Skemill fullt verð 79.990 Til í mörgum útfærslum F Y R IR ÞÍ NA R BESTU STU N D IR 10% KYNNINGAR AFSLÁTTUR Veður víða um heim 26.3., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 0 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 3 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 3 heiðskírt Helsinki 1 heiðskírt Lúxemborg 0 skýjað Brussel 3 heiðskírt Dublin 2 snjóél Glasgow 2 skýjað London 1 skýjað París 5 skýjað Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 2 léttskýjað Berlín 2 skýjað Vín -1 snjókoma Moskva -3 léttskýjað Algarve 17 skýjað Madríd 15 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 12 skúrir Aþena 17 skýjað Winnipeg -13 skýjað Montreal 2 léttskýjað New York 7 skýjað Chicago 2 skýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 27. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:03 20:05 ÍSAFJÖRÐUR 7:05 20:12 SIGLUFJÖRÐUR 6:48 19:55 DJÚPIVOGUR 6:31 19:35 Alþingismenn hafa verið á faralds- fæti síðustu daga þingsins. Þingmannaráðstefna um sameig- inlega utanríkis- og öryggismála- stefnu ESB fór fram í Dyflinni á Írlandi dagana 24.-25. mars. Ráð- stefnan er haldin tvisvar á ári í þeim aðildarríkjum ESB sem fara með sex mánaða formennsku í ráð- herraráði sambandsins. Helstu dagskrármál á ráðstefn- unni voru starf ESB að friði, öryggi og þróun í Afríku, friðargæslustarf ESB og hlutverk ESB í friðarferl- inu í Mið-Austurlöndum. Af hálfu utanríkismálanefndar Alþingis sóttu ráðstefnuna Árni Þór Sigurðsson formaður, Helgi Hjörv- ar og Ragnheiður E. Árnadóttir. 128. þing Alþjóðaþingmanna- sambandsins (IPU) er haldið í Quito í Ekvador dagana 22.-27. mars 2013. Helstu umræðuefni þingsins verða hlutverk þjóðþinga við vernd almennings, sanngjörn viðskipti og nýbreytni við fjármögnun fyrir sjálfbæra þróun og hlutverk fjöl- miðla, þ.m.t. samskiptavefja á net- inu, við að stuðla að þátttöku borg- aranna og lýðræði. Jafnframt fer fram sérstök umræða um nýjar nálganir og leiðir til að stuðla að sjálfbærri þróun ríkja. Þingið sækja fyrir hönd Alþingis Þuríður Backman, formaður Ís- landsdeildar, Ólöf Nordal og Sig- mundur Ernir Rúnarsson. Þingmenn á faraldsfæti á loka- sprettinum Hæsta fjall Ameríku Stuðst var við fréttatilkynningu frá Fjallakofanum þegar fullyrt var, á baksíðu blaðsins í gær, að Guð- mundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson hefðu klifið næst- hæsta tind heims, Aconcagua sem er 6.962 metra hár. Hið rétta er að fjallið Aconcagua er hæsta fjall í Ameríku. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.